29 desember 2003

Minnz er kominn aftur ,,til byggða" eins og sumir jólasveinar vilja orða það. Kom á réttum tíma á laugardaginn. Er búin að vera með einhverja flensupest í mér síðan ég kom suður og hef bara látið lítið fyrir mér fara. Mætti samt í vinnu í morgun og var náttla send í sendiferð þegar aðalveðrið var að ganga yfir. En það kemur sér stundum vel að hafa lært að keyra í snjó og ég fór þetta örugglega. Reyndar ekki á mínum bíl - hann er ekki alveg hannaður fyrir akstur í snjó. Það hafa svo verið lítil afköst í vinnunni í dag. Við vorum öll út í glugga að hlægja að liðinu sem var að reyna að komast inn og út úr bílastæðinu hérna. Sérstaklega að einum kalli sem þóttist vera svaka góður á stórum og flottum jeppa. Ætlaði að hjálpa einni konu að losa sinn bíl. Svo pikkfesti hann stóra jeppann sinn - og var ekkert svakalega stór kall þá, hehe. En það var alveg að sanna sig í dag að Reykvíkingar kunna ekkert að keyra í snjó.

Annars hafði ég það bara gott yfir jólin. Var í góðu yfirlæti hjá henni ömmu. Ég fór svo á djammið með Hrafnhildi og Ellu á annan í jólum. Það var svaka stuð. Ég fékk svo margt fallegt í jólagjöf og segi bara takk fyrir mig. Ég verð samt að fá að nefna eitt - sem dæmi um hugmyndaauðgina sem er í fjölskyldunni minni og líka sem dæmi um það hvað fjölskyldan mín virðist tala sig mikið saman um jólagjafir. Ég fékk nefnilegast ÞRJÁ handþeytara í jólagjöf. En tveimur verður skipt í eitthvað annað sem mig vantar..

En jæja, ég man ekkert hvað ég ætlaði að röfla hérna meira. Skrifa meira einhvern tíman seinna þegar ég verð í stuði til þess.

20 desember 2003

Jæja, þá er maður búinn í prófunum og búinn að vera að vinna á fullu síðan og undirbúa jólin. Ég er að fara vestur á mánudaginn og kem aftur í bæinn 27. des. Þá er stefnan tekin á Jet Black Joe á Broadway þannig að það er eins gott að ég verði ekki veðurteppt!! En jæja, ég hef eiginlega engan tíma til að blogga núna. Ætla að fara að redda restinni af jólagjöfunum og hafa mig til fyrir afmælið hennar Öggu Pöggu Pí í kvöld. Á morgun er það svo þynnka, pakka niður og allt það og vestur á mánudaginn ef veðurguðirnir leyfa.

Gleðileg jól öll sömul! Hafið það gott yfir hátíðarnar :D

Hann Axel Ernir frændi minn á afmæli í dag. Hann er núna staddur í Grikklandi þar sem hann býr. Ég óska honum bara innilega til hamingju með daginn. Vonandi hefurðu það gott á afmælisdaginn og yfir hátíðarnar líka :)

18 desember 2003

Ég er búin í prófunum!!! Svakalega verður slappað mikið af og djammað í jólafríinu ;)

16 desember 2003

Jæja, ég er farin heim að læra fyrir seinasta prófið sem er á morgun. Er lítið búin að vera að gera af viti fyrir það og ætla að vera öfga dugleg í dag.. Það er allavegana planið....

15 desember 2003

Jæja, gott fólk. Hvernig væri nú að fá einhverjar kvittanir í gestabókina svo maður viti að það sé einhver að lesa þessa vitleysu mína ;)

Geisp geisp. Það er alveg svakalegur mánudagur í mér. Annað hvort það eða ég er orðin of gömul fyrir djammið :p Það var svaka stuð á laugardagskvöldið. Alveg rosalega gaman að hitta allt þetta fólk sem maður hafði sumt ekki séð í ár og öld. En ég fékk loksins að sjá hina margfrægu bók - og hún er alveg öfga flott. Algjört must í jólapakkann ;)

Gærdagurinn var svo frekar þreyttur og þunnur. Ég kúrði frameftir degi og dreif mig svo til mömmu að skrifa á jólakortin hennar. Fór svo bara snemma að sofa í gærkvöldi. Núna er það svo að klára seinustu dagana í próflestri. Seinasta prófið er á miðvikudaginn. Mér skilst reyndar á eldri nemendum sem ég hef spjallað við að það sé frekar erfitt að læra fyrir þetta próf, maður bulli sig bara í gegnum það en ég ætla samt eitthvað að kíkja á efnið í dag og á morgun.

Annars er allt búið að vera að gerast. Búið að handtaka Saddam og Keikó dauður. Það verður fróðlegt að sjá hvar verður réttað yfir kallinum - mér er ekkert að lítast á þessa sjálfskipuðu heimslöggu Bandaríkjamanna. Þeir starfa allavegana ekki í mínu umboði. Jæja, babla um það síðar. Ætla að reyna að læra eitthvað.

13 desember 2003

Ég var að horfa á Popptíví í gærkvöldi og þar var verið að sýna þegar þeir í 70 mín fóru á Þjóðhátíð í sumar. Ekki voru nú myndir af mér þarna en amma, Addý, Dengsi, Pétur og Dísa voru þarna sprellfjörug í viðtali. Mæli með því að þið horfið á þetta þjóðhátíðarbrot hjá þeim ef þið dettið inn í Popptíví einhvern tíman.

Jæja, er alveg að mygla yfir mennsam greinunum. Ætla samt að pína mig til að lesa lengur svo ég geti djammað með hreina samvisku í kvöld.

Hún Hjördís Fjördís er að útskrifast frá University of West Georgia í dag. Til lukku með árangurinn elsku dúllan mín!! Við höldum upp á þetta með þér þegar þú kemur heim - þú verður bara með okkur í huganum í kvöld ;)

Jæja, þá er minnz mættur að læra. Er samt ekkert að nenna því - en nú er það bara harkan. Svo er það útgáfupartý Bjórkolls í kvöld. Hef það á tilfinningunni að það sé gott djamm framundan :D

12 desember 2003

BTW, takk fyrir samúðarkveðjurnar Ella! Björguðu mér alveg. Bara 10 dagar í vesturferð ;)

Jæja, þá á maður bara eitt próf eftir. Húrra fyrir því!! Mér gekk svona lala í prófinu í gær, niðurstaðan veltur samt alveg samt rosalega mikið á tveimur ritgerðarspurningum sem giltu 50% af prófinu. Það er hrein mannvonska að láta ritgerðir gilda svona mikið á prófi!!

Annars er ekki próf hjá mér fyrr en á miðvikudaginn svo ég tók mér frí frá próflestri og öllu svoleiðis í gær. Var sko að slæpast í Kringlunni og Smáralind í allan gærdag. Kláraði loksins að kaupa afmælisgjafirnar mínar - var alveg komin tími á það. Ég keypti mér nærföt í Change í Smáralind. Fékk flott nærföt á mjög góðu verði og þjónustan alveg frábær. Mæli með því að þið kíkið í þessa búð stelpur. Reyndar var ég í algjöru sjokki yfir stærðinni á brjóstahaldaranum sem ég keypti. En ég get víst ekki þrætt fyrir það því hann smellpassar. Ég er búin að vera að grennast svo undanfarið - fitan þaðan er kannski öll á leiðinni upp líkamann, nei ég veit það ekki, segi bara svona. Ég fann svo loksins, loksins á mig buxur. Keypti þær í Oasis. Það var nú búðin mín hérna í denn þegar ég vann í bankanum og var alltaf að kaupa mér föt. Hún er alltaf flott. En það var gaman að fá svona einn dag til að slæpast. Agnes fór með mér í Kringluna og það var frábært að geta verslað pínu og fíflast með góðri vinkonu. Allt of, allt of langt síðan ég hef gefið mér tíma í það.

Í gærkvöldi var ég að hjálpa Rakel systur að læra fyrir próf í setningarfræði. Ég ætla bara að vona að hjálpin mín hafi komið að einhverju gagni og að henni hafi gengið vel í prófinu. En jæja, núna er ég í vinnunni. Ætla að vera dugleg að vinna í dag og læra svo aðeins áður en ég fer heim til mömmu að horfa á Idolið. Ætla svo að vera öfga dugleg að læra á morgun og fara svo í útgáfupartýið hjá honum Bjórkolli vini mínum annað kvöld. Það verður frábært að hitta allt liðið aftur, allt of langt síðan við höfum gert eitthvað saman. En jæja, ætla að fara að gera eitthvað af viti hérna áður en mamma skammar mig :p

Ps. þið sem eruð í vandræðum með jólagjafahugmyndir, hvernig væri að gefa hina bráð sniðugu drykkjuleikjahandbók Bjórkoll ;) ;)

10 desember 2003

Grenj grenj - það er stundum ömurlegt að vera með MSN. Að sjá alla vini sína sem ekki eru í skóla signa sig út þegar þeir eru búnir í vinnunni, vitandi það að þeir fara bara heim og leika sér eitthvað. En má ég fara heim og slæpast og gera það sem ég vil?! Nei það er víst ekki. Er alveg að mygla hérna núna. Er búin að vera að lesa yfir glósur í dag og langar bara heim að kúrast í sófanum mínum og horfa á Bráðavaktina eða eitthvað álíka skemmtilegt í kvöld. En ég þarf víst að vera hérna lengur og lesa yfir glósurnar allavegana einu sinni enn. Kannski ég ætti bara að fá mér snemmbúinn kvöldmat og borða núna og fá mér svo bara ávexti í kvöld ef (já eða þegar) ég verð orðin svöng aftur. Þá fæ ég kannski orku til að halda á með að læra.

En áður en þið farið að kommenta með það að það sé nú enginn að pína mann til að vera í skóla þá veit ég það alveg. Maður verður að vera tilbúinn til að leggja eitthvað á sig til að ná árangri og allt það - en stundum verður maður bara að fá að tuða um það samt!

Þessi jólasaga er algjör snilld

Þessi jólasaga er ritgerð eftir barn í grunnskóla og er um Jesús frá
sjónarhóli barna.


Sá sem hefur orðið frægastur úr Biblíunni er Jesús. Hann var frá
Nazaret í Egyptalandi. Hann fæddist á jólanótt í fjósi, vegna þess að öll
hótel voru full. Mamma hans hét María og stjúppabbi hans Jósef. Hann var
ekki raunverulegur pabbi Jesú, því María var áður gift einhverjum Gabríel,
en hann var floginn í burtu. Þegar Jesús var nýfæddur áttu þrír jólaveinar
leið fram hjá fjósinu og þegar þeir sáu litla barnið, náðu þeir í nokkrar
jólagjafir og reykelsi handa hjónunum, en það veitti sannarlega ekki af þar
sem þau höfðu ferðast allan daginn á asna, af því að það átti að telja þau.

Jesús var ekki skírður fyrr en seinna, því í þá daga voru börnin
ekki skírð fyrr en þau voru orðin fullorðin og höfðu lært að synda, því þau
voru nefnilega alveg færð í kaf.
Þegar Jesús varð átta ára gaf pabbi hans honum Biblíu, og þegar hann var
tólf ára kunni hann hana utan að, og það var vel af sér vikið, því í þá
daga var Biblían svo stór að það varð að vefja hana upp á kefli. Hann var
líka duglegur að læra sálma. Hann gat galdrað þegar hann var bara smá
strákur. Hann var reyndar mesti galdramaður sem uppi hefur verið.
Jesús var mjög sérstakur. Hann gekk um og lagði gátur fyrir fólk
sem það átti að reyna að leysa, en það tókst sjaldan. Hann gat líka gengið
í gegnum vatn og eld, án þess að það kæmi við hann. Hann gat líka gengið á
vatninu. Það var á Genezaretvatni, þar sem hann gekk út að fiskibáti til
kaupa fisk. Pabbi minn segir að það hafi verið ís á vatninu, en hann trúir
heldur ekki á Guð og Jesú.
Jesús gerði líka mikið fyrir umferðina. Einu sinni þegar hann var
á gangi í Jerúsalem, mætti hann lömuðum manni sem lá í rúminu sínu úti á
miðri götu, Jesús sagði ; Tak sæng þína og gakk. Maðurinn gerði það og þá
gátu bílarnir aftur komist leiðar sinnar. Svo var það ekkja sem átti son,
en ég bara skil ekki hvernig hún gat átt hann fyrst hún var ekkja. Jesús
tók son ekkjunnar í kraftaverkameðferð og við það varð hann mjög vitur,
sagði fólk.

Eitt af því merkilegasta sem Jesús gerði var að stjórna borðhaldinu
í eyðimörkinni. Það var þegar þessar 5 þúsund manneskjur stóðu aleinar úti
í eyðimörkinni án þess að eiga vott né þurrt. Þá gerði Jesús kraftaverk og
allir fóru saddir í rúmið. Jesús gat ekki allaf komið fram í eigin
persónu. Stundum var hann dulbúinn sem hirðir, og einu sinni kom hann fram
undir fölsku nafni.

08 desember 2003

Ég er hálfnuð í prófunum! Var í þroskasálfræði í morgun og það gekk bara furðanlega vel, svona miðað við það að ég fékk algjört panikkast í gær, fannst ég ekkert kunna og engu geta svarað. Ég ætlaði svo að vakna snemma í morgun og lesa aftur yfir allar glósurnar mínar áður en ég fór í prófið. Ég svaf hins vegar lítið í nótt og fór ekki fram úr fyrr en hálftíma fyrir próf. Það var eitthvað lið í stigaganginum mínum að koma heim af djammi kl. hálf 4 í nótt og það voru geðveik læti í þeim. Ég vaknaði náttla og var vakandi til 5. Ekki sniðugt. En prófið bjargaðist og það var fyrir öllu.

Í dag höfum við svo verið að fá úr ýmsum ritgerðum og verkefnum. Minn hópur fékk 8 fyrir málstofuna í uppeldisvísindum, 8 fyrir ritgerðina í menningu og samfélag (sem ég var farin að halda að við myndum falla á) og svo fékk ég 7,5 fyrir ritgerðina í þroskasálfræði. Ég er bara mjög sátt við þetta allt saman. Þessi verkefni gilda öll 30% á móti lokaprófinu í hverjum kúrs - og þá er náttla bara að brillera á prófunum líka!

Annars er nú bara mest lítið að frétta af mér. Maður er bara að læra og sofa. Svo vinn ég aðeins líka reyndar. Ég er farin að grennast eitthvað núna, er komin í buxur sem ég hef ekki passað í heilt ár! Það versta við það er að einu gallabuxurnar sem hafa passað á mig almennilega eru eiginlega orðnar of stórar. Ég þarf að fara að gera eitthvað í þessu, athuga hvort það sé hægt að plata pabba til að gefa mér buxur í jólagjöf. Annars langar mig líka í kort í ræktina, hmm, spurning hvort maður á að biðja um.

En jæja, ég ætla að fara að lesa í uppeldisvísindum. Ekki svo mikill tími sem maður hefur fyrir það próf. En ég er allavegana ekki að frumlesa efnið og þetta er nú að mörgu leyti keimlíkt uppeldisfræðinni úr menntó svo maður ætti nú að geta bjargað sér eitthvað.

05 desember 2003

Drykkjuleikjabókinn Bjórkollur fæst í flestum bókabúðum og kostar aðeins 1980 kr. Ef bókin er ekki til í þínu nágrenni hafðu þá samband við bjórkoll á bjorkollur@hotmail.com ;)

Svakalega hlakka ég til þegar ég verð búin með Kennó og get farið að vinna við það sem mér finnst vera skemmtilegt! Bókhald er sko ekki að gera það fyrir mig. Ég var að vinna til 2 í gær og svo fór ég að læra. Ég var orðin stjörf um sjöleytið og dreif mig bara heim. Ég tók aðeins til heima hjá mér og skreytti jólatréð aftur - lagaði það eftir skrautglaða púkann sem var hjá mér á síðustu helgi. Ég er svo bara búin að vera að vinna í dag og svo er ég að fara að hitta Valdimar á eftir. Það verður því eitthvað lítið lært í dag, en ég ætla að vera þeim mun duglegri á morgun.

Annars langar mig að lýsa eftir hverjir voru að taka prófið mitt á testyourfriends. Alveg pottþétt að einhver svindlaði! Þó svo ég hafi vissar grunsemdir um hverjir þetta eru þá er ég ekki alveg viss og óska eftir að viðkomandi láti mig vita. Ég er nefnilegast soldið forvitin ;)

03 desember 2003

Jæja, þá er athyglin farin veg veraldar og ég er bara farin á quizilla. Ég held að það sé merki um að maður eigi að standa upp frá lærdómnum og koma sér heim. Ég var í stærðfræðiprófi í morgun og það gekk bara ágætlega. Ég er svo búin að vera að læra fyrir þroskasálfræði í dag. Afköstin hafa svo sem ekki verið neitt svakaleg en ég hef allavegana gert eitthvað. Verð náttla alveg helmingi duglegri á morgun! Annars er virkilega niðurdrepandi veður úti núna. Ég ætla að fá mér eitthvað gott að borða og kúra upp í sófa í kvöld. Later

GARAGE GURL - Flirt inna Skirt!
A GARAGE-GURL. Youre into loud music, hot guys and
wild fashions. Youre most at ease when youve
got all your mates around you and you like to
party. Boys are a game and youre always on the
ball because you make sure youre always number
one.
Your virtues: Confidence, fun nature, sociability.
Your flaws: Loudness, jealous tendency, need for
attention.


What kind of girl are you?
brought to you by Quizilla

ég veit nú ekki alveg hvort ég samþykki að þetta sé ég...

You are GILL!
What Finding Nemo Character are You?

brought to you by Quizilla

02 desember 2003

Daddara, þá eru prófaþrifin komin í gang - og prófabloggið. Ég er búin að vera að reikna og reikna og reikna. Svo var ég í rökfræði í gær. Halldór hennar Öggu kom til mín og hjálpaði mér með hana, algjör bjargvættur. Ég er svo á leiðinni til pabba, ég ætla að fá hann með mér í algebruna og föllin.

Annars er nú bara allt í gúddí hjá mér. Ég er öll að koma til í eyranu. Ég rak það í bókaskápinn heima hjá mömmu þegar ég var að klæða mig í skóna mína þar í fyrradag. Alltaf sami snillingurinn. Ég veit ekki ennþá hvernig í ósköpunum mér tókst þetta en þetta var vont!! Hefði aldrei trúað því að það gæti verið svona vont að meiða sig í eyrað. En já, minnz er tómur í haus og latur og bara allt! Ætla að fara að fá mér ferskt loft áður en ég fer til pabba. Bleble

Jæja, ég ætla aðeins að kynna alveg bráðskemmtilega bók sem er komin út. Hún heitir Bjórkollur og er alveg ómissandi í partýið. Bókin er komin í helstu bókabúðir og þið sem eruð úti á landi og langar í bókina getið haft samband við Bjórkoll sjálfan á bjorkollur@hotmail.com.

Þetta er ekki bók eingöngu fyrir þá sem drekka. Þarna eru óáfengir kokteilar og þvíumlíkt. Enda drekka ekki allir meðlimir drykkjumannafélagsins Bjórkolls ;)

30 nóvember 2003

Hún Rebekka Líf frænka mín á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elskan mín :)

Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Síðustu tvær vikur hafa meira og minna einkennst af vinnu og lærdómi. Voðalega lítið annað búið að gera. Á seinustu helgi fór ég til mömmu á föstudagskvöldinu að horfa á Idolið. Svo var vinna daginn eftir og lært fram á kvöld. Ég var komin í bælið kl. 10 (á laugardagskvöldi I know.. en ég var bara svo þreytt!!) og svaf út á sunnudeginum. Það var svo lært um daginn og matur hjá mömmu um kvöldið. Mánudagur-Miðvikudagur var bara skóli fyrir hádegi, unnið eftir hádegi og lært um kvöldið. Á fimmtudaginn var líka skóli fyrir hádegi og vinna eftir hádegi en ég þurfti ekki að læra um kvöldið! Ég fór því í ljós og hafði það kósý fyrir framan imbann. Á föstudaginn var ég að vinna fyrir hádegi, skóli til 3, var með Valdimar til 6 og var svo mætt upp í Húsgagnahöll með Agnesi rétt fyrir átta. Þar vorum við að fara að vinna á barnum í staffapartýi hjá Kaupás. Það var svaka stemming á liðinu og við Agnes kláruðum þó nokkra bjórkúta - enda afspyrnu afkastamiklir barþjónar :p Við vorum búnar þarna rét fyrir 1 og þá var bara drifið sig heim enda vinna daginn eftir.

Í gær var ég að vinna til hálf 4, fór svo heim og var löt þangað til að Haukur kom með Kristinn Breka kl. 6. Púkinn fékk að skreyta jólatréð hjá frænku sinni og það var svaka flott hjá honum. Skrautið verður samt eflaust eitthvað minnkað í vikunni.. Það fór bókstaflega ALLT úr kassanum á tréð og það var ekki alveg ætlunin. Fyrir þá sem það ekki vita þá er jólatréð mitt gamalt tré sem hann langafi minn smíðaði og gaf ömmu minni í afmælisgjöf einhvern tíman. Mér finnst því allt í lagi að setja það upp núna af því að það er ekki alveg hefðbundið. Anyways, púkinn fékk að sofa hjá frænku sinni og við höfðum það svaka gott saman. Rakel, Agga og Kolfinna komu í heimsókn í gærkvöldi. Ég gerði heitt súkkulaði og þeytti rjóma og það var svaka huggulegt hjá okkur. Ætlunin var að spila en þegar til kom nenntum við því ekki og horfðum bara á barnamyndir á vídeó :p Haukur sótti Kidda í hádeginu í dag og þá var náttla ekkert að gera nema að drífa sig að læra. Sem ég er alveg að fara að gera. Stærðfræðipróf á miðvikudaginn og ég er orðin pínu kvíðin. Hef látið þennan kúrs sitja pínu á hakanum - en þá er bara að spýta í lófana og ná að minnsta kosti 7!!

Eftir miðvikudaginn á ég þrjú próf eftir. Þroskasálfræði 8. des, inngangur að uppeldisvísindum 11. des og menning og samfélag 17. des. Allt mikil lestrarfög sem ég ætla mér að rúlla upp með stæl! En jæja, ef ég ætla mér að rúlla upp þessum prófum verð ég víst að fara að læra eitthvað. Hérna fyrir neðan er linkur inn á próf sem ég bjó til og sendi nokkrum vinum mínum - þið getið spreytt ykkur á þessu ef þið viljið athuga hversu vel þið þekkið mig ;)


Take my Quiz on QuizYourFriends.com!

27 nóvember 2003

Það var verið að kvarta við mig að ég væri alveg hætt að blogga almennilega, það væri ekki hægt að fylgjast með mér lengur. En ég lofa bót og betrun í þeim efnum. Skrifa almennilega á morgun eða hinn...

Úff, segi bara enn og aftur, ég skil ekki fólk sem gerir bókhald að ævistarfi..

Annars er heimasíðan mín í upplýsingatækni tilbúin fyrir þá sem vilja skoða ,,hæfni" mína í heimasíðugerð....

26 nóvember 2003

Þegar ég var í 4. bekk í menntó skrifaði ég stúdentsritgerð um einbúa. Þar fjallaði ég sérstaklega um Gísla á Uppsölum. Við heimildavinnu fyrir ritgerðina komst ég yfir bók með dagbókarbrotum og ljóðum Gísla og þar kom fram ástæðan fyrir því að maðurinn einangraði sig svona frá umheiminum. Hann var lagður í einelti þegar hann fór á Bíldudal á sínum yngri árum og honum sveið það svo sárt að hann einangraði sig í Selárdalnum. Mér finnst alveg merkilegt að Ómar Ragnarsson sé að koma fram með þessar staðreyndir í dag en bókin með ljóðunum og dagbókarbrotunum kom út eftir andlát Gísla árið 1987. Hann er núna að gefa út e-n DVD disk skilst mér þar sem þetta kemur fram og hann vill vekja athygli á ástæðu þess að Gísli einangraði sig. Betra er seint en aldrei en af hverju í ósköpunum forvitnaðist enginn af þeim sem skrifuðu um Gísla og heimsóttu hann um ástæður þess að hann bjó þarna einn??

Ég held að við megum öll taka það til okkar. Við dæmum fólk sem skrýtið þegar það fylgir ekki viðmiðum og gildum samfélagsins en við pælum aldrei í því af hverju fólk er eins og það er. Ég held að það sé nokkuð ljóst að maðurinn sé í eðli sínu vondur. Sorglegt en satt.

23 nóvember 2003

Jæja, þá er ég mætt upp á Höfða til að læra - og er ekki alveg að nenna að byrja á því. Ég var svo dugleg í gær að ég má kannski vera pínu löt núna :p

Annars er nóg búið að vera í fréttunum undanfarna daga. Meira að segja ég hef tekið eftir því! Ég verð nú samt að viðurkenna að mér finnst Davíð Oddsson algjörlega hafa farið offari í þessu Búnaðarbanka máli. Vissulega er þetta siðlaust það sem kallarnir þar voru að gera en það var ekki ólöglegt. Eins og ég las einhvers staðar þá virðast þessir gaurar ekki hafa verið vinir Davíðs, enda er það vita mál að það er ekki sama hvort þú sért Jón eða séra Jón á þeim bænum. Mér fannst koma góð komment hjá Gunnari Smára, ritstjóra Fréttablaðsins, í Íslandi í dag þegar þetta var rætt. Það sem þessir gaurar gerðu var ekki ólöglegt og af hverju er ekki meiri krafa um að það verði settar skýrari reglur um þessi efni í stað þess að hneykslast svona á þessum gaurum?? Ég meina, hversu margir hefðu ekki gert nákvæmlega það sama ef þeir hefðu verið í þeirra sporum? Held að margir gleymi að spurja sjálfa sig að því.

En ég held að Davíð greyið ætti að fara að hætta þessu stjórnmálavafstri áður en hann fer alveg með það. Mér finnst alveg merkilegt hvað íhaldið getur varið hann fram í rauðan dauðann alveg sama hvað gaurinn gerir. Að mínu mati er það ekki hlutverk forsætisráðherra Íslands - alveg sama hver gegnir því starfi - að slengja fram sínum persónulegu skoðunum og fordæma þegar honum líkar ekki það sem hann sér. Hann segir að Búnaðarbankagaurarnir hafi verið að versla með þýfi þegar ekkert hefur verið sannað í því máli sem hann er að vísa til. Hans hlutverk í þessu máli er að bregðast við hneykslan þjóðarinnar og setja ný lög svo að þetta geti ekki komið fyrir aftur - allavegana ekki á löglegan hátt.

Það er ekkert launungarmál að ég vil sjá Davíð fara að gera eitthvað annað en að stjórna þessu landi og ég vona bara að hann hætti áður en valdahrokinn fer alveg með hann og hann gerir stórann skandal. Annars er það líka fróðlegt og stundum fyndið að sjá íhaldið rembast við að verja kallgreyið þegar hann sjálfur er gjörsamlega siðlaus og vitlaus. En það er svo sem skemmtun sem ég myndi ekki gráta að missa af.

20 nóvember 2003





I'm Rachel Green from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.



19 nóvember 2003

Ég skil ekki fólk sem gerir bókhald að ævistarfi. Er alveg orðin mygluð og tóm eftir vinnu í bókhaldi dagsins. Gæti alveg hugsað mér að vera á Flórída núna í afslöppun eins og sumir sem ég þekki...

Ég er búin að ákveða að eyða jólunum í heimahögunum. Pantaði flug vestur í gær. Ég ætla að fara heim 22. des og kem aftur suður 27. des. Maður ætti því að ná smá djammi með Ellu og Hrafnhildi. Loksins - það er sko alveg löngu komin tími á það!

Pabbi er aldeilis aktívur í frumvörpunum núna. Búinn að leggja fram frumvarp um línuívilnun og um stofnun Háskóla á Ísafirði. Ég held bara að maður verði að styðja kallinn í þessum málum. Svo er hann víst líka með frumvarp um breytingu á störfum ráðherra, þe. að þeir verði ekki sitjandi þingmenn. Mér hefur lengi þótt það mjög óeðlilegt að ráðherrar séu jafnframt þingmenn. Það er bara vonandi að það verði hljómgrunnur fyrir þessu hjá kallinum.

Ég las aftan á Fréttablaðinu núna um daginn að nýjasta trendið í barnanöfnum í Bandaríkjunum sé að skíra eftir þekktum vörumerkjum. Þannig hafi t.d. tveir drengir þar verið skírðir ESPN eftir hinni frægu íþróttastöð.. Ég vona bara að þessi tískusveifla komi ekki hingað til lands!

Niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk voru birtar í dag. Það var gaman að sjá að Vestfirðir komu bara ágætlega út. Annars er ég algjörlega á mót þessum prófum og hvernig þau eru notuð í skólakerfinu í dag. Kennslan í 10. bekk t.d. einkennist alveg svakalega af þessum prófum og námið líður alveg svakalega fyrir það. Á meðan Aðalnámsskrá segir að skólar eigi að einkennast af einstaklingsmiðuðu námi þá verður að endurskoða þessi próf. Í raun ætti kennsla á unglingastigi að einkennast að einhverju leyti af áfangakerfi, svipuðu og framhaldsskólarnir hafa. Þá væri vonandi hægt að komast hjá þessum áherslum á meðalnemandann og allt það bölvaða kjaftæði sem allt of margir hafa fengið að líða fyrir.

16 nóvember 2003

Þú hefur hlotið 41 stig

Persónuleiki þess sem fær á milli 41-50 stig:
Fólki finnst þú frískleg, lifandi, heillandi, skemmtileg og ætíð áhugaverð persóna. Þú ert gjarna miðpunktur athyglinnar án þess þó að það stigi þér til höfuðs. Fólki finnst þú einnig góðhjörtuð, tillitssöm og skilningsrík manneskja sem gleðji fólk auðveldlega og sért ávallt tilbúinn til aðstoðar og hvers kyns hjálpar.


Jæja, já svona er ég víst samkvæmt einhverju persónuleikaprófi á betra.net. Það fyrsta sem maður lærir í sálfræðinni er nú samt að svona próf sem maður sér í tímaritum o.s.frv. séu nett bull. Enginn áreiðanleiki eða réttmæti. En það er nú alltaf hægt að hafa gaman af svona ;)

Annars stóð ég upp frá náminu rétt áðan til að fara á klósettið. Haldiði ekki að rennilásinn hafi farið á uppáhalds gallabuxunum mínum.. (ehemm, þeim einu sem passa almennilega :-/ ) Ég fann sem betur fer nælur þannig að ég gat fest þær svona nokkurn vegin, ætti því að komast skammlaust heim til mín á eftir. Þarf að fara með þær á saumastofu á morgun og sjá hvort ekki sé hægt að laga þetta. Þetta rekur líka eftir manni með að fara að finna aðrar gallabuxur.. Er samt ennþá á bömmer eftir seinustu verslunarferð og langar ekkert svaðalega mikið að fara að máta buxur!

Jæja, ég er víst ekkert búin að röfla hérna í heila viku. Það er nú svo sem lítið búið að gerast. Ég var í vettvangsnámi í Rimaskóla á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Það var svaka gaman að fá að sjá starf í svona stórum skóla. Maður gæti jafnvel hugsað sér að kenna þar. Kom mér soldið á óvart. Skólinn hefur nefnilegast frekar neikvætt orðspor á sér en það var sko langt í frá að maður fyndi fyrir neikvæðu andrúmslofti þarna. Skólastjórinn var alveg frábær og tók alveg rosalega vel á móti okkur. Alls staðar mætti okkur jákvætt og hlýtt viðmót, bæði hjá starfsfólki og nemendum.

Ég var svo bara að læra í vikunni. Kláraði mennsam ritgerðina með Ásu og Sigrúnu. Fæ báðar ritgerðirnar úr yfirlestri í dag og á þá bara eftir að binda þær inn og ganga frá þeim og skila þeim á morgun. Það áttu líka að vera leiðabókarskil á morgun en við fengum þeim frestað fram á næsta föstudag. Ætla samt að gera leiðabókina mína á eftir og senda kennaranum hana. Nenni ekki að eiga það eftir. Ég á svo eftir að gera 4 verkefni í upplýsingatækni. Þarf að sjá hvað ég kemst yfir mikið af því í dag og klára það svo í vikunni.

Næstu 2 vikur eiga eftir að einkennast af vinnu og aftur vinnu. Verð að vinna 6 daga báðar vikurnar auk þess að vera í skólanum. Næstu helgi ætla ég að byrja að læra fyrir prófin í stærðfræði og þroskasálfræði. Er orðin pínu stressuð fyrir þessi próf, finnst ég þurfa að læra alveg heilan helling fyrir þau þannig að það er eins gott að byrja strax! Seinasti kennsludagur er svo 28. nóv og fyrsta prófið er 3. des. Seinasta prófið er 17. des.

Á föstudaginn elduðum ég og Agnes fyrir mig, hana, Öggu og Jóa. Smá Kaffi Rvk reunion. Það var svaka gaman. Við elduðum kjúklingarétt sem heppnaðist bara nokkuð vel held ég. Ég og Agnes kíktum svo aðeins út á lífið. Fórum fyrr heim en við ætluðum því að yours truly datt í stiganum á Sólon. Var eitthvað mikið annað að hugsa og bara hrundi niður. Best að taka það fram strax að þetta var bara Erla að vera klaufi en orsakaðist ekki af mikilli áfengisneyslu. Við hlógum nú mikið að þessu fyrst og skelltum okkur á röltið í bænum. Fórum á Glaumbar. Þegar þangað var komið var mér orðið frekar mikið illt í fætinum og hætt að geta stigið í hann. Það var því bara tekinn taxi heim. Það var ekkert svakalega gaman að þurfa að hoppa á einum fæti upp fjórar hæðir.. en það hafðist. Í gær var ég svo ennþá alveg að drepast og fór upp á slysó að ráði góðra vina. Ég er ekki brotin en það blæddi inn á liðböndin skildist mér. Ég tók því bara rólega í gærkvöldi. Horfði á vídeó með Rakel og fór svo bara snemma að sofa. Ég er svo öll að koma til núna.

En jæja, ætla að fara að læra eitthvað og gera eitthvað af viti hérna. Bleble

12 nóvember 2003

Congratulations!

You are a woman. You like cooking, knitting, keeping your man happy and going to the toilet in pairs!



09 nóvember 2003

Jæja, á maður kannski að reyna bara að röfla eitthvað meira hérna í staðin fyrir að læra :p

Ég var að ræða við einhvern um daginn um þetta vændisfrumvarp sem liggur fyrir þinginu núna. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað mér finnst um þetta frumvarp en það er samt eitt sem mér finnst mjög skrýtið. Hvernig getur verið ólöglegt að kaupa þjónustu sem er ekki ólöglegt að veita?? Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér??

Annars var ég að skoða blogg á tilverunni og rakst þá á þessar snilldar setningar. Þetta eru 22 setningar sem karlmenn ættu að hafa í huga að segja EKKI í rúminu..

1.Nei sko...bíllyklarnir mínir? :) (ef þú ert niðr'á kvk)

2.Er þetta bara ég eða ertu víðari en síðast?

3.Anna,Lára,Inga,Lilja,Guðrún...æ...hvað heitirðu aftur?

4.So...that's how it feels like to fuck a cow! :p

5.HA? Ertu að segja mér að þú fílir ekki forhúðarost? ;p

6.(Þykjast hugsa upphátt) ...ætli hún taki eftir því ef ég feika'ða?

7.Til í að totta mig? ...ég nenni ekki á klósettið! *NASTY* :p

8.Það væri óskandi að allar hinar kvk fíluðu doggy svona! (Ef þú ert í sambandi)

9.Kallarðu þetta brjóst? Ég held að vörtur sé réttara orð... *nasty*

10.Meina...ok...ef þú vilt ekki kyngja þá brunda ég bara í hárið þitt!

11.(Setja Smint í klofið á kvk) - Ekkert smint,enginn koss! :p

12.BEYGLA!

13.Til í að píkuprumpa fyrir mig...það er svoddan turnon! :)

14.Ef mig langar í skemmdan saltfisk þá skal ég sleikja þig...en nei takk!

15.(Benda á "snyrta" píku) - Nei sjáðu...þú'rt með kamb! :)

16.(Horfa á píkuna og benda og spyrja svo : ) - Lék ÞETTA ekki í Gremlins?

17.Ég elska þig...ekki... *nasty* :p

18.(Eftir kynlíf) - Geturu skipt seðli eða tekuru klink?

19.Þá veit ég það...næst þegar ég vil EKKI fullnægingu þá ríð ég þér! :p

20.Well...like mother like daughter! :p

21.(Ef hún er á túr) - SO? Hver setur ekki smá tómatsósu á pylsuna sína?

22.(Þegar þú færð það) - GOOOOOAAAAAL! :)

Jæja, þá er enn ein helgin liðin undir lok og 17. nóv - THE DAY - hjá nemendum á fyrsta ári í Kennó nálgast óðfluga. Á föstudaginn gerði ég lítið sem ekkert af viti. Ég var að vinna fram yfir hádegi - en það var engin skóli :) Fór svo upp í skóla að hitta þriðja árs nema sem ætlaði að krítisera þroskasálfræðiritgerðina mína, sem nota bene ég er nánast búin með!! Ég fór svo og hitti Valdimar, mentor barnið mitt. Við vorum bara löt í rigningunni og horfðum bara á videó. Síðan var hefðbundið föstudagskvöld, farið til mömmu í mat og legið síðan og horft á Idolið. Að þessu sinni eldaði hún mamma mín!!!! Sem eru stórfréttir fyrir þá sem ekki vita. Loksins, loksins, loksins fékk ég hjörtu. Þvílíkt gott að fá almennilegan mat!! Idolið var eins gott að þessu sinni og það var lélegt síðast. Maður átti bara í nokkrum erfiðleikum með að ákveða hvern maður ætlaði að kjósa. En ég var bara nokkuð sátt við þær sem fóru áfram.

Í gær var ég að vinna fyrir hádegi. Fór svo og hitti stelpurnar út af mennsam ritgerðinni niðrí skóla. Við skiptum með okkur verkum og reyndum að finna einhverjar heimildir. Ég fór svo bara heim og beinustu leið upp í rúm. Var frekar þreytt enda var ég vakin kl. hálf 6 og ég náði ekkert að sofna áður en ég fór í vinnuna. Ég kíkti svo aðeins út með Agnesi í gærkvöldi. Við ætluðum að skella okkur í keilu en þegar við sáum að bílastæðið við Keiluhöllina var kjaftfullt hættum við við.. Áttum ekki alveg von á þessu. Kíktum þess í stað á Jóa niðrá Si senor og settumst svo aðeins inn á Metz áður en við fórum heim. Þvílík rólegheit bara.

Ég er svo bara búin að vera löt í dag. Er búin að þurrka af hérna í vinnunni sem ég geri alltaf á sunnudögum. Er samt ekki að nenna að byrja að læra. Er einhvern vegin ekkert í gírnum fyrir ritgerðarskrif núna. Mamma var samt að hringja og bjóða mér í slátur á eftir :D Nammi, namm!!! Missi sko ekki af því!

06 nóvember 2003

Arrg!!! Mig langar eitthvað út á laugardagskvöldið. Seinasti sjens á að gera eitthvað fyrir próf. Af hverju á maður ekki djammvini á lager lengur??? Er ég í alvörunni orðin svona gömul?!?!?!

Who are you?

05 nóvember 2003

Minnz er í fyrirlestri í þroskasálfræði að læra um fjölskyldur. Ég er búin að lesa kaflann (alveg satt :P) og hann er bara alveg þræl skemmtilegur. Það er t.d. verið að fara í það hversu mikið fjölskyldan hefur breyst síðustu áratugi. Það eru komin upp margs konar fjölskyldugerðir, mis flóknar eins og gengur. Mér finnst samt soldið fyndið að skilgreiningin á fjölskyldu sem Hagstofan hefur er að fjölskylda sé tveir einstaklingar sem búi saman með barni sínu/börnum sínum. Þetta er ekkert smá þröng skilgreining miðað við samfélag sem byggist að mörgu leyti upp af einstæðum foreldrum. Það er líka spurning hvernig stjúpfjölskyldan yrði skilgreind af Hagstofunni, þegar það eru komin börnin mín, börnin þín og börnin okkar. Tilheyra þá bara þau börn fjölskyldunni sem viðkomandi eiga báðir saman? Ég held allavegana að samfélagið líti á einstæða foreldra með börn sín sem fjölskyldu, það vantar bara að fá lagaskilgreininguna inn í nútímann. Nú er allavegana ein einstæð móðir komin inn á þing, það er spurning hvað hún gerir í þessum efnum. Maður sér einhvern vegin ekki fyrir sér að aðrir þingmenn pæli í þessum málum - það sést kannski best í hversu fornaldarlegur þessi lagabókstafur er.

Þetta held ég að sýni líka hversu slæmt það er að hafa einungis þingmenn sem komnir eru yfir miðjan aldur. Þeir endurspegla bara hluta af samfélaginu. Þess vegna var það mikið fagnaðarefni að sjá hversu margir ,,ungir" stjórnmálamenn settust á þing nú í haust. Það er bara vonandi að þau eigi eftir að koma sem flestum málum í gegn sem tengjast okkar aldurshópi og hefur setið á hakanum. Má þar t.d. nefna námslánakerfið. Það er allavegana komið fram frumvarp um breytingu á áfengislöggjöfinni og er það bara gott mál.

En jæja, ætla að hlusta betur á hann Baldur. Bleble

04 nóvember 2003

Minnz er þreyttur. Ég var öfga dugleg að læra yfir helgina og ef svo fram heldur sem horfir þá get ég farið að djamma á laugardaginn!! JEI!!! Það er naumast að það þarf lítið til að gleðja mann þessa dagana :p en þegar maður lifir og hrærist í skólabókum og bókhaldi í vinnunni þá held ég að það sé ekkert skrýtið að maður þrái smá tilbreytingu um helgar!

Fyrsti snjórinn kom fyrir alvöru í Reykjavík í dag. Mér finnst alltaf jafn fyndið að fylgjast með þessu netta panikki sem verður. Helmingurinn af liðinu ekki komin á vetrardekk og svo tekst liðinu að festa sig í alveg ótrúlega smáum ,,sköflum". Ég veit það alveg að það er ekkert hægt að bera þetta saman við fyrsta snjóinn í Bolungarvík en mér finnst þetta samt alltaf jafn fyndið. Þetta gerist á hverju einasta hausti, venjulegast á svipuðum tíma en kemur fólki samt alltaf jafn mikið á óvart. En ég held að fólk geti ekki þrætt fyrir það að Reykvíkingar (hehe og Vestmannaeyingar) kunna ekki að keyra í snjó.

Ég þurfti að fara inn í Kringlu á laugardaginn til að kaupa mér linsur og ég verð að viðurkenna að mér brá heldur betur í brún. Allt jólaskrautið komið upp. Ég var að velta því fyrir mér hvort að þeir hefðu litið eitthvað vitlaust á dagatalið og haldið að það væri komin 1. des.. En mér skilst að það sé ekki rétt. Ég skil eiginlega ekki hvað er málið. Maður verður komin með algjört ógeð á þessu skrauti þegar jólin loksins koma. Mér finnst allt í lagi að hafa meiri ljós þegar fer að dimma og svona. Lífga upp á svartasta skammdegið en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ég á allavegana eftir að sniðganga verslunarmiðstöðvarnar þangað til um mánaðarmótin. Ég er engan vegin tilbúin fyrir eitthvað jóladót strax.

Það er mikið búið að vera að ræða börn í mínu umhverfi undanfarið. Mamma var að rifja upp um daginn að þegar hún var jafn gömul og ég er í dag var hún 2ja barna móðir og ja gott ef ekki orðin ólétt að því þriðja. Ég sé mig ekki beint í anda með nokkra gríslinga í eftirdragi. Veit ekki einu sinni hvað eggjahljóð eru. Jú jú víst eru þessi kríli voðalega sæt en alveg er það víst að mig langar ekki í eitt slíkt. Á meðan að mér finnst ennþá gott að skila þá ætla ég mér ekkert að hugsa um barneignir!

En jæja, þá er ég búin að fá útrás og tuða smá. Nú get ég farið heim og lesið Harry Potter!

01 nóvember 2003

Það er kalt úti!! Ég er í vinnunni og er alveg að krókna úr kulda. Mamma er bara í símanum og hefur engan tíma til að hjálpa mér. Ekki sniðugt. Ég blogga þá bara á meðan :p

Ég fór til mömmu í gær að horfa á Idolið. Við ákváðum að kjósa ekkert. Það var bara engin þarna sem skaraði fram úr. Alveg ótrúlega lame þáttur eitthvað. Annars festist ég alveg yfir Djúpu lauginni. Grease liðið var með hana og hann Gói fór á kostum. Hann var með snilldar spurningar - hvaða minnihlutahópi tilheyrir þú? Þetta minnti mann á gamla Kvennótíma, hann og vinir hans voru algjörir jólasveinar þá og eru það greinilega enn.

Annars er þetta búin að vera leiðindavika með alls kyns böggi. Ég er orðin alveg sannfærð um að fólk er fífl og langar að láta lúberja sumt fólk. Annars ætla ég ekkert að fara út í svoleiðis mál hér, þið getið bara horft á þetta í sjónvarpinu þegar við verðum búin að selja sjónvarpsréttinn að öllu saman :p Annars ætla ég bara að hafa það rólegt yfir helgina. Vera dugleg að læra og svona. Það verður djammað og slappað aðeins af eftir 17. nóvember þegar ég verð búin að skila ritgerðunum sem ég þarf að byrja að vinna.

Jæja, ætla að hætta að slæpast svona og drífa mig að klára að vinna. Fer svo heim að læra. Býst við að ég fari í mat til mömmu í kvöld, hún er búin að lofa að elda fyrir mig hjörtu með brúnni sósu og kartöflumús. Namm!!

28 október 2003

Andsk.. var búin að skrifa fullt og það datt bara út.. Hvað var ég aftur að röfla.. Hmm....

Já, ég vil bara segja öllum það, af því að ég var að leiðrétta kennarann minn, að maður segir Í Bolungarvík en ekki á...

Í morgun var fyrsti sköfumorguninn. Ég átti tíma í dekkjaskipti í morgun og er því komin á naglana. Hann Nonni minn reddaði þessu fyrir mig að sjálfsögðu. Að vísu sagði hann mér að sumardekkin mín væru orðin nokkuð léleg - en það er höfuðverkur sem kemur ekki fyrr en í vor.

Annars fór ég að versla í síðustu viku. Ætlaði að kaupa mér nærföt, skó og buxur. Ég bjóst við að lenda í vandræðum með að kaupa mér skó en það var minnsta málið. Við Agga vorum snöggar að finna almennilega skó. Þegar kom hins vegar að því að kaupa buxur vandaðist málið. Ég mátaði mange, mange buxur og árangurinn varð að mér fannst ég vera offitusjúklingur. Það er ekki fræðilegur möguleiki að fá á sig buxur sem ná eitthvað aðeins upp fyrir rassaskoru og svoleiðis snið klæðir einfaldlega ekki mínar breiðu mjaðmir. Það er að vísu smá von fyrir okkur sem eru komnar með kvenlegan vöxt að fá á okkur buxur því það er víst verið að láta hækka öll gallabuxnasnið. En það er ekki sjens að ég fari í annan buxnaleiðangur í bráð. Ég er ennþá á bömmer út af mínum stóra rassi.

26 október 2003

Þórdís og Tommi eignuðust lítinn prins á föstudaginn. Til hamingju með það elskurnar mínar! Vonandi á hann eftir að dafna vel :)

Jæja, þá er helgin að verða búin. Ég er bara búin að vera öfga góð og róleg. Sótti Kristinn Breka kl. hálf 11 í gærmorgun og skilaði honum kl. 1 í dag. Við höfðum það huggulegt frændsystkinin og djömmuðum feitt með Stubbunum og Bubba byggi í gærkvöldi :p

Ég er alveg þvílíkt að láta þessa jafnréttisviku fara í taugarnar á mér. Slekk á öllu sjónvarps- og útvarpsefni sem fjallar um hana. Málið er nú ekki það að ég sé eitthvað á móti jafnrétti - hins vegar fara baráttuaðferðir femínistanna alveg svaðalega mikið í taugarnar á mér. Sú ímynd sem ég fæ af þessu í gegnum fjölmiðla er að það sé aðeins verið að leita eftir jafnrétti á þeim sviðum sem að hentar og jákvæðri mismunun beitt til að hygla konum. Ég sé bara ekki sanngirnina eða réttlætið í því. Held að við náum aldrei fram sátt um jafnréttislöggjöf með svona mismunun - jafnvel þó svo að hún eigi að heita jákvæð. Ég læt mér t.d. ekki detta það í hug að sækja um launahækkun af því að það er jafnréttisvika. Hvað er það?!?! Ég er kannski alin upp við að vera frekja í svona efnum en ég var ekki nema 17 ára þegar ég heimtaði launahækkun í Hagkaup. Ég geri mitt besta til að standa mig í minni vinnu og ég vil líka fá sanngjarnt borgað fyrir hana. Það kemur ekkert upp í hendurnar á manni í nútímaþjóðfélagi. Ég er alveg sammála Baldri Smára með það að maður eigi ekki að fá launahækkun á grundvelli kynferðis - sama hvort maður sé karl eða kona. Stelpurnar verða bara að fara að sýna frekjuna sem í þeim býr í vinnunni! Hætta þessu væli! Og hana nú!

Orkubók Latabæjar er alveg að tröllríða öllu núna. Að mörgu leyti mjög gott framtak sem hvetur börn og þar með foreldra til að huga að hollara mataræði. Það sem ég held að hafi hins vegar gleymst er að kenna börnunum að allt er gott í hófi. Hversu margir foreldrar eru t.d. farnir að lenda í vandræðum með litlu þvengmjóu stelpurnar sínar sem eru nánast hættar að borða nokkurn skapaðan hlut nema grænmeti? Ég sé ekki alveg góða hluti koma af því. Það er bara vonandi að aðstandendur þessa verkefnis átti sig á þessu - eða hafi kannski einhverja lausn á þessu sem ég hef ekki séð í fjölmiðlum enn þá.

Jæja, klukkan er orðin allt of margt og ég er ekki einu sinni byrjuð að læra. Ætla að henda mér í námsbækurnar. Bleble

20 október 2003

BTW, Hjördís, ég var að reyna að læra að setja link inn í texta.. Ég er nefnilegast að læra á Frontpage í upplýsingatækni og þetta var það fyrsta sem ég náði tökum á þar svo mér datt í hug að ég hlyti að geta lært að gera þetta á blogger.. Það hafðist að lokum með góðri hjálp :D

Jæja, þá er maður orðin árinu eldri síðan maður skrifaði síðast. Ég er ekki frá því að það séu komnar nokkrar hrukkur, svei mér þá. Ég fékk gamalmannagjafir - rauðvín og blóm :p og mikið var rætt um börn og barneignir í afmælinu. Annars var gaman að sjá þá sem sáu sér fært að koma og ég segi bara tusind tak fyrir mig :)

En svona svo ég svari kommentinu þínu Hjördís - þá drakk ég nokkra fyrir þig :p Toppaði sjálfa mig á djamminu - og ég sem hélt að það væri ekki hægt. En það er nokkuð ljóst að maður á aldrei að segja aldrei!!

Í gær voru svo bara rólegheit. En samt engin svaðaleg þynnka - ótrúlegt en satt. Hún kannski eldist af manni :p

Þessi vika verður svo kleppur. Ég vann til hádegis í dag og var í skólanum til 5. Er núna upp á Höfða að læra - er bara í matarpásu núna. Það er svo vinna og skóli alla dagana í þessari viku og á kvöldin þarf ég að hitta stelpurnar til að vinna verkefni og ritgerðir. Á fimmtudags- og föstudagskvöldið er ég svo búin að lofa að hjálpa Sigurborgu og Pétri Run að læra fyrir almennu prófið sem þau eru að fara í á laugardaginn. Þá er ég hins vegar að fara að sækja lítinn fjögurra ára púka sem ég ætla að leyfa að gista hjá mér. Þannig að það stefnir allt í rólega helgi og mikinn lærdóm á sunnudaginn. Mig langar samt soldið að reyna að finna tíma í vikunni til að kíkja í búðir - ég á eftir að kaupa nokkrar afmælisgjafir :) Bara gaman að því. En það kemur í ljós hvort ég komist í það núna í vikunni.

En jæja, ég er víst hérna til að læra en ekki til að slæpast á netinu. Ætla að halda á með að lesa um Rudolf Steiner og reyna svo að reikna smá.. Later

17 október 2003

Nú er ég skúffuð. Var búin að hlakka geðveikt til að fara í grunnskólakennarann í dag því það átti að fjalla um kennslu á unglingastigi. Ragnhildur er svo eiginlega bara með þroskasálfræðifyrirlestur! Var í tvöföldum svoleiðis tíma í morgun og finnst þetta ekki sniðugt!! Hefði viljað sjá nokkra kennara af unglingastigi fræða okkur um kennsluna þar. Það var svoleiðis bæði þegar það var fjallað um yngri barna kennslu og miðstigskennslu.

Er ekkert að nenna að fylgjast með, ætla að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera á leikur.is :p

16 október 2003

YES!! Tókst með hjálp frá Önnu Siggu - tusind tak for hjælpen :)

Jæja, þá ætla ég að prófa einu sinni enn.... Kíkið endilega á mentorvefinn :)

15 október 2003

Nei, verð að játa mig sigraða, þarf víst aðstoð við þetta :-/

Hmmm.... ég er víst ekki eins klár og ég hélt.. Let´s try it again.... BB

Hey, Agga, ég er búin að komast að því hvernig maður setur inn link á bloggið!! Alveg rosalega er ég klár!!!! Eigum við að prófa hvort ég geti það rétt.... Hérna er linkur!!

Ég er á frekar mikið leiðinlegum fyrirlestri í Þroskasálfræði. Um geðtengslamyndun barna. Lærði þetta allt í almennunni og eitt af - ja ég veit ekki hvort hægt sé að segja fáu.. - sem ég lærði almennilega. Hlusta með öðru fyrir upprifjun. Annars er ég bara búin að vera að slæpast á netinu í tímanum og er alveg að sjá það að þessir listar með 100 atriðum um sjálfan sig eru alveg að gera sig í bloggheimum. Ég ætla samt að tilkynna það að mér leiðist ekki það mikið að ég nenni að gera svona lista..

Annars er ég að læra að gera heimasíðu í upplýsingatækni. Það er búið að setja þær á netið en slóðin mín verður ekki gefin upp strax.. Ætla kannski að fá ráð hjá einhverjum af þessum tölvuséníum sem ég á sem vini...

Pleh, er tóm í haus og tíminn alveg að verða búinn.... Bæjó spæjó

13 október 2003

Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Það er nú svo sem mest lítið að frétta af mér. Maður er bara að læra og vinna og svo lærir maður og vinnur. Lítið líf í búið að vera í gangi undanfarið. Reyndar kíkti ég aðeins út á laugardagskvöldið með Öggu. Það var svaka gaman hjá okkur - eins og alltaf. Annars verður bara lært á milljón þessa vikuna. Ég á afmæli á laugardaginn og langar alveg rosalega mikið að gera eitthvað skemmtilegt og eiga frí frá náminu - samviskubitslaust - yfir helgina. Helgina á eftir er ég svo að passa Kidda þannig að þá verður líka lítill tími til að sinna náminu. Ætla samt að læra þegar hann verður sofnaður og svo koma Dagný og Haukur á sunnudeginum þannig að maður ætti að geta lært eitthvað þá.

Kristinn Breki tilkynnti foreldrum sínum það um daginn að hann ætlaði að gefa Erlu frænku bjór í afmælisgjöf... Ég veit ekki alveg hvaðan barnið fær þá hugmynd. Hann hefur ekki oft séð mig drekka bjór, reyndar á ég alltaf bjór í ísskápnum en ég held að hann sé ekkert að skoða í hann. En jæja, það er allavegana eins gott að maður passi hvað maður gerir og lætur út úr sér í návist svona orðheppinna púka...

En já, ég ætla að fara að læra, er að fara í stærðfræðipróf á morgun og hef ekkert verið í sambandi til þess að læra fyrir það. Það er spurning hverju maður getur reddað á einni kvöldstund..

08 október 2003

Það eru erfiðir tímar hjá honum litla frænda mínum núna. Hann heitir Kristinn Breki fyrir þá sem ekki vita. Í fyrra dag var hann orðinn eitthvað leiður á sambúðinni við foreldra sína og byrjaði að pakka niður öllu dótinu sínu. Hann ætlaði víst að flytja til hennar Erlu frænku - það er svo miklu skemmtilegra þar heldur en heima :p Litla greyið - maður verður að fara að gefa sér tíma fyrir frænkudag held ég bara.

Ég fór í ljós með Öggu í gær. Ég á ljósakort á Sælunni á Rauðarárstíg. Mér finnst alltaf jafn fyndið að sjá miðann sem er inn í ljósaklefanum: ,,Vinsamlegast hafið fötin með ykkur þegar farið er í sturtu". Er í alvörunni fólk sem skilur fötin sín eftir inn í ljósaklefanum og er bara að striplast þarna eftir sturtuna?!?!?! Þetta færir bara enn meiri rök undir þá skoðun mína að fólk sé fífl...

Baldur Smári var að segja frá því á síðunni sinni að konurnar í vinnunni hans væru sammála um það að ef karlmaður gæti dansað og hægt væri að notast við hann á dansgólfinu þá væri líka hægt að notast við hann í rúminu. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þær komust að þessari niðurstöðu. Ég hef nú dansað við einhverja stráka en ég verð að viðurkenna að hæfnin í rúminu situr meira í minninu heldur en hæfnin á dansgólfinu. Kannski er bara að koma fram kynslóðamunur hérna, ég meina maður dansar ekkert voðalega mikið við hitt kynið á djamminu.. Held að það sé ekki bara ég. En fyrst að það er verið að tala um svona ,,kenningar" þá er mín kenning sú að því öruggari með sig sem strákurinn er og heldur að hann sé svaðalegur höstler - og höstlar kannski svaðalega - því lélegri er hann í rúminu.. Þetta eru venjulega gaurar sem eru frekar miklir egóistar og gleyma alveg að það er einhver annar með þeim í rúminu. Þannig að strákar mínir, ef þið hafið ykkar kynlífsreynslu aðallega úr one night stöndum athugið þá hvort það sé ekki eitthvað sem þið gætuð lært betur á hitt kynið... ;)

06 október 2003

Ég er alveg að verða snillingur í einu - sem ég vildi reyndar alveg sleppa að vera snillingur í - en það er að losa brjóstahaldarann þegar ég set skólatöskuna á bakið.. Skil ekki alveg hvað málið er. Venjulega fatta ég þetta þegar ég er á leiðinni heim úr skólanum og ég er búin að setja töskuna á bakið, fullt af fólki á ganginum og maður áttar sig á því að það er allt svo laust eitthvað. Ekki getur maður farið að standa á ganginum fyrir framan allt liðið að reyna að teygja sig aftur fyrir bak og laga þetta svo maður þarf að drífa sig heim til að geta lagað þetta. Hins vegar er ég orðin nokkuð góð í að festa haldarann blindandi :p

Aldrei þessu vant var ég bara mjög róleg á helginni. Á föstudaginn fór ég til mömmu að horfa á Idol og fór svo bara upp í rúm fljótlega eftir að ég kom heim. Ég var svo að vinna á laugardaginn og Dagný og Haukur komu svo í mat. Þau fóru rúmlega átta og þá var ég alveg orðin stjörf af þreytu og var að spá í að skella mér barasta í háttinn - þangað til ég leit á klukkuna. Ég hringdi í ömmu og reyndi að halda mér vakandi en gafst svo upp og kom mér upp í rúm rúmlega 10. Í gær var ég líka að vinna og fór svo að læra. Kíkti aðeins til pabba að sækja stóla, aðeins til mömmu og svo heim. Lá í leti fyrir framan sjónvarpið alveg til miðnættis. Datt inn í Ghost á Skjá tveimur um 10 og bara varð að klára að horfa á hana.

Það er svo búinn að vera algjör mánudagur í dag. Það er pilluhlé - fyrir þá sem vita hvað það þýðir - og ég er ekkert of spræk. Var hálf dópuð af verkjatöflum þegar ég mætti í morgun. Núna er ég í fyrirlestri í upplýsingatækni. Það er verið að kenna okkur á vef Námsgagnastofnunar. Hann er ekkert voðalega flókinn svo ég er bara að fylgjast með með öðru. Á eftir ætla ég að fara upp á skrifstofu og læra. Þarf að vera dugleg núna því það er próf í þroskasálfræði á miðvikudaginn. Svo er stærðfræðipróf í næstu viku. Nóg að gera.

Jæja, nenni ekki meiru núna. Ble ble

02 október 2003

Ég fór í krabbameinsskoðun í gær. Hef ekki farið síðan ég var tvítug þó svo að maður eigi að fara á tveggja ára fresti. Ég fór þá upp í Krabbameinsfélag og það verður bara að segjast að þetta er ein ógeðslegasta lífsreynsla sem ég hef lent í. Maður kom þarna inn, náttla geðveikt stressaður og var vísað inn í klefa þar sem maður átti að hátta sig og fara í slopp. Síðan þurfti ég að bíða eftir að röðin kæmi að mér. Ég var búin að biðja um að fá kvenlækni þar sem ég var eitthvað svo viss um að það yrði óþægilegt að hafa karllækni. Áður en ég fer inn er ég spurð hvort það megi vera læknanemar viðstaddir. Jú jú segi ég eins og auli. Þegar ég kem þarna inn þá eru milljón manns þarna og allir glápandi á mig. Þetta var ógeðslega vont og mér leið eins og einhverju sýningardýri.

Fyrir það fyrsta þá finnst mér að það eigi ekki einu sinni að spurja að því hvort það megi vera læknanemar viðstaddir þegar stelpur eru að fara í fyrsta skipti í svona skoðun. Maður hefur ekki hugmynd um hvað maður er að samþykkja fyrir utan það að hafa ekki hugmynd um hversu margir læknanemar verða viðstaddir.. Það vantaði allt sem hét nærgætni þarna. Í gær fór ég í skoðun hjá kvensjúkdómalækninum mínum - sem er karlmaður - og verð ég bara að segja að þetta var alls ekki svo slæmt miðað við mína fyrri reynslu af þessu. Hann spjallaði við mig á meðan og tók allt það tillit sem þurfti. Maður slappaði betur af sem gerði það að verkum að þetta var ekki svo vont. Þannig að mín meðmæli til stelpna á mínum aldri - ekki fara upp í krabbameinsfélag. Farið í svona skoðun til ykkar læknis. Og ef þið eruð spurðar hvort það megi vera læknanemar viðstaddir segiði þá bara nei!!

29 september 2003

OMG!!!!! Ég er í upplýsingatækni og það er í alvörunni verið að kenna okkur að nota google...... Kennarinn er í alvörunni að afsaka sig á því hvað hann þarf að fara HRATT yfir efnið. Ég get verið frekar mikið tölvuvitlaus en vá - þetta kann ég nú. Ég sem var að passa mig á því að mæta í tímann því að ég kann ekkert á tölvur - hélt að það væri slæmt fyrir mig að missa úr....

Annars er hérna einn góður brandari sem að góður vinur minn sendi mér á msn - hann er að reyna að halda mér vakandi í gegnum tímann...


One day two boys were walking through the woods when they saw some rabbit shit. One of the boys said, ''What is that?''
''They're smart pills,'' said the other boy. ''Eat them and they'll make you smarter.

So he ate them and said, ''These taste like shit.''

''See,'' said the other boy, ''you're already getting smarter.''



Jæja, það eru bara rúmar 10 mínútur eftir af tímanum... Ég er alveg viss um að þessi maður á ekkert líf og enga vini - nema kannski einan, hehe - ætla ekki alveg að útskýra þennan. Hann varð til í steiktum stærðfræðitíma hjá mér og Ásu :p Það er í alvörunni enginn að fylgjast með - og við sem ætlum að verða kennarar!! Það mætti halda að við ættum að vera perfect nemendur og skilja kennarann öfga vel - en þetta kennir okkur það að ef maður er leiðinlegur þá hlustar enginn á mann... eða eitthvað..

Annars er bara fínt að frétta. Sofie flutti inn í gær. Ég var alveg óvart frekar þunn - allt Öggu og Agnesi að kenna. Þær drógu mig út á svaðalegt djamm á laugardagskvöldið - og ég kann náttla ekkert að segja nei :p Það var náttla bara hrunið í það og margt skemmtilegt rifjað upp. Ég og Agnes lögðumst í símavændi (erum ekkert að svara í 900 númer, verðum bara símaglaðar í glasi :p) og ég er að vona að ég hafi ekki komið mér í klandur :p Ég heyrði í Rögga bró sem var líka að djamma - bara í örlítið heitara loftslagi. Spjallaði við spænskan vin hans sem sagðist ætla að giftast mér því að bróðir minn talaði svo vel um mig!! Mér fannst það frekar fyndið. Þarf að sjá hann einhvern daginn. Aldrei þessu vant var það Agga sem fór ofur ölvi heim fyrst af okkur. Ég held barasta að ég hafi aldrei séð það gerast áður. Ég var hins vegar mjög settleg og hafði vit fyrir okkur :p alveg satt!! Ég man allavegana hvar við enduðum Agnes ;) :p

Jæja, tíminn er aaaalveg að verða búinn. Daddara, massa blað. Vonandi vakna ég á leiðinni heim svo ég verði spræk í að læra eitthvað. Ble ble

26 september 2003

Jæja, það er víst alveg komin tími á að reyna að segja eitthvað af viti hérna. Hef verið alveg rosalega lélegur bloggari undanfarið. Núna er ég alveg svakalega dugleg. Dreif mig upp á skrifstofu hjá mömmu eftir skóla og er að nota föstudagseftirmiðdaginn í að læra!!! Er búin að vera að lesa í Menningu og samfélag og ákvað að taka mér pásu þegar ég var hálfnuð með eina greinina sem ég þarf að lesa. Hún er nefnilegast ekkert lítið leiðinleg. Ég er ekki alveg að fatta hvað mér finnst þessi kúrs leiðinlegur - eins og mér fannst gaman í félagsfræði í menntó. Það er reyndar allt of mikið lesefni í þessum kúrs miðað við að hann er bara 2 einingar - svo er kennarinn ekki sá skemmtilegasti. En ég er eiginlega búin að ákveða að vera ekkert of dugleg að mæta í fyrirlestra í þessum kúrs, get alveg eins notað tímann í eitthvað skynsamlegra en að sofa í tímum. En þá þarf ég líka að vera mjög dugleg að lesa heima og setja mig inn í málin.

Annars gengur bara vel í skólanum. Ég er að bíða eftir að fá niðurstöður matsnefndarinnar á sálfræðináminu mínu. Hvað ég fæ metið og hvað ekki. Það átti að koma í dag en var ekki komið þegar ég var búin í skólanum. Kemur örugglega á mánudaginn.

Röggi bró er núna í fríi á Spáni. Er alltaf að senda mér sms til að segja mér hvað það sé heitt og gaman hjá honum. Þá kann maður svo sannarlega að meta það að vera heima hjá sér að læra á meðan úti er skítakuldi eða rigning... Sólbað, djamm og strendur er sko ekkert að höfða til manns núna......

Á morgun fer ég á fyrsta mentorafundinn minn. Ég sótti um að vera mentor grunnskólabarns í verkefninu vinátta - hægt að lesa meira um það á http://www.vinatta.is. Mér finnst þetta rosalega spennandi - og ekki spillir fyrir að maður fær 3 einingar fyrir verkefnið, sem ætti að geta létt á námsálaginu hjá manni eitthvert misserið.

Jæja, ég er frekar tóm í haus eitthva - eins og vanalega kannski :p - og ætla að fara að henda mér aftur í námsbækurnar. Ble ble

23 september 2003

Þessi er stolinn frá Baldri Smára - en hann er bara alveg snilld :)

Tveir sveitalubbar, Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram. Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur.

Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði.
"Hvað er rökfræði?" spyr Jói.
Námsráðgjafinn svarar: "Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?"
"Hana á ég," svarar Jói.
"Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð," svarar námsráðgjafinn.
"Mjög gott," segir Jói hrifinn.
Námsráðgjafinn hélt áfram, "rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú átt garð, þá áttu líka hús."
Yfir sig hrifinn hrópar Jói: "FRÁBÆRT!"
"Og fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu."
"Hana Mæju! Þetta er ótrúlegt!"
"Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður," segir námsráðgjafinn.
"Það er alveg hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki beðið eftir að byrja í rökfræði."
Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá.
"Hvaða fög tekurðu?" spyr Siggi.
"Stærðfræði, sögu og rökfræði," svarar Jói.
"Hvað í veröldinni er rökfræði?" spyr Siggi.
"Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?" spyr Jói.
"Nei."
"Þú ert hommi er það ekki?"

22 september 2003

Alveg er ég ekki að standa mig gagnvart afmælisbörnum mánaðarins :( En þá er bara að bæta úr því ;)

Haukur Örn, mágur minn, átti afmæli 9. september. Til hamingju með það!

Röggi bró var 22 ára á föstudaginn - til lukku með það að vera alveg að ná mér í aldri! Við verðum bara jafn gömul sýnist mér á næsta ári :p

Svo var hún Karen Líf frænka mín 5 ára í gær. Innilega til hamingju með daginn krús!!

19 september 2003

Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Ég fattaði það þegar ég var búin að blogga seinast að ég gleymdi alveg aðalfréttunum. Ég er komin með nýjan meðleigjanda. Jói bailaði - eins og kannski var við að búast. Ég var frekar stressuð næstu daga á eftir hvort að þetta myndi allt reddast fyrir næstu mánaðamót. En viti menn, þetta reddaðist allt. Sveinbjörn - sem mamma vinnur með - benti mér á frænku sína en áður en að hún hafði samband var ég á spjalli við Sofie vinkonu mína á msn og hún fer að spurja mig hvort ég viti um e-ar íbúðir til leigu með húsgögnum á góðum stað. Ég hafði náttúrulega ekki hugmynd um neitt slíkt en sagði svona í gamni að ég hefði nú aukaherbergi og vantaði meðleigjanda. Þetta er náttúrulega alveg tilvalið fyrir okkur báðar og alveg frábært að fá meðleigjanda sem maður þekkir. Var komin með í magann yfir að þurfa kannski að leigja með einhverjum sem ég þekki ekkert. Sofie flytur ekki inn fyrr en 28. sept þannig að ég hef íbúðina fyrir mig þangað til, eins gott að reyna að njóta þess! Annars verður ágætt að fá smá félagsskap, sérstaklega á kvöldin og svona. Mér er búið að leiðast frekar mikið undanfarið.

Annars gengur bara vel í skólanum. Ég hef reyndar verið lítið dugleg að læra þessa vikuna. Hef bara verið í algjöru óstuði. Þarf reyndar bara að taka skúrk í upprifjun í þroskasálfræði. Annað er á réttu róli. Þyrfti samt eiginlega að taka sunnudaginn í það sem þýðir að ég kemst ekki í afmælið hjá Karen. Ætlaði að reyna að mæta í það. Annars stefnir allt í hörkudjamm á morgun. Bekkjarpartý og partý hjá Rögga bró. Kvinnurnar í bekknum ætla meira að segja að skella sér í bæinn eftir partý - af því að það er svo móðins :p Á laugardaginn á ég svo að passa spiderman. Dagný og Haukur koma að vísu ekki með hann fyrr en um 4 þannig að maður fær smá tíma til að jafna sig á þynnkunni :p Á sunnudaginn ætlaði ég semsagt að skreppa á Grundarfjörð en það stefnir allt í að Hlaðan fái að njóta mín þann daginn.

Jæja, ætla að fara að sofa í hausinn á mér. Busy dagur á morgun.. Ble ble

16 september 2003

Jæja, nú er ég hætt þessu prófastandi. Er búin að vera að láta mér leiðast í uppeldisvísindum. Ætla að taka mig á og fylgjast með....

Aphrodite
Aphrodite/Eros


?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla

Sweet Dreams
"Sweet Dreams" (by Eurythmics)
Sweet dreams are made of this
Who am I to disagree?
Travel the world and the seven seas
Everybody's looking for something
Some of them want to use you
Some of them want to get used by you
Some of them want to abuse you
Some of them want to be abused


Which 80's Song Fits You?
brought to you by Quizilla

On a scale of 1 to 10 you are a 2. You can be cruel
if you want to be, but usually you are normal
and probably often a good person.face="Georgia" size="+1">
To improve your level of evil and become a
Vampire
CLICK HERE
to join the game.



How Evil Are You?
brought to you by Quizilla

Daddara mér leiðist!!!!! Er í tíma í Mál og ritþjálfun - tveggja tíma fyrirlestur um heimildaskrár..... Þarf ég að segja mikið meira!! Ég ætla rétt að vona að ég fái Vinnulagið úr Háskólanum metið svo ég geti sleppt því að mæta í þessa tíma. Ég fæ að vita það um mánaðamótin hvað ég fæ metið úr sálfræðinni - það er bara vonandi að það verði sem mest!

Annars er nú bara mest lítið að frétta af þessum bænum. Ef það hefur verið eitthvað að frétta þá er ég barasta búin að gleyma því :p Ég fór á djamm með kennaranemum á föstudaginn. Þá var nemendadagur hér í skólanum. Við mættum öll hingað kl. 2 og var tekið á móti okkur með bjór og skoti. Síðan lá leið okkar á Laugarvatn. Þar var farið í leiki, grillað og svo var fjörusöngur áður en lagt var af stað í bæinn. Fólk var nú í misjöfnu ástandi þegar við komum í bæinn um 10-leytið en sem betur fer höfðum við gellurnar í 1.B vit á því að sötra bjórinn hægt þangað til við komum í bæinn. Við vorum því með þeim fáu sem dugðu á djamminu eitthvað frameftir. Anyways, þetta var svaka gaman og hristi vel saman þá sem mættu. Það verður svo bekkjarpartý á föstudaginn og þá á hann ástkær bróðir minn líka afmæli þannig að það stefnir allt í svaðalegt djamm þá :D Reyndar gæti verið að ég þyrfti að vinna á laugardaginn og þá verður edrúdjamm - en við sjáum hvað kemur út úr því.J Já, svo var systir mín að minna mig á frænkudaginn sem er á laugardaginn. Þá stefnir allt í bryggjurúnt, rúnt út á flugvöll, bílaleiki, Shrek og fleira skemmtilegt með honum litla frænda mínum. Eins gott að vera ekki of þunnur í því!

Svo á Karen Líf frænka mín 5 ára afmæli á sunnudaginn og það er spurning hvort maður geti skellt sér smá rúnt á Grundarfjörð. Þarf að sjá hvernig vinnumál og lærdómsmál þróast yfir helgina áður en það kemur í ljós.

Jæja, núna er að byrja áhugaverðari tími heldur en áðan. Inngangur að uppeldisvísindum. Reyndar basic uppeldisfræði úr menntó en ágætt að rifja þetta upp. Later

10 september 2003

Alveg finnst mér makalaus þessi umræða um þingmennina og löghlýðni þeirra sem virðist vera að tröllríða öllu núna. Þau lögbröt sem þeir virðast hvað helst hafa framið eru - svona eins og hjá öðrum í landinu - eru umferðarlagabrot. Mér finnst það alveg gjörsamlega út úr kú að ætlast til þess að þingmenn tilkynni um það í hvert einasta skipti sem þeir eru sektaðir fyrir of hraðann akstur. Ölvunarakstur er kannski annað og alvarlegra mál - en samt einkamál hvers og eins þingmanns. Eða er það ekki? Mér finnst það ekki hægt að ætlast til þess að þeir haldi lögin eitthvað súper betur en allir aðrir einfaldlega af því að þeir setja þau. Það er nefnilegast þannig að þingmennirnir okkar eru mennskir - en ekki einhver ofurmannleg fyrirbæri sem eru fullkomin í alla staði. Fyrir utan það þá eru þeir miklu meira á ferðinni um landið heldur en hinn almenni borgari og þar af leiðandi ættu að vera meiri líkur á því að löggan stoppi þá.

Reyndar finnst mér ekki eðlilegt að sitjandi þingmenn séu í fangelsi eins og raunin er núna og finnst alveg stórmerkilegt að maður með yfirvofandi fangelsisvist á bakinu sé kosinn inn á þing. En að ætla að þyngja refsinguna hans af því að hann ók 15 km yfir hámarkshraða fyrir einhverjum árum er alveg fáránlegt. Það fær mann eiginlega til að hugsa hvort að Ríkissaksóknara sé eitthvað óvenju illa við þennan tiltekna mann. Að hann skuli einblína svona rosalega á þvílíkan tittlingaskít er alveg með ólíkindum.

Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þetta mál og m.a. sagt frá því að öllum þingmönnum hefði verið sendar þrjár spurningar og þar á meðal hvort þeir hefðu e-n tíman gerst brotlegir við lögin minnir mig. Stærsti hluti þingmanna svaraði ekki þessum spurningum en þeir sem svöruðu höfðu keyrt of hratt. Þeir sem ekki svöruðu voru taldir upp eins og þeir væru þar með settir í skammarkrókinn. Mér fannst þetta hálf tilgangslaust og hallærislegt hjá fréttastofunni. Verð bara að viðurkenna það. Það hefur tíðkast í stjórnmálum á Íslandi að leyfa fólki að hafa sitt einkalíf fyrir sig og ég sé ekki alveg pointið með að fara að breyta því.
Það kom þarna fram að pabbi hefði ekki svarað þessum spurningum. Mér finnst það ekkert skrýtið að kallinn hafi ekki viljað svara þessu. Hann kæmi út eins og stórglæpon með allar sínar hraðasektir. Hann var meira að segja áskrifandi hjá Löggunni á Ísafirði á tímabili :p

08 september 2003

Jæja, þá ætla ég að fara að reyna að blogga eitthvað af viti hérna. Er búin að vera geðveikt löt við þetta og hef einhvern vegin ekkert haft að segja undanfarið. Hef líka lítið verið að fylgjast með þjóðlífinu undanfarnar vikur. Var af einhverjum undarlegum ástæðum sem ekki verða raktar hér ekki með sjónvarp fyrr en á síðustu helgi :p Saknaði þess reyndar lítið fyrr en ég fékk það aftur. Algjör draumur í dós að geta horft á Skjá einn!! Núna var að byrja þáttur sem heitir Fastlane - sexy gæjar og flottir bílar - verður varla betra en það :p

Ég fór að djamma á helginni með henni Öggu pöggu pí. Ég er bara alveg komin úr æfingu að djamma með henni og endaði þar af leiðandi algjörlega á rassgatinu.. Við þurfum að vera duglegar að djamma svo ég geti náð upp áfengisþolinu mínu aftur. Ég þarf líka að finna góða leið til að snúa á hana þegar við erum báðar komnar í glas - þá er hún nefnilegast með það á heilanum að fá mann til að drekka meira þó svo maður segist löngu vera búinn að fá nóg. Ég kom mér samt hjá því að drekka Mojitoinn sem hún ætlaði að koma oní mig - 80% romm eða eitthvað álíka. Ekki alveg fyrir minn hænuhaus!

Jæja, ég get ekki fylgst með sjónvarpinu og bloggað. Verð bara að blogga eitthvað af viti einhvern tíman seinna. Á morgun segir sá lati, later..

05 september 2003

Þá er maður byrjaður í skólanum og allt að komast í eðlilegt horf. Ég er núna í tíma í þroskasálfræði. Mér líst bara ljómandi vel á þetta allt saman. Ég hef ágætis undirbúning bara fyrir þetta allt saman. Sálfræðin ætlar að nýtast mér vel eftir allt saman. Annars er ég hálf óstarfhæf núna, ég tók aðra linsuna alveg óvart úr auganu og sé núna ekkert í fókus nema í loki auganu. Þvílíkt óþægilegt. Ætla að hlaupa heim í hádeginu til að fá mér nýja linsu. Alltaf sami snillingurinn :p Sem betur fer er bara verið að fara í atferlisfræði núna. Algjöran grunn. Þó svo að ég hafi fallið í þessum kúrs upp í háskóla þá kann ég nú þennan grunn þannig að það er ekki hundrað í hættunni þó svo ég sé hálf sjónlaus.

Annars er nú bara mest lítið að frétta bara held ég. Ég er alveg að verða búin að koma mér fyrir. Jói er þessi líka fíni meðleigjandi - borgar leiguna en er aldrei heima :p Það verður nú víst einhver breyting á því bráðlega en er á meðan er. Ég fór á Sálina með Sigurborgu síðasta föstudag. Það var svaka stuð og mín höstlaði bara og alles :p Aldrei þessu vant! Ætla samt ekki að fara meira út í það hér, þetta á allt eftir að koma í ljós.

Jæja, ætla að reyna að fylgjast eitthvað með þessu. Er búin að sækja glósurnar mínar úr Greiningu og mótun og er að rifja upp skilgreiningar á virkri skilyrðingu og klassískri skilyrðinu og öllu þessu svakalega skemmtilega.... Later

Ps. sorrý Helena, það var algjör snilld hvernig þú mældir olíuna hjá mér ;)

28 ágúst 2003

Jæja, þá er maður mættur í höfuðborgina. Ég keyrði suður í gær og var að fram á nótt að taka upp úr kössum, raða húsgögnum og fleira skemmtilegt. Ég komst ansi langt í gær og ætla að klára þetta í dag eða á morgun. Nenni hreinlega ekki að vera að stússast í þessu endalaust!

Það verður nú að segjast eins og er að það var ansi erfitt að fara í gær. Amma greyið alveg brotnaði og grét og grét þegar ég fór. Tárin láku nú hjá mér líka og ég blótaði mér fyrir að hafa ekki verið búin að taka bensín áður en ég fór og kvaddi ömmu. Ég setti hins vegar bara upp sólgleraugun - að hætti sumra :p - áður en ég fór á sjoppuna að taka bensín.

Allavegana, ég byrja ekkert að vinna eða í skólanum fyrr en eftir helgi og verð að mestu heima við ef einhverjum langar að kíkja í heimsókn. Ég bý núna á Bólstaðarhlíð 46, segi ekkert á hvaða hæð :p Ætla að fara að drífa mig heim að gera eitthvað. Var að koma úr klippingu og litun. Mamma segir að ég sé eins og golsótt rolla - en ég held að ég sé samt fín sko....

23 ágúst 2003

Hellú! Var að koma heim úr vinnunni. Bara 4 vaktir eftir!! Ég ætla að stelast til að sofa heima hjá pabba næstu 2 nætur. Mamma kom vestur í gær og við ætluðum að deila rúminu hennar ömmu en hún ætlaði að sofa í stofunni. Ég svaf hins vegar lítið í nótt. Mamma tók nánast allt plássið á þvervegin sem þýddi það að ég gat ekkert rétt almennilega úr mér því að rúmið hennar ömmu er svo stutt! Annars er nú bara mest lítið að frétta af mér. Ég er bara alveg rosalega löt þessa dagana, er held ég bara ennþá að jafna mig eftir þessa næturvaktatörn. Ég gerði mest lítið á miðvikudaginn. Fór í ljós og sund og hafði það bara huggulegt. Kíkti svo á rúntinn með Hrafnhildi um kvöldið. Það var rosa gaman að hitta hana aðeins - allt of langt síðan við höfum hist. En við bætum nú úr því þegar ég verð komin suður. Í gær var svo komið að því að senda allt dótið mitt suður. Eftir að dótið var komið í flutningabílinn gerðum við amma mest lítið. Ég pakkaði niður restinni af fötunum mínum - og komst að því að ég á alveg fuuullt af engu til að vera í :-/ Og svo tæmdi ég baðskápana mína og fyllti með því 2 kassa - þegar ég var búin að setja í snyrtitöskurnar... Ekki spurja mig hvað var í þeim... Amma byrjaði eitthvað á því að þrífa og svo fórum við heim að borða - og gerðum ekkert meira :p

Mamma kom svo og við sátum þrjár og höfðum það huggulegt. Fengum okkur bjór og Dooleys. Mér finnst ég svo ekkert vera búin að gera í dag. Fór smá rúnt með mömmu hérna og innfrá og fór svo bara að vinna. Ég hef aðallega verið að stressa mig á þessum flutningum mínum en það átti að ná í dótið í dag og koma því í nýju - vonandi æðislega fínu - íbúðina mína - og Jóa :p Það var nú ekki litla stressið og vesenið að redda þessu öllu - mamma gekk í málin þegar hún var komin og bjargaði þessu alveg. Kippti öllu í liðin þannig að það varð þetta líka spennufallið hjá mér. Ég hefði barasta aldrei klárað þetta mál án hennar og ömmu. Það er munur að eiga svona góða að til að hjálpa sér þegar á þarf að halda!! Kossar og knús fyrir allt báðar tvær :*

Jæja, ég ætla að fara að sofa í hausinn á mér. Klukkan að ganga eitt og ég á að mæta í vinnu kl. 8 í fyrramálið.. Næst seinasta morgunvaktin.....

