23 desember 2005

Vegna veikinda mömmu og þar af leiðandi mikilla anna í desember voru engin jólakort send út frá okkur í fjölskyldunni. Ég vil því fyrir hönd minnar, mömmu, Rakelar og Rögga óska öllum vinum okkar og ættingjum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum góðar stundir á liðnum árum og vonumst til þess að sjá ykkur sem flest á nýju ári.

Ég vil svo senda Ásu og Önnu Þóru sérstakar jólakveðjur með þökk fyrir öll skemmtilegu djömmin á árinu sem er að líða. Ása - við kláruðum TVÖ vettvangsnám á árinu!! Ég held að klemmari væri við hæfi núna ;)

Kolla og fjölskylda á Grundarfirði fær líka góðar jólakveðjur bæði úr Mosfellsbænum og Hafnarfirðinum. Takk fyrir allt á líðandi ári og vonandi hittumst við oftar á nýja árinu ;) Hafið það öfga gott yfir hátíðarnar elskurnar mínar!

Við sendum svo Rögga bró hlýjar kveðjur til Ítalíu. Hafðu það rosalega gott í útlandinu yfir hátíðarnar og gakktu nú hægt um gleðinnar dyr ;) Við hlökkum mikið til að sjá þig í janúar!

Annars óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið öll, sem nennið að lesa þetta blogg, eigið eftir að hafa það gott yfir hátíðarnar :)

15 desember 2005

Your Birthdate: October 18

You are a cohesive force - able to bring many people together for a common cause.
You tend to excel in work situations, but you also facilitate a lot of social gatherings too.
Beyond being a good leader, you are good at inspiring others.
You also keep your powerful emotions in check - you know when to emote and when to repress.

Your strength: Emotional maturity beyond your years

Your weakness: Wearing yourself down with too many responsibilities

Your power color: Crimson red

Your power symbol: Snowflake

Your power month: September

Your 2005 Song Is

Since You've Been Gone by Kelly Clarkson

"But since you've been gone
I can breathe for the first time
I'm so moving on"

In 2005, you moved on.

11 desember 2005

Jæja, þá sitjum við skötuhjúin í sitt hvorri tölvunni og horfum á Rock Star INXS. Þetta er búin að vera massa helgi og við erum bæði hálf lúin held ég bara. Á föstudagskvöldið fórum við á jólahlaðborð hjá Tölvulistanum á Lækjarbrekku. Það var hin fínasta skemmtun bara og maturinn fínn. Ég þekkti meira að segja heila tvo þarna - Gumma hennar Steffíar, sem reyndar er búinn að vera Gummi hennar Jóhönnu í rúmlega 20 ár en það er nú önnur saga - og hann Stulla, sem þóttist bara ekkert þekkja mig svo minnz hreinlega veltist um af hlátri. Það er stundum gaman að rifja upp gömlu góðu dagana á Kaffi Reykjavík þó svo að sumir vilji hreinlega bara gleyma þeim ;)

Í gær var svo óvissuferð í minni vinnu og eftir Krísuvíkurleið dauðans enduðum við á Hótel Hamri í Borgarnesi. Það er óhætt að mæla með þessu hóteli því að bæði maturinn og þjónustan voru fyrsta flokks og ekki spillti fyrir hvað hótelið sjálft var flott. Þetta var frábær ferð í alla staði og gaman að komast aðeins burt úr bænum. Takk fyrir okkur mamma og Sveinbjörn :)

En jæja, kallinn minn vill komast í mína tölvu - ein er víst ekki nóg... Þangað til næst, hafið það gott elskurnar mínar.

08 desember 2005

Nei minnz er ekki týndur og tröllum gefinn. Hef einfaldlega verið að drukna í vinnu og lærdómi undanfarið - og þá aðallega vinnu. Mamma fór í brjósklosaðgerð fyrir viku síðan og það hefur því verið nóg að gera í vinnunni. Ég tók mér svo frí í gær og eftir hádegi í fyrradag til að klára seinasta verkefni annarinnar sem á að skila á morgun. Það gekk brösuglega þar sem wordið í tölvunni minni tók upp á því að læsast og þar sem Guðjón var ekki búinn að redda málum í gær þurfti minnz að fara niðrí skóla að klára verkefnið. Ekki beint það skemmtilegasta að læra undir blaðri annarra en það hafðist svo minnz er kominn í jólafrí í skólanum :)

Það er því lítið að frétta af þessum bænum, helmingurinn af jólagjöfunum kominn í hús og ég er að hafa mig í að redda hinum helmingnum áður en búðir borgarinnar fyllast endanlega af fólki. Á Þorláksmessu mun leiðin svo liggja heim í heiðardalinn þar sem ég ætla að eyða jólunum með henni ömmu minni. Þar sem jólin eru bara helgi þetta árið þá verð ég komin aftur í bæinn á annan í jólum og ætti því að ná jólaboðunum í bænum líka.

Ég er búin að hafa hugann við bloggið undanfarnar vikur en eins og sönnum sauði sæmir þá gleymi ég jafnóðum því sem ég ætla að blogga um en þar sem ég er komin með þráðlausa nettengingu heima við ætti færslunum að fara að fjölga og kannski maður nái að skrifa það sem maður ætlar áður en maður gleymir því ;) Það þarf varla að taka það fram að nettengingin er verk Guðjóns sem hefur átt afar bágt með að skilja hvernig ég hef komist af án ADSL. Það verður svo að koma í ljós hvort ég nái honum í nördaskapnum ;)

26 nóvember 2005

Jæja Ása mín, hérna kemur þetta loksins ;)

Núverandi Tími : 21:04

Núverandi Föt : gallabuxur og bleika úlpan mín

Núverandi Skap : Ansi lúin eftir daginn

Núverandi Hár : það er mitt eigið allavegana!

Núverandi Pirringur : uhhh, að þurfa að fara að taka til heima

Núverandi Lykt : Simply by Clinique

Núverandi hlutur sem ég ætti að vera að gera : Tja, bara alls ekki neitt!

Núverandi Skartgripir : Eyrnalokkar, hálsmen og úr

Núvernadi áhyggjur : Munnlegt próf hjá Samuel og verkefnaskil

Núverandi Löngun : Kúra yfir góðri mynd með Guðjóni

Núverandi Ósk : Að það sé kominn 2. des og ég sé komin í jólafrí!

Núverandi Farði : Meik og maskari

Núverandi Eftirsjá : Lífið er of stutt til að eyða því í eftirsjá...

Núverandi Vonbrigði : Að hafa ekki orku til að kíkja á djammið með stelpunum ;)

Núverandi Skemmtun : Það er að svara þessu klukki frá Ásu

Núverandi Ást : Guðjón Hrafn

Núverandi Staður : Herbergið hans Guðjóns

Núverandi Bók : Queen Bees and Wannabees og Reviving Ophelia

Núverandi Bíómynd : einhver sem er á harða diskinum hjá Guðjóni..

Núverandi Íþrótt : Formúla 1 að sjálfsögðu og verð ég ekki að segja karfa líka ;)

Núverandi Tónlist : Coldplay og Keane eru mikið í spilaranum núna

Núverandi lag á heilanum : Hehe, það var ekkert þangað til ég las klukkið hennar Ásu og þá var það náttúrulega Humpty Dumpty sat on a wall!

Núverandi Blótsyrði : Hehehe, er sauður blótsyrði?

Núverandi Msn manneskja : Er nú bara ekki inn á MSN!

Núverandi Desktop Mynd : Á minni tölvu er það Bolungarvík City en Guðjón er með einhverja gellu á sinni - sem er sko ekki nálægt því eins flott og ég!!

Núverandi Áætlanir fyrir kvöldið : tja, góð spurning. Vídeógláp eflaust

Núverandi Manneskja Að Forðast : Já, þú segir það, ég bara veit það ekki!

Núverandi Hlutir Á Vegg : Klukka, hillur, sjónvarp og Lord of the Rings plakat já og skeifa


Jæja Ása mín, ég held nú að ég hafi verið búin að þessu en auðvitað gerði ég þetta bara fyrir þig ;) Ég tek það svo skýrt fram að ég klukka engan og vona að þið hafið ekki það lítið að gera að þið eyðið nú-inu ykkar í að búa til svona lista ;)

25 nóvember 2005

Ég er stödd í skólanum núna og er hreint út sagt að mygla :-/ Það er alveg ótrúlegt hvað sumir tímar geta verið leiðinlegir! Ég hlakka bara til að byrja í fjarnáminu eftir áramót ;)

Það var alveg frábært að komast aðeins vestur á seinustu helgi. Ömmu brá svakalega að sjá okkur og það var mjög ljúft að komast í smá dekur ;)Strákarnir unnu KFÍ frekar auðveldlega en eftir leik var búið að aflýsa flugi þeim til mikillar gleði ;) Það var ákveðið að taka bílaleigubíla og bruna í bæinn. Það var að vísu leiðinlegt veður á leiðinni og því lítið brunað en þetta gekk allt og við komumst heil heim sem er fyrir öllu.

Það er svo búið að vera spennufall dauðans þessa vikuna og algjört hell að koma aftur í skólann eftir þessa blessuðu æfingakennslu. Maður getur bara ekki beðið eftir að komast í jólafrí. Bara vika eftir - sem hljómar eins og heil eilífð í dag....

En jæja, ég er alveg steindauð og er gjörsamlega að berjast við að halda mér vakandi hérna. Ætla allavegana að þykjast að vera að fylgjast með....

18 nóvember 2005

No More Practice Teaching!!

Þá er ég loksins, loksins, loksins búin í þessari blessuðu æfingakennslu. Ég get nú ekki beint sagt að ég sé sammála sumum þjáningarsystrum mínum um að hún hefði mátt vera lengri. Ekki að það sé leiðinlegt að kenna en æfingakennsla er bara allt annað en "the real thing". Ég ákvað að drífa mig bara úr Áslandsskóla og segja skilið við hana Erlu Björk - svona áður en Hjördís fær færi á að skipta um vinkonu ;)Þú verður að muna það Hjördís Fjördís að þó svo að mamma og pabbi hafi ekki fattað að skíra mig Erlu Björk þá er ég samt sú eina sanna ;)

Við Ása skelltum okkur út að borða í hádeginu í tilefni dagsins - á Vegamót að sjálfsögðu. Vegó klikkar aldrei og við bókstaflega borðuðum á okkur gat. Það verða svo rólegheit í kvöld en í fyrramálið er stefnan tekin á Bolungarvík City þar sem að ég ætla að sýna Guðjóni alvöru menningu ;) Hrafnhildur ætlar að vera svo góð að sækja okkur svo að ég geti komið henni ömmu minni á óvart - svo enginn má nefna neitt við ömmu fyrr en seinnipartinn á morgun!! Bannað að eyðileggja surprisið! Stjarnan er svo að fara að spila við KFÍ á sunnudaginn og við verðum samferða strákunum suður eftir leik. Bara stutt stopp í þetta skiptið.

En jæja, Guðjón er að kvarta yfir því að ég sé í tölvunni (hmmm, sumir ættu nú að líta í eigin barm held ég.....) svo það er best að ég slökkvi á henni og fari að knúsa hann ;)

16 nóvember 2005

Já nei ég er ekki dauð - bara búin að vera að drukkna í vinnu í æfingakennslunni. Núna eru bara 2 dagar eftir og þeir eiga nú að vera léttir og löðurmannlegir. Við Ása eigum eftir að hoppa hæð okkar af kæti klukkan 11.10 á föstudaginn ;)

Annars hefur þetta gengið stór áfallalaust fyrir sig og ég er bara nokkuð sátt. Nylon kom hérna í skólann í seinustu viku og þær sungu nokkur lög fyrir krakkana. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á strákunum í 9. bekk þegar ég sagði þeim hvað við værum að fara að gera í tímanum - ég hefði alveg eins getað skotið þá strax. Á mánudaginn var svo Magnús Stefánsson hérna með fræðslu og fíkniefnaforvarnir. Ég hef séð þennan fyrirlestur nokkrum sinnum og hann Magnús er alltaf jafn áhrifamikill. Það var svo að byrja hérna nýr enskukennari sem heitir Erla Björk - hehehehe. Mér finnst það bara fyndið og er alltaf að hugsa til Hjördísar þessa dagana ;)

Næstu tvær vikur eru svo fullar af verkefnaskilum í skólanum en þann 2. desember er minnz svo kominn í jólafrí :) Eftir áramót er ég svo búin að skrá mig í fjarnám þannig að vonandi á ég eftir að eiga eitthvað líf þá. Ég verð í 17 einingum sem er nokkuð mikið en ég hef enga trú á öðru en að það eigi eftir að ganga upp enda verð ég í prjóni, þæfingu og matreiðslu sem vali og svo bara 2 enskukúrsar og lokaverkefni. Piece of cake ;)

En jæja, kallinn minn er að koma og sækja mig. Heyrumst síðar!

05 nóvember 2005

Hun Ella beiba a afm?li i dag. Er a besta aldri skvisan. Til hamingju me? daginn elskan min og haf?u ?a? ?fga gott i dag :)

04 nóvember 2005

Jæja, þá er æfingakennslan rúmlega hálfnuð. Þrjár vikur búnar og tvær eftir. Löngu búið að plana enskupartý 19. nóv og ætli allt þriðja árið í Kennó djammi ekki þá. Ég hef bara svei mér þá engan hitt sem er ekki búin að fá nóg af öllu þessu æfingakennslustandi. Ekki það að það sé ekki gaman að kenna, ég hef nú lúmskt gaman af þessum gelgjum þó svo að litlu púkarnir heilli mig ekki svo mjög. Þessir blessuðu kennarar okkar virðast hins vegar halda að það sé ekki nóg að hella sér út í fimm vikna kennslu með tilheyrandi skipulagi heldur eru þeir á þeirri skoðun að við eigum að gera helling af verkefnum á meðan. Ég væri ekki hissa ef Samuel væri búinn að vera með eilífan hiksta síðan æfingakennslan hófst, ég er búin að bölva honum svo mikið. Enda ætlar mín að rífa sig oní rassgat á næsta fundi með honum, maður lætur nú ekki bjóða sér hvað sem er ;)

Annars gengur kennslan ágætlega bara. Enskukennarinn sem við erum hjá er rosalega frjó og hugmyndarík og hefur verið dugleg að kaupa efni sjálf til notkunar í skólanum. Við erum því að fá að skoða og prófa efni sem er til í fæstum skólum og bara mjög gaman að því. Manni veitir víst ekki af hugmyndum ef maður ætlar að fara að kenna ensku í grunnskóla með lítið annað efni en Network bækurnar uber skemmtilegu - eða þannig... Það er nú alveg rannsóknarefni út af fyrir sig af hverju enskubækur eru alltaf svona leiðinlegar.

