23 apríl 2007

Klemmari og VV&B

Skellti mér út á lífið með Ásu og Önnu Þóru á laugardaginn. Fórum á Players að hlýða á Vini Vors og Blóma. Þeir standa alltaf fyrir sínu - þrátt fyrir að fólkið á staðnum hafi verið í skrýtnara lagi. Úthaldið mitt á dansgólfinu var búið í hléinu en mér til afsökunar þá var vel tekið á því fyrir hlé ;) Mér skildist á stelpunum að ég hefði átt setningu kvöldsins þegar ég svaraði spurningunni ,,hvað er mp3 spilarinn þinn stór?" Fyrir þá sem ekki vita þá er hann bara lítill og nettur, takk fyrir pent.

20 apríl 2007

Hún Dagný stóra systir mín á afmæli í dag og er á besta aldri stelpan. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það úber gott í dag :)

19 apríl 2007

Vertu þú sjálfur - gerðu það sem þú vilt

Þarf að hafa um það fleiri orð? SSSól tónleikarnir voru brill. Farðu aaaaallla leið....

16 apríl 2007

Samræmd próf

Mikið svakalega vona ég að þessar tillögur nái fram að ganga og að ein mesta vitleysan í íslensku skólastarfi, öðru nafni samræmdu prófin, verði lögð af. Þó að fyrr hefði verið. Vísismenn fá sérstakt hrós fyrir að hafa skrifað ítarlegur rétt. Það er ekki verið að ýta neinu þegar maður vill vera ítarlegur.. Það er bara allt annað orð.

15 apríl 2007

Gestur nr. 20.000

Það er farið að styttast all verulega í gest nr. 20.000. Ætti maður ekki að gera eitthvað fallegt fyrir hann?

12 apríl 2007

Segiði svo að það sé engin menning

á Vestfjörðum. Það gerist nú ekki mikið menningarlegra en þetta. Mér finnst þetta uppátæki bara tær snilld ;)

11 apríl 2007

Ég hef lengi velt því fyrri mér...

að ganga í Fríkirkjuna í Reykjavík. Einhvern vegin hefur aldrei orðið úr því. Mér finnst hins vegar Þjóðkirkjan vera ansi langt frá því að sýna kirkjulegan kærleik og ég kæri mig ekki um að tilheyra slíkri samkundu. Ég ætla því að gera alvöru úr þessum pælingum mínum og ganga í Fríkirkjuna á morgun.

08 apríl 2007

Gleðilega páska!

Málsháttur dagins er svohljóðandi:

Ekkert orð talað fyrir sannleikann og engin heilög hugsun er ávaxtalaus.

Njótið dagsins og ekki óverdósa á súkkulaðinu ;-)