20 ágúst 2003

Næturvakt 5

Seinasta vaktin!!! Það var einhvern vegin miklu léttara að mæta í vinnuna áðan af því að ég veit að ég þarf ekki að koma aftur næstu nótt :) Ég ætla nú ekkert að fara að tuða eitthvað núna, nenni því ekki. Ætla bara að fá mér að borða og koma mér vel fyrir inn í stofu. Ég tók Fast and the Furious og Loser. Ég ætlaði að taka Taxi en hún var ekki inni. Einhver hefur lesið hérna að ég ætlaði að taka hana í kvöld og nappað henni á undan mér úti á Tröð.. Eða eitthvað :p

Annars er ég búin að vera á fullu í dag við það að pakka inn dótinu mínu ásamt ömmu, Grétu og Bjarna Ben. Núna er allt tilbúið til flutnings nema þvottavélin mín, en það verður gengið frá því á morgun. Þetta verður svo sent á fimmtudaginn og komið suður á föstudaginn og þá ætlaði ég að fá einhverja góða vini mína til að aðstoða hann bróður minn (því ég verð ekki komin suður) við að koma dótinu upp í íbúðina mína. Það á reyndar ekki að vera svo mikið mál. Jói ætlar að redda lyftu og bíl frá Byko og svo verður allt flutt í gegnum svalirnar þannig að það er ekkert verið að bera upp stiga eða neitt svoleiðis. Ég held að þessir góðu vinir mínir viti alveg hverjir þeir eru en þeim verður boðið í pizzu og bjór (já eða diet kók :p) fyrir hjálpina ef þeir mögulega sjá sér fært að hjálpa mér. Reyndar yrði það ekki fyrr en ég verð komin suður, ég ætla nú að baka pizzurnar sjálf og gera þetta almennilegt ;) Þeir eiga þetta þá líka inni hjá mér þegar þeir flytja að heiman - þó svo ég bjóðist frekar til að þrífa og pakka í kassa heldur en að bera eitthvað þungt :p

Anyhow, ég bara verð að setja inn eina snilldarsögu af henni Illu ömmusystur og kannski leiðrétta söguna af Addý og Dengsa síðan í gær. Ég tók víst ekki nógu vel eftir - það er víst soldið síðan þetta gerðist og Dengsa var víst illt í bakinu en ekki höfðinu.. En eins og ég var búin að segja hérna þá var árleg berjaferð ömmusystkinna minna á síðustu helgi. Á laugardagskvöldinu eru þau þrjú út í skúr hjá Illu að hreinsa berin og hakka þau og búa til berjasaft. Illa fer eitthvað inn til sín og þegar hún kemur aftur er hún öll hvít í framan. Amma og Gummi segja ekki neitt strax en að lokum spyr amma hvurn andskotann hún hafi eiginlega verið að gera og sækir spegil svo Illa geti séð hvernig hún lítur út. Þá var Illa að taka inn magamjólk en ekki vildi betur til en svo að hún hellti henni niður á borðið. Nýtnin í þessu liði er ekki einleikin og þar sem ekki mátti neitt fara til spillis af magamjólkinni þá beigði Illa sig yfir borðið og saug upp því sem hún náði... Og varð þar af leiðandi svona hvít í framan.....

Jæja, ætla að fara að gera eitthvað af viti. Ætla bara svona rétt í lokin að benda ykkur á að fara yfir smáauglýsingarnar í Mogganum í dag (19. ágúst sko). Það er ansi skondin auglýsing þar!

19 ágúst 2003

Hann karl faðir minn er rúmlega fimmtugur í dag. Til hamingju með daginn pabbi!! :)

Næturvakt 4

Jæja, þá er bara ein næturvakt eftir - þegar þessi er búin. Og svo á ég bara eftir að vinna 7 vaktir áður en ég hætti!! Nei, heyrðu, ég á bara 5 eftir!!! Svakalega hljómar það miklu betur!!!

Ég var í lundaveislu áðan hjá Dísu og Pétri. Addý, Dengsi og amma voru líka. Það var alveg svakalega gaman. Mikið hlegið eins og við var að búast. Þar heyrði ég eina mestu snilldarsögu sem ég hef nokkurn tíman heyrt. Addý og Dengsi voru einhvern tíman að fara að sofa og Dengsi var alveg að drepast í höfðinu (man ekki alveg hvort þetta var á Þjóðhátíðinni, það var e-r hausverkur að hrjá Dengsa þá, hehe smá einka húmor). Addý hugsar náttúrulega vel um sinn mann og fer og finnur fyrir hann verkjatöflur. Þegar HÚN rennir niður töflunum man hún að hún var að sækja þær fyrir Dengsa... Hún hugsar sem sagt svo vel um hann að hún tekur inn lyfin hans fyrir hann... Algjör snilld!!

Jæja, það er alveg fullt í gangi í samfélaginu en aldrei þessu vant er ég voðalega lítið að spá í því og missi eiginlega bara alltaf af fréttum núna. Það kemst í lag þegar næturvaktirnar verða búnar. Það eina sem ég man eftir úr fréttunum er að hrefnuveiðar eru byrjaðar aftur. Mér líst bara vel á það. Ég hálf vorkenni fólkinu sem er svona svakalega mikið á móti þessu. Sérstaklega þessum fanatísku útlendingum sem ferðast heimshorna á milli til að mótmæla þessu. Ég held að þetta lið ætti að líta sér nær og athuga hvort það geti ekki bætt einhverja hluti í sínu eigin samfélagi - eins og heimilisleysi, fátækt o.s.frv. - áður en það fer að rífa sig yfir einhverjum hvalveiðum lengst út í ballarhafi sem snerta líf þeirra ekki neitt! Vissulega ber að fara varlega út í svona veiðar, sérstaklega ef dýrin eru í útrýmingarhættu og allt það, en ég er samt ekki alveg að ná svona fanatísku fólki. Maður hefur einhvern vegin á tilfinningunni að það að stoppa þessar veiðar sé líf þess og yndi. Ég vona bara að þetta fólk eigi ekki börn - því þau eru þá eflaust vanrækt þessa stundina - og ef það á maka þá er eins gott að hann hafi sama áhugann á þessu málefni..

Æi, ég er kannski komin út í vitleysu hérna en svona öfgar fara mikið í mig, sama hvaða nafni þær nefnast og að hverju þær snúa. Maður gerir heiminn nefnilegast ekki að betri stað nema maður hugsi vel um sig og sína og komi vel fram og af virðingu við aðra. Svona fólk er alltaf að reyna að breyta heiminum og mótmæla en hugsar aldrei um neitt meira en rassgatið á sjálfu sér og ber enga virðingu fyrir neinum. Þoli ekki svona fólk - ef það fór eitthvað fram hjá ykkur :p Maður bítur samt alltaf í tunguna á sér ef maður hittir svona týpur því það er vita vonlaust að ætla sér að eiga viti bornar samræður við það..

Annars getur maður svo sem sagt sína meiningu án þess að vera dónalegur. En stundum er best að þegja. Ég lærði það í kennslunni í vetur. Maður þurfti stundum - sem betur fer alls ekki oft - að láta ótrúlegasta skít yfir sig ganga. Því miður er ákveðið fólk hérna í bænum sem ég get ekki litið sömu augum og áður eftir þennan vetur - en maður lærir það að maður ber ekki ábyrgð á hegðun annarra.

En vá hvað ég er neikvæð eitthvað. Hef greinilega þurft að fá útrás fyrir eitthvað röfl!! Eða þá að mig vantar að kúra hjá ákveðnum aðila... Anyhow, ætla að fara að horfa á eitthvað skemmtilegt. Later..

18 ágúst 2003

Allir að skrifa í gestabókina!!!! ;)

Næturvakt 3

Þá er maður að verða hálfnaður með þessar blessuðu næturvaktir. Bara 2 eftir þegar þessi er búin. Seinustu nótt var ég bara að horfa á vídeó. Miss Congeniality var á Stöð 2 um nóttina og svo horfði ég á Wayne´s World. Hún var á Stöð 2 fyrr um kvöldið en ég lét taka sjónvarpsdagskrána upp fyrir mig svo ég gæti horft um nóttina. Það er ár og öld síðan ég sá Wayne´s World síðast en það var bara nokkuð gaman að sjá hana aftur. Ég hló allavegana mikið að henni. Ég er svo með fullt af gömlum myndum sem ég ætla að horfa á í nótt og næstu nótt. Tók líka upp Shallow Hal í gær en veit ekki hvort ég nenni að horfa á hana. Á þriðjudagsnóttina er ég að spá í að leigja mér spólu. Fast and the Furious og Taxi eða eitthvað álíka. Alltaf gaman að þeim myndum ;)

Annars á ég mér ekkert líf og enga vini þessa dagana. Ég bara vinn á nóttunni og sef á daginn. En ég á bara 7 vaktir eftir hérna og þá fer maður að eiga sér meira líf - vonandi! Gummi Baldur - bróðir ömmu - var hérna yfir helgina í árlegri berjaferð með systrum sínum. Það er stundum alveg kostulegt að fylgjast með ömmu og hennar systkinum. Það var mikið að gera hjá ömmu og Illu að plana allt nestið, hver ætti að koma með hvað og svona. Ég held að þau hafi haft nesti með sér sem hefði dugað heila þjóðhátíð.. En það er gaman að þeim. Það er búið að vera algjört bíó stundum í vetur að fylgjast með ömmu, Boggu og Illu.

Menningarnóttin var víst í gær. Ég get ekki beint sagt að ég hafi grátið það að vera ekki í bænum þá helgina. Svona mikill fólksfjöldi er ekki alveg fyrir mig. Eflaust var margt skemmtilegt um að vera en æi, ég veit ekki. Mér líður bara illa í svona margmenni.

Teljarinn minn hefur ekki verið að virka undanfarið og ég ákvað að vera hugrökk og kíkja inn á Bravenet og athuga hvort ég gæti lagað þetta. Og viti menn, haldiði ekki að ég hafi ekki bara reddað þessu!! Ji, stundum er ég bara svo klár :p

Jæja, er alveg tóm í haus - samt ekkert tómari en vanalega :p Er að spá í að finna mér eitthvað að borða og koma mér vel fyrir inn í stofu. Ble ble

16 ágúst 2003

Kræst hvað mér leiðist!!!! Er á næturvakt og er alveg að drepast úr leiðindum!! Hjördís er samt aðeins að halda í mér lífinu á msninu en vá hvað ég er ekkert að nenna þessu. Og ég á ,,bara" 4 næturvaktir eftir þegar þessi er búin!! Ég skil ekki hvernig mér datt í hug að þetta yrði ekkert mál... Ég er ekkert að nenna að fara að horfa á vídeó, nenni ekki að lesa, nenni barasta ekki neinu! Mig langar bara að kúra mig hjá Ingþóri og hafa það öfga huggulegt. Ég væri alveg til að fara eitthvert út í buskann þar sem við gætum fengið að vera bara tvö í friði í nokkra daga. Enginn Auðunn eða neitt.

Annars verður gott að hafa hann hjá sér þegar ég fer suður. Ég held að það eigi eftir að vera pínu erfitt að fara héðan. Kveðja ömmu og Víkina mína. Ég dauðkvíði því allavegana að fara suður, er alltaf að horfa á fjöllin mín og drekk í mig ferska loftið í hvert skipti sem ég fer út. Ég held að ég sé ekki alveg laus við Vestfjarðaveikina, enda færði ég ekki lögheimilið mitt suður. Get einhvern vegin ekki hugsað mér það strax. Ég var að stússast í þessu í dag og færði það bara heim til pabba hérna. Á að vísu eftir að segja honum það - en ég veit að það er allt í lagi. Hann kom við í dag áður en hann fór suður og tók fullt af kössum fyrir mig. Það var alveg rosalega gott að losna við þetta - þó svo ég þurfi að taka upp úr þessu öllu aftur þegar ég kem suður! Hann kom líka með föt sem hann keypti á mig út í BNA. Það er alveg mesta furða hvað kallinn getur. Hann keypti peysu, bol og pils og þetta passaði allt saman og er bara alveg ljómandi fín föt!! Ég var mest ánægð með pilsið því að það er í stærðinni SMALL og það barasta passaði!!! My ass isn´t that big after all :p

Ég sótti Eyjamyndirnar í framköllun í dag. Alveg ljómandi fínar myndir bara. Gleamingly fine, yes. Ég held ég hafi aldrei fengið svona margar góðar myndir eftir Þjóðhátíð. Ég fer svo í lunda til Dísu og Péturs á mánudaginn ásamt hinum Víkurunum sem voru á Þjóðhátíð. Þá fær maður að skoða eyjamyndirnar hjá þeim öllum og ég ætla að taka eyjadiskana með. Þeir eiga svo eftir að liggja í dvala næstu mánuðina. Mamma ætlar svo að koma á fimmtudaginn - ef það stenst hjá henni.. Það verður því nóg að gera þangað til að ég fer suður. Gummi Baldur bróðir hennar ömmu ætlar að taka eins mikið dót og hann getur þegar hann fer suður á sunnudaginn og þá fer maður að sjá hvað þarf að senda með flutningabíl.

Hmm, það er bara frekar mikil umferð úti eins og er. Það mætti bara halda að það hefði verið ball innfrá eða eitthvað.. Það var nú samt bara diskótek inn í Sjalla.. Daddara, Bolungarvík aðfararnótt laugardags.. Allt morandi í lífi og fjöri sem ég get fylgst með.. Reyndar er ég búin að vera að heyra einhver skrýtin hljóð í alla nótt, eins og einhver sé á ferli en samt eru allir sofandi.. Spooky!! Kannski er köttur inn á skoli eða einhvers staðar þar sem ég þorði ekki að kíkja inn :p Æi, bleh, ætla að fara að kíkja á liðið og lesa eða eitthvað... Ble..

15 ágúst 2003

Djö.. ég ýtti á einhvern helv... takka og það datt allt út sem ég var búin að skrifa. Og hvernig í ósköpunum á gullfiskurinn ég að muna hvað það var!!! Ég man reyndar að ég ætlaði að pirra mig á því að ég get ekki séð skilaboðin í shout outinu. Ég er orðin öfga forvitin að sjá hver var að tjá sig þar um þjóðhátíðarsöguna mína. En ég skal komast að því fyrr eða síðar!!