Að öðru leyti er mest lítið að frétta, mamma fór í bakinu á seinustu helgi og er ekki komin í vinnu ennþá svo að minnz þurfti að redda launum og öllu tilheyrandi um mánaðamótin - eitthvað sem ég er ekki vön að gera. Það reddaðist hins vegar og ég held að ég hafi ekki gert neina stóra skandala. Það er hins vegar ekki laust við það að ég sé farin að hlakka til helgarinnar og gera lítið meira en að sofa og slappa af - eftir vinnu á morgun þeas.

En jæja, ég er alveg búin að fá nóg í dag og ætla að fá mér rúnt niðrí skóla og sækja mér nokkrar bækur. Hafið það gott á helginni elskurnar mínar!

28 október 2005

Eru áfengisauglýsingar ekki bannaðar á Íslandi????

Maður er nú hættur að verða hissa við að sjá auglýsingar um léttvín og bjór en mér stóð nú ekki á sama þegar ég sá heilsíðuauglýsingu um Finlandia vodka í Birtu í morgun. Þetta vil ég ekki sjá í íslenskum fjölmiðlum. Hvað er lögreglan eiginlega að hugsa í þessum málum? Fá íslenskir fjölmiðlar að beygja og brjóta þessi lög eftir eigin hentugleikum? Hvað svo sem mönnum finnst um þessi lög þá á að fara eftir þeim á meðan þau eru í gildi. Menn verða þá einfaldlega að beita sér fyrir breytingu á löggjöfinni ef þeir eru ósáttir. Ég bíð núna spennt eftir að sjá hvort að eitthvað eigi eftir að gerast eftir auglýsinguna í Birtu í dag.

25 október 2005



Jæja... Ætli þetta sé ekki ágætis kennaragen bara? :-/

20 október 2005

Þá er maður orðinn árinu eldri og hrukkunum farið að fjölga. Ég fékk að heyra það hérna í vinnunni þegar ég þóttist nú bara vera 23 að ég væri þá ansi ellileg 23 ára... Ægir og Gísli standa alltaf fyrir sínu. Ég fékk hins vegar að heyra margt fallegt frá öðrum en þeim og vil ég bara nota tækifærið og þakka kærlega fyrir mig :)

Í gær var hringt í mig frá Gallup - sem er svo sem ekki frásögu færandi nema að könnunin sem ég lenti í í þetta skiptið var um umferðaröryggi. Ég var að bakka út úr bílastæðinu í Faxatúninu þegar síminn hringdi og svaraði spurningunum í könnuninni á leiðinni heim. Ég þarf varla að taka það fram að ég á ekki handfrjálsan búnað þar sem hann hefur ekki fylgt með þeim símum sem ég hef átt hingað til. Svo á leiðinni heim, með aðra hönd á stýri, svaraði ég spurningum um aksturslag mitt, hvort ég væri alltaf með beltin spennt, hvort ég hefði keyrt undir áhrifum áfengis og hvort ég hefði keyrt og talað í símann án handfrjáls búnaðar... Mér fannst þetta hálf íronískt eitthvað. Miðað við efni könnunarinnar hefði nú kannski mátt byrja á því að spurja hvort að maður væri að keyra og hvort maður væri þá með handfrjálsan búnað...

Annars er mest lítið að frétta af þessum bænum. Æfingakennslan gengur bara vel og okkur Ásu líst vel á þetta. Við erum á kafi í lesson plans þessa dagana og erum að velta fyrir okkur hvað við eigum að kenna. Spurning um að nýta sér Airwaves hátíðina í næstu viku og búa til eitthvað skemmtilegt í kringum það. Í kvöld er Guðjón að spila og þá mætir minnz náttla á völlinn. Það er bara vonandi að Andri sé ekki að dæma í þetta skiptið ;)

17 október 2005

Jæja, þá er fyrsti í æfingakennslu búin og bara 25 dagar eftir ;) Mér líst bara ágætlega á þetta þarna í Áslandsskóla. Kennarinn okkar er úber aktífur og áhugasamur og krakkarnir eru líflegir - í meira lagi kannski sumir. Það slær samt ekkert gamla bekkinn minn að vestan út held ég, það var sko líf í 79 árgangnum í denn ;)

Helgin var úber róleg, ég fór að vinna á laugardaginn eins og venjulega en svaf svo bara nánast fram á mánudagsmorgun. Var alveg búin á því. Á morgun þarf ég svo að taka við enn einu árinu í safnið og ætla að hefja það á því að skella mér í klippingu og litun - svona svo að gráu hárin sjáist ekki ;)

En jæja, kallinn minn er að koma að sækja mig. Hafið það gott elskurnar mínar :)

11 október 2005

Jæja, er að hanga niðrí skóla. Er að bíða eftir að Guðjón verði búinn í vinnunni svo ég geti sótt hann og þar sem mér leiðist þá ætla ég að gera svona núverandi lista eins og allir eru að gera núna.

Núverandi tími: 17.10
Núverandi föt: Gallabuxur, bleika H&M peysan mín og bleika úlpan frá Dagnýju og Hauki
Núverandi skap: Þreytt
Núverandi hár: Sítt og sauðalitað
Núverandi pirringur: offramboð af verkefnum í skólanum og skortur á frítíma
Núverandi lykt: Simply by Clinique
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: Læra :p
Núverandi skartgripir: hálsmen, eyrnalokkar og úr
Núverandi áhyggja: æfingakennsla og verkefnaskil í saumavélinni
Núverandi löngun: Að kúra yfir góðri mynd með Guðjóni
Núverandi ósk: Mig langar mest að komast í Víkina til ömmu í hvíld og dekur
Núverandi farði: maskari og meik
Núverandi eftirsjá: Lífið er of stutt til að eyða því í eftirsjá...
Núverandi vonbrigði: Að komast að því að ég á meira eftir en ég hélt í saumavélinni
Núverandi skemmtun: Internetið bjargar mér frá leiðindum í skólanum
Núverandi ást: Guðjón Hrafn Lárusson
Núverandi staður: Reykjavík
Núverandi bók: Queen Bees and Wannabees
Núverandi bíómynd: Er á leiðinni á Stealth, The forty year old virgin og svo er hellingur sem mig langar að sjá á spólu
Núverandi Íþrótt: Er það ekki bara sund?
Núverandi Tónlist: Þögnin í Kennó
Núverandi lag á heilanum: Words don't come easy to me eftir að hafa lesið grein með því nafni hjá Samuel
Núverandi blótsyrði: Fuck held ég bara
Núverandi msn manneskjur: Dagný, Arnar, Biggi, Agga, Geiri, Silja, Hólmfríður, Katrín og Sara
Núverandi desktop mynd: Bolungarvík
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Kúra með kærastanum
Núverandi manneskja sem ég er að forðast: Ætli ég verði ekki að segja Begga :-/
Núverandi hlutir á veggnum: Krítartafla og námsefni eftir nemendur KHÍ

08 október 2005

Jæja, það hafa verið annasamir dagar undanfarið og ekki tekur betra við í næstu viku. Seinasta vikan sem ég er í skólanum fyrir æfingakennslu svo það verður nóg að gera. Það er orðið alveg ákveðið að við Ása förum saman í Áslandsskóla í Hafnarfirði í æfingakennslu. Það er óneitanlega kominn smá fiðringur í magann en ég vona nú að þetta eigi eftir að ganga vel hjá okkur.

Það er ótrúlegt hvernig allt getur gengið á afturfótunum hjá manni stundum. Ég átti svoleiðis dag á miðvikudaginn. Vaknaði allt of seint og fattaði þá að ég hafði gleymt að hafa til allt draslið mitt kvöldið áður. Náði svo að skalla bílinn minn þegar ég var að setja skólatöskuna inn - ekki spurja mig hvernig. Mér er búið að vera illt í augabrúninni síðan en bólgan er farin að hjaðna.
Ég fór svo á bókasafnið í Kringlunni seinnipartinn til að skila bókum. Skellti pokanum á borðið og gerði mig líklega til að labba út. Þá argar bókavörðurinn á eftir mér hvort ég ætli ekki að taka bækurnar úr pokanum. Mér varð nú bara um og sagðist nú ekkert þurfa þennan poka. Þá horfði hún á mig hvössum augum og sagði að ég skyldi sko taka bækurnar úr pokanum. Svo ég labbaði til baka að borðinu, tók bækurnar úr pokanum og skildi allt eftir á borðinu og sagði bara pent gjörðu svo vel og gerði mig líklega til að labba út aftur. Þá spurði kellan hvort að ég ætlaði ekki að standa þarna á meðan hún skannaði bækurnar. Ég hélt nú ekki og arkaði beinustu leið út, alveg búin að fá nóg af tuðinu í kellingunni.
Ég fór svo og hitti Öggu í Kringlunni og við festumst inn í Oasis í rafmagnleysinu. Við hefðum getað labbað út með allt í búðinnu því að stelpurnar sem voru að vinna þarna voru ekkert að spá í því að þjófavarnarhliðið virkaði ekki í rafmagnsleysi... Agga og Agnes björguðu svo deginum á Vegamótum þar sem við stöllurnar hittumst og fengum okkur gott að borða í tilefni af afmælinu hennar Agnesar :)

Ég er búin að reyna að horfa á seinustu tvo þætti af Íslenska bachelornum en ég hef aldrei enst allan þáttinn. Þetta eru alveg skelfilega glataðir þættir!!! Ég skil ekki af hverju þetta má ekki heita Piparsveinninn upp á góða íslensku og af hverju þarf allt að vera nákvæmlega eins og í Bandarísku útgáfunni þegar þetta er augljóslega engan vegin að gera sig í íslensku samfélag?? Ég þekki nokkra sem horfa á þetta og arga úr hlátri en mér finnst þetta meira sorglegt en hitt. Ég fæ svo mikinn ógeðishroll að ég bara slekk á sjónvarpinu.

Haldiði að mín hafi svo ekki verið stoppuð af löggunni á leiðina í vinnuna í morgun! Ég var að syngja með einhverju lagi og tók ekki eftir því að löggan var að mæla á Breiðholtsbrautinni. Ég var nú samt ekki að keyra það hratt, undir hundraðinu allavegana. Ég tók hins vegar eftir því að löggan fór að keyra á eftir mér og bremsaði snarlega niður í löglegan hraða. Löggan elti mig nánast alla leið upp í vinnu og stoppaði mig á endanum. Ég sagðist nú bara hafa verið að syngja hástöfum og ekki alveg litið á hraðamælinn. Mér var sleppt með áminningu og ég beðin um að syngja lægra og kæra hægar í framtíðinni.

En jæja, ég ætla að fara að koma mér heim. Hafið það gott elskurnar mínar!

01 október 2005

Áfengi drepur 600.000 manns árlega í Evrópu. Mér hefur stundum fundist þessar upplýsingar vanta í málflutning þeirra sem berjast fyrir auknu frelsi í áfengismálum á Íslandi. Ekki það að ég sé ósammála þeim að öllu leyti, ég held að það þurfi að hugsa þessi mál algjörlega upp á nýtt hér á landi, en áfengi er skaðsamt engu að síður og þær þjóðir sem eru mun frjálslyndari í þessum málum en við erum eru ekkert endilega í betri málum en við. Við megum ekki gleyma því þegar við komum til útlanda að öðruvísi vínmenning er ekki alltaf kúltiveraðri og betri.

Loksins, loksins á að gera göng til Bolungarvíkur. Það þurfti mikið grjóthrun til að yfirvöld myndu taka sönsum en sem betur fer þurfti ekki stórt slys á Hlíðinni til þess. Ég hef fengið að heyra það að þessi gangagerð sé tómt bull því það eigi ekki að eyða peningum í eins fáar hræður og búa þarna. Svona orð eru varla svaraverð - við eigum öll jafnan rétt á öruggum samgöngum hvort sem við búum í Reykjavík, Reyðarfirði, Kópaskeri eða Bolungarvík. Og ef fólk vill horfa í krónur og aura þá er margfalt ódýrara að gera göng heldur en að halda við Hlíðinni - fyrir utan mannslífin sem hafa farið þar sem eru ómetanleg.

30 september 2005

Hún Hjördís var að kvarta yfir því að ég hefði ekki gefið nógu miklar upplýsingar um mig í klukkinu - svo hérna færðu eitthvað Hjördís Fjördís ;)

1. Ég syng hástöfum í bílnum þegar ég er að keyra ein.
2. Ég þoli ekki fólk sem skiptir um akrein 5 kílómetrum áður en það á að beygja og kemur í veg fyrir að ég komist fram úr aulunum á hinum akreinunum.
3. Ég hef drepið kaktus - þó svo að enginn hafi trúað því að það væri hægt.
4. Ég þoli ekki gömul og slitin rúmföt og nota bara almennileg rúmföt úr Verinu.
5. Ég æli ef ég finn bragðið af ananas.

Jæja, Hjördís, er þetta nógu gott fyrir þig??? Svo klukka ég þig góða - þrisvar!

27 september 2005

Þorgeir Valur aka. Bjórkollur á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag :)

26 september 2005

Jæja, Ella var víst að klukka mig og þá á ég víst að skrifa 5 staðreyndir um mig. Hverjum ætli hafi eiginlega dottið þetta í hug? Allavegana,

1. Ég kann ekkert á tölvur en á kærasta sem er tölvunörd.
2. Ég kem frá Bolungarvík en núna bý ég í Hafnarfirði.
3. Ég horfi alltaf á formúluna og vona að McLaren nái að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða.
4. Ég var að kaupa mér línuskauta og ætla að slá í gegn á þeim næsta vor.
5. Ég útskrifast sem kennari í vor. Þá ætla ég að vera búin að læra að prjóna, þæfa, sauma og útbúa veisluborð.

