28 febrúar 2006

Hann Sigurgeir Sturla er 14 ára í dag. Ótrúlegt hvað hann er orðinn fullorðinn drengurinn. Ég sendi mínar bestu afmælisóskir í Grundarfjörðinn og hafðu það gott í dag frændi :)

27 febrúar 2006

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á annað blogg en klukk og afmæliskveðjur! Það er þó vert að taka fram að þó svo að afmæliskveðjan til Hjördísar hafi horfið sporlaust af blogginu og ekkert til hennar spurst þá stendur hún ennþá ;)

Við skötuhjúin höfum haft það rólegt og huggulegt undanfarið. Guðjón spilar tölvuleiki og ég læri. Það hafa verið afmælisboð í röðum undanfarið og svo höfum við Ása verið að prófa uppskriftir í heimilisfræði svo Guðjón hefur fengið mikið gott að borða. Ég mæli t.d. með þessum tortilla turni. Við reyndar minnkuðum laukinn um helming og settum bara eina papriku en þetta er allt smekksatriði. Þetta er allavegana voðalega gott! Það verða annasamir tímar í skólanum næstu tvo mánuði en þá verður þetta líka búið allt saman og minnz loksins orðinn kennari. Það verður svo að koma í ljós hvað ég geri við þá menntun en það stefnir allt í að ég verði að vinna áfram hjá mömmu, allavegana fyrst um sinn.

Á laugardaginn erum við að fara á árshátíð hjá Anza, vinnunni hans Guðjóns. Hún verður í Haukaheimilinu svo það verður stutt að fara fyrir okkur. Amma kemur svo á sunnudaginn og það verður voða gaman að fá hana í bæinn :) Svo er stefnan tekin á sumarbústað í næstu viku til að taka vinnutörn í lokaverkefninu. Það veitir víst ekki af því.

En jæja, ég er alveg tóm í haus eftir að hafa verið að vinna í upplýsingatækni í allan dag. Ekki beint uppáhaldsfagið mitt.... Svo er OC í sjónvarpinu og þá vill heilastarfsemin fara á þeirra level ;) Ég skrifa meira þegar ég er aktífari í hausnum.

17 febrúar 2006

jæja, enn eitt klukkið.... Merkilegt hvað maður finnur sér alltaf tíma til að gera svona..


Hefur þú...

( ) reykt sígarettu
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n
( ) lent í slagsmálum
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
( ) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
(x) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x)farið á skíði

(x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmanna
( ) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni (ef tjald telst með!)
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
( ) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(x) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) fengið deja vu
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp.
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
( ) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
( ) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með trélitum
(x) sungið í kariókí

(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki?
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér?
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(X) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) fariðí fallhlífastökk...


( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig... nei því miður - mætti alveg gera það:)


Jæja, ég klukka Ásu Pjásu, Ellu og Rögga bró

13 febrúar 2006

Jamm og jæja, kominn tími á blogg. Það er mest lítið að frétta eins og venjulega. Ég strögglast við að lesa blessaðar skólabækurnar, hef sjaldan eða aldrei verið haldin eins miklum skólaleiða. Ég ætla mér hins vegar að harka þetta af mér - enda ekki nema 2 og hálfur mánuður í lokaskil lokaverkefnis. En mikið svakalega verð ég fegin þá! Það eru allir að spurja mig hvort ég ætli ekki að fara að kenna en ég verð að viðurkenna það að í augnablikinu er ég ekkert spennt fyrir því. Veit hreinlega ekkert hvað mig langar til að gera eftir skólann. Það verður bara að koma í ljós með hækkandi sól ;)

Við skötuhjúin fórum og skoðuðum tvær Búsetaíbúðir á helginni. Eina á Nesinu og hina í Setbergshverfinu hérna í Hafnarfirðinum. Ekki það að við höfum það ekki ágætt hérna en íbúðin gæti verið dálítið mikið betur staðsett og kannski betur skipulögð líka. Samt er ég alveg á báðum áttum hvort við eigum að vera að standa í flutningum, kemur fólk nokkuð frekar í heimsókn til manns þó svo að maður búi einhvers staðar annars staðar? Kæmuð þið gott fólk, frekar í Setbergshverfið heldur en hingað í Holtið? Það á náttúrulega að fara að opna Ikea þarna rétt hjá - það myndi kannski ýta við sumum :p Það er náttúrulega alls ekki víst að við fáum þessar íbúðir enda hefur aðsóknin í Búseta aldrei verið meiri. Ég hef samt mikið verið að pæla í þessu, hvað við myndum græða á því að flytja og hvort maður myndi hitta fólk meira. Og líka hvað tengsin við vinina slitna með árunum. Erum við virkilega orðin svona gömul krakkar?? Ég legg allavegana til að stofnaðir verði matarklúbbar og saumaklúbbar og alls konar klúbbar bara til að við hittumst nú allavegana annað slagið - hvort sem við búum í Mosó eða Hafnarfirði. Hvað segiði um það??

