30 ágúst 2005

Kristinn Breki Spiderman skólastrákur er 6 ára í dag. Til hamingju með daginn elsku krúsin mín! Vonandi verður skemmtilegt í afmælinu í dag :)

22 ágúst 2005

Jæja, þá er búið að selja elskulega bílinn minn. Ég er bara nokkuð sátt með verðið og líst ágætlega á nýja eigandann. Ég á samt eftir að sakna bílsins - og þá sérstaklega topplúgunnar!

Annars er mest lítið að frétta eins og venjulega. Skólinn byrjar eftir viku og er ég bara farin að hlakka til. Það verður ágætt að losna úr þessari 9-5 vinnurútínu. Ég hef mikið verið að þvælast með ömmu yfir helgina og það er búið að vera fínt. Það er alveg yndislegt að hafa hana ömmu sína hjá sér. Guðjón dró mig með sér niðrí bæ á menningarnótt. Við röltum bara niður Laugaveginn og kíktum svo til frænku hans sem á penthouse íbúð í Bankastrætinu. Þar eru þessar líka fínu svalir þar sem við gátum horft á flugeldasýninguna og skemmtiatriðin fyrir utan Sólon. Við fórum svo bara snemma heim og kúrðum okkur yfir vídeóspólu.

Það var svo öfga skemmtileg formúla í gær. Minn maður tók þetta með glæsibrag og Schumi var keyrður út. Ég hefði vorkennt öllum öðrum en Schuma að vera keyrður svona út held ég bara. Annars sá ég á netinu í dag að Schumacher ætti í samningaviðræðum við McLaren... Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef Raikkonen færi til Ferrari og Schumi til McLaren! Þá yrði formúluheimsmyndinni minni algjörlega rústað! Þá reynir á hvort maður heldur upp á manninn eða liðið - og það er ekki alltaf auðvelt að svara því!

Á föstudaginn er stefnan tekin til Bolungarvíkur og á Sálarballið. Hef enga trú á öðru en að það verði rokna stuð á ástarvikuballinu þó svo að kallinn minn verði í bænum. En hann er að koma og sækja mig svo ég ætla að drífa mig heim. Hafið það gott elskurnar.

19 ágúst 2005

Hann pabbi minn á afmæli í dag. Alveg eins og Bill Clinton og Gummi Haffsi :p Til hamingju með daginn pabbi minn og hafðu það öfga gott í dag :)

17 ágúst 2005

Jæja, þá er það smá update.

Ég er komin á nýjan bíl, Toyota Yaris 2004 módel. Fjandi mikill kellingabíll fyrir minn smekk en það er fínt að keyra hann og ég held að ég eigi eftir að verða sátt bara. Ég sakna topplúgunnar samt. Gamli bílinn minn verður auglýstur í Fréttablaðinu á helginni og vonandi selst hann bara hratt og örugglega.

Skólinn byrjar 29. ágúst þannig að sumarið er heldur betur farið að styttast í annan endann. 5 vikna æfingakennsla framundan í október og svo þarf maður að fara að undirbúa lokaverkefnið. Ég er búin að ákveða efni og er búin að finna nokkrar bækur sem ég gæti notað sem heimildir. Ef einhver er að fara til BNA og er til í að kaupa fyrir mig bækur í leiðinni má láta mig vita ;) Annars er það bara Amazon. En ef einhver vill vita um hvað ég ætla að skrifa þá er það samskiptamáti stelpna og samskipti innan stelpnahópa og jafnvel hvernig skólinn getur komið að þeim málum. Afar áhugavert ;)

En annars er mest lítið að frétta af þessum bænum. Ekki nema fólk vilji vita mikið um þá félaga debet og kredit. En það eru samt nokkrir punktar sem ég man eftir að ég ætlaði að blogga um.

