07 febrúar 2007

Þreytt..

Minnz er þreyttur. Vantar að komast í frí. Það er hins vegar ekki í boði strax. Fæ samt að mæta á hádegi í vinnuna á morgun. Jei! Var úber dugleg í morgun og mætti í Rope yoga kl 7. Námskeiðið klárast í næstu viku og ég er ákveðin í því að fara strax á áframhaldandi námskeið. Ekki veitir af, kennarinn sagði í morgun að það gæti tekið upp undir ár fyrir vöðvana að ná sama styrk og fyrir aðgerð. Þrátt fyrir að ég hafi styrkst mikið þá finn ég það að ég á ennþá langt í land. En líkamsstarfsemin er greinilega á fullu því ég er ALLTAF svöng!!

Svo er maður farinn að gíra sig upp fyrir
NLP námskeiðið sem byrjar á föstudagskvöldið. Var ekki alveg að finna andann fyrir það í gær, var svo uppgefin á sál og líkama. En mamma og Íslendingurinn Ingólfur börðu það í mig að það væri bannað að gefast upp. Það náði í gegn þrátt fyrir að þau fengju að heyra að þau væru leiðinleg. Er núna að glugga í bók sem heitir Notes from a Friend og er eiginlega úrdráttur á svipaðri heimspeki og NLP gengur út á. Crash course í því að breyta lífinu sínu til betri vegar. Ætla að enda þetta á góðu kommenti þaðan.

Success is the result of good judgment.
Good judgment is the result of experience.
Esperience is often the result of bad judgment.


Þetta hljómar óneitanlega betur en þetta óborganlega komment sem flaug í bústaðarferð um daginn. Lemurðu konuna þína? Nei, ég er aldrei heima....

Engin ummæli: