Klemmari og VV&B
Skellti mér út á lífið með Ásu og Önnu Þóru á laugardaginn. Fórum á Players að hlýða á Vini Vors og Blóma. Þeir standa alltaf fyrir sínu - þrátt fyrir að fólkið á staðnum hafi verið í skrýtnara lagi. Úthaldið mitt á dansgólfinu var búið í hléinu en mér til afsökunar þá var vel tekið á því fyrir hlé ;) Mér skildist á stelpunum að ég hefði átt setningu kvöldsins þegar ég svaraði spurningunni ,,hvað er mp3 spilarinn þinn stór?" Fyrir þá sem ekki vita þá er hann bara lítill og nettur, takk fyrir pent.