30 apríl 2004

Eg hef stundum verid ad paela i tvi hvad tad er skrytid med suma hluti, teir pirra mann ofga mikid en samt vaeri tilveran einhvern vegin fataeklegri an teirra. Eins og til daemis alltaf tegar eg fer a klosettid heima hja mommu er tad fyrsta sem eg geri ad skrufa almennilega fyrir kranann i badkarinu. Tad dropar ALLTAF ur honum tegar eg kem tangad. Lika ad turfa ad byrja a tvi ad loka ollum skapum i eldhusinu tegar eg kem heim og Agnes hefur verid ad stussast i eldhusinu. Reyndar gera baedi mamma og amma tad lika - skaphurdirnar her opnast to allavegana ekki ut svo tad slasar sig enginn a teim ef taer eru skildar eftir opnar, eins og hefur gerst heima hja mommu... Tad er lika ofga pirrandi tegar Ferrari vinnur allar keppnir i formulunni, tad rignir i Reykjavik, madur lendir fyrir aftan gamlan kall med hatt i umferdinni eda tegar vinir manns kvabba i manni um hluti sem madur nennir ekki ad hlusta a en finnst ad madur verdi ad hlusta a.

Tad eru samt nakvaemlega allir pirrandi hlutirnir sem gefa lifinu gildi. Hver sigur McLaren verdur eftirminnilegri, solardagarnir verda skemmtilegri og tad er ekkert eins gaman og ad geta keyrt beint af augum a fullu spytti, med graejurnar i botni. Madur kann lika betur ad meta tad vid vini sina tegar madur kvabbar sjalfur um hluti sem teir nenna ekki ad hlusta a - og teir hlusta samt.

Madur hefur tad nefnilegast fjandi gott to svo ad madur gleymi tvi stundum. I vetur for eg med mentorbarnid mitt i bio. Tar var strakur, 10 ara, einn i bio. Eg baud honum ad setjast hja okkur. Vid forum ad spjalla og hann sagdi mer ad hann byggi hja ommu sinni og afa en vaeri ad austan. Mamma hans var i medferd og hann turfti ad koma i baeinn og vera hja ommu sinni og afa a medan. Amma hans kenndi honum heima og hann atti enga vini herna i baenum.

Eg fann til med tessum litla strak en hugsadi um leid hvad eg hefdi tad i raun rosalega gott. Midad vid erfidleika margra hefur madur ekki yfir neinu ad kvarta. Vandamal manns eru ekki vandamal, adeins verkefni sem madur tarf ad leysa. Tad er stundum mikil askorun folgin i verkefninu en madur stendur sterkari a eftir.

Eg veit ekki af hverju eg er ad rofla um tetta en eg aetla ad enda tetta a ljodi eftir Gudmund Inga Kristjansson skald ur Onundarfirdi sem mer hefur alltaf fundist svo flott:

Tu att ad vernda og verja,
tott virdist tad ekki faert,
allt, sem er hug tinum heilagt
og hjarta tinu kaert.

Vonlaust getur tad verid,
tott vorn tin se djorf og traust.
En afrek i osigrum lifsins
er aldrei tilgangslaust.

Loksins, loksins er ég komin í upplestrarfrí!! Fyrsta prófið er munnlegt próf í stærðfræði (wish me luck!!) á miðvikudaginn. Svo fer ég í próf 11., 14. og 17. maí. Ekkert Eurovisionpartý á þessum bænum :(

Ég er búin að vera öfga dugleg í hreyfingunni þessa vikuna, búin að fara tvisvar að synda og tvisvar í göngutúr. Algjör dugnaðarforkur! Ég var svo að klára mentorritgerð og undirbúa fyrirlestur sem ég flutti um lesblindu ásamt hópnum mínum í dag. Það gekk bara ágætlega held ég - ég er aðallega bara fegin að vera búin!!

Annars er bara lítið að frétta af þessum bænum og er það ástæðan fyrir bloggleysi sem var verið að kvarta yfir!

25 apríl 2004

Loksins, loksins kláraði Raikkonen keppni :D

Það þarf orðið lítið til að gleðja mann í formúlunni.. Sorglegt en satt. Annars frábið ég mér öll komment frá Ferrari vinum mínum, Árni er alveg búinn með böggkvótann fyrir næstu vikur. Hann er meira að segja búinn að hóta að setja Ferrari límmiða í afturrúðuna hjá mér af því að bíllinn minn sé soddan Ferrari fákur. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gleðin hjá minni yrði mikil ef hann gerir alvöru úr þeim orðum..... :-/

24 apríl 2004

Ég hitti Írisi Björk í vikunni og við fórum að ræða reunion mál bekkjarins okkar gamla - eða meira hvað lítið hefur orðið úr þeim! Íris kom með þá frábæru hugmynd að hóa liðinu í partý hérna fyrir sunnan eftir próf og fá jafnvel lánaðar upptökur af gömlum árshátíðum í skólanum heima. Hvernig líst árgangi ´79 á þetta allt saman?? Komment óskast og endilega komið þessari hugmynd áfram til þeirra í bekknum sem ekki eru bloggarar ;)

Þegar minnz kom heim á fimmtudagskvöldið lá Agnes undir teppi, of hrædd við RISA STÓRU býflugurnar sem höfðu fundið sér leið inn í íbúðina okkar, til að þora að vera á ferli um íbúðina. Ég mundi eftir flugnaeitri sem ég átti inn í skáp - ómissandi á hverju heimili - og þegar við höfðum náð að loka öllum gluggum lágu 10 stykki af risavöxnum flugum í valnum. Það þarf ekki að taka fram að allir gluggar hafa verið lokaðir síðan þar sem lítill áhugi er fyrir því að fá þessa gesti aftur.

22 apríl 2004

Gleðilegt sumar :D

21 apríl 2004

Haldiði ekki að ég hafi getað hneppt leðurbuxunum mínum að mér í gær!! Ég fékk þær í afmælisgjöf þegar ég varð 22ja minnir mig en þær urðu of litlar nokkrum mánuðum síðar.. Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að komast í þær síðan með afar misjöfnum árangri svo ekki sé nú meira sagt. Seinast þegar ég mátaði þær þá kom ég þeim alveg upp en það var ekki sjens að hneppa. Þetta er því allt á réttri leið hjá mér - ég verð orðin leðurgella eftir próf!! Watch out guys ;)

20 apríl 2004

Svona til að leiðrétta allan misskilning þá hef ég nú lítinn áhuga á að vita hverjir gömlu nemendurnir mínir eru að kyssa eða slá sér upp með - ekki nema bara sem getur talist eðlilegur áhugi kennara fyrir nemendum sínum. Mér fannst meira sjokkerandi að heyra að börnin mín (já já krakkar mínir, þið eruð það) hefðu verið á ballinu. Stelpurnar í bekknum mínum vita það að mér fannst þær full rólegar í höstlinu í fyrra ;) Þær höstla þá sem þær vilja og öðrum kemur það bara ekkert við. Svona innan skynsamlegra marka allavegana...

Dagný systir á afmæli í dag. Til hamingju með daginn og hafðu það öfga gott í dag :)

18 apríl 2004

Jæja, er alveg búin að gefast upp á því að læra og ætla að fara að koma mér heim. Er alveg orðin hundleið á þessari blessuðu Innansveitarkróniku eftir Laxness. Ætla samt að spýta í lófana á morgun og sjá hvort við Ása getum ekki klárað þetta blessaða verkefni.

Annars hefur helgin verið frekar róleg þrátt fyrir að ég hafi kíkt á smá djamm í gær. Ég fór með Hrafnhildi beib og Geira Bjórkolli á smá rölt. Enginn Sólon í þetta skipti heldur Gaukurinn! Já það er svona að djamma með hreinræktuðum dreifara ;) Í dag tók svo alvara lífsins við. Læra smæra færa kæra.. 28 dagar í síðasta prófið..

Annars skilst mér að Margrét hafi verið valin Ungfrú Vestfirðir í gær. Það kom nú ekkert á óvart held ég. Til lukku með það segi ég bara!

17 apríl 2004

Var að blaða í gegnum DV áðan. Geri það nú venjulega ekki, en maður kíkir stundum ef það liggur fram á kaffistofu. Á baksíðu blaðsins í vikunni er verið að tala við konu sem lét spákonu plata sig upp úr skónum. Hún keypti af henni tvær spákúlur á 15 þúsund kall stykkið og sá síðan heilu staflana af þeim í Ikea á 490 kr stykkið... Önnur kúlan átti að tákna peninga og hin ást. Konan átti að setja þær í saltvatn að kvöldi og þá átti allt að flæða í peningum og ást daginn eftir. Ef að fólk trúir svona vitleysu þá er það illa statt og það liggur við að maður segi að það eigi skilið að láta plata sig svona fyrir heimskuna..

16 apríl 2004

Ji, ég var að læra að setja inn mynd!! Alveg öfga dugleg!! Er í tölvukennslu hjá Eygló bekkjarsystur svo nú fer þetta blogg loksins að verða flott!!!

15 apríl 2004

14 apríl 2004

Slúður óskast!!

Hvað gerðist eiginlega á þessu blessaða Írafársballi???

13 apríl 2004

Ég held að það sé bara ár og öld síðan ég hef átt svona rólega páska. Ég var að vinna á skírdag og föstudaginn langa. Kíkti út á djammið með liðinu á föstudagskvöldið. Það var ágætt þrátt fyrir að maður hafi hitt suma alveg út úr heiminum. Það var góð áminning um hversu fáránlegt það er í raun og veru að fikta við dóp og svoleiðis vitleysu. Anyways, laugardagurinn var massa rólegur, ég fór í bíó með Rögga bró. Hann er voða mikið að passa stóru systur sína núna, bara gaman að því :p Við fórum reyndar á netta hryllingsmynd að mínu mati - Dawn of the Dead. Minnz var frekar skelkaður þegar ég kom heim og var lengi að ná sér niður.. Á páskadag lá ég barasta í rúminu og las allt um fjölgreindir og skólastofuna. Hálf leiðinleg bók, er alveg búin að fá nóg af öllu þvaðri um þessa blessuðu kenningu. Um kvöldið var svo matur hjá múttu og síðan kíktum við vinkonurnar í bíó á 50 First Dates. Það var fín afþreying bara og við hlógum mikið. Í gær vaknaði minnz svo með kvef dauðans. Er stífluð lengst upp í heila held ég bara og frekar slöpp. Reyndi samt að læra eitthvað aðeins í gær og er nú komin í vinnu núna. En maður gerir ekki mikið meira.

Annars skilst mér að páskarnir heima hafi verið snilld að venju. Ég verð bara að stefna á að fara heim um Sjómannadaginn í staðinn!

07 apríl 2004

Jæja, þá er maður loksins, loksins komin í páskafrí frá skólanum. Þetta verða reyndar skrýtnir páskar þar sem ég verð í borg óttans alla páskana að vinna og læra. Ég ætla nú samt að skoða páska næturlífið á föstudaginn, á nú samt ekki von á neinni mannmergð þá. Ég kíkti út með Birki frænda og Kennógellum á laugardagskvöldið. Það var stuð á okkur öllum og sumir gerðu meiri skandala en aðrir sem ekki verður farið út í hér. Á mánudag og þriðjudag var ég svo í mömmó með Arnar Pál á meðan Dagný var í skólanum. Það er ekki laust við að það sé farið að klingja í eggjunum hjá minni en skólinn skal nú kláraður áður en farið er út í svoleiðis pælingar! Í gærkvöldi var svo algjört dekur hjá mér, ég fór í langt nudd til Mæju og svo í pottana í Árbæjarlaug með Öggu. Við uppgötvuðum að sundlaugar borgarinnar eru aðal höstlstaðirnir á virkum kvöldum en pottarnir voru þéttsetnir af mis flottum kroppum.

Annars er allt við það sama á þessum bænum, vinna, skóli, vinna, skóli og svo er stundum sofið. Maður verður almennilega viðræðuhæfur eftir hádegi 17. maí þegar maður hefur lokið við seinasta prófið!

04 apríl 2004

Það var frábært að sjá Menntaskólann á Ísafirði standa sig svona vel í Söngkeppni framhaldsskólanna. Ég verð samt að viðurkenna að ég skil ekki alveg mat dómaranna á laginu sem vann. Mér fannst það langt í frá besta atriði keppninnar, þær voru bara furðulegar stelpugreyin í kjólum sem pössuðu ekki einu sinni á þær..

Maður andar bara djúpt yfir formúlunni þessar vikurnar :-/

02 apríl 2004

Ég held ég verði að vera sammála honum Jóni Atla um að Ísfirðingar séu ekki þeir klárustu.. Líka fyndið hjá bb að segja svo að lögreglan vilji ekki svara hvort að bílarnir hafi verið að aka yfir hámarkshraða. Ég einhvern vegin efast um að hægt sé að gera báða bílana óökufæra ef báðir voru á löglegum hraða (sem í þessu tilfelli var 35 km/klst...)

Minnz var að panta í dallinn fyrir þjóðhátíðina í ár. Fer til Eyja 29. júlí og kem til baka 3. ágúst. Það á eflaust eftir að verða öfga gaman - ég hlakka öfga mikið til!!!