08 nóvember 2007

Frú Stella!

I'll be back er víst vinsælasti bíómyndafrasinn í heiminum í dag. Frú Stella, ég tarf ekki sjúss hefur blívað vel í mínum vinahóp. Reyndar hefur Stella blívað vel í mínum vinahóp. Best heppnaðasti misskilningur okkar tíma og það er eitthvað svo yndislegt að sjá Reykjavík fyrir 20 árum. Frasar eins og ,,hver á þennan bústað? nei eða já?", ,,Herre Gut det er blod" og ,,ég sagði burtu með þessa gæru, sagðirðu ekki að hún væri illa lyktandi?" eru náttúrulega bara tær snilld. Ég tala nú ekki um þennan hérna, borin fram með einstaklega íslenskum hreim: ,,Gå ud ur min bil strax og jeg mener det. Når jeg går avrig så bliver jeg avrig." Já maður þarf ekki sjúss þegar maður hefur Stellu.

Engin ummæli: