26 nóvember 2005

Jæja Ása mín, hérna kemur þetta loksins ;)

Núverandi Tími : 21:04

Núverandi Föt : gallabuxur og bleika úlpan mín

Núverandi Skap : Ansi lúin eftir daginn

Núverandi Hár : það er mitt eigið allavegana!

Núverandi Pirringur : uhhh, að þurfa að fara að taka til heima

Núverandi Lykt : Simply by Clinique

Núverandi hlutur sem ég ætti að vera að gera : Tja, bara alls ekki neitt!

Núverandi Skartgripir : Eyrnalokkar, hálsmen og úr

Núvernadi áhyggjur : Munnlegt próf hjá Samuel og verkefnaskil

Núverandi Löngun : Kúra yfir góðri mynd með Guðjóni

Núverandi Ósk : Að það sé kominn 2. des og ég sé komin í jólafrí!

Núverandi Farði : Meik og maskari

Núverandi Eftirsjá : Lífið er of stutt til að eyða því í eftirsjá...

Núverandi Vonbrigði : Að hafa ekki orku til að kíkja á djammið með stelpunum ;)

Núverandi Skemmtun : Það er að svara þessu klukki frá Ásu

Núverandi Ást : Guðjón Hrafn

Núverandi Staður : Herbergið hans Guðjóns

Núverandi Bók : Queen Bees and Wannabees og Reviving Ophelia

Núverandi Bíómynd : einhver sem er á harða diskinum hjá Guðjóni..

Núverandi Íþrótt : Formúla 1 að sjálfsögðu og verð ég ekki að segja karfa líka ;)

Núverandi Tónlist : Coldplay og Keane eru mikið í spilaranum núna

Núverandi lag á heilanum : Hehe, það var ekkert þangað til ég las klukkið hennar Ásu og þá var það náttúrulega Humpty Dumpty sat on a wall!

Núverandi Blótsyrði : Hehehe, er sauður blótsyrði?

Núverandi Msn manneskja : Er nú bara ekki inn á MSN!

Núverandi Desktop Mynd : Á minni tölvu er það Bolungarvík City en Guðjón er með einhverja gellu á sinni - sem er sko ekki nálægt því eins flott og ég!!

Núverandi Áætlanir fyrir kvöldið : tja, góð spurning. Vídeógláp eflaust

Núverandi Manneskja Að Forðast : Já, þú segir það, ég bara veit það ekki!

Núverandi Hlutir Á Vegg : Klukka, hillur, sjónvarp og Lord of the Rings plakat já og skeifa


Jæja Ása mín, ég held nú að ég hafi verið búin að þessu en auðvitað gerði ég þetta bara fyrir þig ;) Ég tek það svo skýrt fram að ég klukka engan og vona að þið hafið ekki það lítið að gera að þið eyðið nú-inu ykkar í að búa til svona lista ;)

25 nóvember 2005

Ég er stödd í skólanum núna og er hreint út sagt að mygla :-/ Það er alveg ótrúlegt hvað sumir tímar geta verið leiðinlegir! Ég hlakka bara til að byrja í fjarnáminu eftir áramót ;)

Það var alveg frábært að komast aðeins vestur á seinustu helgi. Ömmu brá svakalega að sjá okkur og það var mjög ljúft að komast í smá dekur ;)Strákarnir unnu KFÍ frekar auðveldlega en eftir leik var búið að aflýsa flugi þeim til mikillar gleði ;) Það var ákveðið að taka bílaleigubíla og bruna í bæinn. Það var að vísu leiðinlegt veður á leiðinni og því lítið brunað en þetta gekk allt og við komumst heil heim sem er fyrir öllu.

Það er svo búið að vera spennufall dauðans þessa vikuna og algjört hell að koma aftur í skólann eftir þessa blessuðu æfingakennslu. Maður getur bara ekki beðið eftir að komast í jólafrí. Bara vika eftir - sem hljómar eins og heil eilífð í dag....

En jæja, ég er alveg steindauð og er gjörsamlega að berjast við að halda mér vakandi hérna. Ætla allavegana að þykjast að vera að fylgjast með....

18 nóvember 2005

No More Practice Teaching!!

Þá er ég loksins, loksins, loksins búin í þessari blessuðu æfingakennslu. Ég get nú ekki beint sagt að ég sé sammála sumum þjáningarsystrum mínum um að hún hefði mátt vera lengri. Ekki að það sé leiðinlegt að kenna en æfingakennsla er bara allt annað en "the real thing". Ég ákvað að drífa mig bara úr Áslandsskóla og segja skilið við hana Erlu Björk - svona áður en Hjördís fær færi á að skipta um vinkonu ;)Þú verður að muna það Hjördís Fjördís að þó svo að mamma og pabbi hafi ekki fattað að skíra mig Erlu Björk þá er ég samt sú eina sanna ;)

Við Ása skelltum okkur út að borða í hádeginu í tilefni dagsins - á Vegamót að sjálfsögðu. Vegó klikkar aldrei og við bókstaflega borðuðum á okkur gat. Það verða svo rólegheit í kvöld en í fyrramálið er stefnan tekin á Bolungarvík City þar sem að ég ætla að sýna Guðjóni alvöru menningu ;) Hrafnhildur ætlar að vera svo góð að sækja okkur svo að ég geti komið henni ömmu minni á óvart - svo enginn má nefna neitt við ömmu fyrr en seinnipartinn á morgun!! Bannað að eyðileggja surprisið! Stjarnan er svo að fara að spila við KFÍ á sunnudaginn og við verðum samferða strákunum suður eftir leik. Bara stutt stopp í þetta skiptið.

