10 apríl 2006

Jæja, þá er maður loksins farin að sjá fyrir endann á lokaritgerðinni. 40 blaðsíður komnar, búið að setja upp heimildaskrá og bara frágangur eftir. Við ættum að klára það á morgun og svo notum við tímann eftir páska til að fínisera enn frekar. Ég ætla að njóta þess í botn að slappa af á miðvikudagskvöldið þegar við verðum búnar að skila ;)

Þá taka reyndar páskarnir við með öllu sínu annríki. Ég þarf náttúrulega að vinna alla páskana - aldrei frí í þessu bókhaldi - og svo þarf að klára þrjá kúrsa. Það er komin dagsetning á aðgerðina hjá mér svo það liggur á að klára þetta. Ég leggst sem sagt undir hnífinn 4. maí og eftir páska byrja speglanir, ómanir og alls konar skoðanir til að undirbúa aðgerðina. Svo þarf víst að þrífa heimilið sem hefur fengið að sitja á hakanum í öllum lærdómnum undanfarið svo ég sé ekki að pirra mig á því á meðan ég á að taka því rólega heima svo það verður yfirdrifið nóg að gera fram að 4. maí. Ég slappa svo bara af á spítalanum og skipa Guðjóni fyrir þegar ég kem heim ;)

Það er svo sem ágætt að dagsetningin sé komin á hreint, þá getur maður farið að skipuleggja sumarið. Ég missi af þrítugsafmælunum hjá Kidda og Hildi en ég verð bara að fara til þeirra seinna. Næ því vonandi fyrir þjóðhátíð! Ég ætti hins vegar að verða orðin góð þegar verður kominn tími til að gæsa Þórdísi svo ekki á hún von á góðu ;) Annars eru allar góðar bækur þegnar með þökkum og ég tala nú ekki um ef einhver á góðar seríur á DVD - svona til að hafa ofan af fyrir mér á spítalanum. Ég tala nú ekki um ef einhver nennir að hanga hjá mér og hjálpa mér að prjóna ;)

En jæja, ég er orðin dofin í hausnum eftir daginn og ætla að fara að koma mér upp í rúm.

Engin ummæli: