28 nóvember 2007

Léttsteikt dramadrottning

Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust „rare“, „medium rare“, „medium“ og „well done“ værir þú „medium rare“, léttsteikt og meyr undir tönn. Léttsteiktar dramadrottningar eru ávallt gerðar úr besta hráefni. Þær eru lífrænt ræktaðar og því í raun móðgun að líkja þeim við hamborgara. Nær væri að framreiða þær sem steikur með góðri rjómasósu og bökuðum kartöflum.

Léttsteiktar dramadrottningar skammast sín ekki fyrir að vera dramadrottningar. Þvert á móti eru þær stoltar af því og leggja rækt við þann hluta persónuleika síns. Gott jafnvægi ríkir á milli drama og yfirvegunar. Í raun hefur léttsteikta dramadrottningin fulla stjórn á dramatíska hluta heilans. Hún er því fær um að halda dramanu í skefjum þegar við á en gerir út á það þegar hún er í stuði til þess.

Léttsteiktar dramadrottningar eru tilfinningaríkar. Þær eru gjarnan leiðtogar í vinahópi sínum, eru vel liðnar af flestum, dáðar af mörgum en einnig öfundaðar af sumum. Hin léttsteikta drottning er hins vegar haldin jafnaðargeði og lætur hólið ekki stíga sér til höfuðs eða öfundsýki koma sér úr jafnvægi.

Þetta ágæta próf er tekið á dramadrottning.com.

26 nóvember 2007

Margir velta því fyrir sér..

hvort það sé líf eftir dauðann. Önnur og merkari spurning er hins vegar hvort það sé líf fyrir dauðann? Það er kannski ágætt að sofa á því.

21 nóvember 2007

Netið smetið

Einhverjum snillingnum tókst að grafa í sundur ljósleiðara á Bíldshöfðanum í dag. Þar af leiðandi vorum við netlaus í vinnunni frá hádegi og er víst ekki alveg ljóst hvenær þetta kemst í lag en það verður vonandi fyrir morgundaginn. Við vorum algjörlega handa og fótalaus og það var hreinlega kúnst að finna verkefni sem þarfnaðist ekki nettengingar. Það var líka ótrúlega furðuleg tilfinning að vera ekki á MSN, komast ekki inn á póstinn og geta ekki tékkað á nýjustu fréttum á mbl. Þegar ég kom heim byrjaði ég auðvitað á því að fara á netið og það voru nánast sömu fréttir á forsíðu mbl og þegar ég hafði kíkt seinast fyrir hádegi. Ég missti sem sagt ekki af neinu.

Ég held að uppgötvun dagsins sé að netið sé að mestu leyti tilbúin þörf og við hefðum klárlega gott af því að taka netlausan dag annað slagið. Þrátt fyrir þau ýmsu þægindi sem fylgja netinu þá komumst við nú ágætlega af án þess og væri varla vanþörf á að rifja það upp annað slagið.

Annars væri gaman að vita það hvað lesendur þessarar síðu eyða miklum tíma á netinu á hverjum degi - og hvað mikið af þeim tíma er í vinnu eða nám og aðrar ,,nauðsynjar" og hversu mikið er bara hangs.

18 nóvember 2007

Sætir bræður


Stóðst ekki mátið að setja inn eina mynd af nýbökuðum bræðrum. Vona að Þórdísi sé sama þó svo ég hafi stolið henni af síðunni hjá þeim ;-)

17 nóvember 2007

Nýr púki

Í gær eignuðust Þórdís og Tommi lítinn labbakút sem var 13 merkur og 50 cm. Til hamingju elsku Þórdís og Tommi með litla kútinn og til hamingju Arnar Logi með nafnbótina stóri bróðir!

13 nóvember 2007

Partýmyndir - og þemað var klámiðnaðurinn

Klárlega djókur kvöldsins, rauðsokkan Rúnar


Þórdís og ég


Ég og Hjördís

Pétur



Hjónakornin Eva og Borat diCaprio - já þetta var alvöru Borat..


Þórdís og Tommi

maður sleppir ekki svona partýi þó svo maður sé komin 9 mánuði á leið..

Dr Drake Ramore, specialist


Já, þetta var gaman..

08 nóvember 2007

Frú Stella!

I'll be back er víst vinsælasti bíómyndafrasinn í heiminum í dag. Frú Stella, ég tarf ekki sjúss hefur blívað vel í mínum vinahóp. Reyndar hefur Stella blívað vel í mínum vinahóp. Best heppnaðasti misskilningur okkar tíma og það er eitthvað svo yndislegt að sjá Reykjavík fyrir 20 árum. Frasar eins og ,,hver á þennan bústað? nei eða já?", ,,Herre Gut det er blod" og ,,ég sagði burtu með þessa gæru, sagðirðu ekki að hún væri illa lyktandi?" eru náttúrulega bara tær snilld. Ég tala nú ekki um þennan hérna, borin fram með einstaklega íslenskum hreim: ,,Gå ud ur min bil strax og jeg mener det. Når jeg går avrig så bliver jeg avrig." Já maður þarf ekki sjúss þegar maður hefur Stellu.

05 nóvember 2007

Fræðslufundur

Fyrsti fræðslufundur Samtaka kvenna með endómetríósu verður haldin annað kvöld klukkan 8 í Hringssal Landspítalans. Endilega látið það berast til þeirra sem erindi ættu á fundinn ef þið þekkið einhverja og ekki hika við að mæta sjálf ef ykkur langar til að fræðast um þennan sjúkdóm.

Hún Ella á afmæli í dag og er á besta aldri stúlkan. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það svakalega gott í dag :-) Vonandi sjáumst við í bæjarferðinni!

03 nóvember 2007

Stjörnuspá dagsins

Vog: Hugsanir hafa vald og þú verður að ná stjórn á þeim, áður en þær ná stjórn á þér. Vertu einbeittur. Ekki láta það koma á þér á óvart ef þú upplifir allar heimsins tilfinningar á einni klukkustund.

Það er óhætt að segja að þessi spá eigi vel við þegar maður er búinn að eyða deginum á masternum í NLP. Það er búið að hræra vel í gömlum tilfinningum og leyfa þeim að sigla sinn sjó. Það er góð þreyta í bland við létti sem á eftir að ráða ríkjum hjá mér í kvöld.

01 nóvember 2007

Meira af Gíslum

Í framhaldi af minningu Gíslana sem fór hér á undan langar mig að láta fylgja eina sögu af öðrum Gísla. Sá sat lafhræddur fyrir framan fréttirnar í sjónvarpinu þegar hann var lítill. Þar voru oft fluttar fréttir af því að gíslar hefðu verið teknir út í hinum stóra heimi. Þessi litli Gísli lifði í stöðugum ótta um hvort að hann yrði nokkuð tekinn næst. Hún getur verið grimm þessi veröld.