29 febrúar 2004

Jæja, minnz er bara búinn að vera rólegur yfir helgina. Ég fór snemma að sofa bæði á föstudags- og laugardagskvöldið. Röggi bró og Hrafnhildur komu í mat í gærkvöldi og það var bara fínt. Rólegheit og spjall. Alltaf gaman að því. Ég fór svo að læra í dag og tók smá frænkudag með Kidda. Við fórum aftur niður að tjörn að gefa öndunum og svo heimtaði púkinn að fara aftur á kaffihús. Uppáhalds frænkan verður náttla að standa undir nafni og ef fram heldur sem horfir verðum við frændsystkinin fastagestir á Brennslunni. Það er ekki hægt að segja annað en að púkinn hafi góðan smekk! :p Til að fullkomna dekrið var farið heim til mín í bíló og svo var dansað eftir teknótónlist síðan að frænkan var ,,ung". Kiddi fékk lánaða nokkra diska með best of lögum gelgjutímans míns og vakti það mikla lukku. Það er svo spurning hvernig þessi tónlist á eftir að leggjast í foreldrana!

Á morgun þarf ég svo að taka daginn öfga snemma. Er búin að vera með í maganum yfir að þurfa að vakna svona snemma í marga daga! Nú fer að líða að æfingakennslu hjá okkur og næstu 4 daga verðum við í áheyrn hjá viðtökukennaranum okkar. Nú fer maður að leggjast yfir kennsluáætlanir og plana 2ja vikna æfingakennslu. Þetta á örugglega eftir að verða gaman þó svo að við kvíðum allar pínu fyrir. Ég er svo að vona að ég nái að kíkja í búðir á morgun að kaupa sængurgjöf fyrir hann ,,Fjólmund". Það er einhvern vegin engin tími fyrir búðarráp hjá manni. Maður þarf víst að fara að huga að skírnargjöf líka, spurning hvort ég nái að virkja yngri systkini mín í að hugsa um það!

Jæja, ætla að henda mér í háttinn svo að það sé einhver möguleiki á því að ég vakni í fyrramálið!!

28 febrúar 2004

Sigurgeir Sturla frændi minn er 12 ára í dag. Til hamingju með daginn elskan mín :)

27 febrúar 2004

Frábær ljóskubrandari stolinn frá Baldri Smára ;)

Ung ljóska réð sig í sveit sem eldabuska. Á einum heitum sumardegi voru allir á bænum úti á túni, nema bóndinn sem var aleinn á öðru túni að vinna. Þar sem það var svo heitt ákvað bóndinn að vinna kviknakinn. Þegar líða tók á daginn fór hann að sólbrenna á vininum. Um miðja nótt vaknar hann svo sárkvalinn og frúin segir við hann að þetta lagist nú ef hann baðar vininn upp úr súrmjólk. Bóndi skellir sér niður í eldhús og setur súrmjólk í skál og skellir vininum ofan í. Á því andartaki kemur ljóskan inn í eldhúsið, snarstoppar, tekur andköf og segir: Guð, ég veit hvernig þeir eru tæmdir, en ég hef aldrei séð þá ...........hlaðna fyrr........

Ég var soldið spennt að sjá hvernig nýr menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, myndi standa sig. Mér hefur fundist hún sköruleg og röggsöm sem þingmaður og sem kennaranemi og áhugamanneskja um menntakerfi þjóðarinnar fannst mér komin tími til að við fengjum almennilega menntamálaráðherra. Því miður verð ég að segja að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með nýja ráðherrann. Hún fylgir orðum Davíðs í algjörri blindni eins og allt of margir sjálfstæðismenn. Það virðist vera stór synd í þeim flokki að hafa sjálfstæðar skoðanir og vilja. Einræðisherrafyrirkomulagið er alls ráðandi í öllu sem viðkemur Sjálfstæðisflokknum. Þingmennirnir og ráðherrarnir búa allt of oft í pólitískum skýjaborgum með nákvæmlega engri tengingu við raunveruleikann. Viðhorf Þorgerðar Katrínar til Háskóla Íslands sýna það glöggt. Samkvæmt hennar orðum er Háskólinn alls ekki blankur og það má greina pirring í orðum hennar þegar hún ræðir þessi mál. Maður hefur á tilfinningunni að henni finnist orð þeirra sem segja annað vera eintómt væl. En þú þarft ekki nema að ræða við deildarstjóra Háskólans og nemendur hans og það sem þetta fólk finnur fyrir er tóm blankheit og niðurskurður. Miðað við þessa umræðu hugsa ég til þess með hryllingi hvernig hún á eftir að taka á grunnskólakerfinu. Það verða lágmark 3 ár þangað til við sjáum byltingu á þessum bænum og ég bið til guðs að íslenskir kjósendur kjósi þá eitthvað annað en sjálfstæðishrokann sem hefur stjórnað undanfarin ár. Kannski eru þeir bestir til að sjá um fjármálin eins og þeir vilja sjálfir halda fram en það er löngu orðið ljóst að þeir eru sísti kosturinn til þess að sjá um félagslega kerfið okkar og menntakerfið.

26 febrúar 2004

Veit einhver hvernig ég losna við þetta trackback og kannski sagt mér hvað þetta er??

Sundlaugarmálið er mikið búið að vera í umræðunni á meðal Bolvíkinga. Vissulega er ekkert sem afsakar það að þessi tiltekni starfsmaður sé að sýna myndbönd úr öryggismyndavélinni en það er einn punktur sem hvergi hefur verið nefndur. Krakkarnir eru í óleyfi á girtri einkalóð fyrir utan opnunartíma sundlaugarinnar. Það er vita mál að þarna eru eftirlitsmyndavélar og að þær rúlla oft á helgum. Geta þau ekki soldið sjálfum sér um kennt? Hversu langt á persónuverndin að ná?

24 febrúar 2004

Ég var að sjá á mbl að þingmenn Samfylkingarinnar eru að leggja fram frumvarp um að sett verði á stofn fangelsi fyrir unga fanga, þe. á aldrinum 18-24 ára. Þetta finnst mér frábært frumvarp og ég vona svo sannarlega að það verði samþykkt. Það er fyrir löngu kominn tími á að gera eitthvað af viti í fangelsismálum Íslendinga.

23 febrúar 2004

Jæja, ætla að drífa mig að blogga smá áður en að Ása kemur. Erum að fara að vinna feykilega skemmtilegt stærðfræðiverkefni.. eða þannig. Eigum að skila þessu á morgun og það gengur ekkert að klambra þessu saman. En þetta hlýtur að reddast.

Ég var bara róleg á föstudagskvöldið og mætti í vinnu á laugardagsmorguninn. Dreif mig heim um þrjúleytið og lagði mig. Mamma mentorbarnsins míns var svo búin að bjóða mér í mat. Ég fékk alveg svaðalega gott að borða hjá þeim og það var bara gaman að kíkja á fjölskylduna hans. Svo lá leiðin í afmæli hjá Hjördísi og Þórdísi, aka. Fjördís og Bjórdís ;) Það var haldið á Hverfisbarnum og það var öfga gaman þar. Ég fór síðan á Sólon og hitti Ásu og vinkonu hennar. Við djömmuðum þar þangað til að statusinn á sumum var orðin svo slæmur að við urðum að fara með hana heim :p Í gær kúrði ég fram yfir hádegi með rugludallinum mínum. Ég fór svo til Dagnýjar og Hauks að kíkja aðeins á ,,Fjólmund". Markmiðið var reyndar að taka Kristinn Breka aðeins út og það hafðist fyrir rest. Við fórum að gefa öndunum brauð og kíktum síðan á kaffihús. Á leiðinni heim var svo tekinn smá bryggjurúntur. Ég lærði svo aðeins og fór svo í mat til mömmu. Kiddi var þar þegar ég kom og ég skilaði honum heim. Það er erfitt lífið hjá þessum unga manni þessa dagana, honum varð víst að orði í gærkvöldi að það væri erfitt að eiga lítinn bróður. Það verður því mikið um frænkudaga næstu vikurnar en hann pantaði að fara aftur næsta sunnudag niður að tjörn að gefa öndunum.

Annars er lítið gert á þessum bænum nema vinna, læra og sofa. Agnes er búin að vera á kafi í vinnu niður á Rossopomodoro. Það var opnað þar á fimmtudaginn og við sáumst varla í seinustu viku. Enda er til alveg ótrúlegur samtíningur í ísskápnum eins og sumum varð að orði. Lítið eldað á þessum bænum þessa dagana.

Annars óska ég eftir hjálp við að setja inn myndir og laga kommentkerfið þannig að það sé hægt að setja inn fleiri komment en 5 við hvern póst...

20 febrúar 2004

Myndir af nýfædda prinsinum hér :D

19 febrúar 2004

Skoðið heimasíðuna hjá Baldri Smára, hann var að fá alveg ótrúleg skilaboð í gestabókina sína frá einhverjum nafna sínum sem finnst hann vera að brjóta á sér með því að nota lénið www.baldur.blogspot.com... Það er nú lítið um þetta að segja nema að fólk er fífl!!

Jæja, þá er maður búinn að fara og skoða litla púkann. Eins og við er að búast er þetta algjör rúsína og eins og snýttur út úr nefinu á pabba sínum. Hann er alveg eins og Kristinn Breki var þegar hann fæddist, með sama hárið og allt. Það þarf bara að kíkja á gamlar myndir af Kidda til að sjá hvernig púkinn lítur út. Það er svo alltaf sama gátan hvað barnið á að heita, að venju er mínum uppástungum illa tekið.. Ekki það að ég skilji það ekki, ég myndi heldur aldrei skíra barnið mitt Fjólmund :p

Eftir hádegi í dag fæddist lítill prins sem var 14 merkur og 51 cm. Til hamingju Dagný, Haukur og Kristinn Breki!!

18 febrúar 2004

Þetta er algjör snilld, stolið af blogginu frá Baldri Smára

Furðuverk

Snilldartexti frá Rut Reginalds...

Ég á augu, ég á eyru
ég á lítið brotið nef.
Ég á augabrúnir, augnalok
sem að krumpast er ég sef.
Ég á kinnar sem er'ei stinnar
og á höfði fáein hár
Ég þekki rosa fínan lækni
sem er obboslega klár

Ég á nett geggjaða mömmu
og appelsínuhúð.
Tvær hendur og tvo fætur
sem ég keypti út í búð.
Ég get hoppað , ég get dillað
Í brjóstum hef ég gel.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
sem að strauja þarf víst vel.

Ég er furðuverk, algert furðuverk
Sem var lagað til
Ég er furðuverk, algert furðurverk
Lítið samt ég skil.

Hún Hjördís Fjördís er 25 ára í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott!!

17 febrúar 2004

Já það var sko djammað á laugardaginn. Fátt annað um það að segja. Það rættist meira að segja úr karlpeningnunum, maður nýtur þess bara á meðan það er ;) Ætla að fara heim til mömmu og hitta hana ömmu mína aðeins. Hún kom frá Grundarfirði í gærkvöldi. Later

14 febrúar 2004

Valentínus smalentínus - er ekki að fíla þennan dag!! Ætla að harka af mér öll veikindi og djamma með Fjördísinni og Bjórkollinum í kvöld. Líst betur á það heldur en að hanga heima og væla yfir lélegum karlpeningi...

13 febrúar 2004

Minnz er heima veikur :( Ekki gaman. Stefnan er tekin á að vera eldhress á morgun, mæta í vinnu og djamma með Hjördísi eins og búið var að plana. Ég er að vísu ekki orðin hitalaus en verður maður ekki að harka bara af sér. Það er ekki eins og hægt sé að fresta djamminu - Hjördís verður farin af landinu innan 2ja vikna.. En jæja, hef náttla ekkert að segja, leiðist geðveikt mikið. Búin að liggja yfir sjónvarpinu í 2 daga og enginn á MSN til að tala við. Agnes er að vinna því það er verið að fara að opna Rossopomodoro - veitingastaðinn sem hún vinnur á - og Agga er í New York. Ekkert líf og engir vinir! Jamm og jæja, ætla að halda áfram að láta mér leiðast. Later..

11 febrúar 2004

Hvað er málið með Rut Reginalds og þessar lýtaaðgerðir?!?! Mér finnst þetta bara fáránlegt. Ef fólk vill fara í svona aðgerðir getur það gert það fyrir mér en að búa til svona sjónvarpssirkus í kringum þetta finnst mér alveg út úr kú. Það var verið að fjalla um þetta í Kastljósinu áðan og Hanna Katrín/Kristín eða eitthvað álíka var þarna sem málsvari þessa verkefnis. Hún var engan vegin að standa sig fannst mér og var ekki að koma með góð rök fyrir þessu ,,verkefni". Hún var meira í að verja lýtaaðgerðir - sem enginn var svo sem að krítisera. Gagnrýnin er náttla fyrst og fremst á það að vera með svona dæmi í íslensku sjónvarpi. Hvaða áhrif hefur þetta t.d. á ungar stelpur? Það eru engin rök að segja að Rut sé ekki ung stelpa og því komi þetta ekki til með að hafa áhrif á þær. Þetta er hluti af þeirri útlitsdýrkun sem við sjáum t.d. á Popptíví og auðvitað hefur það áhrif á sjálfsmynd ungra stúlkna ef það þykir sjálfsagt í samfélaginu að fara í lýtaaðgerðir. Það er bein mótsögn við það sem ég held að flestir vilji innræta börnum sínum, að vera sáttur við sig eins og maður er.

Það er líka slæm skilaboð í þeim rökum Hönnu að Rut sé náttla ekki búin að fara vel með sig og þurfi því á þessari andlitslyftingu að halda. Hvað segir það krökkum á okkar aldri? Allt í lagi að sukka og svína og fara öfga illa með sig, maður fer bara í meðferð, skrifar bók og gerir upp málin sín og setur svo punktinn yfir i-ið með því að fara í lýtaaðgerð. Þá lítur maður út fyrir að hafa lifað öfga healthy lífi og vera heilbrigður og allt í gúddí bara.

Get a life!! Segi ég bara. Finnst þetta ekki eftirsóknavert. Ég ætla að vona að samfélagið taki kröftuglega á móti þessu og þetta nái aldrei á neitt flug.

Ein ég sit og sauma eins og maðurinn sagði. Er búin að vera hálf þreytt í dag. Var nefnilegast á djamminu í gær. Árshátíð KHÍ var haldin með pompi og prakt á Broadway í gærkvöldi. Maður var alveg komin í menntaskólafíling að fara á skólaball í miðri viku! En það var öfga gaman. Sveppi og Auddi voru veislustjórar og voru með sína klassísku brandara - en samt góðir. Við biðum öll spennt eftir uppistandi frá Gulla dans - einum skrýtnasta kennara skólans - en hann var hálf sorglegur kall greyið. Ég þyrfti eiginlega að tékka á því hvort hann tengist ekki Gísla á Uppsölum einhvern vegin. Er einhvern vegin alveg viss um að hann sé launsonur hans eða eitthvað.. Í svörtum fötum spiluðu svo á ballinu. Þeir urðu alltaf meira og meira rokkaðri eftir því sem leið á ballið og yngri hópur var á dansgólfinu. Þetta var frábær skemmtun og ég er strax farin að hlakka til að fara á árshátíðina með enskudeildinni á næsta ári!

08 febrúar 2004

Jæja, þá er minnz vaknaður eldhress og sprækur eftir djammið í gær. Við stöllur vorum bara frekar rólegar og ég var komin heim um 4. Það er svo djamm aftur á þriðjudaginn, þá er árshátíð Kennó. Ég er búin að fá fullt af fötum lánuðum hjá Öggu Pöggu og er eiginlega búin að velja mér dress. Ef ég hefði ætlað að nota einhvern af kjólunum mínum hefði ég þurft að kaupa mér skó, á enga pena skó sem passa við svona fínt. Þannig að í sparnaðarskyni fékk ég lánuð föt hjá Öggu sem passa við grófu skóna mína. Segiði svo að ég sé ekki hagsýn!!

Í dag ætla ég bara að slæpast. Ætla að sjá hvort að einhver sé ekki á lausu til að slæpast með mér. Ég ætla svo að vera massa dugleg að læra á morgun og á fimmtudaginn. Þá get ég sagt með hreinni samvisku að ég hafi ekki verið að trassa skólann út af djammi.

Ég er alltaf jafn tóm í haus gagnvart öllu sem er í gangi í samfélaginu. Það er kannski svona þegar maður er hættur að horfa á fréttir á hverju kvöldi. Ég er samt ekki að skilja Pétur Blöndal í þessu Sparisjóðsmáli. Hann er svo augljóslega vanhæfur til að fjalla um þetta mál á þinginu af því hann á mikla persónulega hagsmuni í þessari sölu. Ég skil ekki hvað maðurinn er að reyna að þræta fyrir það. Aldrei myndi ég kjósa þennan gaur - eða flokk sem hefur hann innanborðs for that matter. Það er svona eins og Vinstri grænir. Ég íhugaði að kjósa þá fyrir seinustu kosningar, málefnin hjá þeim eru oft á tíðum ágæt, en liðið sem maður væri að gefa atkvæði sitt... Held að Steingrímur væri búinn að byggja upp öflugri flokk ef hann væri ekki með svona öfgasinnaða klikkhausa með sér.

Það er líka eitt sem ég hef verið að spá. Hvar er allt unga fólkið sem var kosið á þing í vor?? Sú eina sem maður tekur eitthvað eftir er Katrín Júlíusdóttir hjá Samfylkingunni. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með Dagnýju og Birki hjá Framsókn. Hef lítið orðið vör við að þau séu að gera eitthvað af viti. Dagný er líka alveg búin að falla í áliti hjá mér eftir háskólaumræðuna sem hefur verið undanfarna mánuði. Mér finnst það slæmt að sjá hana ekki taka skýra afstöðu í því máli. Þó svo að maður sé komin í ákveðið lið þá velur maður þær orustur sem maður ætlar að taka og stendur á sinni afstöðu. Þessa baráttu hefði hún átt að taka. Ég held að allir háskólastúdentar séu mér sammála um það.

07 febrúar 2004

Minnz fór á tónleikana með Rasmus á Gauknum í gærkvöldi og það var öfga gaman. Ég mæli tvímælalaust með því að fólk fái sér diskinn þeirra. Ef það fílar almennilegt rokk þ.e.a.s. Það var svo vinna í morgun og í kvöld er djamm með Ellu og Hrafnhildi. Á eflaust eftir að verða svaka stuð á okkur :)

04 febrúar 2004

Jaeja, nu aetlar minnz ad reyna ad blogga eitthvad af viti. Agnes og Agga eru ad vinna upp i Austurbae vid ad setja upp barinn og minnz er bara einn heima ad rolast. Eg er buin ad vaska upp og ganga fra tvottinum og ta er litid eftir nema bara ad fara a netid
:p

Minnz er bara buinn ad vera latur undanfarid. Nenni litlu nema ad laera, vinna og hanga a netinu. En tad stendur nattla allt til bota, ehemmm...

I gaer for eg i ljos og sund med Hjordisi. Tad var ofga gaman hja okkur. Vid forum i ljos upp i Arbae i ofga taeknilega ljosabekki. Utvarpid var innbyggt i bekkinn og madur turfti engin heyrnartol. Svo gat madur latid sprautast a sig vatn a 30 sek fresti. Svo var lika haegt ad lata sprauta a sig vatn med lykt - eda eitthvad svoleidis. Allt ofga taeknilegt semsagt, en finir bekkir, maeli alveg med tvi ad profa ta!Vid forum svo i sund i Arbaejarlaugina. Tad voru ekkert saetir strakar tar - vid forum i Laugardalslaugina naest ;)

I sundi i gaer var an grins ljotasta gella sem eg hef sed alveg svadalega happy med kaerastanum sinum. Tad faer mann til ad spa hvaa se eiginlega ad manni ad vera ekki buinn ad finna ser almennilegan gaeja fyrst ad tessi gella gat hostlad. Grenj grenj! Ekki tad ad eg grati mig i svefn yfir ad fara ein ad sofa en stundum vaeri agaett ad hafa einhvern hja ser.

