03 apríl 2006

Jamm og jæja, varð bara að blogga til að nótera afar merkilegan atburð. Þegar ég kom heim úr vinnunni beið mín fallegur blómvöndur frá honum Guðjóni mínum - svona af því að ég hef verið svo hress undanfarið eða þannig... Ég stjanaði hins vegar við hann í kvöldmatnum og hann hefur setið óáreittur í tölvunni í allt kvöld svo kannski ég fari að fá blóm oftar ;)

Annars er bara stress og aftur stress. 9 dagar í skil á lokaritgerðinni og hún ekki komin nálægt því eins langt og planið var, ég þarf að mæta í skólann á morgun í þráðavinnu og er búin að liggja yfir þæfingunni sem ég átti að klára heima. Það var að bætast á okkur enn eitt verkefnið í upplýsingatækni - kennarinn er ekki ennþá dauður af hikstanum - sem er með deadline í dag en ég ætla að gefa skít í það fram yfir skilin á lokaverkefninu. Svo þarf að velja sér kjörbók í enskunni og skutla einni ritgerð fram úr erminni. Geri það um páskana. Svo er vaskur á miðvikudaginn og allir að fara yfir um í vinnunni. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég hef verið grumpy undanfarið. Ég er hins vegar að spá í að skella mér í heitt og gott bað svo kallinn minn fái að sjá góðu hliðarnar mínar í bíttum fyrir blómin ;)

Engin ummæli: