30 ágúst 2009
19 ágúst 2009
Elsku besti pabbi minn á afmæli í dag og er auðvitað á ágætum aldri. Ég á því miður enga mynd af kallinum í vinnutölvunni en ég sendi honum engu síður bestu kveðjur í tilefni dagsins. Til hamingju með daginn elsku pabbi og hafðu það svakalega gott í dag :-)
Birt af Erla Perla kl. 12:21 e.h. 0 skilaboð
11 ágúst 2009
Löngu mætt á Klakann
Þá er maður búinn að vera á Íslandinu í rúmar 2 vikur og þær hafa liðið dáldið hratt. Ég fór eiginlega beint til Eyja og svo beint úr Eyjum á ættarmót. Ég byrjaði svo að vinna á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær þar sem ég vinn á lokaðri alzheimer deild. Ég kann ágætlega við mig þarna og er bara sátt við að vinna þarna þangað til ég fæ aðra vinnu. Það gefur mér tíma til þess að finna út hvað mig langar mest til að gera og er auðvitað margfalt betra en að fara á atvinnuleysisbætur. Ég verð svo með eitthvað bókhald í hjáverkum enda veitir ekki af því að drýgja tekjurnar sem fara ekki mikið yfir lágmörkin.
Þjóðhátíðin var sú besta hingað til og það er óhætt að segja að ég hafi skemmt mér konunglega í góðra vina hópi. Ættarmótið heppnaðist líka vel og það var gaman að hitta svona margt fólk á einu bretti. Núna er ég að aðlagast nýrri vinnu og lífinu á Klakanum á nýjan leik. Efst á listanum er að finna bíl til þess að koma mér á milli staða og það er að reynast erfiðara en ég bjóst við. Framboð af ódýrum bílum er ekkert en það er nóg framboð af yfirveðsettum bílum sem eigendurnir geta ekki borgað með. En ég á eftir að finna út úr því og vonandi fyrir helgi. Það er allavegana nóg að gera og ég skrifa meira þegar ég verð búin að koma mér almennilega í Íslandsgírinn. Þangað til næst.
Birt af Erla Perla kl. 8:23 e.h. 0 skilaboð