20 desember 2007

Ég er farin heim

í heiðardalinn. Ég óska ykkur öllum, nær og fjær, gleðilegrar og hamingjuríkrar jólahátíðar.

17 desember 2007

Lífæðin

Ég var að hlusta á Lífæðina á netinu í dag og hafði mjög gaman af. Það er útvarp Bolungarvík fyrir þá sem ekki það vita. Úlfar í Hamraborg og Lúlli voru í viðtali hjá Hauki Vagns og það var áhugavert að hlusta á það. Það er óhætt að segja að Úlfar hafi áhugaverðar skoðanir á málefnum Bolungarvíkur. Hann er á því að það sé engin framtíð í byggð í Bolungarvík nema að það verði sameining við Ísafjörð og segir tregðu Bolvíkinga í þessum efnum vera minnimáttarkennd. Ég er ekki sammála því. Í mínum huga er málið afar einfalt. Að sameinast Ísfirðingum er eins og það myndi flytja inn til mín karlmaður sem myndi taka af mér fjarstýringuna, éta allt úr ísskápnum, fylla óhreinatauskörfuna og hirða svo af mér sængina í rúminu. Það er enginn minnimáttarkennd að vilja ekki fá slíkan grip inn á sitt heimili. Það er bara almenn skynsemi.

13 desember 2007

Ísland - bezt í heimi

Þrír menn sátu saman og voru að monta sig af því hvernig þeir höfðu látið nýju konurnar sínar fá skyldur og verkefni heima fyrir.

Sá fyrsti hafði gifst konu frá Colarado og hann hafði sagt henni að hún ætti að þvo upp og þrífa húsið. Það tók nokkra daga en á þriðja degi kom hann heim í hreint hús og uppvaskið búið og frágengið.

Annar maðurinn hafði gifst konu frá Nebraska. Hann hafði skipað konu sinni að sjá um öll þrif, uppvask og eldamennsku. Fyrsta daginn hafði ekkert gerst, annan daginn hafði það aðeins skánað og þann þriðja var húsið hreint, uppvaskið búið og svaka steik og meðlæti í matinn.

Þriðji maðurinn hafði gifst konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hennar verk væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá garðinn, þvo þvott og elda heita máltíð í hverjum matmálstíma. Hann sagði að fyrsta daginn hefði hann ekki séð neitt, annan daginn sá hann ekki neitt en á þriðja degi minnkaði bólgan aðeins svo hann sá aðeins með vinstra auganu, nóg svo hann gat útbúið sér eitthvað að borða og sett í uppþvottavélina!

03 desember 2007

Kristni í skólum

Eins og sumir vita er ég lærður kennari þó svo ég starfi ekki sem slíkur. Ég hef aðallega kennt tungumál en í náminu er það skylda að fara í æfingakennslu á yngsta stigi og miðstigi auk þess að fara í æfingakennslu á kjörsviði. Í mínu tilfelli var það enska. Þegar ég kenndi á yngsta stigi og miðstigi kenndi ég í 2 vikur í 4. og 5. bekk. Það var vissulega gaman að prófa að kenna fög sem maður ætlaði sér ekki að kenna en það voru tvö fög sem voru almennur hausverkur hjá kennaranemum sem maður var í sambandi við. Það fyrra var stærðfræði en á yngsta stigi og miðstigi eru allt aðrar bækur notaðar í dag heldur en þegar ég var í skóla og eru þær byggðar á allt annarri aðferðarfræði en var kennd þegar ég var ,,ung". Þessar bækur eru sjaldnast sendar heim með nemendum til heimalærdóms þar sem fæstir foreldrar ráða við að aðstoða börnin við dæmin. Aðferðarfræðin er það ólík því sem eldri kynslóðir eiga að venjast.

Síðara fagið var kristinfræði. Ég á ekkert annað orð yfir það námsefni sem er í notkun í dag heldur en trúboð. Mér þótti það hart að það væri hluti af starfi mínu að kenna þessi fræði og ég veit að það eru margir kennarar sama sinnis. Mér hefði verið ljúft og skylt að kenna trúarbragðafræði en þessi námsgrein á einfaldlega ekkert skylt við hana og því gengur það þvert á siðferðisvitund margra kennara að kenna þetta fag eins og það er sett upp í dag.

Ég ætla ekki að setja neitt út á æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar, þar er ágætur boðskapur sem gerir börnum og unglingum eflaust gott. Þetta starf á hins vegar ekki heima innan veggja skólakerfisins. Það er bara svo einfalt. Mér finnst sorglegt að hlusta á málflutning biskups varðandi þá atlögu sem verið er að gera að kristnu starfi í skólum eins og hann orðar það sjálfur. Skólinn er ekki vígi kirkjunnar, ekki frekar en annarra trúfélaga. Það skiptir engu máli í því samhengi að meirihluti landsmanna sé hluti af Þjóðkirkjunni.

Það sést á málflutningi kirkjunnar manna að þeir eru sárir yfir þessari ,,atlögu" og finnst lítið gert úr því starfi sem kirkjan innir af hendi. Þrátt fyrir að málflutningur sumra beinist kannski í þá átt þá held ég að í flestum tilfellum sé það ekki málið. Öflugt og gott æskulýðsstarf kirkjunnar er af hinu góða fyrir samfélagið. Því á hins vegar að halda fyrir utan skólakerfið. Það er mergur málsins. Ég held að það væri vænlegra fyrir þjóna kirkjunnar að bera virðingu fyrir þessum sjónarmiðum og aðlaga sitt æskulýðsstarf að breyttum aðstæðum heldur en að koma sárir og reiðir í viðtöl í fjölmiðlum. Að sýna það umburðarlyndi og kærleik sem trúin boðar en ekki pakka í vörn þegar sjónarmið annarra samræmast ekki þeirra eigin. Slíkur málflutningur gerir lítið annað en að eyðileggja fyrir þeim sjálfum og stuðlar ekki að framgangi trúar, umburðarlyndis og kærleika á Íslandi - nema síður sé.

28 nóvember 2007

Léttsteikt dramadrottning

Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust „rare“, „medium rare“, „medium“ og „well done“ værir þú „medium rare“, léttsteikt og meyr undir tönn. Léttsteiktar dramadrottningar eru ávallt gerðar úr besta hráefni. Þær eru lífrænt ræktaðar og því í raun móðgun að líkja þeim við hamborgara. Nær væri að framreiða þær sem steikur með góðri rjómasósu og bökuðum kartöflum.

Léttsteiktar dramadrottningar skammast sín ekki fyrir að vera dramadrottningar. Þvert á móti eru þær stoltar af því og leggja rækt við þann hluta persónuleika síns. Gott jafnvægi ríkir á milli drama og yfirvegunar. Í raun hefur léttsteikta dramadrottningin fulla stjórn á dramatíska hluta heilans. Hún er því fær um að halda dramanu í skefjum þegar við á en gerir út á það þegar hún er í stuði til þess.

Léttsteiktar dramadrottningar eru tilfinningaríkar. Þær eru gjarnan leiðtogar í vinahópi sínum, eru vel liðnar af flestum, dáðar af mörgum en einnig öfundaðar af sumum. Hin léttsteikta drottning er hins vegar haldin jafnaðargeði og lætur hólið ekki stíga sér til höfuðs eða öfundsýki koma sér úr jafnvægi.

Þetta ágæta próf er tekið á dramadrottning.com.

26 nóvember 2007

Margir velta því fyrir sér..

hvort það sé líf eftir dauðann. Önnur og merkari spurning er hins vegar hvort það sé líf fyrir dauðann? Það er kannski ágætt að sofa á því.

21 nóvember 2007

Netið smetið

Einhverjum snillingnum tókst að grafa í sundur ljósleiðara á Bíldshöfðanum í dag. Þar af leiðandi vorum við netlaus í vinnunni frá hádegi og er víst ekki alveg ljóst hvenær þetta kemst í lag en það verður vonandi fyrir morgundaginn. Við vorum algjörlega handa og fótalaus og það var hreinlega kúnst að finna verkefni sem þarfnaðist ekki nettengingar. Það var líka ótrúlega furðuleg tilfinning að vera ekki á MSN, komast ekki inn á póstinn og geta ekki tékkað á nýjustu fréttum á mbl. Þegar ég kom heim byrjaði ég auðvitað á því að fara á netið og það voru nánast sömu fréttir á forsíðu mbl og þegar ég hafði kíkt seinast fyrir hádegi. Ég missti sem sagt ekki af neinu.

Ég held að uppgötvun dagsins sé að netið sé að mestu leyti tilbúin þörf og við hefðum klárlega gott af því að taka netlausan dag annað slagið. Þrátt fyrir þau ýmsu þægindi sem fylgja netinu þá komumst við nú ágætlega af án þess og væri varla vanþörf á að rifja það upp annað slagið.

Annars væri gaman að vita það hvað lesendur þessarar síðu eyða miklum tíma á netinu á hverjum degi - og hvað mikið af þeim tíma er í vinnu eða nám og aðrar ,,nauðsynjar" og hversu mikið er bara hangs.

18 nóvember 2007

Sætir bræður


Stóðst ekki mátið að setja inn eina mynd af nýbökuðum bræðrum. Vona að Þórdísi sé sama þó svo ég hafi stolið henni af síðunni hjá þeim ;-)

17 nóvember 2007

Nýr púki

Í gær eignuðust Þórdís og Tommi lítinn labbakút sem var 13 merkur og 50 cm. Til hamingju elsku Þórdís og Tommi með litla kútinn og til hamingju Arnar Logi með nafnbótina stóri bróðir!

13 nóvember 2007

Partýmyndir - og þemað var klámiðnaðurinn

Klárlega djókur kvöldsins, rauðsokkan Rúnar


Þórdís og ég


Ég og Hjördís

Pétur



Hjónakornin Eva og Borat diCaprio - já þetta var alvöru Borat..


Þórdís og Tommi

maður sleppir ekki svona partýi þó svo maður sé komin 9 mánuði á leið..

Dr Drake Ramore, specialist


Já, þetta var gaman..

08 nóvember 2007

Frú Stella!

I'll be back er víst vinsælasti bíómyndafrasinn í heiminum í dag. Frú Stella, ég tarf ekki sjúss hefur blívað vel í mínum vinahóp. Reyndar hefur Stella blívað vel í mínum vinahóp. Best heppnaðasti misskilningur okkar tíma og það er eitthvað svo yndislegt að sjá Reykjavík fyrir 20 árum. Frasar eins og ,,hver á þennan bústað? nei eða já?", ,,Herre Gut det er blod" og ,,ég sagði burtu með þessa gæru, sagðirðu ekki að hún væri illa lyktandi?" eru náttúrulega bara tær snilld. Ég tala nú ekki um þennan hérna, borin fram með einstaklega íslenskum hreim: ,,Gå ud ur min bil strax og jeg mener det. Når jeg går avrig så bliver jeg avrig." Já maður þarf ekki sjúss þegar maður hefur Stellu.

05 nóvember 2007

Fræðslufundur

Fyrsti fræðslufundur Samtaka kvenna með endómetríósu verður haldin annað kvöld klukkan 8 í Hringssal Landspítalans. Endilega látið það berast til þeirra sem erindi ættu á fundinn ef þið þekkið einhverja og ekki hika við að mæta sjálf ef ykkur langar til að fræðast um þennan sjúkdóm.

Hún Ella á afmæli í dag og er á besta aldri stúlkan. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það svakalega gott í dag :-) Vonandi sjáumst við í bæjarferðinni!

03 nóvember 2007

Stjörnuspá dagsins

Vog: Hugsanir hafa vald og þú verður að ná stjórn á þeim, áður en þær ná stjórn á þér. Vertu einbeittur. Ekki láta það koma á þér á óvart ef þú upplifir allar heimsins tilfinningar á einni klukkustund.

Það er óhætt að segja að þessi spá eigi vel við þegar maður er búinn að eyða deginum á masternum í NLP. Það er búið að hræra vel í gömlum tilfinningum og leyfa þeim að sigla sinn sjó. Það er góð þreyta í bland við létti sem á eftir að ráða ríkjum hjá mér í kvöld.

01 nóvember 2007

Meira af Gíslum

Í framhaldi af minningu Gíslana sem fór hér á undan langar mig að láta fylgja eina sögu af öðrum Gísla. Sá sat lafhræddur fyrir framan fréttirnar í sjónvarpinu þegar hann var lítill. Þar voru oft fluttar fréttir af því að gíslar hefðu verið teknir út í hinum stóra heimi. Þessi litli Gísli lifði í stöðugum ótta um hvort að hann yrði nokkuð tekinn næst. Hún getur verið grimm þessi veröld.

30 október 2007

Góðir Gíslar

Mig langar að benda á góðan pistil á síðu Ólínu Þorvarðardóttur um nafnana Gísla á Uppsölum og Gísla Hjartar sem báðir hefðu átt stórafmæli um þessar mundir ef þeir hefðu lifað. Ég stúderaði líf Gísla á Uppsölum nokkuð þegar ég var í Kvennó og ævi hans var meginuppistaðan í stúdentsritgerðinni minni. Merkur maður þar á ferð. Gísli Hjartar var góður fjölskylduvinur og ég var ekki há í loftinu þegar ég fór fyrst á Hornstrandirnar undir hans leiðsögn og þær voru margar stundirnar sem við í fjölskyldunni áttum með honum þar. Ekki síðri maður þar á ferð.

Blessuð sé minning þeirra beggja.

24 október 2007

Gjafapappír

Ég hef verið soldið í því að gefa afmælisgjafir undanfarið. Þá þarf maður að kaupa gjafapappír til að pakka herlegheitunum inn eða jafnvel kaupa gjafapoka og sleppa við allt límbandið. Ég keypti gjafapoka um daginn og hann kostaði á við helminginn af gjöfinni. Ég passaði mig á að skrifa ekki á miðann sem var fastur við svo að viðkomandi gæti pottþétt notað hann aftur. Núna stend ég í því að pakka inn afmælisgjöf sem er í stærra lagi og kemst því ekki í gjafapoka. Þar sem ég á ekki gott með að komast í búðir fram að afmælinu og hef ekki mikinn tíma til að dúllast við innpökkun fór ég í Mál og menningu til að kaupa pappír undir herlegheitin eftir jógatímann áðan.

Þar var til úrval af pappír. Litríkum og fallegum og í 99% tilfella ætluðum 10 ára og yngri. Spiderman, Latibær og aðrar fígúrur skörtuðu sínu fegursta á pappírnum. Jafnvel þó svo að tilvonandi afmælisbarn sé ungt í anda þá var Spiderman ekki alveg við hæfi. Ég greip því rúllu sem hentar afmælisbörnum á besta aldri og dreif mig að kassanum. Var að spá í að spurja bólugrafna unglinginn á kassanum hvort að hann ætti ekki vaselín til að deyfa sársaukann þegar hann sagði mér hvað þetta kostaði. Tvö þúsund krónur fyrir eina rúllu af gjafapappír og eitt stykki kort. Það hlýtur að vera svona tilfinningin að láta taka sig í ósmurt - afsakið orðbragðið.

19 október 2007

Að búa einn

Mér finnst ágætt að búa ein en nokkuð reglulega finnst mér það alveg svaðalega pirrandi og reyni að lokka gott fólk í heimsókn til mín. Kvöldið í kvöld er einmitt svoleiðis. Ástæðan? Jú, ég var að skipta á rúminu og mig vantar einhvern í heimsókn til að hjálpa mér að brjóta.

Annars er allt fínt að frétta úr kotinu. Enn eitt árið búið að bætast í sarpinn en ég samt bara 24. Sumt breytist aldrei. Svo eru ýmsar pælingar í gangi sem ég ætla að hafa sem fæst orð um þangað til þær fá á sig endanlega mynd. En það verða þó breytingar, það er nokkuð ljóst. Svo er margt skemmtilegt framundan. Masterinn í NLP, jóganámskeið, elítuhittingur, námskeið hjá Rauða Krossinum og nóg af verkefnum hjá Endósamtökunum. Svo ekki leiðist mér þó svo að það hafi enn enginn bankað upp á sem passar við mig eins og flís við rass.

En mig vantar samt einhvern í heimsókn til að hjálpa mér að brjóta. Helst áður en það verður kominn tími til að skipta á rúminu aftur.

16 október 2007

Að gefa af sér

Mér hefur oft dottið það í hug að skrá mig í Rauða Krossinn og taka þátt í sjálfboðaliðastarfi þar en einhvern vegin aldrei látið verða af því. Núna eru þeir í átaki að kynna sjálfboðaliðastarfið sitt og ég dreif í því að skrá mig á heimasíðunni þeirra og bíð spennt eftir að fá að kynnast nýju fólki og láta gott af mér leiða. Ég skora á þig að gera slíkt hið sama.

11 október 2007

Hún er tík þessi blessaða pólitík

Nú ætla ég að bregða örlítið út af þeim vana mínum að blogga ekki um pólitík, svona í ljósi atburða dagsins. Ég verð að viðurkenna að mér er engin eftirsjá í fráfarandi borgarstjóra og því síður í öðrum félögum hans í Sjálfstæðisflokkinum. Mér hafa ekki fundist vinnubrögð Vilhjálms vera til fyrirmyndar undanfarna daga og það hefði verið til marks um siðleysi íslenskrar pólitíkur ef hann hefði setið áfram. Ég skil hins vegar alveg gremju íhaldsins í garð Björns Inga sem virðist vera að stimpla sig inn sem hornsteinn siðlausrar pólitíkur. Hann má alveg missa sín í nýjum meirihluta.

En það er gott fólk í öllum flokkum og mér líst afskaplega vel á nýjan borgarstjóra. Ég er líka mjög sátt að sjá Svandísi Svavars í meirihlutastarfinu. Það er gaman að sjá fólk í pólitík sem er með munninn fyrir neðan nefið og stendur á sinni sannfæringu. Og ég tala nú ekki um sem kann að tjá sig. Það sést allt of sjaldan í íslenskri pólitík í dag. Ég er ekki mjög vinstri græn í skoðunum en ég tek alltaf ofan hattinn fyrir skeleggu fólki sem kann að koma sínum skoðunum á framfæri. Ég neita því ekki að ég ber ekki sömu virðingu fyrir Binga og Margréti Sverris og það verður fróðlegt að sjá hvernig þessu ágæta fólki á eftir að ganga að starfa saman.

Það varð hins vegar nokkuð ljóst í dag að hún er tík þessi blessaða pólitík og ég leyfi mér að efast um að nýr meirihluti breyti nokkru þar um.

06 október 2007

Maður kallar nú ekki allt ömmu sína

Mér hefur alltaf þótt þetta frekar fyndið máltæki enda hef ég aldrei kallað neinn annan ömmu en mínar ágætu ömmur í gegnum tíðina. Núna á ég hins vegar bara eina ömmu og eins og sjá má hér er ekkert að ástæðulausu að maður kallar ekki allt ömmu sína.... Hún er bara flottust.

04 október 2007

Agnes skvísa á afmæli í dag og yngist hreinlega með hverju árinu stúlkan. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag :-)

03 október 2007

Fyrir ári síðan kom lítill púki í heiminn sem oft var kallaður Tommi togvagn áður en hann fékk nafnið Tómas Orri. Núna er hann orðinn eins árs og litla hraðlestin er meira réttnefni heldur en togvagn enda drengurinn afburða hress. Til hamingju með daginn litli kall :-)

02 október 2007

Myndir frá NYC

Jæja, hér kemur seinasti skammturinn af myndum frá New York. Það var ekki hægt að láta inn myndir án þess að Empire State og Flatiron fylgdu með.



The Flatiron Building


Empire State - tekin af 5th Avenue


Gosbrunnurinn við Rockefeller Center

Kraftaverkakirkjan St. Paul's Chapel

World Trade Center séð frá St. Paul's

28 september 2007

Góð speki

A philosophy professor stood before his class and had some items in
front of him. When class began, wordlessly he picked up a large empty
mayonnaise jar and proceeded to fill it with rocks, rocks about 2" in
diameter. He then asked the students if the jar was full? They agreed that it was.

So the professor then picked up a box of pebbles and poured them into
the jar. He shook the jar lightly. The pebbles, of course, rolled into the
open areas between the rocks. He then asked the students again if the jar
was full. They agreed it was. The students laughed.

The professor picked up a box of sand and poured in into the jar. Of
course, the sand filled up everything else. "Now," said the professor, "I
want you to recognize that this is your life. The rocks are the important things
- your family, your partner, your health, your children - anything that is
so important to you that if it were lost, you would be nearly destroyed.

The pebbles are the other things that matter like your job, your house,
your car. The sand is everything else. The small stuff."

"If you put the sand into the jar first, there is no room for the
pebbles or the rocks. The same goes for your life. If you spend all your
energy and time on the small stuff, you will never have room for the things that
are important to you. Pay attention to the things that are critical to your
happiness. Play with your children. Take time to get medical checkups.
Take your partner out dancing. There will always be time to go to work,
clean the house, give a dinner party and fix the disposal."

"Take care of the rocks first - the things that really matter.

Set your priorities.

27 september 2007

Afmælistilkynningarnar halda áfram. Það er vertíð í þessum málum hjá mér á haustin, enda á allt besta fólkið afmæli þá ;-) Núna er það hann Geiri vinur minn sem nær því að verða 25 í fjórða sinn. Hann fær kveðju þó svo hann lesi aldrei blogg. Til lukku með daginn, eigðu góðan dag :-)

26 september 2007

Elsku Hildur mín á afmæli í dag og er auðvitað á besta aldri, ekki degi eldri en ég allavegana :p Til hamingju með daginn elsku dúllan mín og hafðu það ofboðslega gott í dag. Bestu kveðjur í Eyjarnar :-)

23 september 2007

Fleiri myndir

Imagine all the people living life in peace...
Tekið í Strawberry Fields

The Chrysler Building og bygging Sameinuðu Þjóðanna

Lady Liberty


Þessi fallega vík er á norðurhluta Manhattan


Upper East Side séð úr Central Park

22 september 2007

Myndir

Jæja, settist niður og ætlaði að setja inn myndir frá New York en það virðist ganga heldur hægt og illa. Læt því þessar tvær duga í bili og læt meira inn síðar.


Ég á Times Square í túristagalla dauðans hreinlega að leka niður úr hita
Þegar ég beið í röðinni eftir að komast í siglinguna í kringum Manhattan blasti þessi fallegi fáni við mér. Hvað íslenski fáninn var að gera þarna hef ég ekki hugmynd um því ekki varð ég vör við neina Íslendinga á svæðinu en þetta var Kodak moment ;-)

.

21 september 2007

Karen Líf frænka mín á afmæli í dag og er orðin 9 ára snótin. Til hamingju með daginn elskan mín og ég sendi bestu kveðjur í Grundarfjörðinn í tilefni dagsins :-)

20 september 2007

Leyndarmál Viktoríu er yfirstærð

Það hefur verið fjallað dulítið um holdarfar í fjölmiðlum undanfarið. Farið er að banna fyrirsætur sem eru undir ákveðnum þyngdarstuðli og nýjasta útspilið er að banna fyrirsætur yngri en 16 ára. Bransafólkið sem talað hefur verið við í fjölmiðlum segir þó allt að það sé erfitt að eiga við þetta þar sem markaðurinn kalli á svo grannar fyrirsætur, þ.e. að fólk almennt vilji sjá þær svona skelfilega mjóar. Það finnast mér afar sérstakar fullyrðingar og ég er hissa á því að engin umræða hafi skapast um það hvort komi á undan, hænan eða eggið. Þegar Marilyn Monroe var upp á sitt besta var hún langt frá því að vera anorexíusjúklingur og þótti flott. Ég efast stórlega um það að Jóni og Gunnu í næsta húsi hafi dottið það í hug á árunum sem hafa liðið síðan þá að anorexíulúkkið væri kúl og þar með hafi það komist í tísku. Það er í besta falli hægt að líta á það sem lélegan brandara að hlusta á bransafólkið réttlæta sköpunarverk sitt með þessum hætti.

Brenglunin í sambandi við holdarfar er gríðarleg og auglýsingar og markaðsherferðir virðast einna helst miðast að því að láta sem flesta líða illa með eigið útlit. Sérstaklega eftir tilkomu forrita eins og Photoshop. Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá hef ég ofast verið undir kjörþyngd og þurft að hafa mig alla við að halda því sem ég þó hef. Núna slefa ég í kjörþyngdina og þrátt fyrir að ég gæti verið styrkari þá er ég langt frá því að vera feit. Samt líður mér eins og illa saumuðum lundabagga þegar ég máta buxur og það er alltaf sama kvölin og pínan að finna buxur sem henta mínu vaxtarlagi. Ef ég væri módel væri ég plus size eða í yfirstærð. Það er notað yfir þær sem nota númerin 8-10 í Bandaríkjunum. Þar er best að vera eins og Eva Longoria og vera í stærð 0.

En plúsin við að vera í plus size er að það þýðir líka oftast stærri stærðir á sviðum þar sem það þykir eftirsóknarvert að nota stórar stærðir. Þá komum við einmitt að leyndarmáli Viktoríu. Ég ætlaði að panta mér brjóstahaldara þar síðasta vetur og mældi mig eftir kúnstarinnar reglum til að vita hvaða stærð ég ætti að panta. Ég varð álíka ill þegar niðurstaðan AA kom út og þegar ég hélt því statt og stöðugt fram að baðvigtarnar á Skýlinu væru bilaðar fyrir nokkrum árum síðan. Það var svo líka álíka ljúft að fá aðrar niðurstöður þegar ég fór í Victoria's Secret út í New York og það var sárt að viðurkenna það að líklegast hafði góði ömmu og skýlismaturinn allur sest á rassinn á mér og verið asskoti snöggur að því. Og að baðvogirnar hefðu hreint ekkert verið bilaðar.

Í dag eru flest fötin mín í sömu stærð og passa ágætlega. Ég á hins vegar brjóstahaldara í að minnsta kosti þremur mismunandi skálarstærðum og þeir passa allir. Enginn þó í stærð AA mér til mikillar gleði. Það segir þó sitt um mælingar og hvað við dæmum okkur sjálf út frá einhverjum stöðluðum mælieiningum sem segja þó aðeins hálfa söguna - ef þær þá ná því. Í dag passa ég mig á því að borða hollan mat og hreyfa mig eftir þörfum. Það er engin baðvog til heima hjá mér og ég forðast föt sem láta mig líta út eins og illa fylltan sláturskepp eins og heitan eldinn. Ég þarf hins vegar ekki læknisfræðilega aðstoð til að fylla upp í brjóstahaldarana mína og rassinn gæti ekki verið meira ekta enda hef ég lagt mikla rækt við hann með hverjum einasta hamborgara sem ég hef borðað um ævina. Og þar held ég að leyndarmál Viktoríu liggi. Í sjálfsöryggi og mjúkum línum. Ekki í rifbeinum og sílikoni.

19 september 2007

Hvernig í veröldinni

er þetta hægt?? Maður hlýtur að spyrja sig....

Elsku litli bróðir minn hann Rögnvaldur á afmæli í dag og er búinn að afreka það loksins að verða eldri en ég :p Til hamingju með afmælið og með nýju íbúðina! Hafðu það gott í dag :-)

18 september 2007

Anna Þóra skvísa á afmæli í dag og er auðvitað á besta aldri stúlkan, yngist með hverju árinu sem líður. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag :-)

17 september 2007

Spurning dagsins

Inn á forsíðu vísis má sjá spurningu dagsins í Fréttablaðinu. Þar er spurt hvort að viðkomandi telji að Kate og Gerry McCann hafi átt þátt í hvarfi dóttur sinnar og svarmöguleikarnir eru já og nei. Þessi spurning gengur svo þvert á alla siðferðisvitund mína að það fyrsta sem mér datt í hug var að hvaða heilalausa hálfvita hefði dottið í hug að spurja að þessu. Fjölmiðlafárið í kringum þetta mál er búið að vera þvílíkt og vitað að mikið af fréttaflutningnum er skáldskapur þar sem bæði portúgölsku lögreglunni og foreldrunum er bannað að tjá sig um málið í fjölmiðlum. Hvers kyns kjaftasögur fá því að grassera óáreittar í fjölmiðlum og foreldrarnir geta engan vegin borið hönd fyrir höfuð sér og lögreglan má ekki leiðrétta hann.

Hvað kom fyrir vesalings stúlkuna er hulin ráðgáta og ég ætla ekki að sakfella foreldranna á grundvelli æsifyrirsagna í fjölmiðlum. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér fjölmiðlasirkus í kringum álíka mál bendi ég á góða grein sem birtist í Fréttablaðinu að mig minnir á helginni og fjallar um mál lítillar stúlku sem hvarf í Ástralíu fyrir ca 20-30 árum síðan. Þar voru foreldrarnir teknir af lífi í fjölmiðlum og ásakaðir fyrir að hafa myrt dóttur sína. Móðirin sat saklaus í fangelsi í 6 ár. Það var svo tilviljun að gögn komu fram sem sönnuðu sakleysi þeirra og þegar málið var skoðað frekar kom í ljós að þau sönnunargögn sem voru notuð til grundvallar sakfellingu móðurinnar voru ansi hæpin svo ekki sé meira sagt. Móðirin ferðast nú um heiminn og heldur fyrirlestra um það vald sem fjölmiðlar hafa yfir skoðunum fólks og oft á tíðum lífi þess.

Það er góð regla að fólk sé saklaust þangað til annað sannast. Ég held að sú vísa sé aldrei of oft kveðin og er skemmst að minnast hins fáránlega Lúkasarmáls í því samhengi. Vald fjölmiðla er mikið og almenningur á að geta treyst því að forsvarsmenn þeirra fari með það af ábyrgð og samviskusemi. Það finnst mér vísismenn ekki gera í þessu tilfelli og sá má skammast sín sem lét sér detta það til hugar að láta fólk út í bæ kjósa um svona vitleysu.

14 september 2007

Skyldu litlar skvísur borga útsvar á Veðramótum?

Fór á Veðramót í bíó á miðvikudaginn og þvílíka tæra snilldin sem það var. Þessi mynd er frábær og það ættu allir að drífa sig á hana. Leikararnir eru hver öðrum betri og Hera Hilmarsdóttir á stórleik. Hún var alveg frábær. Söguþráðurinn er alvarlegur en samt hló ég mikið. Myndin náði vel andrúmsloftinu á þessum tíma sem var svo fáránlegt þegar það er horft til baka að það var ekki annað hægt en að hlæja að því. Mæli hiklaust með þessari mynd.

Er svo búin að koma mér vel fyrir í sófanum og er að horfa á nýja spurningaþáttinn á RÚV. Hann virðist vera ágætis skemmtun þó svo ég hafi misst af eiginlega öllum bjölluspurningunum af því að það var hringt og beðið mig um að taka þátt í könnun um umferða og skipulagsmál í Reykjavík. Ég var svo vel alin upp á félagsfræðabrautinni í Kvennó að ég segi aldrei nei þegar ég er beðin um að taka þátt í könnun. Þessi var þó með þeim leiðinlegri og hringt á vondum tíma. Hverjum dettur í hug að gera könnun á föstudagskvöldi? En svo ég víki aftur að þættinum þá er þetta ágæt skemmtun. Gátu Hvergerðingar samt ekki fundið einhvern annan frægan en Fjölni Þorgeirs í liðið sitt? Hann varð of þreyttur fyrir 10 árum og hefur ekkert skánað síðan fyrir utan það að sýna vitsmunalega tilburði á við Paris Hilton.

En jæja, er að ganga alveg svakalega illa að horfa á sjónvarpið og blogga í einu. Það hefur aldrei verið mín sterkasta hlið að gera tvo hluti í einu. Ætla að kveðja með því að óska Ellu og Smára innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem kom í heiminn á mánudaginn. Það er kominn linkur á síðuna hennar í púkalistanum hérna hægra megin fyrir þá sem vilja sjá mynd af aðalskvísu Bolungarvíkur ;-)





09 september 2007

Haukur mágur minn á afmæli í dag og er auðvitað á besta aldri, rétt skriðin yfir tvítugt ;-) Ég óska honum innilega til hamingju með daginn og vona að hann eigi eftir að eiga góðann dag.

03 september 2007

Svooo bleik og fín!

Ég get sko sagt ykkur það að það er allt annað að blogga á svona bleika og fína tölvu. Þetta er bara allt annað líf. Gamli garmurinn minn blikknar bara í samanburðinum. Enda er hann ekki bleikur ;-) Svona í tilfefni af nýju tölvunni þá heimta ég komment við færslunni, sérstaklega af því að kommentkerfið hefur bókstaflega verið að brenna yfir af notkun undanfarið - eða þannig. Það er bara kurteisi að láta vita af sér svo maður viti hverjir lesa þetta hjá manni. Það er svo aldrei að vita nema maður geri eitthvað skemmtilegt fyrir þann sem verður gestur síðunnar númer 25.000 - svona ef hann lætur vita af sér!

31 ágúst 2007

Bíll sem kemst upp brekkur!

Jú er löngu komin heim en hef ekkert nennt að blogga. Mamma var í sumarbústað þegar ég kom heim og ég var ekki lengi að bregða mér þangað og ná úr mér ferðaþreytunni. Fór reyndar strax að vinna á mánudeginum en það var bara rifið sig upp snemma og farið úr bústaðnum og svo beint þangað eftir vinnu. Kom svo heim á þriðjudagskvöldinu. Er svo búin að vinna mikið, þvo mörg tonn af þvotti, fara á æðislegt námskeið, djamma og vera veik. Svo er ég búin að skila Yarisnum og þessir yndislegu gaurar uppí Toyota gáfu mér engar athugasemdir í söluskoðuninni svo ég fæ allt tryggingaféð til baka. Er ekki lítið sátt með það. Fæ svo endurgreiddar tryggingarnar af bílnum fljótlega og þá er planið að kaupa nýja fartölvu. Já í alvörunni, kaupa nýja fartölvu.

Nú er elsku tölvan mín orðin ansi lúin og kominn tími á að gefa henni frí eftir langt ævistarf. Á hennar mælikvarða allavegana. Mig er farið að langa til að fara í e-ð diplómanám með vinnunni og ég get ekki gert tilvonandi samnemendum mínum það að þurfa að hlusta á hana taka sig á loft með reglulegu millibili. Það hafa ekki allir sama húmor fyrir því og Ása Gunnur ;-) Það þarf svo ekkert að fjölyrða um litinn á nýju tölvunni en að sjálfsögðu er stefnt að því að hún verði bleik þó svo að sumum í kringum mig þyki það ekkert skynsamlegt að velja tölvu eftir lit. En mér er alveg sama, mig langar í bleika tölvu og það þarf ekkert að ræða það frekar.

Svo er ég komin á nýjan bíl. Það var ekki alveg hægt að fara í strætó eftir að Yarisinn var farinn heim í Toyota. Honda Accord árgerð 2005 varð fyrir valinu og ég er öfga ánægð með nýja bílinn. Hef samt ekkert mátt vera að því að fara í almennilegan bíltúr á honum en ég mun gera það við fyrsta tækifæri svona þegar ég er nokkuð viss um að ég missi ekki prófið í leiðinni... Gamli bíllinn minn var með 1000 vél en sá nýji er með 2000 vél svo það mega allir krossa fingur að ég eigi eftir að halda bílprófinu áfram. En svo maður horfi á góðu hliðarnar þá drífur Accordinn hressilega upp brekkur á meðan Yarisinn þurfti stundum sálrænan stuðning til að komast alla leið. Ég mun samt hugsa til hans með pínu söknuði í hvert sinn sem ég fer upp brekkur á Hondunni, hann þjónaði sínum tilgangi þrátt fyrir allt.

30 ágúst 2007

Einn af mínum uppáhaldsfrændum, hann Kristinn Breki, á afmæli í dag og er orðinn 8 ára snáðinn. Til hamingju með daginn elsku krúsin mín og hafðu það rosalega gott í dag!

Hann pabbi minn varð svo 55 ára þann 19. ágúst sl. og sendi ég honum síðbúnar afmæliskveðjur í netheimum þó svo hann sé löngu búinn að fá þær í eigin persónu.

16 ágúst 2007

Leti smeti

Jaeja, ta fer tetta blessada fri ad lida undir lok og eg get ekki neitad tvi ad tad verdur gott ad komast heim. Eg klaradi ad versla allt i gaer og hef verid ad trifa ibudina i dag. Aetla svo bara ad slaepast a morgun og klara ad pakka nidur. Svo er tad bara klakinn a laugardaginn og vinna a manudaginn. Get ekki sagt ad eg se spennt fyrir tvi to svo tad verdi nu agaett ad koma ser i rutinu aftur. Er annars hund lot nuna og aetla ad leggjast uppi rum og lesa. Se til hvort eg blogga meira adur en eg fer heim, tangad til naest.

kv.erlaperla

14 ágúst 2007

Strawberry Fields Forever

Er algjorlega uppgefin eftir skodunarferd dagsins. For i shuttle ferd um Manhattan sem eg maeli alveg hiklaust med. Margfalt skemmtilegra heldur en raudi straetoinn. Vid stoppudum fyrst hja Dakota byggingunni tar sem ad John Lennon og Yoko Ono bjuggu. Tar var Lennon skotinn. Kiktum svo yfir a Strawberry Fields sem mer fannst alveg magnad. Tad var hreinlega eitthvad i loftinu tarna. Svo var tad Rockefeller Center og St Patrick's sem eg var nu buin ad skoda adur. Stoppudum hja the Flatiron Building og runtudum i gegnum China Town. Keyrdum ma. hid margromada Canal Street sem eg verd ad vidurkenna ad mer fannst ekkert lita neitt svakalega spennandi ut. Nettur Marmarisfilingur tar.

Tokum svo the Staten Island Ferry fram og til baka og forum fram hja Frelsisstyttunni og Ellis Island. Tad var gaman ad fara i ferjuna en Circle Line siglingin sem eg for i var skemmtilegri hvad tetta vardadi. Madur for mun naer styttunni og nadi miklu betri myndum. Svo var kikt a Wall Street og tvi naest farid i St Paul's Chapel sem er handan vid gotuna tar sem World Trade Center turnarnir stodu. Nuna er verid ad byggja svokalladan Freedom Tower tarna og allt svaedid lokad. Tad sem er samt merkilegt vid tessa kirkju er ad tegar turnarnir hrundu ta brotnadi ekki svo mikid sem ein ruda i kirkjunni og hun var eina byggingin i naesta nagrenni turnanna sem skemmdist ekki neitt. I kirkjunni er minningaraltar um ta sem dou 11. september og hun er i rauninni minnisvardi um allt sem gerdist tann dag. Allavegana tangad til ad tad verdur buid ad byggja nyja turninn og bua til minningagard.

Eg verd samt ad vidurkenna ad mer fannst loftid einhvern vegin magnadra a Strawberry Fields heldur en i St. Paul's. Veit ekki af hverju. Nadi bara betur til min greinilega. Ferdin endadi svo hja Empire State fyrir ta sem vildu og mikid svakalega var eg fegin ad vera buin ad fara. Madur var ordin svo treyttur eftir daginn ad madur var alveg farin ad speisa ut. Eg hefdi getad sofnad i subwayinu a leidinni heim. En tetta var aedisleg ferd og eg maeli hiklaust med tessu!

Tetta endar svo a sorglegum notum hja mer i dag. Eg fekk sorglegar frettir ad heiman i morgun og mig langar ad senda samudarkvedjur til allra sem eiga um sart ad binda af teim sokum. Hugur minn er hja ykkur og megi godur gud styrkja ykkur i sorginni.

Veridi god hvort vid annad.

kv.erlaperla

13 ágúst 2007

Tad er gott ad vera einn i bidrod

Mer var tessi setning allavegana ofarlega i huga i dag tegar eg beid i hverri rodinni a eftir annarri eftir ad komast upp i Empire State. Eg er allavegana mjog fegin ad eg akvad ad taka ser dag i Empire State. Aetla mer i rumlega 5 tima ferd um Manhattan a morgun og tad hljomar bara illa ad turfa ad bida i einn og halfan tima eftir tad til ad komast upp i turninn og turfa svo ad bida i lyfturod a leidinni nidur eftir svo langa ferd. En utsynid var fallegt og tad var gaman ad fara tarna upp. Hitti hjon fra Astraliu i rodinni. Madurinn var a sjo a bat fra Hornafirdi fyrir um fjorutiu arum sidan. Hann hafdi heyrt einhvern spurja hvadan eg vaeri og pikkadi i mig og spurdi mig a islensku hvad eg heti. Hann sagdi mer ad tetta vaeri tad eina sem hann myndi eftir ur islenskunni og tad var nu bara vel borid fram hja honum.

En jaeja, tarf ad fara ad koma mer uti bud. Eg er eiginlega half slopp eftir daginn, held svei mer ta ad tad se einhver ,,ferdaveiki" i manni eftir lyftuferdirnar og subwayid i dag. Mer leid allavegana eins og eg vaeri ad ganga oldurnar tegar eg var komin nidur ur turninum. Skemmtilegt...

12 ágúst 2007

Kortid straujad

Jaeja, tad kom ad tvi ad madur gat verslad. Er buin ad strauja gullkortid svo mikid i dag ad eg tori varla ad kikja inn a netbankann. Fekk a mig sko sem eg er afskaplega glod med. Tad virdist nefnilega vera alveg sama hvert eg fer, tad er alls stadar vesen ad fa sko i rettri staerd. Svo fann eg gallabuxur lika - sem er venjulega annad vesen. Tad er ekkert grin ad fa a sig buxur tegar madur er mjadmabreidur og med mjott mitti. En tad hafdist og eg var afskaplega glod ad fa baedi skona og buxurnar a 100 dollara. Keypti svo alveg fullt a mig og Rakel i H&M og pindi mig inni Abercrombie a seinustu metrunum tegar eg var ordin hladin af doti. Ofsalega gott ad vera buin ad tessu. Tad er hreinlega tungu fargi af mer lett ef eg a ad segja eins og er. Buin ad finna allt sem eg aetladi ad kaupa nema eitthvad smotteri fyrir Kristinn Breka. Ja og jakka. En eg redda tvi a Lexington i vikunni.

Tannig ad tad verdur adallega turistast i vikunni. Aetla ad kikja uppi Empire State, fara i shuttle ferd og jafnvel kikja a eitt safn. Nae vonandi ad chilla eitthvad i Central Park lika. Svo verd eg komin heim adur en eg veit af. Tad er ohaett ad segja ad tetta hafi lidid fljott og mer hefur aldrei leidst, otrulegt en satt. Madur hefdi to eflaust gert adra hluti ef tad hefdi einhver ferdast med manni, svona eins og gengur bara. En eg er mikid fegin ad eg dreif mig og tetta er buid ad vera gott fri fyrst og fremst.