Ég klukka Rögga bró, Dagnýju og Ásu ;)

Hildur beiba er þrítug í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag :) Bestu kveðjur til allra í Eyjum :)

Jæja, ég ætlaði bara að láta vita af því að ég er á lífi ennþá. Kristinn Breki og Arnar Páll eru ekki búnir að ganga frá mér - ennþá.

En í fullri alvöru þá gengur pössunin ágætlega og svo sem ekkert upp á púkana að klaga. Þeir náttúrulega nýta sér að frænkan er ekki alveg með allar reglur á hreinu og sá eldri kann vel að spila á samviskubitið en þeir hafa samt verið góðir. Það er svo annað mál hversu vel húsmóðurhlutverkið á við mig. Ég var gjörsamlega af manni gengin þegar þeir voru báðir sofnaðir í gærkvöldi og það fyrsta sem ég gerði í morgun þegar ég var búin að koma þeim út var að fara að sofa aftur. Sem betur fer átti ég bara að mæta í einn tvöfaldan tíma í dag svo að ég hef smá tíma til að jafna mig eftir helgina. Get dúllast við að læra og svona. En það er talið niður í það að Dagný og Haukur komi aftur á klakann og það er alveg ljóst að ég þarf smá pásu frá barnapössun í nánustu framtíð svo að Rut og Linda mega fara að bretta upp ermarnar ;)

En það er víst best að fara að kíkja í skólabækurnar. Ég hef víst ekki endalausan tíma til að læra ;)

21 september 2005

Hún Karen Líf skvísa er 7 ára í dag. Til hamingju með daginn elskan mín! Vonandi áttu eftir að hafa það skemmtilegt í dag :)

19 september 2005

Hann Röggi bró á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elskan mín! Hafðu það öfga gott í dag :)

13 september 2005

Ég velti því stundum fyrir mér hvort að fólk þurfi ekki að vera lesandi og skrifandi á íslenska tungu til að fá vinnu á mbl.is. Mér finnst það lítil afsökun að vefurinn sé í stanslausri uppfærslu og fréttirnar þurfi að vinna á stuttum tíma. Þá þarftu bara að vera enn betri í íslensku og fljótari að hugsa fyrir vikið...

12 september 2005

Jæja, sit hérna niðrí vinnu að læra. Er að bíða eftir að Guðjón verði búinn að vinna svo ég komist heim til mín. Planið er að falda gardínur á meðan að Guðjón er á æfingu. Ég átti frí í skólanum í dag og ég notaði tækifærið og vann og lærði. Er nánast búin með verkefnin sem ég á að skila í vikunni. Á morgun er svo líka frí í skólanum svo þá ætla ég að vinna og læra þangað til að Guðjón verður búinn að vinna. Vinna og skóli er því það sem lífið snýst um á þessum bænum og því lítið skemmtilegt að segja frá. Það skýrist í þessari viku hvert ég fer í æfingakennslu. Ég er búin að óska eftir að fá að fara í skóla í Hafnarfirði og ég vona bara að það gangi upp. Ég er aðeins farin að bræða með mér hvað mig langar að kenna en maður verður að hitta bekkina áður en maður getur ákveðið það endanlega.

Seinustu helgina í september er ég að fara að passa púkana hennar systur minnar. Þau skötuhjú ætla að bregða sér til London og ég verð því í mömmó á meðan. Ágætis getnaðarvörn held ég bara. Þann 1. október er svo planað að halda innflutningspartý í Hafnarfirðinum. Ég er búin að gefa upp alla von að einhver komi í heimsókn til mín öðruvísi þannig að allir að taka daginn frá strax! ;)

Ég hef ekkert nennt að blogga um að Davíð sé hættur í pólitík enda löngu tímabært að mínu mati og bara fyndið að fylgjast með ,,tilfinningalega rótinu" sem hefur komið á margan íhaldsmanninn. Ég vil nú samt lýsa yfir ánægju minni með að Vestfirðingur setjist í stól sjávarútvegsráðherra og ég vona að Einar Kristinn eigi eftir að gera góða hluti.

Svo eru Alias og Judging Amy byrjaðir aftur við mikla gleði hjá mér og Öggu. Ég vona bara að ég eigi eftir að muna að horfa á þessa þætti í vetur :p En áður en ég hætti þessu bulli vil ég mæla með einni mynd, Kinsey heitir hún og var að koma út á spólu. Bráð skemmtileg og fróðleg mynd um Albert Kinsey sem gerði fyrstu rannsóknina á kynlífsvenjum Bandaríkjamanna. Endilega tékkið á henni næst þegar þið leigið ykkur spólu ;)

09 september 2005

Hann Haukur Örn mágur minn er þrítugur í dag. Til hamingju með daginn og vonandi áttu eftir að hafa það skemmtilegt í kvöld og enn þá betra í útlandinu :)

03 september 2005

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á almennilegt blogg hérna. Skólinn byrjaði á mánudaginn og það er búið að vera frekar mikið að gera þessa vikuna. Ég er í einum fjarnámskúrsi með staðnáminu þessa önn og þar sem önninn byrjaði á staðbundinni lotu var ég óvenju mikið í skólanum. Ég hef því ekki náð að vinna mikið þessa vikuna. Á þriðjudaginn átti Kiddi minn svo afmæli og ég fór upp í Mosó að hjálpa Dagnýju og Hauki. Ég skreið bara upp í rúm þegar ég kom heim enda eru 20 6 ára púkar algjörar orkusugur. Hildur vinkona úr Eyjum var svo í bænum í vikunni og kíkti í heimsókn. Það var alveg frábært að ná að spjalla aðeins. Í kvöld eru Anna Þóra og Ása svo búnar að plana djamm og er víst skyldumæting hjá mér. Ég er nú ekki alveg í djammgírnum eins og er en við skulum sjá hvernig staðan verður í kvöld ;)

Á síðustu helgi keyrði ég vestur með Rakel systur og fór á Sálarballið. Það var hálf súrrealískt að sjá Sálina á sviðinu í Félagsheimilinu en þetta var nú þrusu ball fyrir því. Það var svo öfga gott að komast aðeins til hennar ömmu og alveg ljóst að ég verð að stoppa lengur næst.

Annars fer lífið að ganga sinn vanagang bara. Það verður 5 vikna æfingakennsla á þessari önn og ég er ekki búin að ákveða hvar ég tek hana. Það skýrist væntanlega allt í næstu viku. Þetta verður því strembið fram yfir miðjan nóvember en góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ég fer ekki í nein próf og verð komin í jólafrí 2. desember :D Á vorönninni er ég svo skráð í 18 einingar en ég held að hún eigi eftir að vera ljúf fyrir því. Maður dúllast bara við lokaverkefnið og í handavinnunni og matreiðslunni og verður búinn í skólanum í lok apríl þar sem ég fer ekki í nein lokapróf í vor :D Kennó útskrifar svo 10. júní og þá er stefnt á mikil hátíðarhöld ;)

En jæja, ég er farin heim að ganga frá stofugardínunum mínum sem eru loksins, loksins að fara upp. Góða helgi!

30 ágúst 2005

Kristinn Breki Spiderman skólastrákur er 6 ára í dag. Til hamingju með daginn elsku krúsin mín! Vonandi verður skemmtilegt í afmælinu í dag :)

22 ágúst 2005

Jæja, þá er búið að selja elskulega bílinn minn. Ég er bara nokkuð sátt með verðið og líst ágætlega á nýja eigandann. Ég á samt eftir að sakna bílsins - og þá sérstaklega topplúgunnar!

Annars er mest lítið að frétta eins og venjulega. Skólinn byrjar eftir viku og er ég bara farin að hlakka til. Það verður ágætt að losna úr þessari 9-5 vinnurútínu. Ég hef mikið verið að þvælast með ömmu yfir helgina og það er búið að vera fínt. Það er alveg yndislegt að hafa hana ömmu sína hjá sér. Guðjón dró mig með sér niðrí bæ á menningarnótt. Við röltum bara niður Laugaveginn og kíktum svo til frænku hans sem á penthouse íbúð í Bankastrætinu. Þar eru þessar líka fínu svalir þar sem við gátum horft á flugeldasýninguna og skemmtiatriðin fyrir utan Sólon. Við fórum svo bara snemma heim og kúrðum okkur yfir vídeóspólu.

Það var svo öfga skemmtileg formúla í gær. Minn maður tók þetta með glæsibrag og Schumi var keyrður út. Ég hefði vorkennt öllum öðrum en Schuma að vera keyrður svona út held ég bara. Annars sá ég á netinu í dag að Schumacher ætti í samningaviðræðum við McLaren... Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef Raikkonen færi til Ferrari og Schumi til McLaren! Þá yrði formúluheimsmyndinni minni algjörlega rústað! Þá reynir á hvort maður heldur upp á manninn eða liðið - og það er ekki alltaf auðvelt að svara því!

Á föstudaginn er stefnan tekin til Bolungarvíkur og á Sálarballið. Hef enga trú á öðru en að það verði rokna stuð á ástarvikuballinu þó svo að kallinn minn verði í bænum. En hann er að koma og sækja mig svo ég ætla að drífa mig heim. Hafið það gott elskurnar.

19 ágúst 2005

Hann pabbi minn á afmæli í dag. Alveg eins og Bill Clinton og Gummi Haffsi :p Til hamingju með daginn pabbi minn og hafðu það öfga gott í dag :)

17 ágúst 2005

Jæja, þá er það smá update.

Ég er komin á nýjan bíl, Toyota Yaris 2004 módel. Fjandi mikill kellingabíll fyrir minn smekk en það er fínt að keyra hann og ég held að ég eigi eftir að verða sátt bara. Ég sakna topplúgunnar samt. Gamli bílinn minn verður auglýstur í Fréttablaðinu á helginni og vonandi selst hann bara hratt og örugglega.

Skólinn byrjar 29. ágúst þannig að sumarið er heldur betur farið að styttast í annan endann. 5 vikna æfingakennsla framundan í október og svo þarf maður að fara að undirbúa lokaverkefnið. Ég er búin að ákveða efni og er búin að finna nokkrar bækur sem ég gæti notað sem heimildir. Ef einhver er að fara til BNA og er til í að kaupa fyrir mig bækur í leiðinni má láta mig vita ;) Annars er það bara Amazon. En ef einhver vill vita um hvað ég ætla að skrifa þá er það samskiptamáti stelpna og samskipti innan stelpnahópa og jafnvel hvernig skólinn getur komið að þeim málum. Afar áhugavert ;)

En annars er mest lítið að frétta af þessum bænum. Ekki nema fólk vilji vita mikið um þá félaga debet og kredit. En það eru samt nokkrir punktar sem ég man eftir að ég ætlaði að blogga um.

Í Blaðinu um daginn sá ég spurningu dagsins. Þar stóð stórum stöfum: Hlakkar ÞIG til að byrja í skólanum? Þetta fannst mér alveg fáránlegt að sjá og alveg ótrúlegt að svona komist fram hjá í yfirlestri. Sérstaklega þar sem í svörum viðmælanda var sögnin notuð rétt, þe. ég hlakka til eða ég hlakka ekki til.

Síðan vil ég taka undir orð Baldurs Smára um ísfirska fréttavefinn BB. Það er þeim miðli til háborinnar skammar hvernig hann einblínir á málefni Ísafjarðar en fjallar lítið sem ekkert um fréttir frá öðrum stöðum á Vestfjörðum. Þetta er ekki Vestfirskur fréttamiðill fyrir fimm aura og ég veit að ég er ekki ein um að kaupa aldrei blaðið hjá þeim í mótmælaskyni við fréttaflutninginn hjá þeim.

En jæja, amma er að koma í bæinn og ég ætla að drífa mig upp í Mosó og knúsa hana.

16 ágúst 2005



Það varð nú að skjalfesta að ég sé Móðir Theresa ;)

06 ágúst 2005

Nei, ég dó ekki á Þjóðhátíð ;) Er bara búin að vera að vinna á fullu síðan ég kom heim og hef ekkert gefið mér tíma til að blogga. Það þarf náttúrulega ekki að taka fram að þessi þjóðhátíð var algjör snilld og við vorum í góðu yfirlæti hjá Kidda og Hildi. Það var alveg yndislegt að hitta þau og allt hitt liðið aftur og það er alveg pottþétt að við mætum aftur að ári. Ég missti af Leoncie en skildist að ég hefði ekki misst af miklu. Krakkarnir voru víst aðallega að fylgjast með Árna Johnsen horfa á rassinn á henni.. Ég náði hins vegar Trabant og þeir voru algjör snilld!! Skítamótall og Í svörtum fötum fóru hins vegar nánast alveg fram hjá mér því ég var á svo miklu flakki í hvítu tjöldunum. Við veiktumst hins vegar ekkert eins og sumir í Bjórkollshópnum en hins vegar vaknaði ég við stingandi sársauka í öðrum fætinum á mánudagsmorgninum. Geira datt nefnilegast í hug að bregða mér í brekkunni og sparka mig niður... Það bjargaði mér að ég var í góðum skóm en þegar heim var komið og farið úr skónum fór marið að koma út og er skemmst frá því að segja að ég er blá og marin og aum eftir þetta uppátæki. En gömlu, góðu Scarpa skórnir björguðu mér frá því að togna.

Að öðru leyti er mest lítið að frétta. Það er nóg að gera í vinnunni og ég geri lítið annað en að vinna. Guðjón kom mér á óvart á miðvikudaginn og var búin að kaupa fyrir mig öfga flott hálsmen og rós og er búinn að fá mikið knús fyrir það ;) Ég fór svo eftir vinnu á fimmtudaginn með Rakel að versla föt. Það var víst orðinn tómur hjá henni fataskápurinn. Við vorum í Kringlunni frá 6-9 um kvöldið og hún fór heim með fulla poka af nýjum fötum, ánægð með lífið og tilveruna. Ég var hins vegar eitthvað þreyttari og skreið heim í sturtu og beint upp í rúm.

Núna ætla ég að fara að gera eitthvað í bílamálum hjá mér og ætla að drífa í að selja bílinn minn og fá mér nýjan. Þannig að ef einhvern langar í bílinn minn þá er bara að hafa samband við mig sem fyrst ;) Svo ætla ég að kaupa gardínur í stofuna og fá einhvern til að festa upp kastarana sem Dagný og Haukur voru svo yndisleg að láta mig hafa þannig að íbúðin verður hæf fyrir innflutningspartý fljótlega ;) ;)

En jæja, ég ætla að fara að hætta að vinna og drífa mig að gera eitthvað af viti. Hafið það gott elskurnar mínar :)

27 júlí 2005

Jæja, það er alltaf sama innihaldslausa blaðrið í mér hérna. Ég hef bara ekkert að segja frá þetta sumarið virðist vera. Mamma þrælar mér út í vinnunni og maður nennir litlu þegar maður kemur heim.

Ég ætla nú samt að biðja fólk um að taka frá 26. ágúst og koma með mér á Sálarball í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Seinasta fríhelgin áður en að skólinn byrjar og bara möst fyrir alla að upplifa það að fara á ball í Bolungarvík ;)

En svo er Þjóðhátíð 2005 að skella á. Ég fer til Eyja á morgun og mæti beint í kjötsúpu til familíunnar minnar þar. Svo verður bara djammað þangað til ég kem heim á þriðjudaginn. Ég segi því bara gleðilega þjóðhátíð öll sömul og hagið ykkur vel á helginni ;)

22 júlí 2005

Jæja, ég er löngu búin með Potterinn. Kláraði hana á tveimur dögum. Þetta er ekki mest spennandi Harry Potter bókin en mér fannst hún samt góð. Það er greinilega verið að undirbúa síðustu bókina og mörgum spurningum er svarað í þessari bók. Endirinn var góður og ég bölvaði því í sand og ösku að þurfa að bíða í 2 ár eftir næstu bók! En það er búið að vera erfitt að þegja yfir hver deyr í bókinni og yfir öðru drama svo að drífið ykkur að lesa stelpur svo ég geti létt á mér!!

Svo eru bara 6 dagar í þjóðhátíð!!! Ég hlakka svooooo mikið til - ef það hefur farið fram hjá einhverjum ;) Það verður líka frábært að fá smá frí með kallinum mínum. alltaf gaman að því. Annars man ég ekkert hvað ég ætlaði að rífa mig hérna - ef það var þá eitthvað. Ég kem til með að búa á höfðanum fram að þjóðhátíð. Ætla samt að kíkja í partý til Péturs annað kvöld og hita smá upp fyrir þjóðhátíð. Annars ætla ég bara út í sólina og knúsa kallinn minn. Góða helgi allir :)

18 júlí 2005

Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Helgin var bara aldeilis ljómandi fín. Við kíktum til vina hans Guðjóns á föstudagskvöldið. Það verður að segjast alveg eins og er að þetta var ekki alveg mitt crowd og ég var týnd í einhverjum tölvuleikjaumræðum í smá stund áður en ég lagði mig aðeins. Hann Guðjón getur verið alveg óttalegt nörd stundum :p Ég þurfti svo að vinna á laugardaginn og fór svo heim til mín og þreif alla íbúðina hátt og lágt. Öfga dugleg alveg. Við skötuhjúin borðuðum svo með Jóni Svan og Sibbu og kíktum aðeins í pottinn áður en ég skellti mér á djammið með stelpunum. Við dönsuðum nánast af okkur rassinn á Hressó og sumir heilluðu hann Heiðar Austmann alveg upp úr skónum ;)

Í gær fór ég svo til hennar Þórdísar sem var svo elskuleg að kaupa fyrir mig Harry Potter úti í BNA á helginni. Ég stillti mig um að byrja á bókinni í gær, ætla að liggja yfir henni næstu kvöld á meðan Guðjón er að nördast í tölvunni. Við fórum í staðin til Halldórs og Öggu í gærkvöldi og horfðum á Indiana Jones. Mikið var Harrison Ford sætur þegar hann var ungur ;) Annars gerðust undur og stórmerki í gær. Ég fékk voða pen skot frá kallinum mínum um að bíllinn minn væri kannski ekki sá hreinasti og haldiði ekki bara að hann hafi allur verið þrifin að innan í gær! Og ég meira að segja hjálpaði til! Núna er bara að vera uber góð við kallinn svo hann bóni hann kannski fyrir þjóðhátíð ;)

En jæja, ég ætla heim að lesa Potter :D

15 júlí 2005

Núna er minnz hálf dofinn. Mér var svo illt í, já gómnum eiginlega, í gær. Fannst eins og það væri að koma niður endajaxl. Verkurinn versnaði bara og ég endaði á að hringja í tannsa og rétt náði honum áður en hann fór í sumarfrí. Niðurstaða hans var að endajaxlinn væri kominn niður en ræturnar á honum klemmdu einhvern vegin taugarnar á þessu svæði og þess vegna væri mér svona illt. Jaxlinum var því kippt úr og í staðin fyrir að ná smá sólbaði eftir vinnu lagðist ég upp í rúm og svaf í allt gærkvöld. Ég er ennþá hálf dofin eitthvað og illt líka en þetta hlýtur að lagast í dag. Verð vonandi nógu góð á morgun til að djamma aðeins með stelpunum ;)

En annars er nú bara allt gott að frétta og mér líður bara vel í Hafnarfirðinum. Ég keyri alltaf með fram höfninni á leiðinni heim og það finnst mér voða notalegt. Heimilislegt eitthvað. Ég sé svo útsiglinguna úr svefnherbergisglugganum hjá mér og sá einmitt einn togara fara út um daginn og það fannst mér notalegt. Minnti mig á næturvaktir á Skýlinu :P Um daginn þegar ég fór heim tók svona líka ilmandi fiskilykt á móti mér í höfninni og ég fékk smá Bolungarvíkurstemmingu í mig. Ég keyrði svo þarna fram hjá seinna um kvöldið með Gauja og hann bölvaði fiskifýlunni í sand og ösku. Svona getur fólk verið ólíkt.

Svo eru bara 13 dagar í að ég mæti til Eyja - og ég er ekki ennþá búin að heyra þjóðhátíðarlagið. Þvílíkur skandall hjá þjóðhátíðarnefnd að vera ekki búnir að koma því út. Hann Biggi minn ætlar samt að senda mér lagið um leið og hann fær það í hendur svo að vonandi fær maður að heyra það í dag. Þá ætti maður að komast endanlega í gírinn ;) Annars er það bara vinna, sminna fram að þjóðhátíð. Ég þarf að vinna allar helgar í júlí og helst frameftir á hverjum degi. Mamma sleppir mér rétt heim til að sofa. En það er svo sem ágætt, maður fær þá eitthvað útborgað næst ;)

08 júlí 2005

20 dagar í Þjóðhátíð og Sálin í kvöld á Nasa!! Anna Þóra snillingur reddaði okkur frímiðum og það er náttla ekki hægt að sleppa svoleiðis boði! Ég á reyndar að vinna á morgun svo maður verður bara settlegur í kvöld - eins og ég er nú alltaf, hehe - en þetta verður samt gaman.

Annars gengur lífið bara sinn vanagang í Hafnarfirðinum. Við Ása höfum verið að hengja upp myndir seinustu kvöld og var í fyrsta skipti kvartað undan hávaða í gærkvöldi. Konan á efri hæðinni kom á slaginnu 10 og spurði hvort við værum ekki að hætta. Engin leiðindi samt og við vorum að hætta hvort eð var en samt fyndið. Ég á víst svo mikið af myndum að restin af myndunum fer ekki upp fyrr en í kvöld og þá á eftir að setja upp gardínur í stofunni og endurraða aðeins. Ég þyrfti svo að vinna í happdrætti til að geta klárað alveg allt en þetta kemur víst með kalda vatninu.

Þjóðhátíðarlagið er víst væntanlegt eftir helgina eftir því sem að Biggi segir mér og ég bíð spennt eftir að heyra hver flytur og hvernig það er. En það er farið að styttast í að maður vakni upp í Vestmannaeyjum.....

01 júlí 2005

Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Það er allt ljómandi gott að frétta úr Hafnarfirðinum. Ég er að vinna í því að lifa í sátt við hrossaflugurnar og hin skordýrin sem hafa gert sig heimankomin hjá mér og í garðinum. Þeir sem þekkja mig vita að mér er afar illa við hrossaflugur - þó svo að ég viti það að þær séu sauðmeinslausar þá eru þetta eins og fljúgandi köngulær og það er bara ógeðslegt og hana nú! Mér gengur samt ágætlega að forðast þær en ef þær fljúga of nálægt mér er engin miskun sýnd og náð í flugnaeitrið. Ótrúlegt hvað það þarf mikið magn af eitri til að drepa eina svona flugu!

Það er heilmargt um að vera heima þessa helgina og ég verð að viðurkenna að mig dauðlangar vestur. Við Hrafnhildur hefðum vel getað djammað saman ;) En Gaui á afmæli á morgun og ég ætla nú ekki að fara að stinga af á afmælinu hans. Við eigum bara eftir að hafa það huggulegt skötuhjúin held ég og djamma jafnvel aðeins. Við Ása tökum bara taktana okkar á Sólon á morgun og ég næ vonandi að suða nóg í vinum mínum til að þeir komi með mér vestur seinna í sumar á ball. Svo er spurning hvort við Hrafnhildur skellum okkur á Akureyri þegar Ella á frí og prófum að djamma þar svona til tilbreytingar.

Núna er bara talið niður í þjóðhátíð 2005. Heilir 27 dagar í að ég mæti til Eyja :D Mikið svakalega hlakka ég til!! Það er búið að borga í dallinn og panta gistingu á Hótel Kidda og Hildi. Ég er alveg komin með fiðring niðrí tær og bíð spennt eftir að heyra þjóðhátíðarlagið í ár. Lífið er yndislegt og öll hin lögin viðhalda fílingnum þangað til.

Annars ætla ég bara að fara að drífa mig heim og knúsa kallinn minn og fá eitthvað gott að borða hjá honum. Ég vil svo bara þakka honum Atla Snillingi fyrir að hafa lagað síðuna mína. Kossar og knús elskan mín :*

30 júní 2005

Hún Hrafnhildur beiba á afmæli í dag. Orðin 25 í annað sinn ;) Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag :)

29 júní 2005

Ferrari hvað?

Hann Njáll litli frændi minn er 15 ára í dag - sem þýðir víst að hann sé ekki svo lítill lengur... Allavegana, til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það gott í útlandinu ;)

28 júní 2005

Svakalega var sorglegt að horfa upp á Eirík Jónsson í Íslandi í dag og Kastljósinu í gær. Maðurinn á bara bágt. Ég er algjörlega á móti sorpblaðamennsku eins og tíðkast á DV, Séð og heyrt og Hér og nú og kaupi aldrei þessi blöð. Það eiga allir rétt á einkalífi sama hvort þeir flokkist undir opinberar persónur eða ekki og ef fjölmiðlamönnum finnst þeir vera notaðir af ,,fræga fólkinu" þá verða þeir bara að bíta í það súra því réttur hverrar manneskju til einkalífs er ávallt sterkari en prentfrelsið. Það sýnir bara dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Karólínu Mónakóprinsessu í fyrra.

Ég vona bara að Bubbi haldi áfram að fara í hart við þetta blað og að fólk fylki sér á bak við hann þannig að þessi blöð nái ekki að þrífast hérna. Það hefur fullt af fólki farið illa út úr umfjöllun þessara blaða og það er einfaldlega nóg komið. Hvort að hlutirnir séu sannir eða lognir skiptir ekki máli, svona hagar maður sér einfaldlega ekki.

27 júní 2005

Jæja, þá er íbúðin mín loksins farin að líta út eins og það búi fólk þar. Það á bara eftir að hengja myndir upp á veggina og Guðjóni verður þrælað út við það á næstunni. Ég þarf svo að fara að finna dagsetningu fyrir innflutningspartý en mér skilst að Fjördísin sé komin til landsins og þá er bara að vita hvenær Þórdís Bjórdís á fríhelgi og málið er dautt. Þetta verður nett upphitun fyrir þjóðhátíð ;)

Við skötuhjúin vorum annars bara róleg á helginni. Kíktum á Mr and Mrs Smith á föstudaginn og það er bara hin fínasta afþreying. Ég fékk svo afar skemmtilega upphringingu úr Eyjum á leiðinni heim úr bíóinu hehe. Kiddi og Hildur voru vel hress og ég er farin að hlakka mikið til að hitta þau.

Annars var ég að sjá að Icy Spicy Leoncie verður að skemmta á þjóðhátíð í ár. Það ætti að vera hægt að hlæja að því... Ég fór samt að spá hvort að þjóðhátíðarnefndin sé í alvörunni að borga henni fyrir að koma þarna fram... Og hvað ætli kosti að fá Leoncie á þjóðhátíð..? Bara pæling...

22 júní 2005

Þá er maður langt kominn með að koma sér fyrir í Hafnarfirðinum. Það er nóg að gera eftir vinnu við að ganga frá dóti og koma sér fyrir. Ég ætla að mála tvo veggi í stofunni sem eru alveg skelfilega ljótir á litinn og tók eina umferð á annan vegginn í gær. Agga og Halldór ætla svo að hjálpa mér annað kvöld að klára þetta. Sófasettið kemur svo á morgun eða hinn og það verður því orðið vel heimsóknarfært á helginni ;)
Eldhúsgardínurnar ættu að fara að komast upp og gardínur í svefnherbergið eru í skoðun. Það næst vonandi að ganga frá því fyrir helgi svo ég geti tekið álpappírinn úr glugganum.

Annars er bara allt í lukkandi velstandi. Ég knúsa suma á milli þess sem ég stússast í íbúðinni ;) Allir bara að muna að taka sunnudagsrúntinn í Hafnarfjörðinn ;) ;)

20 júní 2005

Eruð þið sammála þessu stelpur?

