30 janúar 2005

Minnz er alveg voðalega latur núna og er búinn að vera yfir helgina. Ég er reyndar búin að lesa eitthvað í skólabókunum og skellti mér meira að segja í Vesturbæjarlaugina áðan og synti 800 metra. Þannig að maður er kannski ekki alveg glataður. En það veitir kannski ekki af afslöppun núna því það stefnir allt í annasama viku og feitt djamm á næstu helgi.

Amma kemur suður í vikunni, Röggi bróðir er að koma í heimsókn frá Finnlandi og Ella Grella er að koma að norðan. Það er svo þorrablót Bolvíkingafélagsins á laugardaginn og það stefnir allt í að maður fari allavegana á ballið. Reyndar er uber dýrt á þetta blessaða ball en maður lætur sig hafa það. Það er eins gott að það verði gaman og maður hitti skemmtilegt fólk!

En jæja, ég er nett dofin í hausnum og dösuð eftir heita pottinn áðan. Ég er að spá í að leigja mér spólu eða eitthvað...

29 janúar 2005

Hann Jude Law er bara devastatingly handsome!! Ég fór á Alfie áðan með Ásu og Önnu Þóru og við sátum hreinlega bara og slefuðum allan tímann. Svo var myndin líka bara góð - ekki bara Jude Law show off. Mæli með henni fyrir alla.

Annars eru bara rólegheit þessa helgina. Mér skilst að Kristinn Breki hafi verið að tilkynna sundferð á morgun svo að kannski maður taki pásu frá skólabókunum á morgun til að fara með púkann í sund.

28 janúar 2005

Hún Þórdís beiba á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það alveg ofboðslega gott :)

27 janúar 2005

Það getur bjargað manni stundum að vera fullur.....

Við Agga settumst spenntar niður yfir Bachelorette í gærkvöldi. Við spottuðum Matthew Hemma Hreiðars lookalike í fyrsta þættinum og vorum sko alveg á því að Meredith væri alvarlega geðbiluð ef hún myndi ekki velja hann. Við urðum því vægast sagt fyrir vonbrigðum þegar hún valdi Ian, einhvern algjöran player sem veit ekkert í sinn haus og á eftir að baila á henni við fyrsta tækifæri. En svona er lífið víst, við Agga getum ekki stjórnað öllu!

Það er svo að styttast í lokaþáttinn af Alias sem við Agga fylgjumst líka spenntar með. Það er að verða búið að komast upp um svikakvendið þar og við bíðum spenntar eftir að sjá hvort að Sidney og sæti gaurinn endi ekki örugglega saman.

En jæja, ég er orðin sorgleg að blogga um sjónvarpið! Það er þá kannski við hæfi að enda þetta með því að kommentera á útvarpið - það er nefnilegast loksins orðið hlustandi á létt aftur eftir að staffið var rekið. Thank god for that!

22 janúar 2005

Jæja, það er klemmarapartý as we speak... og Erla að taka múvin með Jet Black Joe!!! Við erum líka búnar að komast að því að eftir því sem drukkið er meira hvítvín því seinvirkari verður fattarinn... í Erlu það er að segja :)þannig að nú er búið að skipta yfir í sex on the beach.. miklu betra :)

Uss hvaða vitleysa, fattarinn er aldrei langur, og ef hann er það þá er það bara arfgengt - R????????

og hver fattar það??? (blikkblikk pabbi)

19 janúar 2005

Já, hún systir mín hét afar furðulegu nafni á MSN og þegra ég fór að athuga af hverju þá fékk ég þetta sent:



HVERJUM Á MAÐUR AÐ GIFTAST????

Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maður
sjálfur.
Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafa gaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og dýfuna.
Árni, 10 ára.

Það ákveður það enginn áður en hann verður fullorðinn hverjum hann ætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en það er orðið of seint.
Halldóra,10 ára.

Á HVAÐA ALDRI ER BEST AÐ GANGA Í HJÓNABAND?

Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heila
eilífð
Birna, 10 ára.

Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri, maður þarf bara að vera bjáni.
Friðrik, 6 ára.

HVERNIG SÉR MAÐUR HVORT ÓKUNNUGT FÓLK SÉ GIFT?

Maður verður bara giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa á
sömu krakkana.
Daníel, 8 ára.

HVAÐ EIGA FORELDRAR ÞÍNIR SAMEIGINLEGT?

Bæði vilja ekki eignast fleiri börn
Lára, 8 ára.

HVAÐ GERIR FÓLK Á STEFNUMÓTUM?

Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru. Meira að segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi.
Lísa, 8 ára.

Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara hvort að öðru og það er yfirleitt
nóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur.
Magnús, 10 ára.

HVAÐ MYNDIRÐU GERA EF ÞÚ FÆRIR Á STEFNUMÓT SEM ENDAÐI ILLA?

Ég myndi hlaupa heim og þykjast vera dauður. Daginn eftir myndi ég hringja í öll blöðin og láta þau skrifa um mig í andlátsfréttunum.
Þorvaldur, 9 ára.





HVENÆR ER ÓHÆTT AÐ KYSSA EINHVERN?

Ef hann er ríkur.
Júlía, 7 ára.

Það er bannað með lögum ef maður er ekki orðinn átján ára og það er ekki sniðugt að lenda í einhverju veseni út af því.
Karl, 7 ára.

Reglan er sú að ef maður kyssir einhvern á maður að giftast honum og
eignast með honum börn. Þannig á maður að gera.
Helgi, 8 ára

HVORT ER BETRA AÐ VERA EINHLEYP(UR) EÐA Í HJÓNABANDI?

Það er betra fyrir stelpur að vera einhleypar en það er verra fyrir
stráka. Það verður einhver að taka til eftir stráka.
Anna, 9 ára.

HVERNIG VÆRI HEIMURINN EF ENGINN GIFTIST?

Það væri alla vega erfitt að útskýra alla þessa krakka.
Kristján, 8 ára.

HVERNIG Á AÐ VIÐHALDA ÁSTINNI Í HJÓNABANDINU?
Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg, jafnvel þótt hún líti út eins og vörubíll.
Ríkharður, 10 ára.

Jæja, þá er vikan hálfnuð og þrátt fyrir mikil loforð að kvöldi að nú skuli maður mæta í alla tímana næsta dag þá verður eitthvað minna um efndir. Reyndar hef ég nú mætt í alla bekkjartímana og það finnst mér nú afrek. Þessir tímar í íslenskukennaranum eru nefnilegast þannig að maður heldur athyglinni í 10 mínútur og er svo sofnaður eða kominn á netið og þá er kannski þrefaldur fyrirlestur eftir. Þá getur maður nú alveg eins sofið heima hjá sér, já og jafnvel lært þar í staðin fyrir að láta soga úr sér alla orku í tímanum.

Núna er ég reyndar í bekkjartíma og er náttla komin á netið en ég ætla að hafa það mér til afsökunar að það er verið að fjalla um barnabókmenntir sem ég lærði vel um í Kvennó á sínum tíma svo ég leyfi mér að hlusta með öðru svona til upprifjunar.

En að mikilvægari málum, það virðast flestir vera mér sammála um það að Angelina Jolie sé flottari en Jennifer Aniston. Ég held meira að segja Biggi minn, svo ég skjóti nú beint á þig, að ef þær stæðu báðar fyrir framan þig og þú mættir velja aðra hvora þá myndirðu velja Jolie *blikkblikk*

16 janúar 2005

Í dag eru 10 ár frá snjóflóðunum í Súðavík. Ég var fyrir vestan þá og ég held ég eigi aldrei eftir að gleyma þessum dögum. Hvað veðrið var ofboðslega vont og hvað snjóaði mikið. Ég fæ ennþá hroll þegar ég sé myndir af þessum atburðum og mér líður illa þegar ég heyri að það sé vont veður heima. Þetta hefði nefnilegast allt getað gerst heima hjá mér. Það er bara vonandi að svona atburðir eigi aldrei eftir að gerast aftur.

15 janúar 2005

Vinkonur mínar segja að ég sé stundum óttalegt nörd. Ég bíð t.d. alltaf spennt eftir Birtu á föstudögum af því að það eru svo skemmtileg svona stafaruglgátur í henni.Í gærkvöldi settist ég niður með Birtuna mína og hugsaði mér aldeilis gott til glóðarinnar. Ég varð nefnilegast svo fúl í síðustu viku að það skyldi ekki hafa verið nein gáta þá. En haldiði ekki að þeir séu hættir með þessar gátur og komnir með krossgátu. Litlu fíflin!! Það eru öll blöð með krossgátur, af hverju gátu þeir ekki haldið áfram að vera öðruvísi???? Aldeilis ekki sniðugt, núna er föstudagskvöldin mín ónýt!

14 janúar 2005

Ég er búin að komast að því að ég byrja nánast hverja einustu færslu á jæja. Svo ég er að reyna að gera það ekki en það gengur nú ekkert voðalega vel. Jæja er bara svona gott orð.

Annars erum ég og Ása í tíma í Íslenskukennaranum og erum hreinlega að drepast úr leiðindum! Þannig að ef bloggin okkar deyja alveg þá vitiði hvað gerðist. Við höfum ekki mikin áhuga á læsi og lestrarnámi eða hljóðkerfisfræði og hljóðkerfisvitund. Og eiga svo að byrja daginn á fjórföldum fyrirlestri í þessum fræðum er náttla bara ekki hægt og algjörlega mannskemmandi. Við þurfum heldur ekkert að læra þetta því að enska er ekki hljóðrænt mál og það er ekkert hægt að nota þessar aðferðir sem er verið að kenna okkur í ensku. Þannig að við slæpumst bara á netinu og sofum í tímum og hananú!

En að mikilvægari málum, núna er Brad Pitt á lausu!! Það er spurning um að skella sér til Hollywood! En alveg skil ég hann að vilja Angelinu Jolie frekar en Aniston. Jennifer Aniston hætti að vera flott þegar hún varð eins og anorexíusjúklingur. Þá missti hún bara allan sjarma. Jolie er hins vegar kvenmaður fyrir allan peninginn og það er spurning hvort við Ása höfum það í samkeppninni við hana um Brad Pitt. Hvað haldið þið? Annars væri ég meira til í að hitta Jude Law eða Vin Diesel frekar en Brad Pitt - hann er líka svo gamall - en það er nú önnur saga.

Annars segjum við bara: Let's go strangers, let's go!!! Við ætlum að leggja okkur í síðasta tímanum.

10 janúar 2005

Þá er skólinn byrjaður og allt að komast á fullt í orðsins fyllstu. Það verður kenndur heill kúrs í janúar fyrir utan að við verðum í 7 daga í áheyrn fyrir æfingakennsluna. Það er því útlit fyrir minna en ekkert líf og bara alls enga vini í janúar. Þetta ætti að verða skárra í febrúar og mars en það verður partý 18. mars þegar æfingakennslan verður búin. En það er svo bara að þrauka þangað til...

03 janúar 2005

Jæja þá er nýtt ár gengið í garð. Ég var bara róleg um áramótin, kíkti í tvö partý en var bara á bíl. Á nýársdag var hins vegar klemmaradjamm og var mikið djamm og mikið gaman. Að sjálfsögðu fórum við á Sólon :p erum samt farnar að djamma svo sjaldan núorðið að við erum hættar að vera hluti af mublunum þar.

Annars er mest lítið að frétta af þessum bænum. Ég þurfti að fara til læknis á milli jóla og nýárs því ég hef verið með sömu ofnæmisviðbrögð og í sumar. Það eina sem ég fékk út úr því var að ég væri pottþétt með ofnæmi og svo fékk ég einhver lyf. Ég þarf svo víst að reyna að finna út úr því fyrir hverju ég er með ofnæmi og panta tíma hjá ofnæmissérfræðingi. Það er mikið hlegið að mér í vinnunni þegar ég hnerra og klóra mér í augunum og nefinu mér til mikillar gleði eða þannig... Ætli ég sé ekki bara með ofnæmi fyrir vinnufélögunum, það er spurning.

Annars segi ég bara gleðilegt ár elskurnar mínar. Það er vonandi að nýja árið eigi eftir að vera gæfuríkt hjá sem flestum.