30 mars 2005

Ég var í tíma í English Structure and Use áðan. Kennarinn minn þar kemur frá Kanada og við fáum oft að heyra áhugaverð viðhorf frá honum um Íslendinga. Í morgun kom Sex and the City í umræðuna og útlendingarnir tveir í tímanum (kennarinn og stelpa frá Finnlandi) sögðu okkur hinum að þeir þættir sýndu ideal íslenskan raunveruleika að þeirra mati. Þetta kom nú flatt upp á okkur Íslendingana í bekknum en hvað finnst fólki? Er Sex and the City bara ýkt útgáfa af íslenskum raunveruleika????

29 mars 2005

Hún mamma mín á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku mamma mín, hafðu það öfga gott í dag :)

I'm going to Helsinki baby!! Minnz er að fara að heimsækja Rögga bró 10.-16. maí :)

25 mars 2005


What is your weird quotient? Click to find out!


32% are more weird,
8% are just as weird, and
61% are more normal than you!

En er einhver skrýtnari en ég??


I am nerdier than 16% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!


Já ég er meira nörd en Ása... Það hlýtur samt einhver að slá mig út!

24 mars 2005

Þá er komið að því að flytja út úr íbúðinni í Bólstaðarhlíðinni. Ég get ekki neitað því að það komu upp blendnar tilfinningar í gær þegar ég settist niður áður en ég fór að sofa til að rifja upp síðasta eina og hálfa árið. Mér hefur liðið vel þarna og ég á margar góðar minningar og náttla aðrar ekki eins góðar. Það er búið að vera skrýtið að pakka öllu dótinu sínu í kassa án þess að vita nokkuð um hvert framhaldið verður. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki yfir mig spennt að flytja aftur heim til mömmu.

Ég er samt sátt við það að vera að flytja. Það er kominn tími á að jarða ákveðna hluti og taka á móti nýjum. Það er kominn viss spenningur í mig að geta byrjað upp á nýtt á nýjum stað. Kannski byrjar maður upp á nýtt með einum gömlum og góðum - hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Ég er allavegana tilbúin til að takast á við það sem liggur í framtíðinni minni, jafnvel þó svo það þýði dvöl á Hótel Mömmu um óákveðinn tíma.

18 mars 2005

Æfingakennslan er búin!!!!!!!!!!

Þetta gekk allt vel og ég fékk fína umsögn sem ég er mjög sátt við. Dagurinn í dag, sem átti að vera sá léttasti, var hins vegar sá erfiðasti. Við Ása ákváðum að leyfa púkunum að föndra eitthvað létt svo ég fór til Öggu í leit að hugmyndum. Þar fékk ég páskaunga sem átti að vera öfga létt að gera og í stuttu máli sagt var Öggu blótað í sand og ösku í morgun. Það var svo sem rétt að það var ekkert voðalega flókið að gera þennan unga en að aðstoða með 23 útgáfur var meira en að segja það. Við bölvuðum báðar í hljóði og vorum fúlar út í sjálfar okkur fyrir að hafa ekki bara látið þau lita. En þetta hafðist og verður vonandi í seinasta skiptið sem ég þarf að vesenast í páskaföndri!

16 mars 2005

Jæja, smá blogg fyrir Bigga.

Æfingakennslan er bara búin að ganga fram úr okkar björtustu vonum. Þau eru nú ekkert alltaf auðveld greyin en þau eru góð inn við beinið og það er gaman að þeim. Ég er búin að næla mér í miður skemmtilega pest og var veik heima í gær og missti af flutningnum á þemaverkefninu. Þar fóru þau víst á kostum í hlutverki íþróttafréttamanna. Þemaverkefnið okkar var handbolti og krakkarnir áttu að bregða sér í hlutverk íþróttafréttamanns og lýsa leik. Við fengum Arnar Björnsson á Stöð 2 í heimsókn til að spjalla við krakkana og það vakti mikla lukku. Þau voru að vísu orðin ansi nærgöngul undir restina (Hvar áttu heima?....) en heimsókninni lauk á því að þau fengu öll eiginhandaráritun hjá honum sem vakti gleði hjá púkunum og hlátur hjá kennurunum ;)

Það er svo farið að styttast í flutninga hjá mér og því miður er ég ekki enn þá búin að fá íbúð :( Það verður því bara hótel mamma þangað til annað kemur í ljós. Planið er að flytja allt dótið á skírdag í geymslu. Þá hef ég páskana til að vinna og læra og hef nokkra daga til að þrífa og ganga frá íbúðinni. Ég ætla reyndar að vera búin að fara með flesta kassana fyrir páska svo að flutningarnir gangi fljótt fyrir sig. En þá er það bara smjaðrið, mig vantar tvo til þrjá fílhrausta karlmenn til að hjálpa til í svona klukkutíma á skírdag. Fínasta líkamsrækt fyrir páskaátið ;) ;)

08 mars 2005

Ég má til með að lýsa andúð minni á nýju auglýsingunum frá Símanum. Fyrir þá sem ekki hafa séð þessar auglýsingar eru skilaboð þeirra þau að stundum sé betra að senda sms. Ég hef séð tvær útgáfur af þessari auglýsingu. Í annarri er stelpa að dömpa strák, hann grætur og foreldrar hans koma inn. Þau eru ekki sátt við stelpuna sem er vægast sagt vandræðaleg og skilaboð auglýsingarinnar skýr. Hún hefði náttla átt að dömpa gæjanum í gegnum sms og forðast þessar óþægilegu aðstæður. Í hinni útgáfunni er afi að halda á dóttursyni sínum undir skírn. Dóttir hans minnir hann stöðugt á hvað barnið á að heita en gamli maðurinn man það ekki og á endanum argar dóttir hans nafnið á barninu yfir kirkjuna. Hún hefði náttla átt að senda gamla manninum, já eða prestinum, sms fyrir athöfnina.