En jaeja, aetla ad fara ad taka upp ur pokunum og finna mer eitthvad ad borda.

kv.erlaperla

11 ágúst 2007

Solbrun og saelleg

Madur er aldeilis saellegur eftir daginn. Tad var matulega heitt og litill raki aldrei tessu vant. Siglingin var aedi og eg maeli hiklaust med henni fyrir ta sem eiga eftir ad heimsaekja Stora Eplid. Reyndar veit eg ekki hvort ad svona triggja tima sigling se most to svo tad hafi verid mjog gaman ad fara allan hringinn i kringum Manhattan og sja nyrdri hlutann. En tad er haegt ad fara i 2ja tima cruise lika tar sem er bara siglt med fram nedri hluta Manhattan og ad Frelsisstyttunni en tar er natturulega tad flesta sem er markvert. En tetta var skemmtilegt og eg var alveg buin ad tvi ad sitja uti i hitanum allan tennan tima og dreif mig bara heim eftir siglinguna i stadin fyrir ad fara i baeinn eins og eg aetladi. Geri tad bara a morgun.

Tannig ad madur er ad verda solbrunn og saellegur bara. Tad aetti allavegana ad sjast a manni ad madur hafi verid i frii tegar madur kemur heim. Sem tydir ad eg hafi nu kannski bara nad markmidinu minu ad slappa vel af og njota tess ad vera i frii. En jaeja, aetla ad fara ad koma mer i sturtu og skella mer ut og fa mer eitthvad i svanginn. Tangad til naest.

erlaperla

10 ágúst 2007

Skitakuldi

Er buin ad liggja uppi rumi og lesa i mest allan dag. Tad rigndi fram yfir hadegi og tegar for ad letta til akvad eg ad drifa mig ut i sma gongutur. Sneri vid um leid og eg var komin ut og for inn og sotti mer peysu. Engin sma skitakuldi midad vid hvernig dagarnir eru bunir ad vera sidan eg kom. En tad a ad vera miklu hlyrra a morgun og er raunar bara spad agaetu tangad til eg fer heim. Eg aetla ad drifa mig snemma ut i fyrramalid og fara i siglinguna sem eg er buin ad aetla i alla vikuna. Tad er triggja tima sigling i kringum Manhattan sem aetti nu ad verda god skemmtun. Aetla svo ad kikja nidra 5th eftir hana og fara i Abercrombie. Ta er eg buin ad versla allt sem eg tarf ad saekja a tad svaedi og get farid skammlaust ad slaepast og versla a Lexington i naestu viku. Spurning hvort madur nenni upp i Empire State lika, eg fann hann tegar eg var ad villast um tetta svaedi i gaer. Eg aetla allavegana ad sja hvad rodin verdur long, annars fer eg bara eftir helgi.

Allavegana, aetla ad fara og hafa tad notalegt i kuldanum. Dagny, ef eg atti ad kaupa eitthvad til vidbotar ta er sidasti sjens ad lata vita af tvi nuna a helginni. Annars stefnir allt i fullar ferdatoskur tratt fyrir ad mer finnist eg ekki hafa keypti neitt. Furdulegt alveg. En tangad til naest.

erlaperla

09 ágúst 2007

Baejarferd

Jaeja, eg dreif mig i baeinn i morgun. Labbadi gjorsamlega af mer faeturnar svo ekki se nu meira sagt. Nadi ad klara sma af listanum sem eg tok med mer ut. Keypti fot a Kristinn Breka, peysu a Rakel, nokkra minjagripi og afmaelisgjafir. Mer gengur hins vegar illa ad versla a sjalfa mig og tad er ekki gott tar sem mig bradvantar akvedna hluti. Eg er einhvern vegin ekki ad finna mig i tessum budum. Kikti adeins inni Abercrombie i dag og tar var havadinn yfir tolmorkum, trodid af folki og afgreidslufolk sem var of fint til ad vera tarna. Eg spottadi samt nokkrar peysur og eg aetla ad skjotast og kaupa a mig og Rakel a laugardaginn. For lika i H&M sem mer fannst nu bara agaet tratt fyrir ad hafa heyrt miklar yfirlysingar um hvad hun vaeri mikid crap. Lagdi mikid a mig til ad fara i Old Navy, nadi ad lesa svo kolvitlaust ut ur stadsetningunni a adalbudinni ad eg for langt ut a tun. Var samt frekar stor bud engu ad sidur en mer fannst tetta adallega vera drasl. Verd bara ad segja alveg eins og er.

Fann samt agaetar buxur i vinnuna i Banana Republic en ad finna boli virdist bara vera mission impossible. Eg er allavegana litid ad fila tessi fot. Aetla ad fara yfir a Lexington i naestu viku og sja hvort eg sjai eitthvad. Tar eru baedi Levi's og Diesel budir. Ekki tad ad eg hafi mikid verid ad kaupa tessi merki en madur krossar fingur ad madur fai a sig gallabuxur. A flaekningnum i dag fann eg Mall of Manhattan. Tar voru nokkrar agaetar budir en eg er komin med soldin Marmaris filing a tvi ad vera i budum herna. Mer finnst allt vera eins. Eg veit alveg ad tad er haegt ad finna allt a Manhattan. En tad er ekki sjens ad eg nenni ad traeda hvert einasta ongstraeti til ad finna tad sem mig langar i.

Tannig er filingurinn eftir daginn i dag. Mer finnst ekkert svakalega gaman ad versla herna. Er ad fila mig best i ad slaepast um Central Park. Aetla ad drifa allt svona verslunarstuss af sem fyrst svo eg geti notad seinustu dagana i ad slappa af og slaepast. Og turistast audvitad, er ekkert buin ad gera tad af viti. Er buin ad kaupa mida i siglingu a laugardaginn og aetla ad runta um Manhattan i shuttle a manudaginn. Ta verda nu ekki margir dagar eftir svo tad er eins gott ad fara ad klara allt sem madur aetladi ad gera.

En jaeja, aetla ad haetta tessu noldri og fara og leggjast fyrir framan imbann og lata treytuna lida ur fotunum. Tangad til naest.

kv.erlaperla

08 ágúst 2007

Thrumur og eldingar

Vaknadi vid gifurleg laeti klukkan 6 i morgun. Urhellisrigning og trumur og eldingar. Sofnadi aftur tegar versta vedrid var komid yfir svaedid og havadinn af trumunum og eldingunum farinn ad heyrast ur fjarska. Sa svo tegar eg vaknadi ad allt hafdi farid i bal og brand herna i borginni. Subwayid er lokad vegna floda og ekki vitad hvenaer tad opnar aftur i dag. Tad hefur leitt af ser kaos i umferdinni, allir straetoar fullir og ekki sjens ad fa leigubil. Svo eg held ad eg haldi mig bara heima i dag og haetti vid fyrirhugada baejarferd. Fer bara i tad a morgun. Ta tarf eg reyndar ad turistast yfir helgina og vera mikid a ferdinni i naestu viku en tad er allt i lagi. Tad spair trumuvedri a fostudaginn lika en godu fram a manudag allavegana. Madur tekur tessu allavegana eins og sannur Islendingur og skipuleggur sig bara i kringum vedrid!

MSN-id hefur verid ad strida mer i dag, er alltaf ad frjosa. Tessi webmessenger er hreint drasl - verdur bara ad segjast eins og er! En ef eg er ekki a msn verdur bara ad senda mer mail til ad fa frettir, annars reyni eg aftur ad komast inn a MSN-id seinna i dag.

En jaeja, aetla ad koma mer ut ur husi og sja hvort ad tad se lift fyrir raka. Spurning um ad leggjast i gardinn eda kikja jafnvel bara i Riverside Park hja Hudson. Spurning hvort madur finni lika einhverjar skemmtilegar budir herna i Upper West Side, adrar en taer sem madur er buin ad traeda nu tegar :p

Kvedja ur storborginni,
erlaperla

07 ágúst 2007

Blessud blomin

Eg a ad sinna tveimur verkum herna i ibudinni a medan eg er herna. Taema postholfid og vokva blomin. Akkurat, vokva blomin. Eg held ad konugreyid hafi ekki tekid eftir skelfingarsvipnum a mer tegar hun syndi mer blomin sin adur en hun for, hver vaeri mikilvaegt ad vokva a hverjum degi og hver sjaldnar. Eg er buin ad reyna ad sinna tessu samviskusamlega og tid megid alveg krossa fingur ad oll blomin verdi nu lifandi tegar konugreyid kemur heim aftur. Mer veitir ekki af ollum godum straumum i teim efnum. Hingad til hef eg drepid allt graent sem hefur komid inn a mitt heimili af mikilli kunst. Nema bambusinn sem eg fekk fra Agnesi i afmaelisgjof fyrir nokkrum arum. Hann torir enn. Eg faerdi hann samt til um daginn tvi mer fannst hann vera vid tad ad gefa upp ondina i allri solinni. Setti hann upp a sjonvarpsskapinn og gleymdi honum tar. Vid sjaum til hvernig statusinn verdur a honum tegar eg kem heim.

Eg for i Central Park adan. Aetladi ad finna mer eitthvad ad borda fyrst og i klaufaskap minum labbadi eg langt nidur Central Park West an tess ad sja nokkurn stad sem seldi mat. Bara laeknastofur. Svo eg for til baka inn a Columbus Ave. og fann stad til ad borda tar alveg kofsveitt eftir labbid i hitanum. Meikadi svo bara klukkutima i gardinum, ta for eg heim ad kaela mig nidur. Aetla annars ekki ad gera mikid meira i dag. Ju, kikja i gardinn aftur i godan klukkutima kannski og finna ser svo eitthvad ad snarla i kvold. Mer finnst alveg svakalega ljuft ad vera i frii og mega slaepast ad vild. Aetla ekkert ad vera ad eltast vid ad gera allt sem allir segja ad madur verdi ad gera i New York. Af tvi ad eg er i frii og eg aetla bara ad gera tad sem eg nenni ad gera. Ljuft ;-)

06 ágúst 2007

Labbedilabb

Eg er mikid buin ad labba i dag og i gaer. For med Diane i subwayid i gaer og vid akvadum ad fara nidra Times Square. Roltum tar um og kiktum upp i Times Square Tower tar sem Diane vinnur. Allt annad ad sja svaedid af 23. haed og utsynid yfir Manhattan - svona a milli hahysanna. Vid forum lika yfir a Grand Central Station og roltum svo bara um. Tad var street fair i gangi a 6th ave og vid forum tar i gegn yfir a 5th. Kiktum inni St Patrick's Cathedral sem er alveg storkostlega falleg kirkja. Tar var messa i gangi og skrilljon turistar ad laumast um alla kirkju a meda. Frekar furdulegt. Svo vard madur nattla ad windowshoppa adeins hja Prada, Gucci og ollum hinum honnudunum. Kiktum svo inn i Tiffany's - bara gaman af tvi.

Andstaedurnar voru tarna eins og alls stadar herna i borginni, GAP a moti Gucci og Abercrombie vid hlidina a Prada. Donald Trump veit greinilega ekkert hvad hann a ad gera vid peningana sina, vid forum fram hja tveimur Trump turnum og teir eru vist fleiri. Roltum medfram Central Park South og forum i subwayid hja Time Warner turnunum. Eg var svo gjorsamlega gengin upp ad hnjam tegar eg kom heim.