En ja, ta er madur buinn ad fa utras fyrir tad tud! Aetla ad fara ad koma mer i sturtu og sidan i beddann. Later

03 febrúar 2004

Vi? Hj?rd?s ?tlum a? hafa ?a? huggulegt ? kv?ld og fara ? lj?s og sund. Langar ?fga miki? ? sm? afsl?ppun n?na. Fyrst ver?ur ?a? hins vegar plokkfiskur sem vi? Agnes ?tlum a? hafa ? matinn ? kv?ld!! Namminamm, ?g hlakka bara til :D

Ég held að Hjördísi leiðist í vinnunni.. Hún náði að gera músastiga úr lakkrísnum okkar....

02 febrúar 2004

Minnz er að reyna að skrifa leiðabók í NKS um einstaklingsmiðað nám og kennslu í getublönduðum bekkjum. Gengur ekkert allt of vel. Er eitthvað svo tóm í haus núna. Ákvað að skrópa í skólanum í dag og eyða deginum í að lesa skólabækurnar. Ég er komin á áætlun í Námskrárfræðum og svona nokkurn vegin í NKS. Á þá bara eftir að lesa málfræðigreinar í mál og hugtök og þá er minnz í góðum málum í skólanum. Jibbí!

Annars er ekkert að frétta af þessum bænum. Lífið hjá manni þessa dagana er voðalega mikið vinna, læra, sofa. Næstu helgar eru samt skipulagðar. Á föstudaginn er það Rasmus á Gauknum með Hjördísi, spurning hvort það verði eitthvað djamm á eftir því ég á að vinna á laugardaginn eins og venjulega. Á laugardagskvöldið verður bolvískt djamm með Ellu og Hrafnhildi. Ég hlakka mikið til að djamma með þeim. Helgina á eftir ætlum við Hjördís Fjördís að djamma saman. Ætlum að slá út alla skandalana okkar áður en hún fer út aftur. Helgina á eftir því eru Hjördís og Þórdís væntanlega að fara að halda upp á afmælin sín og þá verður aftur djammað. Það er því eins gott að hafa skipulag á náminu!

En jæja, ég ætla að fá mér göngutúr upp í Krónu. Fá mér frískt loft og einhverja orku svo ég geti haldið á með að læra. Bleble

Kolla frænka er fertug í dag. Ég er marg oft búin að óska henni til hamingju með daginn, en ég geri það bara aftur ;) Hafðu það gott í dag :)

01 febrúar 2004

Þá er minnz kominn frá Grundarfirði. Kolla móðursystir hélt upp á fertugsafmælið sitt í gær og við mamma ákváðum að skella okkur. Þetta var svaka fínt allt saman. Allt of langt síðan maður hefur farið á Grundarfjörð. Núna er ég bara löt og er að horfa á Þjóðverja bursta Slóvena í úrslitaleiknum á EM í handbolta. Bara gaman að því. Hef alltaf haft gaman af þýska liðinu - nema þegar þeir spila á móti okkur :p

Getur einhver útskýrt eitt fyrir mér. Við unnum okkur inn rétt til að keppa á Ólympíuleikunum á HM í fyrra, af því að við lentum í 7. sæti. Svíarnir voru fyrir ofan okkur þar - af hverju fá þeir ekki að keppa á Ólympíuleikunum? Var það bara 7. sætið á HM sem skilaði Ólympíusæti en ekki sætin þar fyrir ofan?? Ég er ekki alveg að skilja þetta...