19 ástæður fyrir því að súkkulaði er betra en kynlíf:

1. Þú getur fengið súkkulaði.
2. "Ef þú elskar mig þá gleypirðu þetta" hefur raunverulega merkingu með súkkulaði.
3. Súkkulaði fullnægir meira að segja þegar það er orðið mjúkt.
4. Þú getur hættulaust fengið þér súkkulaði meðan þú keyrir.
5. Þú getur látið súkkulaði endast eins lengi og þú vilt.
6. Þú getur fengið þér súkkulaði meira að segja fyrir framan mömmu þína.
7. Ef þú bítur og fast í hneturnar þá kvartar súkkulaðið ekki.
8. Tvær manneskjur af sama kyni geta fengið sér súkkulaði án þess að vera kölluð klúrum nöfnum.
9. Orðið "skuldbinding" hræðir súkkulaði ekki í burtu.
10. Þú getur fengið þér súkkulaði í vinnustólnum/við vinnuborðið á vinnutíma án þess að koma vinnufélugunum í uppnám.
11. Þú getur beðið ókunnugan um súkkulaði án þess að eiga það á hættu að vera löðrungaður.
12. Þú færð ekki hár í munninn af súkkulaði.
13. Með súkkulaði er engin þörf á að þykjast.
14. Súkkulaði gerir þig ekki ólétta.
15. Þú getur fengið þér súkkulaði á hvaða tíma mánaðarins sem er.
16. Það er auðvelt að finna gott súkkulaði.
17. Þú getur fengið þér eins margar tegundir af súkkulaði eins og þú ræður við.
18. Þú ert aldrei of ungur eða of gamall til að fá þér súkkulaði.
19. Þegar þú færð þér frábært súkkulaði þá heldur það ekki vöku fyrir nágrönnunum.

Ég stal þessu af blogginu hennar Helenu. Allir að hugsa vel um ömmu og afa ;)

Afi og Amma á elliheimilinu...

Eldra fólkið óskar hlýju
að einhver muni það.
Gleymd eru amma og afi gamli
geymd á vísum stað.
Lausnin kemur leyst er biðin
ljúft að hverfa heim.
þá kemur fólkið og krossar yfir
kistulok hjá þeim.
Kaffiboð og krökkt af blómum,
já kátleg veisla gerð.
En kærleikurinn við kistulokið
er kannski seint á ferð....

16 júní 2005

Ég er búin að fá lyklana að íbúðinni og á morgun verður allt dótið mitt komið í Hafnarfjörðinn. Allir velkomnir á Miðholt 3 í Hafnarfirði í heimsókn á helginni ;)

13 júní 2005

Jæja, það er víst kominn tími á almennilegt blogg hjá mér. Ég er ennþá að bíða eftir að fá íbúðina mína afhenta en það verður innan tveggja vikna og jafnvel mögulega fyrir helgi. Mamma er núna í Finnlandi hjá Rögga bró svo ég er bara búin að hafa það huggulegt undanfarið og það er ekki laust við að nokkur bleik ský fljóti hjá í öllum huggulegheitunum ;) En núna er ég farin heim að njóta góða veðursins. Ég er búin að panta stað á pallinum hjá Dagnýju :D

09 júní 2005

Ég á það nú til að vera óttalegur sauður stundum en ég held að ég hafi aldrei verið svona utan við mig.....

02 júní 2005

Hún Ása Gunnur er orðin.... hehehe þurfti að stoppa til að hugsa. Ása þú ert víst bara 22 og ég er ekki enn orðin 25 ;) Allavegana, til hamingju með afmælið elskan mín og hafðu það gott úti í góða veðrinu í dag :)

Þá eru allar einkunnirnar loksins komnar inn. Ég fékk 7 í Íslenskukennaranum sem er bara skítsæmilegt held ég og 9 í Lífsleikni. Bankanum tókst að klúðra skiptingunni á námslánunum mínum þannig að tilhlökkun minni um að eiga ljúfan mánuð framundan var snarlega eytt í gær. Það verður því bara unnið og sparað og flutt í þessum mánuði og seinni hluti sumarsins tekinn með ennþá meira trompi ;)

Það er brjálað að gera í vinnunni og í fyrsta skipti síðan ég veit ekki hvenær kemst ég ekki heim á sjómannadaginn. Ég er nú ekkert voðalega sátt við það en það þýðir víst lítið að gráta það. Það er því lítið að frétta héðan fyrir utan eitthvað leiðinlegt bókhaldshjal nema ég fór og hitti elskulega gamla bekkinn minn á kaffihúsi í gær. Það var yndislegt að hitta þau og fá að fylgjast aðeins með hvað þau eru að bralla. Ég held að þeim hafi fundist ég vera orðin gömul því að ég fékk afar ópent skot um það að ég væri orðin svo gömul að ég yrði að fara að drífa mig í að eignast börn! Maður hlustar nú bara ekki á svoleiðis vitleysu ;)

31 maí 2005

Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekkert að nenna að blogga um Finnlandsferðina í smáatriðum - enda held ég að það nenni enginn að lesa það ;) Svo hérna koma nokkrir punktar um ferðina:

- Finnar drekka MIKLA mjólk. Ég hef aldrei áður setið og borðað á reykmettaðri krá þar sem helmingur gestanna drakk mjólkurglas með matnum.
- Finnar reykja mikið. Ég held að ég hafi engan hitt sem ekki reykti.
- Í blokkum eru bréfalúgurnar á hurðinni inn í íbúðina þrátt fyrir að stigagangarnir séu læstir. Pósturinn er þá bara með lykil held ég.
- Það eru engir hurðahúnar utan á þessum hurðum. Ekki fræðilegur að opna án lykils...
- Agga þýðir kelling á finnsku... hehe
- Það er lítið af túristum í Helsinki og þetta er draumaáfangastaður þess sem langar að skoða framandi slóðir án þess að hafa allra þjóða kvikindi í kringum sig.
- Finnar blaðra meira í gemsana sína en Íslendingar.
- Þegar maður kaupir bjór á krana fær maður aldrei fullt glas í Finnlandi og litlir bjórar eru ekki til. Maður fær þá bara ennþá minna í glasið...

Látum þetta duga í bili. Það er brjálað að gera í vinnunni og það er víst best að halda áfram...

26 maí 2005

Svakalega var leikurinn í gær rosalegur!! Liverpool lá í fyrri hálfleik eins og Ferrari á góðum degi en skiptu svo yfir á McLaren í hálfleik og rúlluðu þessu upp. Hjalti labbaði út í hálfleik og gat ekki horft í þeim seinni - hvað þá á framlenginguna eða vítakeppnina. Hann fór bara út í bíl og hlustaði á Never Walk Alone blessaður. Hehe. En það var gaman á Players og alveg ótrúlegt að sjá svona marga fullorðna karlmenn saman komna hágrátandi og í faðmlögum. En kannski að maður yrði ekkert skárri ef McLaren rúllaði tímabilinu upp og ynni bæði bílasmiðatitilinn og heimsmeistaratitilinn. 7913. Liverpool átti sigurinn allavegana fyllilega skilið :)

Annars er bara allt gott að frétta af þessum bænum, ég er að fara að hafa mig í að blogga um Finnlandsferðina, þetta kemur allt með kalda vatninu ;)

25 maí 2005





Your Inner European is French!









Smart and sophisticated.

You have the best of everything - at least, *you* think so.


20 maí 2005

Já ég get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart að við höfum ekki komist áfram í Eurovision. Við Hrafnhildur horfðum agndofa á atriðið okkar því það var alveg skelfilegt. Búningurinn hennar Selmu var í furðulegum tengslum við Rauðhettu og slökkviliðið og dansararnir voru bara skelfilegir. Ég hefði dáið úr hlátri ef þetta hefði verið eitthvað annað land en við. Í staðinn grét maður yfir því hvað þetta var hræðilega hallærislegt. Mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt að það hafi ekki verið hægt að búa til betra atriði en þetta miðað við mannskapinn sem fór þarna út og miðað við að það átti að gera þetta extra vel af því að það var engin forkeppni. Ég græt eiginlega bara skattpeningana mína sem fóru í að borga fyrir þessa vitleysu.

En ég ætla samt að horfa á morgun og sjá hvort að Noregur vinni ekki. Það er langbesta lagið í keppninni í ár og showið hjá þeim er algjört brill.

17 maí 2005

Jæja, er mætt á klakann aftur eftir skemmtilega ferð. Var að ganga frá málum við Búseta og fæ íbúðina afhenta í seinasta lagi 22. júní. Nýja íbúðin er staðsett að Miðholti 3 - en í Hafnarfirði ekki í Mosó ;) Þetta er lengst út í rassgati í Hafnarfirði, rétt hjá golfvellinum og ekki langt frá Straumsvíkinni. En íbúðin er hins vegar alveg svakalega flott og ég er alveg viss um að mér eigi eftir að líða vel þarna. Ég verð bara að treysta á það að vinum og vandamönnum finnist ég svo skemmtileg að þeir leggi á sig sveitaferð til að koma í heimsókn ;)

12 maí 2005

Moi moi frá Finnlandi!

Vid systkinin höfum tad öfga gott og erum búin ad labba midborg Helsinki tvera og endilanga. Vid fórum til Suomenlinna í dag en tad er eyja hérna rétt fyrir utan Helsinki. Tar er gamalt virki sem var adalvarnarstöd Helsinkiborgar fyrr á tímum. Tarna eru gamlar fallbyssur í hverjum vogi og allt tilbúid til varnar ef Rússarnir skildu gera árás. Tetta var öfga fallegt og gaman ad skoda tarna.

Á morgun förum vid til Tallin í Eistlandi og ég hlakka mikid til tess. Vid tökum hradbát tangad snemma í fyrramálid og komum aftur um kvöldmatarleytid á morgun. Annars er Helsinki afskaplega falleg borg og hér er margt ad skoda. Tungumálid er alveg stórfurdulegt og tad er stórgaman ad hlusta á fólkid tala saman. Fjölskyldan hans Rögga hérna er alveg frábaer og tad hefur verid tekid öfga vel á móti mér.

Ég fékk úr einu prófi í dag, Enskukennslu fyrir unga byrjendur, og fékk 8. Ég er hoppandi kát med tad. Svo í gaer tá fékk minnz barasta íbúd hjá Búseta. Loksins! Svo minnz er bara hoppandi gladur og kátur í útlandinu. En ég blogga betur um tad allt tegar ég kem heim og er med íslenskt lyklabord ;)

Bestu kvedjur frá Finnlandi,

moikka

09 maí 2005

Jæja, þá eru prófin búin þetta vorið og ég er flogin á vit ævintýranna í Finnlandi. Ave :)

08 maí 2005

Jæja, þá er seinasta prófið í fyrramálið og á hádegi þarf ég officially ekkert að læra fyrr en í haust!!! Ég er svo sem löngu komin út til Rögga bró í huganum og er ekkert að nenna að læra fyrir þetta blessaða próf en það er nú önnur saga. Það verður nóg að gera á morgun við að pakka niður og kaupa allt þetta séríslenska sem ég á að hafa með mér út.

Annars ætla ég að koma mér heim og fara í langt bað og sjá hvort að það sjóðist ekki einhver vitneskja inn í hausinn á mér fyrir morgundaginn. Svo er bara að vakna snemma og renna yfir glósurnar einu sinni enn í fyrramálið.

Já og by the way, mikið ofboðslega var gaman að vera McLaren manneskja í dag. Alveg var ég með hugann við Elvar Stefáns sem hafði svona rosalega góð áhrif á Raikkonen að hann bara vann keppnina - svona fyrst að Elvar mætti. Það hlakkaði líka vel í mér þegar að Schumi datt út og Barri var hringaður. Þeir eiga nú vel inni hjá mér skotin vinir mínir sumir - en þar sem maður á að vera góður við minni máttar þá læt ég skotin nú vera í lágmarki ;)

06 maí 2005

Þá er fyrsta einkuninn komin inn. Robert var snöggur að fara yfir prófið sem við vorum í í English Structure and Use II á mánudaginn og haldiði ekki bara að mín hafi rúllað prófinu upp. Fékk 9 sem ég er náttúrulega afar sátt við!

Annars er ég á kafi þessa dagana í Íslenskukennslu ungra barna þar sem lestrarnám, ritun og hljóðkerfisvitund skipa stóran sess. Ég hef verið voða dugleg að vakna á morgnana til að læra og tekið mér frekar smá pásu í hádeginu til að fara til ömmu í smá dekur. Ég er nú ekki búin að stíga á vigt síðan ég kom vestur en ég er ekki frá því að fitunartakmörkin séu að nást. Við amma ætlum svo á Thai Koon á eftir og það er eins gott að maturinn sé eins góður og í minningunni ;)

Ég er líka búin að vera að reyna að læra á þetta blessaða ADSL sjónvarp sem pabbi er með. Hérna í Bolungarvík horfir maður á Skjá einn í gegnum svoleiðis tækni. Þetta er búið að vera meira baslið og pabbi er búinn að fá óteljandi símtöl um hvernig eigi að tengja hitt og þetta. Það verður svo fróðlegt að sjá í kvöld hvort ég nái að tengja þetta allt rétt og finna allar erlendu stöðvarnar sem pabbi var að segja mér að hann væri með..

05 maí 2005

Þá er hún litla systir mín víst orðin stór. Tvítug í dag stelpan. Til hamingju með daginn elskan mín! Vonandi var maturinn vel lukkaður hjá ykkur þó svo að ég væri ekki á svæðinu ;)

04 maí 2005

Jæja, þá er maður komin á heimaslóðir og það er vægast sagt gott að vera komin heim. Ég var nú ágætlega dugleg að læra í gær eftir að Dísa kom í hádegismat til okkar ömmu. Afskaplega gaman að hitta hana. Ég ætlaði svo rétt að kíkja niðrí skóla í morgun að heilsa upp á fólkið og spjalla aðeins við Steinu en lenti náttúrulega á algjörri kjaftatörn og fór ekki heim fyrr en upp úr hádegi. Kíkti inn í gömlu bekkina mína og það var gaman að sjá liðið aftur. Alveg ótrúlegt hvað þau hafa fullorðnast krakkarnir. Ég ætlaði ekki að þekkja þau öll aftur. Ég náði að vísu ekkert að spjalla við gamla bekkinn minn því þau voru í prófi en við bætum vonandi úr því þegar þau fara í skólaferðalagið seinna í mánuðinum. Þá er planið að reyna að hitta þau á kaffihúsi eða eitthvað svoleiðis og það er bara vonandi að það náist.