En jæja, Guðjón er að kvarta yfir því að ég sé í tölvunni (hmmm, sumir ættu nú að líta í eigin barm held ég.....) svo það er best að ég slökkvi á henni og fari að knúsa hann ;)

16 nóvember 2005

Já nei ég er ekki dauð - bara búin að vera að drukkna í vinnu í æfingakennslunni. Núna eru bara 2 dagar eftir og þeir eiga nú að vera léttir og löðurmannlegir. Við Ása eigum eftir að hoppa hæð okkar af kæti klukkan 11.10 á föstudaginn ;)

Annars hefur þetta gengið stór áfallalaust fyrir sig og ég er bara nokkuð sátt. Nylon kom hérna í skólann í seinustu viku og þær sungu nokkur lög fyrir krakkana. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á strákunum í 9. bekk þegar ég sagði þeim hvað við værum að fara að gera í tímanum - ég hefði alveg eins getað skotið þá strax. Á mánudaginn var svo Magnús Stefánsson hérna með fræðslu og fíkniefnaforvarnir. Ég hef séð þennan fyrirlestur nokkrum sinnum og hann Magnús er alltaf jafn áhrifamikill. Það var svo að byrja hérna nýr enskukennari sem heitir Erla Björk - hehehehe. Mér finnst það bara fyndið og er alltaf að hugsa til Hjördísar þessa dagana ;)

Næstu tvær vikur eru svo fullar af verkefnaskilum í skólanum en þann 2. desember er minnz svo kominn í jólafrí :) Eftir áramót er ég svo búin að skrá mig í fjarnám þannig að vonandi á ég eftir að eiga eitthvað líf þá. Ég verð í 17 einingum sem er nokkuð mikið en ég hef enga trú á öðru en að það eigi eftir að ganga upp enda verð ég í prjóni, þæfingu og matreiðslu sem vali og svo bara 2 enskukúrsar og lokaverkefni. Piece of cake ;)

En jæja, kallinn minn er að koma og sækja mig. Heyrumst síðar!

05 nóvember 2005

Hun Ella beiba a afm?li i dag. Er a besta aldri skvisan. Til hamingju me? daginn elskan min og haf?u ?a? ?fga gott i dag :)

04 nóvember 2005

Jæja, þá er æfingakennslan rúmlega hálfnuð. Þrjár vikur búnar og tvær eftir. Löngu búið að plana enskupartý 19. nóv og ætli allt þriðja árið í Kennó djammi ekki þá. Ég hef bara svei mér þá engan hitt sem er ekki búin að fá nóg af öllu þessu æfingakennslustandi. Ekki það að það sé ekki gaman að kenna, ég hef nú lúmskt gaman af þessum gelgjum þó svo að litlu púkarnir heilli mig ekki svo mjög. Þessir blessuðu kennarar okkar virðast hins vegar halda að það sé ekki nóg að hella sér út í fimm vikna kennslu með tilheyrandi skipulagi heldur eru þeir á þeirri skoðun að við eigum að gera helling af verkefnum á meðan. Ég væri ekki hissa ef Samuel væri búinn að vera með eilífan hiksta síðan æfingakennslan hófst, ég er búin að bölva honum svo mikið. Enda ætlar mín að rífa sig oní rassgat á næsta fundi með honum, maður lætur nú ekki bjóða sér hvað sem er ;)

Annars gengur kennslan ágætlega bara. Enskukennarinn sem við erum hjá er rosalega frjó og hugmyndarík og hefur verið dugleg að kaupa efni sjálf til notkunar í skólanum. Við erum því að fá að skoða og prófa efni sem er til í fæstum skólum og bara mjög gaman að því. Manni veitir víst ekki af hugmyndum ef maður ætlar að fara að kenna ensku í grunnskóla með lítið annað efni en Network bækurnar uber skemmtilegu - eða þannig... Það er nú alveg rannsóknarefni út af fyrir sig af hverju enskubækur eru alltaf svona leiðinlegar.

Að öðru leyti er mest lítið að frétta, mamma fór í bakinu á seinustu helgi og er ekki komin í vinnu ennþá svo að minnz þurfti að redda launum og öllu tilheyrandi um mánaðamótin - eitthvað sem ég er ekki vön að gera. Það reddaðist hins vegar og ég held að ég hafi ekki gert neina stóra skandala. Það er hins vegar ekki laust við það að ég sé farin að hlakka til helgarinnar og gera lítið meira en að sofa og slappa af - eftir vinnu á morgun þeas.

En jæja, ég er alveg búin að fá nóg í dag og ætla að fá mér rúnt niðrí skóla og sækja mér nokkrar bækur. Hafið það gott á helginni elskurnar mínar!