Tad er ekki ennta farid ad rigna herna svo eg dreif mig ut i morgun. For i GAP herna rett hja og keypti mer hliraboli og sokka til ad nota a medan eg er herna. For svo i Victoria's Secret og snerist bara i hringi tar. Ein afgreidslustulkan nappadi mig og eg for ut med trja brjostahaldara og einhver bodyspray sem eg atti ad kaupa fyrir Agnesi. Eg hreinlega nennti ekki ad skoda naerbuxur to svo mig bradvanti svoleidis. Enda er farin ad laedast ad mer sa grunur ad tad verdi verslad i hollum og eg verdi fljotlega buin ad fa nog. Eg var afar fegin ad dyraverdirnir (the doormen - hvernig getur madur tytt tad odruvisi?) taka a moti pokkum fyrir mann ef madur pantar a netinu svo eg pantadi mer ferdatoskur hja Target og let senda hingad. Fint ad turfa ekki ad stussast i svoleidis og draga tad a eftir ser i subwayinu. Tok nefnilegast bara drasl tosku med mer ut sem eg aetla bara ad henda.

For svo i Barnes and Noble adan og dulladist alveg i 2 tima orugglega. Mer finnst svo gaman ad skoda i svona bokabudum. For ut tegar mer var ordid half kalt. Alveg merkilegt hvad loftkaelingarnar eru hafdar hatt stilltar. Hentar ekki alveg kuldakistum eins og mer sem finnst agaett ad vera i hitanum. Eg aetla svo bara ad lata naestu daga radast. Spurning hvort madur liggji bara i gardinum a morgun eda hvort madur skelli ser i siglingu. Eg tarf nefnilegast ad fara nidra turistamidstodina a Times Square ad kaupa mida. Nennti tvi ekki i dag og spurning hvort madur fai mida samdaegurs. Aetla ad sja hverju eg nenni a morgun, nuna hljomar voda vel ad worka bara tanid a morgun og fara svo i baeinn a midvikudaginn og kaupa mida i taer ferdir sem eg aetla. Cruisa svo a fimmtudaginn og fara i shuttle dotid um Manhattan strax eftir helgi. Sa tad i gaer ad tad er alveg glatad ad turistast a Manhattan a laugardogum og sunnudogum. Aetla tvi bara ad worka tanid og lesa yfir helgina. Tad aetti ad verda ljuft.

En jaeja tetta er ordid gott i bili. Tangad til naest! Ave.

05 ágúst 2007

Tad er fluga i supunni minni

Ja eda i tronuberjasafanum minum. Tad var ein a sundi i glasinu minu i gaerkvoldi tegar eg aetladi ad fa mer sopa. Eg lagdi fra mer glasid og i somu mund kom onnur fluga og for ad skoda glasid. Vafalitid ad leita ad leid til ad hitta felaga sinn i sundinu. Eg for og helti safanum adur en ad tad gerdist. Annars er allt gott ad fretta hedan ur storborginni. Eg for i Central Park i gaer og settist i solinni og las Potterinn. Hef ekki enn nad ad klara bokina, sem lofar to godu hingad til. Eg labbadi ad visu ekki mikid um gardinn, aetla ad gera tad i vikunni. A morgun er spad trumum og eldingum svo tad aetti ad verda rolegheita dagur hja mer. Aetla ad vera teim mun duglegri i dag, er ad bida eftir ad Diane komi til ad kikja med mer a subwayid og aetla svo ad tvaelast eitthvad eftir tad. Aldrei ad vita nema madur fari i Central Park ad worka tannid ;-)

Eg held ad eg se i mekka gydinga herna i NY. Tad er stutt i Zabar's sem mer skilst ad tad se most ad skoda og allt voda heilagt a laugardogum. Margir karlmenn med svona gydingahufur a hausnum. Eins gott ad hafa ekki hatt um skodanir sinar a Midausturlondum held eg! Annars for eg a McDonald's i gaerkvoldi, hann er herna a einu horninu rett hja Central Park. Tar voru bara spaenskumaelandi blokkumenn. Skemmtilegar andstaedurnar. Eg fer til vinstri og tar virdist meirihlutinn vera svartur og ef eg fer til haegri ta virdist meirihlutinn vera WASP. Annars motmaelti maginn i mer hraustlega tessu ruslfaedi sem eg var ad bjoda honum upp a svo eg held ad eg eigi litid eftir ad hanga tarna og aefa mig i spaenskunni.

Eg aetla ad stefna a ad fara i allavegana eina skodunarferd i vikunni. Er mikid ad spa i tridjudeginum tvi ta er vedurspain svo hagstaed. Nenni ekki ad sigla i kringum Manhattan i trumum og eldingum og grenjandi rigningu. Vid forum eflaust med subwayinu nidra mid Manhattan a eftir og ta fae eg tilfinninguna fyrir tvi ad tvaelast tar um. A eftir ad gera mikid af tvi! Tar eru flaggskip Old Navy og Abercrombie og minnz verdur bara ad fara tangad.

Eg var ekki buin ad nefna tad ad tolvan herna er svadalega taeknileg. Makki med skrytnasta lyklabordi sem eg hef sed og engri mus heldur bara svona penna. Eg er nu ad verda nokkud lunkin a tessa graeju samt. Svo er hun med svona cable TV sem inniheldur nokkur hundrud stodvar. Snidugt fyrir vog eins og mig sem getur aldrei akvedid hvad hun vill horfa a. Eg er buin ad vera sma tima ad fatta tetta sjonvarpsgraejudot, held samt ad eg hafi nad tvi i gaer. Kemur i ljos tegar eg fer i hattinn i kvold.

En jaeja, Diane aetti ad fara ad detta inn hvad ur hverju og eg aetla ad klara ad hafa mig til.

Bestu kvedjur,
erlaperla

04 ágúst 2007

New York, New York

Jaeja, ta er madur maettur i stora eplid. Var komin i ibudina um half tiuleytid i gaer. Su sem a ibudina tok a moti mer asamt vinkonu sinni og voru taer bunar ad blanda fyrir okkur Cosmopolitan. Eg verd nu ad vidurkenna ad eg hef aldrei smakkad svoleidis adur en hann var voda godur! Taer budu mer svo a vietnamskan stad herna handan vid hornid og klukkan var ordin 4 um nott ad islenskum tima tegar eg lagdist loksins til hvilu. Nu er komid hadegi, Tess farin ut a JFK og Diane, vinkona hennar, buin ad syna mer nanasta umhverfid. Eg er buin ad kaupa mer sko til ad ganga i herna, eg er mjog fegin ad tad reddadist. Hitinn uti er svakalegur svo eg tali nu ekki um rakann. Madur vard kofsveittur a tessu litla labbi herna um nagrennid.

Eg aetla bara ad taka tvi rolega i dag. Aetla ad rolta med Harry Potter i Central Park og leggjast nidur og lesa. A morgun aetlar Diane ad fara med mig i subwayid og kenna mer a tad. Tad litur nu ut fyrir ad vera rosa audvelt en tad er alltaf gott ad lata yta ser af stad.

Tilfinningarnar eru blendnar fyrir ad vera herna a tvaelingi ein. Eina minutuna er tetta svaka audvelt og margt sem mann langar ad gera en hina er tetta dalitid yfirtyrmandi og allt stort og manni finnst madur vera half tyndur eitthvad. En tad er ekki spurning ad madur hefur gott af tessu og eg a eftir ad koma reynslunni rikari heim aftur. Siminn herna i ibudinni hja mer er 001-212-706-7062 og eg er 4 timum a eftir ykkur i tima. Tad vaeri gott ef einhver gaeti komid tessum upplysingum til hennar ommu - mamma, Kolla eda Dagny.

Tangad til naest,
erlaperla

29 júlí 2007

Draumur um Þjóðhátíð í NYC

FM er farið að spila þjóðhátíðarlögin á milljón og árviss fiðringur farinn að gera vart við sig. Það verður þokkalega bannað að beila á Þjóðhátíð á næsta ári bara svo það sé á hreinu. Ég mun hins vegar stíga upp í flugvél á föstudaginn og halda til New York. Vænti þess að Klakinn taki á móti mér með flugeldasýningu þegar ég lendi að kveldi hins 18. ágúst. Óneitanlega er kominn spenningur og tilhlökkun en líka pínu kvíði yfir að vera að þvælast þarna ein. En þetta er hins vegar skemmtileg áskorun og ég efast ekki um að þetta verður skemmtileg ferð.

Bara tveir vinnudagar eftir fram að sumarfríi og ég verð að viðurkenna að það verður gott að fara í frí. Alveg svakalega gott meira að segja. Á eftir að eyða vikunni í að undirbúa ferðalagið og gera íbúðina mína klára fyrir gestina sem verða í henni á meðan ég er úti. Gera lista yfir allt það sem á að versla fyrir aðra og skoða á netinu það sem að ég ætla að versla fyrir mig ;-)

Ætla að fá mér amerískt gemsanúmer þegar ég kem út svo að símareikningurinn verði ekki himinhár þegar ég kem heim. Verð í tölvusambandi úti svo ég kem til með að pósta því hingað inn þegar það verður frágengið. Ætli maður reyni svo ekki að blogga eitthvað til að leyfa fólki að fylgjast með. Veit að sumir eru með hjartað í buxunum yfir því að maður sé að þvælast svona einn. En ég kem varla til með að gera meiri gloríur en sú þýska í Hornvík hérna í denn, sem að tjaldaði upp í vindinn og þvoði sér svo að neðan í læknum á tjaldstæðinu án þess að vera nokkuð feimin við það.

Næsta blogg kemur allavegana frá Stóra Eplinu svo ég segi bara skemmtið ykkur vel um versló krakkar mínir og bara svo það sé á hreinu Geiri og Pétur þá er skylda að taka extra gott djamm í Eyjum þetta ári. Ég drekk þig svo undir borðið Geiri minn að ári ;-)

23 júlí 2007

Að fylgjast með

Ég skoða alltaf strimilinn þegar ég er búin að versla og geymi alltaf kvittunina þegar ég borga með korti. Reyndar bara þangað til að upphæðin er farin út af kortinu en samt. Svo held ég heimilisbókhald svo að ég hafi einhverja hugmynd um í hvað peningarnir mínir fara. Það hefur oft verið hlegið að mér fyrir þetta en mér er slétt sama, maður á að fylgjast með. Í vinnunni í dag var ég að bóka gögn frá ónefndu fyrirtæki og kom þar niður á nótu frá Bónus á Akureyri, dagsetta 1. júní. Það er svo sem ekki frásögu færandi nema ég þurfti að horfa nokkurn tíma á sundurliðunina á vsk-inum neðst á strimlinum til þess að meðtaka það sem þar stóð. Þeir sem fylgjast eitthvað með íslensku samfélagi ættu að vita að þar eru í gangi tvö vsk þrep, annað 24,5% og hitt 7%. Á þessari ágætu nótu voru þrepin hins vegar þrjú, 24,5%, 14% og 7%. Þremur mánuðum eftir að 14% þrepið var fellt niður er Bónus ennþá að rukka 14% vsk af bónusbrauðum. Sjálfsagt er um einhver tæknileg mistök að ræða en mér finnst þau ekki bera fyrirtækinu gott merki. Lái mér hver sem vill.