En jæja, ég ætla að fara að kíkja til hennar Steinu, hún ætlar að fræða mig enn frekar um hljóðaaðferðina og hljóðkerfisvitund. Sounds exciting doesn't it ;)

02 maí 2005

Jæja, þá er fyrsta prófið búið. Það gekk bara ágætlega en það var nokkuð þungt. Það verður svo bara að koma í ljós hvað maður fékk. Annars fer ég vestur í fyrramálið og kem aftur suður með seinnipartinn á laugardaginn. Það verður bara legið yfir íslenskunni næstu daga og borðað hjá ömmu ;)

30 apríl 2005

Jæja, það er nú mest lítið að frétta af þessum bænum. Ég er búin að vera að læra undir próf í English Structure and Use II undanfarna daga og það hefur gengið svona upp og ofan. Það er merkilegt alveg hvað maður finnur sér oft bókstaflega allt annað að gera en að læra þegar maður er að fara í próf. Ég er t.d. búin að vera voðalega dugleg að þvo undanfarna daga, þrífa klósettið og skipta á rúminu. Er svona að spá í að fara að ryksuga og skúra í staðin fyrir að fókusera á enskan orðaforða :p Annars er prófatörnin stutt þetta vorið, ég fer í fyrsta prófið 2. maí og seinna prófið, sem er í íslenskukennaranum, 9. maí.

Þar á ég eftir að lesa slatta og hef fyrir utan það afar takmarkaðan áhuga á efninu þannig að ég ætla að skella mér vestur í smá dekstur til ömmu og læra þar. Þetta hlýtur að fara inn með vestfirska sjávarloftinu! Svo er farið að styttast í að ég fari út líka þannig að það verður lítið skrifað hérna inn fyrr en um miðjan maí. En jæja, ég á víst að vera að skoða þessa blessuðu enskubók, best að fara að læra eitthvað.

27 apríl 2005

Nú er fokið í flest skjól. Hann Pétur bara farinn að drekka bjór!! Og það í einrúmi! Hvað verður eiginlega næst??

Ég verð að kommentera á eitt sem hefur verið í umræðunni, að seinka sýningu Strákanna á Stöð 2 á kvöldin. Þessu er ég nefnilegast alveg sammála. Ég hef svo sem ágætlega gaman af þeim þó svo ég nenni sjaldan að horfa á þá og ekki vil ég láta ritskoða þá. En málið er að allt niður í 4-5 ára börn fóru að horfa á þá eftir að þátturinn var færður yfir á Stöð 2 og þó svo að ágætlega stálpaðir krakkar viti það að maður apar ekki alla vitleysu eftir sjónvarpinu þá er ekki hægt að segja það sama um yngstu púkana. Vissulega er það á ábyrgð foreldra hvað börnin horfa á og það er alltaf hægt að segja upp Stöð 2 eða bara slökkva á sjónvarpinu. En fólk er hins vegar fífl og það verða alltaf einhver börn sem eiga foreldra sem höndla ekki að hugsa um velferð þeirra. Það eru þau börn sem koma verst út úr þeim áhrifum sem svona þættir geta haft og þá er það samfélagsleg ábyrgð okkar hinna að gera allavegana það sem við getum til að stuðla að velferð þeirra.

Að mínu mati er það siðferðileg skylda Stöðvar 2 að færa þessa þætti til í dagskránni. Það firrar þá ekki ábyrgð að segja rétt áður en þú gerir eitthvað ótrúlega heimskulegt að áhorfendur eigi ekki að reyna þetta heima. Þegar ég var í æfingakennslunni um daginn var það vandamál á skólalóðinni að eldri strákar voru að mana 6-7 ára púka til að fara í sleik gegn greiðslu. Bein áhrif frá strákunum og þetta er bara eitt dæmi. Sumum finnst það kannski saklaust en mér finnst ekki að 6-7 ára púkar eigi að vita hvað það er yfirhöfuð að fara í sleik. Það á að leyfa börnum að vera börn og ef það á að sýna þeim fíflagang þeim til skemmtunar þá á það allavegana að vera fíflagangur sem hæfir þeirra þroskastigi. En ætli það verði ekki beðið eftir því að einhver börn stórskaði sig við áskoranir eða að eitthvað annað alvarlegt gerist áður en þátturinn verður færður til.

26 apríl 2005

Tvær vikur í Finnlandsferð og þrettán dagar í próflok!! I can't hardly wait!

Svo eru 93 dagar í þjóðhátíð - svakalega hlakka ég til!!

Á þjóðhátíð ég fer
þá feikna gaman er ;) ;)

22 apríl 2005

Ég er óttalegur gullfiskur og nota dagbókina í símanum mínum til að minna mig á nánast allt sem ég þarf að gera. Svo nota ég símann líka sem vekjaraklukku svo hann er mikið þarfaþing. Í morgun vaknaði ég við símann eins og alltaf en var ekki alveg með fulle fem þegar ég var að snooza. Ég leit á skjáinn og þar stóð ,,hringir" og um leið og ég snéri mér á hina hliðina fór ég að hugsa um hvaða fjandans hringi ég hafi ætlað að taka með mér í skólann í dag. Þegar ég var búin að snooza nokkrum sinnum og var ekki enn þá farin að skilja hvaða hringi ég átti að taka með mér fór heilinn að vakna og ég fattaði að þetta var bara vekjaraklukkan....

Þegar ég fór svo fram sá ég eitthvað hreyfast í lausu lofti inn í eldhúsi. Þetta var ekki fluga svo ég manaði mig til að kíkja nær og sjá hvað þetta var. Þá hafði könguló komið inn um gluggan í nótt og var búin að spinna myndarlegan vef yfir eldhúsborðinu. Frekar ógeðslegt! Ég náði bara í flugnaspreyið og drap köngulóna og henti henni í ruslið. Mamma má svo þrífa vefinn!

Ágætis byrjun á deginum sem sagt. Er svo að fara á Robert Plant í kvöld með mömmu. Ég þekki nú lítið af hans eigin lögum en ég vona bara að það verði sem mest af Zeppelin :)

21 apríl 2005

Gleðilegt sumar :)

20 apríl 2005

Dagný systir mín á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag :)

19 apríl 2005

Jæja, þá er það tilkynningaskyldan úr sveitinni. Ég er ekki orðin geðveik enn þá af því að búa á Hótel Mömmu en geðveikin er farin að nálgast eins og óð fluga. Allir að krossleggja fingur um að ég fái íbúð bráðlega!! Til að toppa allt þá bilaði bíllinn minn í seinustu viku. Ég held að hann hafi fundið það á sér að ég var að pæla í að selja hann og viljað mótmæla kröftuglega. Ég fæ hann vonandi af verkstæðinu seinnipartinn á morgun - svona áður en ég verð endanlega geðveik. Ekkert grín að vera bíllaus í sveitinni. En þrátt fyrir öll mótmæli hans litla rauðs míns þá held ég að ég selji hann samt í sumar. Við erum búin að ganga saman í gegnum súrt og sætt en það er kominn tími á að breyta til.

Svo er ofnæmið farið að láta á sér kræla aftur. Ég á tíma hjá ofnæmislækni um miðjan maí og þá kemur vonandi í ljós af hverju hausinn á mér hefur verið við það að springa síðasta árið. Ég er aldrei eins slæm og þegar ég er í vinnunni og ég er farin að halda að ég sé hreinlega með ofnæmi fyrir bókhaldi. Við sjáum hvað læknirinn segi við því.

14 apríl 2005

Það er eitt sem ég hef alltaf ætlað að pósta hérna inn út af honum Bobby Fischer blessuðum. Ég verð að viðurkenna að mér er slétt saman hvort að kallinn sé hérna eða ekki. Vitanlega fékk hann sérmeðferð en það er bara þannig að það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón sem sækir um ríkisborgararétt og það gildir ekkert bara hér á landi. Það sem ég furðaði mig mest á í þessari Fischer umræðu var hvað ummæli hans um gyðinga virtust fara fyrir brjóstið á landanum. Alveg hefði hann mátt hakka gyðingana meira í spað mín vegna. Ég lærði nútímasögu í 4. bekk í menntó og lærði þar um stofnun Ísraelsríkis og sögu þess síðan. Ég las einnig sjálfsævisögu Simons Wiesenthals sem heitir Réttlæti en ekki hefnd og eftir þann lestur verð ég að viðurkenna það að ég get réttilega verið titlaður sem gyðingahatari. Það er ótrúlegt hvað alþjóðasamfélagið hefur litið fram hjá stríðsglæpum og voðaverkum Ísraelsmanna í nafni helfararinnar. Jú helförin var skelfileg en veitir gyðingum engan vegin rétt til að koma enn verr fram við Palestínumenn en nasistarnir komu fram við þá. Og ef fólk vill sönnun fyrir því bendi ég því að að hafa samband við íslensku þingmennina sem voru í Palestínu um páskana og voru að sýna skelfilegar myndir í fjölmiðlum á sama tíma og Fischer málið var í hámæli.

Mér fannst það hámark kaldhæðninnar þegar þessir þingmenn sýndu hræðilegar myndir í Kastljósinu þar sem fór ekki á milli mála hvað Ísraelsmenn eru að gera þarna niður frá og stjórnendur þess virtust slegnir yfir myndunum. Tveimur dögum seinna spyrja þessir sömu stjórnendur Hrafn Gunnlaugsson hvort að ummæli Fischers um gyðinga trufli hann ekki. Hvernig væri að fólk færi að vakna upp yfir því að gyðingarnir, sem jú var farið illa með í seinni heimsstyrjöldinni en ekki verr en marga aðra minnihlutahópa í Evrópu á þessum tíma, eru að gera skelfilega hluti í heimalandi sínu. Alþjóðasamfélagið væri löngu búið að skipta sér af þessu ef palestínumenn ættu peningana og stjórnmálasamböndin sem gyðingarnir hafa. Ég vona bara að ferð þessara þingmanna verði til þess að Íslendingar fari að beita sér af alvöru fyrir lausn mála í Palestínu og að hægt verði að stöðva mannréttindabrot gyðinga í Palestínu.

13 apríl 2005

Góður pistill á Deiglunni. Ég mæli með að þið gefið ykkur tíma til að lesa hann.

12 apríl 2005

Ég bara verð að hrósa nýju auglýsingunum frá Umferðarstofu. Mér finnst þær algjört brill! Ég var reyndar hissa á að sjá þær fyrst en það er sama hvaðan gott kemur, það virðist algjörlega gleymt og grafið í nútímasamfélagi að veggirnir hafi eyru. Það er bara að þeir taki það til sín sem eiga það.

Það er hins vegar farið að styttast í gest númer 16.000 inn á þessa blessuðu síðu mína. Viðkomandi er vinsamlegast beðinn um að kvitta fyrir sig, hver veit hvað manni dettur í hug að gera í tilefni þess ;)

09 apríl 2005

Það var aldeilis stuð á okkur stöllum í pottinum í gær og við vorum orðnar vel soðnar og hvítvínslegnar þegar við skelltum okkur í bæinn. Þetta vakti vægast sagt mikla lukku og erum við víst aðalumræðuefnið í Byko í dag. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frá sumum vinum mínum um myndatökur tók engin af okkur myndavél með og get ég lofað því að það munu ekki birtast myndir hérna á síðunni af þessu uppátæki okkar ;)

07 apríl 2005

Jæja, ég hef ekkert nennt að vera að skrifa hérna inn. Ég lifi bara ljúfu lífi á hótel mömmu þessa dagana - eða ætti ég að segja húsmæðraskóla mömmu þar sem ég elda nú og vaska og og þvæ og og og.... :P En þetta er ágætt og hefur gengið vel. Mér leiðist samt stundum í sveitinni enda ekki hlaupið að því að skreppa til Öggu eða einhvers annars í heimsókn. Mamma var að kaupa Playstation 2 tölvu til að Kiddi geti leikið sér þegar hann kemur í heimsókn og um daginn leiddist mér svo mikið að ég ákvað að prófa þessa græju. Datt alveg inn í einhvern kappakstursleik og var það bara hin besta skemmtun. Ég hef nú aldrei farið í svona tölvu áður en ég var bara orðin þrusu góð áður en ég fór að sofa, keyrði hina bílana grimmt út. Þarf bara að læra betur á þennan stýripinna :P

En hvað haldiði að ég sé að fara að gera á morgun?! Hann Jói vinur minn hringdi í mig í dag með atvinnutilboð. Að sitja í heitum potti í Byko annað kvöld, sötra bjór og hvítvín og fá borgað fyrir! Það er einhver kynning á amerískum heitum pottum og það vantaði sætar stelpur til að sitja í einum á meðan kynning fer fram. Ég doblaði nokkrar vinkonur mínar með mér og við ætlum að slá þessu upp í kæruleysi og hafa gaman af. Þetta ætti því að verða fróðlegt annað kvöld - meira af því síðar!

02 apríl 2005

Við Ása fórum á American Style í hádeginu í gær. Ása fékk sér kjúklingasalat og ég ætlaði að ræna mér einum cherry tómat hjá henni áður en við færum. Það gekk hins vegar ekki betur en svo að þegar ég beit í tómatinn þá sprautaðist safinn úr honum yfir Ásu og gluggann bak við hana. Og hún var í hvítum bol. Það er skemmst frá því að segja að hún þurfti að vera í jakkanum það sem eftir lifði dagsins og við vorum í skólanum til 5..... Alltaf sami stællinn á minni....

01 apríl 2005

Ég fór með Dagnýju systur á fyrirlestur hjá Margréti Pálu í gærkvöldi um Hjallastefnuna og notkun leiks í kennslu. Það var afskaplega áhugaverður fyrirlestur og ég er alveg ákveðin í því að ef ég á eftir að eignast börn þá eiga þau að fara á Hjallastefnuleikskóla. Hún kom með afskaplega fleyga setningu á fyrirlestrinum sem ég held að ætti að vera leiðarljós hvers kennara:

Skóli snýst um nám nemenda en ekki kennslu kennara.

Þetta er eitthvað sem íslenskur grunnskóli hefur alveg tapað niður í samræmdum prófum og aðalnámskrám sem eru allar miðaðar út frá því hvernig kennarinn á að vinna vinnuna sína en ekki hvernig best er fyrir nemandann að læra.

30 mars 2005

Ég var í tíma í English Structure and Use áðan. Kennarinn minn þar kemur frá Kanada og við fáum oft að heyra áhugaverð viðhorf frá honum um Íslendinga. Í morgun kom Sex and the City í umræðuna og útlendingarnir tveir í tímanum (kennarinn og stelpa frá Finnlandi) sögðu okkur hinum að þeir þættir sýndu ideal íslenskan raunveruleika að þeirra mati. Þetta kom nú flatt upp á okkur Íslendingana í bekknum en hvað finnst fólki? Er Sex and the City bara ýkt útgáfa af íslenskum raunveruleika????

29 mars 2005

Hún mamma mín á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku mamma mín, hafðu það öfga gott í dag :)

I'm going to Helsinki baby!! Minnz er að fara að heimsækja Rögga bró 10.-16. maí :)

25 mars 2005


What is your weird quotient? Click to find out!


32% are more weird,
8% are just as weird, and
61% are more normal than you!

En er einhver skrýtnari en ég??


I am nerdier than 16% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!


Já ég er meira nörd en Ása... Það hlýtur samt einhver að slá mig út!

24 mars 2005

Þá er komið að því að flytja út úr íbúðinni í Bólstaðarhlíðinni. Ég get ekki neitað því að það komu upp blendnar tilfinningar í gær þegar ég settist niður áður en ég fór að sofa til að rifja upp síðasta eina og hálfa árið. Mér hefur liðið vel þarna og ég á margar góðar minningar og náttla aðrar ekki eins góðar. Það er búið að vera skrýtið að pakka öllu dótinu sínu í kassa án þess að vita nokkuð um hvert framhaldið verður. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki yfir mig spennt að flytja aftur heim til mömmu.

Ég er samt sátt við það að vera að flytja. Það er kominn tími á að jarða ákveðna hluti og taka á móti nýjum. Það er kominn viss spenningur í mig að geta byrjað upp á nýtt á nýjum stað. Kannski byrjar maður upp á nýtt með einum gömlum og góðum - hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Ég er allavegana tilbúin til að takast á við það sem liggur í framtíðinni minni, jafnvel þó svo það þýði dvöl á Hótel Mömmu um óákveðinn tíma.

18 mars 2005

Æfingakennslan er búin!!!!!!!!!!

Þetta gekk allt vel og ég fékk fína umsögn sem ég er mjög sátt við. Dagurinn í dag, sem átti að vera sá léttasti, var hins vegar sá erfiðasti. Við Ása ákváðum að leyfa púkunum að föndra eitthvað létt svo ég fór til Öggu í leit að hugmyndum. Þar fékk ég páskaunga sem átti að vera öfga létt að gera og í stuttu máli sagt var Öggu blótað í sand og ösku í morgun. Það var svo sem rétt að það var ekkert voðalega flókið að gera þennan unga en að aðstoða með 23 útgáfur var meira en að segja það. Við bölvuðum báðar í hljóði og vorum fúlar út í sjálfar okkur fyrir að hafa ekki bara látið þau lita. En þetta hafðist og verður vonandi í seinasta skiptið sem ég þarf að vesenast í páskaföndri!

16 mars 2005

Jæja, smá blogg fyrir Bigga.

Æfingakennslan er bara búin að ganga fram úr okkar björtustu vonum. Þau eru nú ekkert alltaf auðveld greyin en þau eru góð inn við beinið og það er gaman að þeim. Ég er búin að næla mér í miður skemmtilega pest og var veik heima í gær og missti af flutningnum á þemaverkefninu. Þar fóru þau víst á kostum í hlutverki íþróttafréttamanna. Þemaverkefnið okkar var handbolti og krakkarnir áttu að bregða sér í hlutverk íþróttafréttamanns og lýsa leik. Við fengum Arnar Björnsson á Stöð 2 í heimsókn til að spjalla við krakkana og það vakti mikla lukku. Þau voru að vísu orðin ansi nærgöngul undir restina (Hvar áttu heima?....) en heimsókninni lauk á því að þau fengu öll eiginhandaráritun hjá honum sem vakti gleði hjá púkunum og hlátur hjá kennurunum ;)

Það er svo farið að styttast í flutninga hjá mér og því miður er ég ekki enn þá búin að fá íbúð :( Það verður því bara hótel mamma þangað til annað kemur í ljós. Planið er að flytja allt dótið á skírdag í geymslu. Þá hef ég páskana til að vinna og læra og hef nokkra daga til að þrífa og ganga frá íbúðinni. Ég ætla reyndar að vera búin að fara með flesta kassana fyrir páska svo að flutningarnir gangi fljótt fyrir sig. En þá er það bara smjaðrið, mig vantar tvo til þrjá fílhrausta karlmenn til að hjálpa til í svona klukkutíma á skírdag. Fínasta líkamsrækt fyrir páskaátið ;) ;)

08 mars 2005

Ég má til með að lýsa andúð minni á nýju auglýsingunum frá Símanum. Fyrir þá sem ekki hafa séð þessar auglýsingar eru skilaboð þeirra þau að stundum sé betra að senda sms. Ég hef séð tvær útgáfur af þessari auglýsingu. Í annarri er stelpa að dömpa strák, hann grætur og foreldrar hans koma inn. Þau eru ekki sátt við stelpuna sem er vægast sagt vandræðaleg og skilaboð auglýsingarinnar skýr. Hún hefði náttla átt að dömpa gæjanum í gegnum sms og forðast þessar óþægilegu aðstæður. Í hinni útgáfunni er afi að halda á dóttursyni sínum undir skírn. Dóttir hans minnir hann stöðugt á hvað barnið á að heita en gamli maðurinn man það ekki og á endanum argar dóttir hans nafnið á barninu yfir kirkjuna. Hún hefði náttla átt að senda gamla manninum, já eða prestinum, sms fyrir athöfnina.

Ég skil ekki hvernig í ósköpunum Símanum dettur það til hugar að senda frá sér svona auglýsingar. Seinni auglýsingin dæmir sig algjörlega sjálf. Gamli maðurinn augljóslega með Alzheimer eða aðra heilabilun og auglýsingin gjörsamlega lítilsvirðir og niðurlægir gamalt fólk. Ég veit hins vegar um nokkra sem finnst fyrri auglýsingin nokkuð sniðug bara. Fyndin. Ég sé hins vegar ekkert fyndið við það að áhrifamáttur auglýsinga sé notaður til að hvetja fólk til að forðast það að taka ábyrgð á sínu lífi og lauma sér í gegnum það með sms-um því það er það sem auglýsingin bókstaflega gerir.

Mér finnst Síminn vera minna fyrirtæki fyrir að auglýsa sig svona og ég verð að viðurkenna að ég er ekki langt frá því að hringja þangað og kvarta formlega undan þessum auglýsingum og færa mín símaviðskipti annað. Og hana nú!

05 mars 2005

Minnz er ekki lítið þreyttur núna. Ég vakti í nótt til að horfa á tímatökuna í formúlunni og þær voru vægast samt skemmtilegar. Ég er að fara í afmæli til Gubba frænda í kvöld og þyrfti eiginlega að stelast heim til að horfa á seinnihluta tímatökunnar :P En við sjáum til með það, kannski verður Gubbi sniðugur og hefur sjónvarp þarna svo maður geti fylgst með.

Annars snýst allt um æfingakennsluna þessa dagana. Hún byrjar á mánudaginn og þá kenni ég einn stærðfræðitíma. Það er lítil kennsla fyrstu 2 dagana vegna þess að krakkarnir eru að undirbúa leiksýningu sem þau eru með á þriðjudaginn. Það er ágætt, þá höfum við tíma til að undirbúa okkur betur. Ég er líka að undirbúa lífsleikniverkefni sem ég ætla að vinna með þeim. Við Ása ætlum að vera með umræður sem tengjast inn í drengja og stelpnamenningu. Ég kynni svo niðurstöðurnar af þessu og segi frá hvernig gekk í lífsleiknivalinu mínu. Þetta verkefni tengist þeim kúrs samt ekkert, kennarinn var bara svona ánægður með mig og bað mig um að vera gestafyrirlesara :) Gaman að því.

Svo er líka mikið að gera í lífsleiknivalinu fram að páskum. Í næstu viku verða 2 gestafyrirlesarar, það verður fjallað um stelpnamenningu og fíkniefnaforvarnir. Held að það verði öfga gaman. Fyrir þá sem vilja kynna sér stelpnamenningu og hvernig stelpur leggja í einelti er tilvalið fyrir þá að horfa á Mean Girls og lesa bókina Queen Bees and Wannabees en myndin er einmitt byggð á þessari bók. Ég á ennþá eftir að sjá þessa mynd en þarf að drífa í því fyrir fyrirlesturinn. Það er svo líka búið að setja mér fyrir að horfa á norsku myndina Elling og svo eru tvær bækur á leslistanum hjá mér, Uppvöxtur Litla Trés og Furðulegt háttalag hunds um nótt.

Það er því engin pása frá skólanum þó svo að æfingakennslan sé að byrja. Erum meira að segja komin með heimavinnu til að gera yfir páskana! Ég ætla svo að fara að byrja að pakka niður dótinu mínu og undirbúa flutningana. Markmiðið er að flytja dótið fyrir páska svo ég komist heim í nokkra daga. Það er því nóg að gera fram að páskum svo það er bannað að kvarta undan bloggleysi fram að því!

01 mars 2005

Kallinn er fluttur út!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Loksins, loksins er minn ,,yndislegi" nágranni kominn inn á viðeigandi stofnun. Núna er enginn sem ber á dyrnar hjá mér eða lemur á veggina, skellir hurðum eða hefur útvarpið í botni allar nætur!! Það er bara verst að ég á bara eftir að njóta þess í mánuð því ég er að fara að flytja - en ég er þó búin að gera næsta leigjanda stóran greiða!!

Jæja, það er nú mest lítið að frétta af þessum bænum. Það var öfga gaman á árshátíðinni. Við vorum reyndar ekki að nenna að fara á ball með Milljónamæringunum og skelltum okkur bara á Sólon. Og sem betur fer hef ég heyrt - Raggi Bjarna og Milljónamæringarnir og Smells like a Teen Spirit.... Doesn't sound good does it.. Ég þurfti svo að vinna á laugardaginn svo það var ansi lágt á mér risið á laugardagskvöldinu.

Á sunnudaginn var ég hins vegar dugnaðarforkur dauðans. Skipti á rúminu, viðraði sængurnar, þvoði sængurfötin og lærði alveg helling! Geri aðrir betur ;) Ég er svo að fara í eins árs afmæli í dag og þarf svo að læra aðeins þegar ég kem heim í kvöld. Á morgun er markmiðið hjá okkur Ásu að klára kennsluverkefnið okkar. Ætlum að kaupa fullt af nammi og drífa í þessu bara. Þegar það er búið er mesta geðveikin búin í skólanum enda æfingakennsla framundan næstu 2 vikurnar. Það verður svo djammað þegar það er búið!!!!

28 febrúar 2005

Kolla, Röggi er búinn að setja inn nýtt kommentkerfi svo þú getur póstað skilaboðum núna ;)

Dagný - þú ert ekkert að standa þig í þessu ;) ;)

Hann Sigurgeir Sturla litli frændi minn er 13 ára í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og bestu kveðjur á nesið :)

27 febrúar 2005

Vika í formúlu!!

26 febrúar 2005

Jæja þá er hann Röggi bró farinn að blogga. Loksins getur maður farið að fylgjast með því sem hann er að bralla í Finnlandinu. Smá komment samt frá mömmu Röggi, hún getur ekki póstað kommentum á síðuna hjá þér. Þú getur sótt þér kommentkerfi eins og ég er með á haloscan.com.

25 febrúar 2005

Það er árshátíð í kvöld!!! Er búin að fá lánaðan alveg geggjaðan kjól hjá Ernu Sif og kvöldið verður tekið með trompi ;)

24 febrúar 2005

10 dagar í formúlu :D

23 febrúar 2005

Því hefur oft verið haldið fram að ég hafi karlmannsheila af því að ég get ekki gert tvennt í einu - en það afsannast hér með!!





Your Brain is 73.33% Female, 26.67% Male



Your brain leans female

You think with your heart, not your head

Sweet and considerate, you are a giver

But you're tough enough not to let anyone take advantage of you!


22 febrúar 2005

Þessi er stolin af blogginu hennar Rutar en af því að ég er svo mikill aulahúmoristi þá bara varð ég að setja hann hérna inn.


Það voru einu sinni tvær appelsínur saman út á sjó. Önnur datt í sjóinn og þá sagði hin: Flýttu þér að skera þig í báta!

21 febrúar 2005

Löngu tímabær yfirlýsing frá Félagi grunnskólakennara! Burt með þessi fjandans samræmdu próf!!

Smá pæling

Veit einhver hvert fyrsta boðorðið er?

Jæja, það er best að blogga um eitthvað annað en afmæli! Hvað geri ég ekki fyrir þig Biggi minn ;)

Seinasta vika fór í lærdóm og svo aðeins meiri lærdóm og svo pínu meiri lærdóm. Á helginni vorum við mamma svo að passa púkana hennar Dagnýjar systur. Ég er því búin að lesa Hvar er Valdi? þrisvar sinnum og finna allt sem hægt að finna í bókinni og lesa Gralla Gorm og stafa með Kristni Breka. Á laugardaginn fór ég með Kidda og Rakel í sund og um kvöldið horfðum við frændsystkinin á Thunderpants. Það er einhver bíómynd um strák sem rekur stanslaust við og það var mikil skemmtun fyrir 5 ára púkann. No comment frá frænkunni ;)
Í gær fórum ég og Kiddi svo í bíó. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég fór í púkabíó en það var ágætt. Við sáum Bangsímon og frílinn og Kiddi skemmti sér konunglega. Þessi mynd var allavegana skemmtilegri en prumpumyndin...

Það verður svo mikið að gera næstu tvær vikurnar eða alveg þangað til að vettvangsnámið byrjar. Árshátíð Kennó er svo á föstudaginn og þá verður aðeins slett úr klaufunum. Það verður samt ekki Sálin Biggi en ég lofa að bjalla næst þegar ég dansa við Sálina ;)

19 febrúar 2005

Hann Arnar Páll litla krús er eins árs í dag. Foreldrar hans eru að heiman á afmælisdaginn svo hann hefur það bara gott hjá ömmu sinni og bestu frænkunni í dag :)

18 febrúar 2005

Hin eina sanna Hjördís Fjördís á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið elskan mín og hafðu það uber gott í dag :)

17 febrúar 2005

ERLA
Eis forEnchanting
Ris forRelaxed
Lis forLegendary
Ais forAbstract

Allir að skrifa undir!!!

14 febrúar 2005

Hann Gubbi frændi minn (hann frændi minn sem er kallaður æl eins og einhver uber klár sagði :p) er fimmtugur í dag og óska ég honum innilega til hamingju með daginn. Hann Gubbi frændi er frægur fyrir mismæli sín og það er tilvalið að benda áhugasömum á að lesa bubbólínurnar hans inn á Flateyri.com (undir fólkið). Ég veit ekki af hverju þetta er kallað bubbólínur, svona mismæli eru í einfaldlega kölluð önfirska heima hjá mér....

Þessi mynd inn á síðu Bolungarvíkurkaupstaðar hefur verið afar umdeild. Núna er kominn linkur á þessa mynd á Tilverunni undir heitinu brrr...kuldaleg mynd....ekki langar mig að fara þangað Góð auglýsing fyrir Bolungarvík eða hitt þó heldur.....

13 febrúar 2005

Dagurinn í dag fór í að vinna verkefnið í lífsleikni - að gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég var í mestu vandræðum með hvað ég ætti að gera en hin yfirmáta gáfuðu systkini mín komu með nokkrar hugmyndir, t.d. að keyra upp Laugaveginn, bakka niður Laugaveginn eða hlaupa nakin niður Laugaveginn. Mér leist ekki alveg á að gera mig að fífli - enda hef ég svo sem gert það áður - svo ég bað um fleiri hugmyndir. Þá kom einhver með þá snilldar hugmynd að fara á samkomu hjá Krossinum eða öðrum sértrúarsöfnuði. Ég lagði reyndar ekki í það að fara í Krossinn. Fordómarnir mínir eru slíkir að ég sá fyrir mér að þar yrði ég gleypt með húð og hári svo hægt væri að reka alla djöfla úr mér.. eða eitthvað. Svo ég ákvað að fara í Hvítasunnusöfnuðinn Fíladelfíu. Reyndar þorði ég ekki ein - ég meina, þau gætu verið eitthvað biluð - svo ég tók mömmu með mér.

Við vorum mættar þarna snemma, settumst aftast og fylgdumst með fólkinu koma inn. Mér til mikillar furðu var þetta allt bara ósköp venjulegt fólk á öllum aldri og öllum þjóðfélagsgerðum. Allir voru bara voða vinalegir og það virtust bara allir þekkjast þarna. Mér fannst merkilegt að sjá að heilu fjölskyldurnar komu saman og hvað þetta var mikil fjölskyldustund. Það fannst mér jákvætt.

En svo byrjaði ballið og þá var gaman að stúdera liðið í halelúja og amen köllum. Það var mikið sungið og oft falleg lög og orkan sem myndaðist var gífurleg. Hef ekki fundið svoleiðis inn í neinni kirkju eða bara nokkurs staðar yfirhöfuð. Það sem kom mér mest á óvart var hvað allt var afslappað. Enginn að sussa á púkana eða að vesenast í einhverju stífu helgihaldi. Við mamma laumuðum okkur svo út eftir einn og hálfan tíma af dýrð sé guði en þá var ekki útlit fyrir að samkomunni væri að ljúka.

Það var gaman að prófa að fara á svona samkomu en það sló nú ekkert voðalega mikið á fordómana mína. Ég hef ekki þessa þörf fyrir að tilbiðja eitthvað sem er mér æðra og mína lífsfyllingu held ég að ég fái með því að þroska sjálfa mig. Mér finnst líka alltaf eitthvað ógeðfellt við peningaplokkið sem fylgir þessum söfnuðum. Það kom kall þarna upp og sagði að fórnin (samskotabaukur) væri að ganga og að það væru posar frammi fyrir þá sem væru ekki með lausan pening. Það stakk mig soldið því að í mínum huga snýst trú um nánungakærleik og að rækta garðinn sinn en ekki peninga.

En já, eins og ég sagði þá var gaman að prófa þetta. Mér finnst þetta fólk enn þá stór furðulegt en ég skil kannski aðeins betur út á hvað þetta gengur þrátt fyrir að mér finnist þetta uber öfgakennt. Á meðan að fólkinu líður ekki illa og enginn er að notfæra sér það þá hlýtur þetta að vera í lagi. Er fólk ekki almennt sammála um það?

10 febrúar 2005

Jæja, þá er minnz búinn að næla í sér í einhverja pest. Er að vísu bara með smá hita og hálsbólgu svo ég hef nú reynt að mæta eitthvað í vinnuna og í skólann en það fer lítið fyrir dugnaði heima fyrir. Litla systir mín var svo góð að senda mér fullt af Friends diskum svo ég ligg aðallega yfir því. Það er því lítið að frétta af þessum bænum. Ég er loksins byrjuð í öllum kúrsum í skólanum og kennararnir eru að drekkja okkur í verkefnum. Furðulegasta verkefnið sem ég á að gera þessa vikuna er í valinu mínu en það er kúrs í lífsleikni. Fyrir næsta þriðjudag á ég sem sagt að gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Systkini mín eru búin að koma með góða hugmynd og er planið að koma henni í framkvæmd yfir helgina. Ég segi frá því í næstu viku ;)

07 febrúar 2005

Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Ég byrjaði á því að bókstaflega fljúga á hausinn á bílastæðinu við Hofsstaðaskóla. Að sjálfsögðu voru allir iðnaðarmennirnir sem eru að vinna við íþróttahúsið við hliðina á skólanum mættir og urðu allir vitni að þessari flugferð minni. Ég var með skólatöskuna og þar með tölvuna mína á bakinu og flaug taskan náttla líka. Ég dreif mig bara inn í skólann og þegar ég labbaði fram hjá iðnaðarmönnum sneru þeir sér allir við með glottið á vörunum.

Sem betur fer var nú allt í lagi með tölvuna og ég meiddi mig ekkert - fyrir utan sært stolt. Ég vandaði mig samt mikið að labba á bílastæðinu þegar við Ása fórum í mat. En þá uppgötvaði ég það að bíllyklarnir mínir voru ekki í vasanum. Eins og ég hef alltaf vandað mig við að setja þá í vasann eftir að hafa týnt þeim í seinustu viku. Ása var nú ekkert að trúa mér þegar ég sagðist ekki finna lyklana og grét úr hlátri þegar ég fann þá á bílastæðinu akkúrat þar sem ég hafði flogið á hausinn fyrr um morguninn. Þeir höfðu sem sagt dottið upp úr vasanum við fallið.

Það er því eitthvað með mig og þetta blessaða bílastæði. Það er spurning hvort ég komist í gegnum tveggja vikna æfingakennslu þarna án þess að týna neinu og fljúga ekki á hausinn :-/

05 febrúar 2005

Þeir sem taka vel eftir sjá að það er kominn nýr linkur hjá mér. Það er linkur á heimasíðu Snyrtistofunnar Dísar sem hún Drífa hans Stjána Jóns var að opna fyrir stuttu. Sniðugt að fá sér förðun þar fyrir árshátíðina stelpur í Kennó ;)

Svo setti ég annan nýjan link inn fyrir ekki svo löngu. Hann pabbi minn er að gerast tæknilegur og var að gera heimasíðu. Endilega skoðið þið hana!

04 febrúar 2005

Þessi er svartur en góður ;)

George W. Bush og Tony Blair voru á fínum veitingastað að snæða kvöldverð saman. Maður, sem sat ekki langt frá þeim, tók eftir því að þeir áttu í heitum samræðum og töluðu mjög ákaflega. Maðurinn stóðst ekki mátið og stóð upp og gekk til þeirra í þeirri von að fá að komast að samræðum þeirra.
Þegar hann kom til þeirra varð hann mjög feiminn en samt sem áður sagði hann: "Ég komst ekki hjá því að heyra til ykkar, og af algjöri forvitni spyr ég; hvað voruð þið að tala um?
George glotti í áttina til Tony Blair og sagði: "Gaman að þú spurðir, væni. Við Tony erum að búa okkur undir árás á Írak mjög fljótlega. Okkur finnst heimurinn vera í hættu út af þeim. Það á samt að vera algjört hernaðarleyndarmál!"
"Vá, það er rosalegt! Eruð þið búnir að gera einhverjar áætlanir, t.d. hversu marga þið ætlið að drepa?"
"George glotti aftur til Tony og sagði: "Já, það er allt frágengið. Takmarkið okkar er að drepa um 2 milljónir múslima og 1 tannlækni."
"Ha?" -sagði maðurinn gáttaður. "Bíddu, af hverju í ósköpunum tannlækni? Hver er ástæðan fyrir því?"
"HAHAHAHAHA! Þarna hefurðu það, Tony!" öskraði George yfir allan staðinn.
"Ég sagði þér að enginn myndi pæla í þessum múslimum!!"

03 febrúar 2005

Já og heyrðu Pétur, þessi síðasti pistill er kannski ekki beint að fegra geðheilsuna mína en ég las það í alvörunni einhvers staðar að það að tala við sjálfan sig styrkir tengingar taugafruma í heilanum og gerir mann miklu klárari! Og ef ég á ekki að gleyma sjálfri mér einhvern daginn þarf ég á öllum tengingum sem heilinn getur myndað að halda svo að ég babbla bara við sjálfa mig eins og ég mögulega get og skammast mín ekkert fyrir það. Nágrannarnir halda bara að ég sé með gesti ;)

Undanfarnar vikur hef ég verið óvenju mikið utan við mig og sauðshátturinn er farinn að ná nýjum hæðum. Mér til mikillar gremju en sumum vinum mínum til mikillar skemmtunar. Við Ása erum búnar að vera í Hofsstaðaskóla í áheyrn fyrir vettvangsnámið okkar og þegar ég mætti þangað einn morguninn í þessari viku tókst mér að týna bíllyklunum mínum. Þegar við stöllur ætluðum í hádegismat fundust hvergi lyklarnir. Það var leitað og leitað og að lokum brunað heim að sækja varalyklana svo minnz kæmist heim eftir skóla. Ása vildi samt endilega tékka á því hvort að einhver hefði fundið lyklana og skilað þeim á skrifstofu skólans og jújú vissulega var einhver öfga heiðarlegur sem gerði það og kann ég honum/henni bestu þakkir fyrir. Ég þarf hins vegar að vera meira vakandi þegar ég set hluti í vasann. Í staðinn fyrir að setja bíllyklana í vasann henti ég þeim einfaldlega á götuna.

Amma segir að ég eigi að hætta að vera svona utan við mig og fara að vera skýr í hausnum því að ég sé ekki orðin nógu gömul til að vera svona rugluð. Ég vil halda því fram að það sé glötuð barátta, ég geti ekkert að því gert að ég sé svona mikill sauður, þetta sé einfaldlega arfgengt. Enda R?????? Ég segi bara enn og aftur, hver fattar það?

02 febrúar 2005

Hún Kolla frænka á afmæli í dag. Til hamingju með daginn!! Vonandi áttu eftir að hafa það öfga gott í dag :)

01 febrúar 2005

Ég horfði á heimildarmynd um Mjóddina á RÚV á sunnudagskvöldið. Ég vil nú ekki vera eitthvað fordómafull eða neitt slíkt en oh my god!!! Þetta voru eintómir sauðir sem komu fram í myndinni og það eina sem ég hugsaði á meðan ég grét úr hlátri yfir myndinni var að ég ætlaði mér aldrei, aldrei að vinna í Mjóddinni. Sá einhver þessa mynd??

30 janúar 2005

Minnz er alveg voðalega latur núna og er búinn að vera yfir helgina. Ég er reyndar búin að lesa eitthvað í skólabókunum og skellti mér meira að segja í Vesturbæjarlaugina áðan og synti 800 metra. Þannig að maður er kannski ekki alveg glataður. En það veitir kannski ekki af afslöppun núna því það stefnir allt í annasama viku og feitt djamm á næstu helgi.

Amma kemur suður í vikunni, Röggi bróðir er að koma í heimsókn frá Finnlandi og Ella Grella er að koma að norðan. Það er svo þorrablót Bolvíkingafélagsins á laugardaginn og það stefnir allt í að maður fari allavegana á ballið. Reyndar er uber dýrt á þetta blessaða ball en maður lætur sig hafa það. Það er eins gott að það verði gaman og maður hitti skemmtilegt fólk!

En jæja, ég er nett dofin í hausnum og dösuð eftir heita pottinn áðan. Ég er að spá í að leigja mér spólu eða eitthvað...

29 janúar 2005

Hann Jude Law er bara devastatingly handsome!! Ég fór á Alfie áðan með Ásu og Önnu Þóru og við sátum hreinlega bara og slefuðum allan tímann. Svo var myndin líka bara góð - ekki bara Jude Law show off. Mæli með henni fyrir alla.

Annars eru bara rólegheit þessa helgina. Mér skilst að Kristinn Breki hafi verið að tilkynna sundferð á morgun svo að kannski maður taki pásu frá skólabókunum á morgun til að fara með púkann í sund.

28 janúar 2005

Hún Þórdís beiba á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það alveg ofboðslega gott :)

27 janúar 2005

Það getur bjargað manni stundum að vera fullur.....

Við Agga settumst spenntar niður yfir Bachelorette í gærkvöldi. Við spottuðum Matthew Hemma Hreiðars lookalike í fyrsta þættinum og vorum sko alveg á því að Meredith væri alvarlega geðbiluð ef hún myndi ekki velja hann. Við urðum því vægast sagt fyrir vonbrigðum þegar hún valdi Ian, einhvern algjöran player sem veit ekkert í sinn haus og á eftir að baila á henni við fyrsta tækifæri. En svona er lífið víst, við Agga getum ekki stjórnað öllu!

Það er svo að styttast í lokaþáttinn af Alias sem við Agga fylgjumst líka spenntar með. Það er að verða búið að komast upp um svikakvendið þar og við bíðum spenntar eftir að sjá hvort að Sidney og sæti gaurinn endi ekki örugglega saman.

En jæja, ég er orðin sorgleg að blogga um sjónvarpið! Það er þá kannski við hæfi að enda þetta með því að kommentera á útvarpið - það er nefnilegast loksins orðið hlustandi á létt aftur eftir að staffið var rekið. Thank god for that!