23 júlí 2004

Ég komst að því í vikunni að það er lagður margvíslegur skilningur í orðið tillitssemi. Ritstjóri Séð og heyrt telur t.d. að það sé tillitssemi að láta fólk vita áður en fréttir úr einkalífi þess eru birtar á forsíðu blaðsins. Það skiptir þó ekki máli hvað fólki finnst um birtinguna en það hlýtur að vera í lagi fyrst það er látið vita fyrst! Þetta eru ein lélegustu rök sem ég hef heyrt fyrir því að birta fréttir úr einkalífi fólks. Rétturinn til tjáningarfrelsis getur aldrei verið sterkari en réttur fólks á einkalífi. Við getum aldrei haft ótakmarkaðan rétt til að gera það sem við viljum, það hlýtur alltaf að takmarkast af því hvort það skerði frelsi annarra. 



 

20 júlí 2004

Jahá, skjótt skiptast veður í lofti, það er ekki hægt að segja annað.  Haldiði að mín sé ekki bara á leiðinni til London í næstu viku! Rakel er orðin leið í útlandinu og stóra systir ætlar að fara að sækja hana í skólann. Hún á að klára í næstu viku þannig að hún klárar skólann og svo eigum við systurnar 2 daga í London áður en við förum heim. Það ætti að verða gaman hjá okkur! Dagurinn er búin að fara í ýmsar reddingar, ma. á vegabréfi því að sveitalubbinn ég á ekkert svoleiðis. Fyrir það þurfti að borga litlar 9200 kr!! Frekar dýrt dæmi að fara svona skyndilega til útlanda. Annars var ég heppin með verð á fluginu og þá er bara eftir að redda gistingu, 2 nætur í London og 2 í Bournemouth þar sem Rakel er. Þetta reddast örugglega allt - um að gera að hafa gaman af þessu.
 
Þá er allavegana alveg pottþétt að ég verð ekki heima hjá mér vælandi yfir að vera ekki á Þjóðhátíð. Við lendum á brekkusöngstíma á sunnudagskvöldið og það verður ekki kveikt á símanum fyrr en eftir miðnætti - enda er alveg bannað að hringja með beina útsendingu frá brekkusöngnum!!!!!

19 júlí 2004

Daníel frændi minn varð 9 ára á laugardaginn. Hann er núna staddur á fjöllum hjá pabba sínum. Til hamingju með daginn elskan mín, vonandi hefurðu það gott í óbyggðunum ;)

Jæja, það er naumast að maður er blogglatur þessar vikurnar. Ég er mikið búin að taka lífinu rólega í sumar og það lítur út fyrir að svo verði áfram. Kristinn Breki gisti hjá mér á föstudaginn. Það var mikið stuð á púkanum í ,,partýinu" og var hann mun hressari en gestgjafinn þegar líða tók á kvöldið. Eitthvað voru farnar að renna á hann tvær grímur í hádeginu á laugardaginn þegar við fengum okkur rúnt niður í bæ og hann vildi bara fara heim til mömmu. Ég vona þó að hann jafni sig greyið og komi aftur í heimsókn til frænku sinnar.
 
Þegar ég var búin að skila púkanum skellti ég mér í smá fjallgöngu með mömmu í góða veðrinu. Við löbbuðum á Úlfarsfellið (sem er við Mosó fyrir þá sem það ekki vita). Þetta var ágætis göngutúr bara. Þetta er nú ekki hátt, um 200 metrar held ég - enda er þetta fell en ekki fjall! En maður má víst monta sig á að hafa labbað þetta ;)
 
Það var svo íslenskur matur fyrir Spánverjana hjá mömmu um kvöldið og síðan var djammað heima hjá mér og haldið svo í bæinn. Þar var stappað af fólki enda veðrið gott. Ég lét mig bara hverfa snemma en liðið tók hins vegar seinasta djammið á Íslandi með stæl og var í bænum til að ganga 8. Minnz er orðinn of gamall fyrir svona ;) Spánverjarnir létu vel af dvölinni og voru afskaplega hrifnir af Vestfjörðunum og henni ömmu gömlu. Maður þarf svo bara að skella sér til Madridar og læra spænsku og heimsækja gaurana!
 
Rakel er búin að vera í Englandi í 2 vikur núna og á tæpar 2 vikur eftir í enskuskólanum. Þetta er allt búið að ganga að óskum og hún lætur vel af sér. Röggi fer svo út til Finnlands eftir 3 vikur og þá flytur Rakel að heiman þannig að það eru miklar breytingar á hótel mömmu þessar vikurnar.
 
Jæja, þá er best að halda á með vinnuna áður en bossinn brjálast, later.
 
 

14 júlí 2004

Jæja, þá er það komið á hreint að minnz fer ekki á Þjóðhátíð í ár. Í fyrsta skipti síðan 1998 sem það gerist. Ég er alveg viss um að veðrið verður alveg brjálað í ár og ekkert gaman. Ég er búin að heyra lagið og það er frekar ömurlegt - mér til mikillar gleði. Ég er reyndar ekki komin með neinn þjóðhátíðarfiðring ennþá en hann kemur sjálfsagt þegar nær líður. Þjóðhátíðin 2005 verður hins vegar tekin með stæl ;)

Biggi var að spá í því á síðunni sinni hvort það þýddi eitthvað fyrir fyrrverandi maka þegar nýr maki væri kominn í spilið. Hvort það væri hrós fyrir hann ef nýji gæjinn væri ljótur o.s.frv. Ég kommentaði þar á að ég héldi að nýjir makar kæmu þeim fyrrverandi ekkert við. Málið væri bara að samgleðjast sínum fyrrverandi með að vera kominn með nýjan.

Ég fékk hins vegar nafnlaus skot um biturleika. Ég vil því taka fram að það er engin biturleiki af minni hálfu út í neinn af mínum fyrrverandi gæjum. Þeir eru bara það síðasta sem ég hugsa um þegar ég er að slá mér upp með nýjum gæja - annað held ég að væri óeðlilegt. Mér þykir vænt um þá alla og óska þeim velfarnaðar í sínu lífi - and that´s it.

Þú átt hins vegar spes stað Biggi minn - þú ert sá eini sem ég hef getað rifist um pólitík við ;) Ég er alveg viss um að þú nærð þér í eina danska úti - og þá verð ég náttla að fá allan samanburð við mig um stærðarhlutföll ;) hehe

12 júlí 2004

Jæja, það er kannski kominn tími á smá blogg. Síðasta vika var bara róleg. Það sem er kannski helst fréttnæmast er að við Agga héldum áfram að synda aðra vikuna í röð og við stefnum að sjálfsögðu á að halda dugnaðinum áfram. Á föstudaginn fórum við með Valdimar (mentorbarn) og Kidda í sund í góða veðrinu. Kíktum svo á Sólon og fengum okkur að borða. Svo var sötrað hvítvín á pallinum hjá Öggu frameftir kvöldi. Við kíktum aðeins í bæinn en þetta voru bara rólegheit og ég var komin heim í fyrra fallinu.

Á laugardaginn komu Spánverjarnir í heimsókn til bróður míns. Þeir komu í heimsókn til mín og við fórum með þá í bæinn að skoða mannlífið. Við enduðum á Gauknum þar sem Írafár var að spila. Ekta íslensk stemning og strákarnir voru hrifnir. Röggi fór með þá vestur í gær og ætlar að sýna þeim Vestfirðina. Þeir eru víst mjög hrifnir og búnir að mynda hverja þúfu.

Silverstone var á helginni og ég segi bara VIVA McLAREN!! Lang skemmtilegasta keppni ársins til þessa. Það er svo bara að sjá hvort að Hakkinen sé að koma aftur - það skyldi þó aldrei vera að maður fengi að sjá Hakkinen og Raikkonen keyra saman...

09 júlí 2004

Pétur Marel er 25 ára í dag. Til hamingju með daginn! Ég veit að þú hefur það öfga gott í sólinni á Spáni með diet kókið *hóst*bjórinn*hóst* í hönd ;)

05 júlí 2004

Hvurn andsk... er ég eiginlega búin að gera.. Kann einhver að laga stærðina á fontinum??


Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty

Jahá, ég er Ryan í OC.. Get ég ekki bara verið sátt við það þó svo að ég sé stelpa? :-/

01 júlí 2004

Er ekki einhver til í að koma með mér á 50cent??

Við Agga erum orðnar upprennandi sunddrottningar. Erum búnar að mæta í laugarnar klukkan 7 þrisvar í þessari viku. Planið er að synda fyrir vinnu þrisvar í viku og reyna að fara einu sinni á helgum. Ef fólk heldur að það eigi eitthvað í að synda með okkur þá er því velkomið að fljóta með ;)

Þetta breytir hins vegar venjum manns og núna er lang best að vera kominn upp í rúm ekki seinna en 10 á kvöldin. Þá hefur verið að koma upp soldið vandamál hjá mér. Konan í íbúðinni fyrir neðan mig horfir mikið á sjónvarpið og hlustar á útvarpið á þeim tíma kvölds og ég held að hún heyri eitthvað illa. Allavegana er þetta allt nógu hátt stillt hjá henni og ég á oft erfitt með að sofna - ekki út af partýtónlist, heldur út af endurteknu Kastljósi eða Lífsauganu hans Þórhalls.

Ég hélt að ég væri flutt í rólegheita stigagang dauðans - þar sem 90% íbúanna er yfir fimmtugu (og þá aðallega yfir 75). En ég hefði nú mátt segja mér það sjálf eftir alla mína elliheimilis vinnu að háum aldri fylgir skert heyrn.. Það er ein á annarri hæðinni sem hlustar á skáldsögur á kassettum á hæsta styrk og ég hef alltaf þakkað mínum sæla að búa ekki á þeirri hæð.

Konan fyrir neðan mig er nefnilegast ekkert svo gömul, kannski farin að nálgast sextugt. Þetta hefur ekki verið mál fyrr en núna að hún stilli allt svona hátt. Ég ætti kannski að benda henni á að fara í heyrnarmælingu?

Ég er komin með algjört ógeð á umræðunni um fjölmiðlalögin og forsetakosningarnar. Það er algjörlega búið að nauðga þessum málefnum í fjölmiðlum og sorglega fáir aðilar eru að tjá sig um þetta á málefnalegan hátt. Ég slekk á sjónvarpinu og útvarpinu þegar það er byrjað að fjalla um þetta. Ég ætla mér því ekki að tjá mig um stjórnmál á þessari síðu fyrr en í haust - fyrir utan eftirfarandi atriði:

Ég ætla að vona að íslenskum stjórnvöldum detti ekki til hugar að hafa ekki utankjörfundaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þá fyrst verð ég brjáluð og mun ég þá gera mér sérstaka ferð til Bolungarvíkur til að fá útrás fyrir gremju mína gagnvart þessu liði og kjósa gegn lögunum. Og hana nú!