23 desember 2005

Vegna veikinda mömmu og þar af leiðandi mikilla anna í desember voru engin jólakort send út frá okkur í fjölskyldunni. Ég vil því fyrir hönd minnar, mömmu, Rakelar og Rögga óska öllum vinum okkar og ættingjum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum góðar stundir á liðnum árum og vonumst til þess að sjá ykkur sem flest á nýju ári.

Ég vil svo senda Ásu og Önnu Þóru sérstakar jólakveðjur með þökk fyrir öll skemmtilegu djömmin á árinu sem er að líða. Ása - við kláruðum TVÖ vettvangsnám á árinu!! Ég held að klemmari væri við hæfi núna ;)

Kolla og fjölskylda á Grundarfirði fær líka góðar jólakveðjur bæði úr Mosfellsbænum og Hafnarfirðinum. Takk fyrir allt á líðandi ári og vonandi hittumst við oftar á nýja árinu ;) Hafið það öfga gott yfir hátíðarnar elskurnar mínar!

Við sendum svo Rögga bró hlýjar kveðjur til Ítalíu. Hafðu það rosalega gott í útlandinu yfir hátíðarnar og gakktu nú hægt um gleðinnar dyr ;) Við hlökkum mikið til að sjá þig í janúar!

Annars óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið öll, sem nennið að lesa þetta blogg, eigið eftir að hafa það gott yfir hátíðarnar :)

15 desember 2005

Your Birthdate: October 18

You are a cohesive force - able to bring many people together for a common cause.
You tend to excel in work situations, but you also facilitate a lot of social gatherings too.
Beyond being a good leader, you are good at inspiring others.
You also keep your powerful emotions in check - you know when to emote and when to repress.

Your strength: Emotional maturity beyond your years

Your weakness: Wearing yourself down with too many responsibilities

Your power color: Crimson red

Your power symbol: Snowflake

Your power month: September

Your 2005 Song Is

Since You've Been Gone by Kelly Clarkson

"But since you've been gone
I can breathe for the first time
I'm so moving on"

In 2005, you moved on.

11 desember 2005

Jæja, þá sitjum við skötuhjúin í sitt hvorri tölvunni og horfum á Rock Star INXS. Þetta er búin að vera massa helgi og við erum bæði hálf lúin held ég bara. Á föstudagskvöldið fórum við á jólahlaðborð hjá Tölvulistanum á Lækjarbrekku. Það var hin fínasta skemmtun bara og maturinn fínn. Ég þekkti meira að segja heila tvo þarna - Gumma hennar Steffíar, sem reyndar er búinn að vera Gummi hennar Jóhönnu í rúmlega 20 ár en það er nú önnur saga - og hann Stulla, sem þóttist bara ekkert þekkja mig svo minnz hreinlega veltist um af hlátri. Það er stundum gaman að rifja upp gömlu góðu dagana á Kaffi Reykjavík þó svo að sumir vilji hreinlega bara gleyma þeim ;)

Í gær var svo óvissuferð í minni vinnu og eftir Krísuvíkurleið dauðans enduðum við á Hótel Hamri í Borgarnesi. Það er óhætt að mæla með þessu hóteli því að bæði maturinn og þjónustan voru fyrsta flokks og ekki spillti fyrir hvað hótelið sjálft var flott. Þetta var frábær ferð í alla staði og gaman að komast aðeins burt úr bænum. Takk fyrir okkur mamma og Sveinbjörn :)

En jæja, kallinn minn vill komast í mína tölvu - ein er víst ekki nóg... Þangað til næst, hafið það gott elskurnar mínar.

08 desember 2005

Nei minnz er ekki týndur og tröllum gefinn. Hef einfaldlega verið að drukna í vinnu og lærdómi undanfarið - og þá aðallega vinnu. Mamma fór í brjósklosaðgerð fyrir viku síðan og það hefur því verið nóg að gera í vinnunni. Ég tók mér svo frí í gær og eftir hádegi í fyrradag til að klára seinasta verkefni annarinnar sem á að skila á morgun. Það gekk brösuglega þar sem wordið í tölvunni minni tók upp á því að læsast og þar sem Guðjón var ekki búinn að redda málum í gær þurfti minnz að fara niðrí skóla að klára verkefnið. Ekki beint það skemmtilegasta að læra undir blaðri annarra en það hafðist svo minnz er kominn í jólafrí í skólanum :)

Það er því lítið að frétta af þessum bænum, helmingurinn af jólagjöfunum kominn í hús og ég er að hafa mig í að redda hinum helmingnum áður en búðir borgarinnar fyllast endanlega af fólki. Á Þorláksmessu mun leiðin svo liggja heim í heiðardalinn þar sem ég ætla að eyða jólunum með henni ömmu minni. Þar sem jólin eru bara helgi þetta árið þá verð ég komin aftur í bæinn á annan í jólum og ætti því að ná jólaboðunum í bænum líka.

Ég er búin að hafa hugann við bloggið undanfarnar vikur en eins og sönnum sauði sæmir þá gleymi ég jafnóðum því sem ég ætla að blogga um en þar sem ég er komin með þráðlausa nettengingu heima við ætti færslunum að fara að fjölga og kannski maður nái að skrifa það sem maður ætlar áður en maður gleymir því ;) Það þarf varla að taka það fram að nettengingin er verk Guðjóns sem hefur átt afar bágt með að skilja hvernig ég hef komist af án ADSL. Það verður svo að koma í ljós hvort ég nái honum í nördaskapnum ;)