Hmm, hvað var ég annars að röfla áðan...? Góð spurning.. Jú, ég var eitthvað að tala um að ég er búin að vera öfga löt. Ég bara sef og sef og sef þegar ég er ekki að vinna eða pakka. Ég hefði alveg verið til í að hafa Ingþór hjá mér í þessu letikasti til að knúsa mig en við verðum að bæta hvoru öðru það upp þegar ég kem suður - já eða þegar hann kemur vestur til að fara með mér suður! Þó svo ég ætli ekki að sofa einhvers staðar á leiðinni suður (hehe, eins og sumir ;) þá væri ég alveg til í að dúllast í Djúpinu, skoða Litla Bæ þar sem að Magga amma fæddist og bara dútlast eitthvað. Við Ingþór hljótum að geta látið okkur detta eitthvað í hug til að skoða og dúllast við á leiðinni :p

En já, áður en ég babla mig út í eitthvað sem á ekki alveg heima hér ætla ég að snúa mér að einhverju öðru. Hmm, eins og hverju.. Veðrinu kannski. Aldrei þessu vant var rigning í Bolungarvík í kvöld. Ótrúlegt en satt. Það er bara svo fréttnæmt þegar það rignir hérna að ég barasta verð að blogga um það! Það var samt öfga hlýtt þegar ég var að labba heim úr vinnunni áðan. Sem er kannski ekki alveg eins fréttnæmt því það hefur verið mjög hlýtt hérna í sumar. Jamm og jæja, ég er í alvörunni að tjá mig um veðrið hérna. Ég held að það sé ekki allt í lagi með mig. Kannski hefði ég þurft að eiga gullfisk til að tala við seint á kvöldin þegar ég nenni ekki að fara að sofa. Ég hefði aldrei nennt að eiga kött eða hund. Enda er ég hrædd við hunda þannig að það er eiginlega ekki möguleiki. Það er líka öfga mikið vesen að eiga kött, kynntist því þegar hann bróðir minn átti Pamelu Anderson. Blessuð sé minning hennar. Það væri eiginlega best að hafa bara Ingþór hjá sér núna. Miklu skemmtilegra að tala við hann heldur en einhvern gullfisk. Eða kött. Það er heldur ekki hægt að kúra hjá fiskinum. Reyndar er hægt að kúra hjá kettinum en.. Vá, núna er ég komin út í tóma vitleysu!!! Ég er farin að trúa Öggu vinkonu þegar hún segir að ég geti röflað um allan fjandann endalaust. Þess vegna er bloggið svona fínt. Þá þarf enginn að hlusta á röflið í mér frekar en einhver vill. Paradís fyrir Öggu - nú hringi ég aldrei í hana til að tala um gullfiska og ketti :p Bara eitthvað sem er í alvörunni merkilegt eins og strákamál og eitthvað svoleiðis :p

Jæja, Erla Kristinsdóttir, nú hættir þú þessu röfli og ferð að sofa áður en allir halda að þú eigir ekkert líf og enga vini.....

12 ágúst 2003

Jæja, þá er maður að verða búin að jafna sig eftir þjóðhátíðina. Ég hef nákvæmlega ekkert gert síðan ég kom heim nema unnið og sofið. Jú og sett í þvottavél. Var orðin alveg fatalaus þegar ég kom heim. Ingþór og Auðunn voru hérna á helginni, voru með hoppukastalana inn í Súðavík. Ég var líka að vinna og fékk ekki að sjá Ingþór nema rétt yfir blánóttina en maður reynir að pirra sig ekki á því. Við bætum bara úr því þegar ég verð komin suður.

Amma kom í dag og hjálpaði mér að pakka niður eldhúsdótinu mínu. Það gekk alveg ljómandi vel hjá okkur og er ekki mikil vinna eftir. Ég byrjaði svo á því að pakka niður þeim fötum sem ég sé ekki fram á að nota alveg á næstunni. Það er líka allt að verða búið úr stofunni svo að ég er að vona að mesta vinnan sé búin. Ég verð alveg öfga fegin þegar þetta er allt búið og ég komin suður. Ég á bara eftir að vinna í hálfan mánuð og ætti að vera komin suður eftir 15 daga. Ég er reyndar komin með í magann yfir því að vera að fara héðan. Mér finnst ég varla vita út í hvað ég er að fara, hef ekki einu sinni séð íbúðina sem ég er að fara að búa í. En æi, þetta á allt eftir að bjargast einhvern vegin.

Úff, ég er alveg tóm í haus. Var á næturvakt í nótt og var vöknuð frekar snemma til að pakka og er bara alveg dauð. Ég er að spá í að fara bara snemma að sofa til tilbreytingar..

07 ágúst 2003

Þá er maður loksins komin heim eftir alveg hreint frábæra Þjóðhátíð. Veðrið var alveg frábært og allt í föstum skorðum - fyrir utan brekkusönginn.

Ég var mætt í Herjólf kl 11 á föstudagsmorgninum og við tók þriggja tíma veltingur.. Að venju varð ég sjóveik. Þegar til Eyja var komið fór ég beint í Dalinn og fór í setningarkaffi á Sjómannasund 9. Var mætt á undan Kidda og Hildi.. Surprise, surprise.. Sumt breytist aldrei ;) Eftir kaffið var brunað heim í djammblokkina þar sem við lögðum okkur fyrir átök kvöldsins. Um kvöldið var að sjálfsögðu farið í Dalinn og hápunkurinn var á miðnætti þegar kveikt var í brennunni á Fjósakletti. Hún var glæsileg að venju. Eftir brennuna var farið með púkana heim og sest að sumbli í stofunni hjá Kidda og Hildi. Við Steini misstum okkur aðeins út í stjórnmálaumræðu en henni var hætt áður en við vorum komin út á hálann.. Það var nú einu sinni Þjóðhátíð. Síðan var aftur brunað í Dalinn og djammað til 6 - en þá vildi Kiddi endilega fara heim og ég og Hildur létum undan. Drífa ákvað að vera samfó og við ákváðum að finna okkur skemmtilegan bekkjarbíl til að fara í heim. Drífa var með gítarinn um öxl og ekki vildi betur til en svo að yours truly labbaði á hann og var illt í gagnauganu það sem eftir lifði þjóðhátíðar.. Ekki er hægt að kenna áfengisneyslu um þessar ófarir þar sem lítið var drukkið þetta kvöld af einhverjum ástæðum. Ég er víst bara svona mikill klaufi! Það verður svo víst að taka það fram að þegar við fórum heim kl. 6 var Steini ennþá sprell lifandi!! Enda var tekin mynd af því til að skjalfesta það :p

Á laugardeginum var ég vöknuð hress og spræk í hádeginu (að vísu hálf raddlaus, hálsbólgan eitthvað að láta vita af sér). Kiddi og Hildur fóru með púkann inn í Dal til að sjá brúðubílinn en ég ákvað að fara með hana ömmu mína í bíltúr í góða veðrinu. Við keyrðum upp á Stórhöfða og skoðuðum allt sem okkur datt í hug að skoða á eyjunni. Ekki spillti fyrir að skyggnið var frábært og sást vel upp á land. Þegar heim var komið var kominn tími á síðdegislúrinn. Þegar við vöknuðum var kíkt yfir í næstu íbúð þar sem ég fékk hárið á mér sléttað fyrir kvöldið (veitti ekki af eftir fastaflétturnar sem ég var með á föstudagskvöldinu). Um kvöldmatarleytið var okkur svo boðið í reyktan lunda á neðri hæðinni. Lundinn smakkaðist bara ljómandi vel. Að þessu sinni var farið frekar seint í Dalinn þar sem Hildur ætlaði að vera búin að svæfa Magnús áður en við færum. Það var því setið að sumbli fram eftir kvöldi. Við Hildur rétt náðum inn í Dal áður en að flugeldasýningin byrjaði. Hún er alltaf flott - en samt verð ég að viðurkenna að mér finnst brennan alltaf tilkomumeiri. Þetta kvöld var pirraða kvöldið mitt. Mér var illt í hálsinum og hausnum, nánast alveg raddlaus og alltaf verið að segja mér að þegja eða hlægja að mér. Það kom samt ekki til greina að láta það eyðileggja kvöldið svo ég dró Drífu og Hildi með mér á danspallinn og rölt um dalinn. Eitthvað fjör hefur verið hjá okkur því ég fór ekki heim fyrr en hálf 8 og Hildur kom heim kl. 10... Drífa vakti Steina til að fara heim kl. 8 - já, hann sofnaði víst á beddanum inn í hvíta tjaldinu aldrei þessu vant :p

Á sunnudeginum vorum við ekki alveg eins spræk (ég alveg raddlaus) þegar við vöknuðum en drifum okkur samt með Magnús inn í Dal. Dagskráin var að mestu búin þegar við komum en við Hildur tókum til í hvíta tjaldinu áður en við röltum heim á leið. Þar sem við erum öll orðin svo gömul lögðum við okkur þegar heim var komið til að geta djammað almennilega seinasta kvöldið. Ég tuggði og tuggði hálstöflur og drakk panodil hot í von um að geta sungið eitthvað í brekkusöngnum um kvöldið. Að þessu sinni fór Magnús í pössun en við vorum samt öfga sein að drífa okkur í Dalinn. Ég var komin upp í brekku til ömmu og þeirra um hálf ellefu leytið. Það var mikill spenningur í mannskapnum eftir að sjá hver yrði með brekkusönginn, þyrlupallurinn frægi jók mjög á þá eftirvæntingu. Klukkan rúmlega 11 kom þyrlan fljúgandi við mikinn fögnuð og kastaði út pakka frá Johnsen. Bréfið frá honum var lesið upp og Róbert Marshall kynntur sem brekkusöngvari. Hann stóð sig vel - en var enginn Johnsen.. Það verður brekkusöngur allra tíma á næstu Þjóðhátíð þegar Árni snýr aftur! Röddin mín gerði mér þann greiða að geta sungið í brekkusöng en hún hvarf reyndar fljótlega aftur. Eftir brekkusönginn var farið í hið árlega pulsupartý í hvíta tjaldinu. Eftir það hélt ég til á stóra danspallinum. Var þar þar til stelpurnar vildu fara að rölta eitthvað um 5-6 leytið. Kl. 7 var djammúthaldið mitt búið og ég rölti heim á leið. Ég var öfga sátt eftir skemmtilega þjóðhátíð þegar ég stoppaði á leiðinni heim og horfði yfir dalinn. Ekki spurning um að ég mæti aftur að ári :)

Mánudagurinn var svo bara ÞYNNKUDAGUR. Legið og horft á Friends. Ég fór út að borða með öllu liðinu að vestan á veitingastað sem heitir Fjólan og er á Hótel Þórshamri í Eyjum. Mæli alveg með honum. Á þriðjudagsmorgninum var svo mætt í Herjólf rétt fyrir 8 og við amma vorum komnar í bæinn um hálf 12. Amma var á einhverju útstáelsi og lagði sig aðeins en Ingþór kom í heimsókn til mín. Alltof stutta heimsókn að vísu en það var öfga gott að fá að kúra sig aðeins hjá honum. Við lögðum svo af stað vestur rétt fyrir kl 4 og vorum komnar heim um hálf 11. Ég mætti svo í vinnu í morgun og aftur núna í kvöld. Ég ætla að nota næstu daga til að hvíla mig eftir helgina en síðan verður farið á fullt í að pakka og pakka.. Eftir 20 daga ætla ég víst að vera komin suður!

31 júlí 2003

Jæja, þá er komin vika síðan ég bloggaði síðast og ég er barasta að fara til Eyja á morgun!! Ótrúlegt en satt. Amma gamla fór á Þjóðhátíð í gær ásamt þeim heiðurshjónum Dísu og Pétri. Mér skilst á þeim að það sé allt að verða tilbúið og ég er farin að hlakka mikið til :) Núna er ég bara að slæpast í Reykjavíkinni, bíllinn minn er í þrifum og ég er svona nokkurn vegin búin að redda því sem ég þarf að redda. Á bara eftir að sækja bílinn og kíkja á hana Öggu Pöggu Pí niðrá Metz. Ætla svo í ljós með mömmu á eftir og hitta svo liðið sem verður samfó í Herjólfi á morgun. Það virðist ætla að sannast það sem ég er búin að vera að tönglast á lengi - það verður gott veður á Þjóðhátíð. Allavegana er spáin góð, aldrei að vita nema maður verði í sólbaði hjá Magga og Sísí eins og fyrir tveimur árum.

Annars er bara mest lítið að frétta af mér. Ég er komin með kvef og hálsbólgu - sem verður reddað með koníaki annað kvöld ef ég verð ekkert farin að skána þá. Það er allavegana ekki fræðilegur að ég leggist í flensu yfir sjálfa Þjóðhátíðina. Annars svíf ég bara á mínu bleika skýji og brosi hringinn. Lífið er eitthvað svo yndislegt núna :)

Þjóðhátíðarsagan kemur eftir helgi. Hafið það öll gott yfir helgina hvar sem þið verðið!

24 júlí 2003

Jamm og jæja, ég ætlaði víst að vakna á skikkanlegum tíma í dag og vera svaka dugleg.. Ég vaknaði nú reyndar snemma. Það er eitthvað verið að vinna bak við blokkina mína og ég vaknaði við bölvuð læti kl. hálf 9.. Ekki ánægð eins og kannski gefur að skilja.. En ég sofnaði nú aftur og var alveg vöknuð um tíuleytið en nennti ekki fram úr og sofnaði aftur :p Svo var bara allt í einu komið hádegi og þá loksins drattaðist ég á lappir. Fljótlega eftir það var hringt í mig til að segja mér fréttir. Það er víst búið að kæra þrjá stráka hérna fyrir nauðgun. Það er nú búið að ræða fátt annað hérna í dag og ég verð að viðurkenna það af öllu því sem ég hef heyrt þá vil ég leyfa strákunum að njóta vafans þangað til annað sannast. Að sjálfsögðu veit maður ekkert hvað gerðist þarna og er í engri aðstöðu til að dæma nokkurn mann - en miðað við sem maður heyrði eftir þessa helgi sem nauðganirnar eiga að hafa átt sér stað þá gengur dæmið ekki alveg upp miðað við þessar kærur. Ég sendi bara allar mínar hlýju hugsanir til mæðra (já og pabba) strákanna sem hér eiga að máli. Stelpan á líka alla mína samúð því hvort sem hún er að fara með rétt eða rangt mál þá á hún bágt.

Jæja, bara 9 dagar í Eyjar - 6 dagar þangað til að ég fer suður og bara 1 dagur í að ég fái svaka skemmtilegan gest :) Það stefnir allt í svaka skemmtilega helgi þó svo ég verði að vinna á föstudagskvöldið. Yndið mitt hún amma ætlar að vinna fyrir mig á laugardaginn og sunnudaginn svo ég ætla að njóta þess í botn að kúra hjá gestinum mínum og hafa það huggulegt. (jæja, elskan mín, þá er búið að minnast á þig á blogginu. Þú verður bara að sætta þig við að ég ætla að fá að hafa þig bara fyrir mig til að byrja með ;)