Í Blaðinu um daginn sá ég spurningu dagsins. Þar stóð stórum stöfum: Hlakkar ÞIG til að byrja í skólanum? Þetta fannst mér alveg fáránlegt að sjá og alveg ótrúlegt að svona komist fram hjá í yfirlestri. Sérstaklega þar sem í svörum viðmælanda var sögnin notuð rétt, þe. ég hlakka til eða ég hlakka ekki til.

Síðan vil ég taka undir orð Baldurs Smára um ísfirska fréttavefinn BB. Það er þeim miðli til háborinnar skammar hvernig hann einblínir á málefni Ísafjarðar en fjallar lítið sem ekkert um fréttir frá öðrum stöðum á Vestfjörðum. Þetta er ekki Vestfirskur fréttamiðill fyrir fimm aura og ég veit að ég er ekki ein um að kaupa aldrei blaðið hjá þeim í mótmælaskyni við fréttaflutninginn hjá þeim.

En jæja, amma er að koma í bæinn og ég ætla að drífa mig upp í Mosó og knúsa hana.

16 ágúst 2005



Það varð nú að skjalfesta að ég sé Móðir Theresa ;)

06 ágúst 2005

Nei, ég dó ekki á Þjóðhátíð ;) Er bara búin að vera að vinna á fullu síðan ég kom heim og hef ekkert gefið mér tíma til að blogga. Það þarf náttúrulega ekki að taka fram að þessi þjóðhátíð var algjör snilld og við vorum í góðu yfirlæti hjá Kidda og Hildi. Það var alveg yndislegt að hitta þau og allt hitt liðið aftur og það er alveg pottþétt að við mætum aftur að ári. Ég missti af Leoncie en skildist að ég hefði ekki misst af miklu. Krakkarnir voru víst aðallega að fylgjast með Árna Johnsen horfa á rassinn á henni.. Ég náði hins vegar Trabant og þeir voru algjör snilld!! Skítamótall og Í svörtum fötum fóru hins vegar nánast alveg fram hjá mér því ég var á svo miklu flakki í hvítu tjöldunum. Við veiktumst hins vegar ekkert eins og sumir í Bjórkollshópnum en hins vegar vaknaði ég við stingandi sársauka í öðrum fætinum á mánudagsmorgninum. Geira datt nefnilegast í hug að bregða mér í brekkunni og sparka mig niður... Það bjargaði mér að ég var í góðum skóm en þegar heim var komið og farið úr skónum fór marið að koma út og er skemmst frá því að segja að ég er blá og marin og aum eftir þetta uppátæki. En gömlu, góðu Scarpa skórnir björguðu mér frá því að togna.

Að öðru leyti er mest lítið að frétta. Það er nóg að gera í vinnunni og ég geri lítið annað en að vinna. Guðjón kom mér á óvart á miðvikudaginn og var búin að kaupa fyrir mig öfga flott hálsmen og rós og er búinn að fá mikið knús fyrir það ;) Ég fór svo eftir vinnu á fimmtudaginn með Rakel að versla föt. Það var víst orðinn tómur hjá henni fataskápurinn. Við vorum í Kringlunni frá 6-9 um kvöldið og hún fór heim með fulla poka af nýjum fötum, ánægð með lífið og tilveruna. Ég var hins vegar eitthvað þreyttari og skreið heim í sturtu og beint upp í rúm.

Núna ætla ég að fara að gera eitthvað í bílamálum hjá mér og ætla að drífa í að selja bílinn minn og fá mér nýjan. Þannig að ef einhvern langar í bílinn minn þá er bara að hafa samband við mig sem fyrst ;) Svo ætla ég að kaupa gardínur í stofuna og fá einhvern til að festa upp kastarana sem Dagný og Haukur voru svo yndisleg að láta mig hafa þannig að íbúðin verður hæf fyrir innflutningspartý fljótlega ;) ;)

En jæja, ég ætla að fara að hætta að vinna og drífa mig að gera eitthvað af viti. Hafið það gott elskurnar mínar :)