Anyhow, við Guðjón vorum að láta okkur leiðast á laugardagskvöldið og enduðum á vídeóleigunni eins og svo oft áður. Þar duttum við niðrá mynd sem heitir What the Bleep do we know? og fjallar um tilgang lífsins og hvernig maður getur stjórnað sínu eigin lífi. Þetta er samt ekki andleg mynd heldur byggir hún á skammtafræði - sem er grein innan eðlisfræðinnar. Soldið djúpt á laugardagskvöldi kannski.. en við sátum allavegana límd. Þetta er nefnilegast alveg stórmerkileg mynd og er vel virði 550 kr og 90 mínútna af tíma manns. Svo nú mæli ég með að allir skelli sér út á leigu og nái í þessa mynd!

11 febrúar 2006

Jæja, hún Ella klukkaði mig og þar sem ég á að vera að læra núna fannst mér alveg tilvalið að gera þetta bara í staðinn ;)

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

- Skýlið

- Hagkaup

- Kaffi Reykjavík

- Grunnskóli Bolungarvíkur

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

- Stella í orlofi

- Fast and the Furious

- Taxi

- Notting Hill

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

- Bolungarvík

- Hafnarfjörður

- Mosfellsbær

- Reykjavík

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

- Sex and the City

- Alias

- House

- Desperate Housewives

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

- Vestmannaeyjar

- Hornstrandir

- Finnland

- Bandaríkin

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg):

- mbl.is

- bb.is

- khi.is

- visir.is

Fernt matarkyns sem ég held upp á:

- mexikóskur matur

- kjúklingur

- pasta

- Ísafjarðar skyr a la amma

Fjórar bækur sem ég les oft:

- Harry Potter

- skóladagbókin

- bækur eftir Arnald Indriða

- úff, les svo sorglega lítið þessa dagana....

Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:

- í sundi einhvers staðar þar sem er hlýtt

- Bolungarvík

- úti í góða veðrinu

- á flippi í góðri fatabúð með sand af seðlum

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

- Dagný systir

- Ása Gunnur

- Hjördís

- Pétur Marel - til að lífga við bloggið hans ;)

03 febrúar 2006

Jæja, Guðjón er á æfingu og mér datt í hug að drífa mig í að skella nokkrum orðum inn á bloggið. Janúarmánuður hefur verið erilsamur og varla hægt að segja frá öllu hér. Af skólanum er það að frétta að lokaverkefnið er að komast vel af stað hjá okkur og ég er bara mjög spennt að fara út í þá vinnu. Matreiðslan gengur bara ljómandi vel og ég er ekki frá því að ég sé upprennandi kokkur ;) Ég hætti hins vegar í prjóninu, ekki af því að það væri ekki skemmtilegt heldur hafði ég einfaldlega ekki tíma fyrir það. Ég er þó að dunda mér við að prjóna vettlinga undir dyggri aðstoð tengdó. Ég er hins vegar að mygla í enskunni og er farin að hlakka mikið til að klára þennan blessaða skóla.

Það er hins vegar búið að breyta útskriftardagsetningunni mér til mikils ama. Við fengum sendan tölvupóst með tilkynningu um það. Stjórnendur skólans sáu svo ekki ástæðu til að svara kvörtunum nemenda fyrr en við hótuðum að fara með málið í blöðin. Þá var haldinn fundur með nemendum - já eða staðnemum, fjarnemar virðast vera eitthvað aukaatriði í þessum skóla - og það kom ekkert út úr honum og rektor er einfaldlega ekki til viðtals um þessi mál. Maður er alveg ótrúlega sár og reiður út í stjórnendur skólans fyrir þessi vinnubrögð og það er alveg klárt mál að ég kem ekki til með að mæta í útskriftina. Enda ber hann upp á brúðkaupsdegi Þórdísar og Tomma og löngu planað að ég mæti þar! Mig langar hins vegar til að halda upp á það að ég sé að útskrifast og hvað maður gerir í því verður bara að koma í ljós. Það koma ekki margir dagar til greina, annað hvort held ég bara upp á þetta 10. júní eins og ætlað var í upphafi eða 8. júlí...

En jæja, það er ágætt að fá að blása aðeins. Það er svo sem margt annað búið að vera í deiglunni hjá mér en fólk verður bara að kíkja í heimsókn í Hafnarfjörðinn til að fá frekari fréttir ;)

02 febrúar 2006

Hún Kolla frænka mín á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku Kolla mín!! Vonandi ertu búin að hafa það öfga gott í dag :)