22 júlí 2007

Harry Potter and the Order of the Phoenix - The Movie

Dreif mig í bíó í gær til að sjá þessa mynd. Ég elska bækurnar um Harry Potter en hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af myndunum. Maður verður samt alltaf að sjá þær. Ég sest yfirleitt niður í bíósalnum með litlar væntingar en í þetta skiptið varð ég samt fyrir vonbrigðum. Það er stiklað á stóru mestan part myndarinnar. Það er hins vegar langt á milli steina hjá leikstjóranum og mér fannst ekkert samhengi nást. Hann reynir að vera trúr bókinni framan af en ferst það ekki vel úr hendi. Hann nær þó inn ákveðnum húmor og þá sérstaklega í kringum Dolores Umbridge og persónusköpunin er mjög góð í myndinni eins og áður. Ég saknaði samt gamla Dumbeldore. Þessi nýji hefur svo sem lúkkið en það vantar ákveðna mýkt og þokka í karakterinn hjá honum. Emma Thompson er svo æði sem Trelawney.

Ég hélt svo að gaurinn væri að grínast með endinn á myndinni. Þar tapaði hann tengslum við bókina og myndin fór út í ameríska vellu. Mér fannst hann ekki spila vel úr þeim möguleikum sem að lokakaflar bókarinnar buðu uppá þrátt fyrir að tæknibrellurnar hafi verið flottar. Það er bara ekki hægt að treysta á tæknibrellur til að gera góða mynd og mín niðurstaða er því að þessi mynd var einfaldlega léleg og sú lélegasta af Harry Potter myndunum hingað til. Það er bara algjör óþarfi að breyta mikið út af söguþræðinum og ég tala ekki um að fara út í einhverja bölvaða væmni. Ég legg til að Baltasar Kormákur leikstýri næstu myndum. Hann sýndi það í Mýrinni hvernig á að gera góða bíómynd eftir góðri bók.

17 júlí 2007

Myndir

Jæja, hérna koma loksins Eyjamyndir.


Hildur og ég aaðeins að kíkja í bæinn


Kjartan og Hildur á Lundanum

Hildur alltaf sæt

Séð ofan af Heimakletti

Ég held að þetta sé Friðarhöfn..

Komnar á toppinn :)
Guðbjörg skvísa og Hildur í tuðrunni
yours truly

Flottur hellir, Kanarnir spyrja víst að því hvernig þetta sé búið til!
Skvísurnar klárar í djammkvöld nr. 2
Maggi og ég
Hildur og Ölli
Hildur og Guðbjörg
Alltaf sætar
Óli Svanur og Alda - alls staðar eru Bolvíkingar!
Stuðboltarnir

Og svo ein af Heimakletti í lokin

Hann Daníel frændi minn á afmæli í dag og er 12 ára púkinn. Hann er núna staddur á Mallorca með familíunni og ég sendi honum bestu kveðjur þangað í tilefni dagsins.

16 júlí 2007

Sjóveik í vinnunni

Góðviðrinu undanfarið fylgir margt slæmt. Það er til dæmis ekki líft í vinnunni hjá mér fyrir hita eftir hádegi á daginn og fyrstu klukkutímarnir eftir að maður kemur heim er maður að ná upp súrefni og koma heilastarfseminni aftur í gang. Það eru allir gluggar opnir og allar viftur í gangi samt sem áður. Sólin skín bara beint á gluggana hjá okkur og filmurnar í gluggunum og screen gardínurnar duga bara ekki til.

Eftir hádegi í dag vorum við beðin um að loka öllum gluggum því að það var mætt lið á staðinn til að þrífa fituna sem hefur sest á húsið eftir að American Style opnaði hérna niðri. Heilinn dó skömmu seinna. Ég freistaði þess að opna hjá mér á meðan gaurarnir væru ekki komnir að mínum glugga en það reyndist slæm hugmynd. Ég veit ekki hvaða efni þeir eru að nota en lyktin og andrúmsloftið hérna inni minnir mig einna helst á slæmar sjóferðir með Herjólfi og Fagganum jafnvel. Ef að það væri veltingur líka þá væri ég búin að æla.

Auðvitað er það frábært hjá American Style að þrífa upp eftir sig skítinn en ég held að það hefði enginn dáið ef það hefði verið beðið eftir kaldara veðri.

15 júlí 2007

Klukkedíklukk

Þeir eru nú misskemmtilegir þessir bloggleikir sem koma í hrinum. En þar sem ég er svo samviskusöm og hlýðin þá skorast ég ekki undan þegar stóra systir klukkar mig. Núna er málið að segja frá átta staðreyndum um sjálfan sig.

1. Ég er lærður kennari og vinn við bókhald en hef samt ekki hugmynd um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.
2. Ég á sumarfrí í sumar í fyrsta skiptið á minni ævi.
3. Ég er með 6 ör.
4. Mér finnst Íslendingar vera dónalegir og mig langar mikið að flytja til útlanda.
5. Mér finnst afskaplega gott að sofa út á helgum.
6. Á mánudögum hringi ég alltaf í ömmu mína og á við hana gott spjall.
7. Ég á mjög bágt með að þola fólk sem vorkennir sjálfu sér.
8. Ég er pjattrófa dauðans sem þýðir t.d. að ég kaupi aldrei rúmföt í Rúmfatalagernum eða Ikea og ég strauja viskustykkin mín.

Er þá ekki bara málið að klukka Önnu Þóru, Ásu, Hjördísi, Pétur og Ellu?

08 júlí 2007

En það er ekki Þjóðhátíð!

Komin til byggða eftir frábæra helgi í Eyjum. Sumir ráku upp stór augu þegar þeir sáu mig og létu út úr sér - en það er ekki Þjóðhátíð, hvað ert þú að gera hér? Spurning hvort þetta séu hint.. Kiddi var að vinna alla helgina og því sá ég allt of lítið af honum en við Hildur vorum duglegar að hafa það notalegt. Skáluðum í einni Amarone á föstudagskvöldinu og fengum okkur göngutúr niður í bæ. Ætluðum aðeins að kíkja og fara snemma heim. Enduðum hins vegar á pöbbarölti og skriðum heim undir morgun.

Vorum farnar út upp úr hádegi á laugardeginum og byrjuðum daginn á því að klífa Heimaklett. Hann er svo sem ekki hár, um 280 metrar, en öfga brattur og ég uppgötvaði þarna að ég er nú bara nokkuð lofthrædd. Við hlupum niður klettinn því að Hildur og Guðbjörg voru búnar að skipuleggja fyrir mig óvisuferð og við máttum ekki mæta of seint í hana. Það reyndist vera sigling á tuðru í kringum Heimaey og þvílíka tæra snilldin sem það var!! Siglingin tók 2 tíma og við kíktum inn í ótal hella og víkur. Þess á milli fleyttum við kellingar á sjónum og það er ekki laust við það að það séu strengir víða um líkamann í dag eftir ferðina.

Um kvöldið var farið í Skvísusundið og djammað fram undir morgun og svo var þynnkumaturinn borðaður á brakandi blíðu á pallinum hjá Magga og Sísí. Svo var drifið sig í Dallinn og haldið heim á leið. Góð ferð þar sem maður fékk smá útrás fyrir þjóðhátíðarfiðringinn. Það verður hins vegar engin Þjóðhátíð þetta árið en það styttist þeim mun meira í New York. Skemmtilegir ferðafélagara virðast ekki liggja á lausu svo ég ætla að spóka mig ein þar í 2 vikur, kaupa upp lagerinn hjá Victoria's Secret og sötra Cosmo. Er búin að skipta íbúðinni minni út fyrir íbúð á Upper West Side á Manhattan sem ættu að teljast ágæt býtti.

En jæja, þetta er gott í bili. Hendi inn nokkrum Eyjamyndum fljótlega - ef að ég fæ nógu mörg komment við færslunni. Maður verður að vita hvort það sé einhver að lesa vitleysuna í manni ;-)

02 júlí 2007

Hvar er allt fólkið?

Eru allir í sólbaði í góða veðrinu? Vill enginn kommenta hjá mér?

01 júlí 2007

Nýja myndavélin

Jæja, þá maður loksins myndavél. Hef ekki átt svoleiðis síðan minni var stolið á Sportkaffi forðum daga. Nýja vélin er voða fín og imbaproof svo það er góð von fyrir mig að læra á hana. Ég á eftir að æfa mig grimmt þangað til ég fer til Eyja á fimmtudaginn. Annars er mest lítið að frétta. Ég fór jú í útilegu á seinustu helgi og það var stór gaman alveg. Svo fórum við Kristinn Breki að horfa á Nico Rosberg keyra í Smáralindinni í vikunni og skemmtum okkur alveg konunglega. Gaman að heyra hljóðin í bílnum. Púkinn fékk kvittun hjá Rosberg og fannst merkilegt að þurfa að vera með eyrnapinna í eyrunum á meðan bíllinn var í gangi. Þeir virkuðu reyndar ekki alveg í seinna skiptið svo hann stóð bara og hélt fyrir bæði eyrun greyið.

Ég læt svo fljóta með fyrstu myndirnar sem voru teknar á nýju græjuna. Þórdís og Tommi komu með hana heim frá New York í dag svo það eru nokkrar myndir þaðan. Maður fékk bara alveg fiðring við að sjá þær - mikið svakalega hlakka ég til. Bara mánuður til stefnu! Svo er mynd af aðalpúkanum sem hefur frænku sína algjörlega í vasanum þessa dagana...






29 júní 2007

Hann Njáll stórfrændi minn á afmæli í dag og er orðinn 17 ára drengurinn. Það þýðir því að hann er loksins kominn með bílprófið í hendurnar eftir mikla bið. Hann fær þó ekkert að keyra strax því hann verður að sóla sig á Spáni næstu 3 vikurnar. Hann fær innilegar hamingjuóskir með daginn frá síungu töntunni sem hann nálgast sífellt í aldri. Hafðu það gott í dag frændi.

28 júní 2007

Baddý og Sævi í göngutúr

Mér fannst þessi frétt eitthvað svo yndisleg ;-)

Hollustan er dýr

Ég kom seint heim í gær og hljóp inn í Hagkaup rétt fyrir lokun og greip með mér pulsupakka. Ákvað að hafa smá hollustu í þessu og keypti speltpulsubrauð með. Ég er ennþá að reyna að ná hvaða forsendur liggja á baki verðinu á brauðunum en 5 brauð kostuðu 139 kr. Poki af 5 hvítum brauðum kostar um 70kallinn - ef þau eru hreinlega ekki ódýrari. Mér finnst það alveg ótrúlegt að það skuli nánast vera munaður hér á landi að leyfa sér að borða hollan mat. Ég hef oft þurft að velta fyrir mér hverri krónu nokkrum sinnum áður en ég eyði henni og ef maður ætlaði að halda matarkostnaðinum í lágmarki þá hreinlega borgaði það sig að kaupa óhollan mat. Mér finnst það alveg magnað að stjórnvöld hafi ekki horft í þessa átt í vsk-lækkuninni í vetur. Þessi lækkun skilaði mér allavegana engu enda versla ég eins hollan mat og ég get í 90% tilvika - sem þýðir lífrænt ræktað og hreinn matur fyrir þá sem ekki kunna þessi fræði. Heimilisbókhaldið sýnir þvert á móti að ég eyði meiru í mat og er ég þó ekki að leyfa mér meiri munað en fyrir lækkunina.

Ég velti því fyrir mér þegar ég labbaði út úr Hagkaup í gær hvort að framleiðendur og verslunareigendur stíli inn á það að hafa hollustuvöruna dýrari því þeir sem hugsa um hvað þeir láta ofan í sig láta sig oft hafa það að borga meira fyrir vöruna en góðu hófi gegnir til þess að geta viðhaldið hollum lífstíl. Þeir gera allavegana lítið til að kynna þessar vörur því nær undantekningarlaust er nánast eingöngu boðið upp á tilboð á sælgæti, gosi og lítt hollum mat þegar tilboðsblöðin koma inn um lúguna á fimmtudögum. Þrátt fyrir að ástandið hafi skánað mikið á undanförnum árum þá er samt ennþá langt í land og ég bíð spennt eftir því að einhver átti sig á því að það er markaður fyrir holl matvæli á Íslandi og opni fyrstu lágvöruverslunina þar sem hollustan er höfð í fyrirrúmi.

Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég hef enga trú á íslenskum stjórnvöldum í þessum efnum og ég held að skattar og álögur á hollan mat verði seint lækkaðar umfram aðrar vörur þrátt fyrir allan þann kostnað sem óhollt mataræði kostar samfélagið á hverju ári. Það hefði svo verið áhugavert að fá að sjá vsk uppgjör verslana og veitingastaða fyrir mars-apríl á þessu ári samanborið við síðasta ár - já eða bara janúar-febrúar á þessu ári. Ég hef lúmskan grun um að þeir hafi verið ánægðari með það sem þeir greiddu í vsk seinast en oft áður.

17 júní 2007

17. júní

Ísland komið á EM og McLaren flengir Ferrari þriðja mótið í röð. Þetta er góður dagur. Gleðilega hátíð.

14 júní 2007

Siðferði á Goldfinger

Ekki ætla ég að taka afstöðu til fréttaflutnings af þessum stað hér en ég get þó ekki orða bundist með eitt. Það er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að siðferðiskennd eiganda staðarins sé alvarlega brengluð þegar hann heldur því fram að hann sé að ,,bjarga" dönsurunum frá verra lífi í heimalöndum sínum. Það er einmitt það sem allt gott fólk gerir fyrir aðra sem eru í nauð, lætur það strippa fyrir peninga.

10 júní 2007

Þvílík keppni!!

Ef einhver skilur ekki af hverju ég horfi á Formúluna þá hefði sá sinn sami átt að horfa á keppni dagsins. Það var sko skemmtun fyrir allan peninginn. Öryggisbíllinn út fjórum sinnum, eitt svakalegasta crash síðari ára hjá Kubica, svört flögg, 10 sek. refsingar og ég veit ekki hvað og hvað. Alveg hreint rosaleg keppni. Maður dagsins er tvímælalaust Lewis Hamilton hjá McLaren sem vann sinn fyrsta sigur og fipaðist aldrei í forystunni. Það verður að teljast hreint magnað því að hann hafði aldrei ekið þessa braut áður og að halda forystunni allan tímann þrátt fyrir fjórar útkomur hjá öryggisbílnum er alveg hreint ótrúlegur árangur. Alonso hefði mátt standa sig betur en hann endaði þó í stigasæti eftir allt saman. Það er því ekki laust við að McLaren hjartað sé stolt - sérstaklega eftir misgóðan árangur liðsins undanfarin ár. Það er lítið annað hægt að segja en að McLaren rúlar!!!

08 júní 2007

Pollýanna

Það er verið að sýna Pollýönnu á RÚV núna. Það sem ég elskaði þessa mynd þegar ég var púki. Ég veit ekki hvað ég tók hana oft á bókasafninu og horfði á hana. Hún er ekkert síðri núna og ég ætla rétt að vona að systir mín hafi munað eftir að taka hana upp fyrir mig. Sem minnir mig á það að ég þarf að fá einhvern í heimsókn til að laga tengingarnar á vídeóinu mínu. Ég hef aldrei fattað hvernig Geiri tengdi það fyriri mig þegar ég flutti... En það er önnur saga ;)

02 júní 2007

Ása Gunnur á afmæli í dag og er auðvitað bara 22 stelpan ;) Til lukku með daginn elskan mín og hafðu það gott í dag :)

30 maí 2007

Er einhver..

á leiðinni vestur í bráð? Ég þyrfti að koma smá sendingu til hennar ömmu minnar.

29 maí 2007

Ástkæra tölvan mín

Það hefur stundum verið hlegið að tölvunni minni en hún er nú farin að nálgast 6 ára aldurinn. Ása Gunnur beið alltaf eftir því að hún tæki á loft í tímum í Kennó því það heyrist víst frekar hátt í viftunni. Það eru hins vegar litlar líkur á því að hún taki upp á því greyið, hún er nefnilegast svo hægvirk að hún færi aldrei langt. Þegar ég var að þrífa hjá mér á sunnudaginn fann ég kassa af diskettum í einni skúffunni hjá mér. Nú er víst ekki hægt að kaupa svoleiðis lengur svo ég verð að nota þá skynsamlega. Reyndar fékk ég gefins svona USB lykil í Való um daginn en ég er nú ekki búin að vígja hann ennþá. Verð reyndar að gera það í vikunni því mér skilst að það séu ekki diskettudrif á tölvunum á kennarastofunni í Való.

En það eru sterk böndin á milli mín og tölvunnar. Mér er alveg sama þó svo hún sé svo lengi að kveikja á sér að ég geti vaskað upp og gengið frá eftir matinn á meðan. Það er bara góð nýting á tímanum sem annars hefði verið eytt í tilgangslausan vals um internetið. Ég sé það samt ekki fyrir mér að við förum í gegnum annað háskólanám saman. Ég vona samt að hún þrauki allavegana ár í viðbót. Þá ætti að vera komin tími til að finna tölvu fyrir næsta nám. Ég ætti því að hafa nægan tíma til að læra á þennan fjandans lykil. Annars get ég upplýst móður mína um það að það er hægt að tengja svona USB við tölvuna. Hún hélt nefnilegast að það hefði ekki verið búið að finna svoleiðis upp þegar tölvan var framleidd.

27 maí 2007

McLaren rúlar

Að fenginni reynslu undanfarinna ára þá hef ég ekki lagt það í vana minn að gorta af góðu gengi minna manna í formúlunni. Þetta er jú ekki búið fyrr en búið er að flagga út seinasta mótið á árinu. En núna get ég ekki setið á mér - McLaren einfaldlega rúlar og ég get ekki neitað því að það hlakkar pínu í mér þegar Ferrari menn væla yfir stigakerfinu ;)

22 maí 2007

SKE - endo.is

Jæja þá kom að því að aðalfundur SKE, samtaka kvenna með endómetríósu, væri haldinn. Það er mikið búið að gera og búið að opna heimasíðuna endo.is. Mæli með því að þið kíkið á hana. Það vantaði nýja meðlimi í stjórn og ég bauð fram krafta mína. Ég held að það verði skemmtilegt verkefni að koma þessu málefni á framfæri í samfélaginu og ég hlakka til að takast á við það með hinum í stjórninni.

18 maí 2007

Bloggleti

Jamm ég er löt við þetta þessa dagana. Er fyrir löngu komin með upp í kok af pólitík og Eurovision framlagið okkar var luftgítar. Þarf ekkert að segja meira um það. Annars er lítið að frétta, AEG parið stendur fyrir sínu í þvottahúsinu og fær óspart að sýna fram á snilli sína. Amma er í bænum mér til mikillar gleði. Hún var í augnaðgerð sem tókst svo vel að þegar hún leit í spegilinn eftir hana uppgötvaði hún að hún væri orðin gömul og hrukkótt. En hún er samt ung í anda ennþá kellan og er auðvitað besta og flottasta amman ;)

Kennslan er að líða undir lok og bara prófið eftir. Þegar yfirferðinni á því verður lokið ætla ég að leggja kennaraprikið á hilluna í bili. Stefnan er hins vegar sett á Brussel þar sem að ég ætla að öllu óbreyttu að setjast á skólabekk árið 2009. Kannski fyrr, við sjáum til.

Svo eru Esjugöngur sumarsins hafnar. Toppurinn er ennþá langt í burtu en hann kemur til með að nálgast eins og óð fluga með þessu áframhaldi. Svo er hárið orðið rautt og þá meina ég rautt. Hún Guðný fékk að ráða litnum og það var ekki að spurja að því, rautt var það. Og ljómandi fínt auðvitað.

06 maí 2007

Elsku litla systir mín hún Rakel átti afmæli í gær. Til lukku með daginn elskan mín og vonandi hafðirðu það úber gott í gær :)

03 maí 2007

Nýji sambýlingurinn

Loksins, loksins hefur gamall draumur orðið að veruleika. Ég bíð spennt eftir því að nýji sambýlingurinn komi heim í dag og komi sér fyrir í plássinu sínu. Kvöldinu verður vafalítið eytt í að dást að þessu yndislega og fallega fyrirbæri sem hann er. Eins og sjá má á myndinni er Arnar Eggert Gunnarsson, einnig þekktur sem AEG, alveg einstaklega smekklegt og heillandi fyrirbæri. Ég er viss um að Arna Elín, einnig þekkt sem AEG, verði félagsskapnum fegin eftir áralanga einveru í þvottahúsinu.


23 apríl 2007

Klemmari og VV&B

Skellti mér út á lífið með Ásu og Önnu Þóru á laugardaginn. Fórum á Players að hlýða á Vini Vors og Blóma. Þeir standa alltaf fyrir sínu - þrátt fyrir að fólkið á staðnum hafi verið í skrýtnara lagi. Úthaldið mitt á dansgólfinu var búið í hléinu en mér til afsökunar þá var vel tekið á því fyrir hlé ;) Mér skildist á stelpunum að ég hefði átt setningu kvöldsins þegar ég svaraði spurningunni ,,hvað er mp3 spilarinn þinn stór?" Fyrir þá sem ekki vita þá er hann bara lítill og nettur, takk fyrir pent.