17 desember 2007

Lífæðin

Ég var að hlusta á Lífæðina á netinu í dag og hafði mjög gaman af. Það er útvarp Bolungarvík fyrir þá sem ekki það vita. Úlfar í Hamraborg og Lúlli voru í viðtali hjá Hauki Vagns og það var áhugavert að hlusta á það. Það er óhætt að segja að Úlfar hafi áhugaverðar skoðanir á málefnum Bolungarvíkur. Hann er á því að það sé engin framtíð í byggð í Bolungarvík nema að það verði sameining við Ísafjörð og segir tregðu Bolvíkinga í þessum efnum vera minnimáttarkennd. Ég er ekki sammála því. Í mínum huga er málið afar einfalt. Að sameinast Ísfirðingum er eins og það myndi flytja inn til mín karlmaður sem myndi taka af mér fjarstýringuna, éta allt úr ísskápnum, fylla óhreinatauskörfuna og hirða svo af mér sængina í rúminu. Það er enginn minnimáttarkennd að vilja ekki fá slíkan grip inn á sitt heimili. Það er bara almenn skynsemi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lúlli var líka með góðan punkt um sameininguna, hann vill ekki gera ísfirðingum það að sitja uppi með okkur :o)
kv. Ella

Erla Perla sagði...

Eða okkur að sitja uppi með þá ;-)