Ég skil ekki hvernig í ósköpunum Símanum dettur það til hugar að senda frá sér svona auglýsingar. Seinni auglýsingin dæmir sig algjörlega sjálf. Gamli maðurinn augljóslega með Alzheimer eða aðra heilabilun og auglýsingin gjörsamlega lítilsvirðir og niðurlægir gamalt fólk. Ég veit hins vegar um nokkra sem finnst fyrri auglýsingin nokkuð sniðug bara. Fyndin. Ég sé hins vegar ekkert fyndið við það að áhrifamáttur auglýsinga sé notaður til að hvetja fólk til að forðast það að taka ábyrgð á sínu lífi og lauma sér í gegnum það með sms-um því það er það sem auglýsingin bókstaflega gerir.

Mér finnst Síminn vera minna fyrirtæki fyrir að auglýsa sig svona og ég verð að viðurkenna að ég er ekki langt frá því að hringja þangað og kvarta formlega undan þessum auglýsingum og færa mín símaviðskipti annað. Og hana nú!

05 mars 2005

Minnz er ekki lítið þreyttur núna. Ég vakti í nótt til að horfa á tímatökuna í formúlunni og þær voru vægast samt skemmtilegar. Ég er að fara í afmæli til Gubba frænda í kvöld og þyrfti eiginlega að stelast heim til að horfa á seinnihluta tímatökunnar :P En við sjáum til með það, kannski verður Gubbi sniðugur og hefur sjónvarp þarna svo maður geti fylgst með.

Annars snýst allt um æfingakennsluna þessa dagana. Hún byrjar á mánudaginn og þá kenni ég einn stærðfræðitíma. Það er lítil kennsla fyrstu 2 dagana vegna þess að krakkarnir eru að undirbúa leiksýningu sem þau eru með á þriðjudaginn. Það er ágætt, þá höfum við tíma til að undirbúa okkur betur. Ég er líka að undirbúa lífsleikniverkefni sem ég ætla að vinna með þeim. Við Ása ætlum að vera með umræður sem tengjast inn í drengja og stelpnamenningu. Ég kynni svo niðurstöðurnar af þessu og segi frá hvernig gekk í lífsleiknivalinu mínu. Þetta verkefni tengist þeim kúrs samt ekkert, kennarinn var bara svona ánægður með mig og bað mig um að vera gestafyrirlesara :) Gaman að því.

Svo er líka mikið að gera í lífsleiknivalinu fram að páskum. Í næstu viku verða 2 gestafyrirlesarar, það verður fjallað um stelpnamenningu og fíkniefnaforvarnir. Held að það verði öfga gaman. Fyrir þá sem vilja kynna sér stelpnamenningu og hvernig stelpur leggja í einelti er tilvalið fyrir þá að horfa á Mean Girls og lesa bókina Queen Bees and Wannabees en myndin er einmitt byggð á þessari bók. Ég á ennþá eftir að sjá þessa mynd en þarf að drífa í því fyrir fyrirlesturinn. Það er svo líka búið að setja mér fyrir að horfa á norsku myndina Elling og svo eru tvær bækur á leslistanum hjá mér, Uppvöxtur Litla Trés og Furðulegt háttalag hunds um nótt.

Það er því engin pása frá skólanum þó svo að æfingakennslan sé að byrja. Erum meira að segja komin með heimavinnu til að gera yfir páskana! Ég ætla svo að fara að byrja að pakka niður dótinu mínu og undirbúa flutningana. Markmiðið er að flytja dótið fyrir páska svo ég komist heim í nokkra daga. Það er því nóg að gera fram að páskum svo það er bannað að kvarta undan bloggleysi fram að því!

01 mars 2005

Kallinn er fluttur út!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Loksins, loksins er minn ,,yndislegi" nágranni kominn inn á viðeigandi stofnun. Núna er enginn sem ber á dyrnar hjá mér eða lemur á veggina, skellir hurðum eða hefur útvarpið í botni allar nætur!! Það er bara verst að ég á bara eftir að njóta þess í mánuð því ég er að fara að flytja - en ég er þó búin að gera næsta leigjanda stóran greiða!!

Jæja, það er nú mest lítið að frétta af þessum bænum. Það var öfga gaman á árshátíðinni. Við vorum reyndar ekki að nenna að fara á ball með Milljónamæringunum og skelltum okkur bara á Sólon. Og sem betur fer hef ég heyrt - Raggi Bjarna og Milljónamæringarnir og Smells like a Teen Spirit.... Doesn't sound good does it.. Ég þurfti svo að vinna á laugardaginn svo það var ansi lágt á mér risið á laugardagskvöldinu.

Á sunnudaginn var ég hins vegar dugnaðarforkur dauðans. Skipti á rúminu, viðraði sængurnar, þvoði sængurfötin og lærði alveg helling! Geri aðrir betur ;) Ég er svo að fara í eins árs afmæli í dag og þarf svo að læra aðeins þegar ég kem heim í kvöld. Á morgun er markmiðið hjá okkur Ásu að klára kennsluverkefnið okkar. Ætlum að kaupa fullt af nammi og drífa í þessu bara. Þegar það er búið er mesta geðveikin búin í skólanum enda æfingakennsla framundan næstu 2 vikurnar. Það verður svo djammað þegar það er búið!!!!