Góð heilsa er gulli betri
Eftir að hafa legið í flensu í tæpar tvær vikur og verið nánast alveg orkulaus eftir eina svæfinguna enn var botninum náð. Líkaminn sagði hingað og ekki lengra, núna verður þú að gera eitthvað stúlkukind. Seinasta þriðjudag byrjaði ég því á sex vikna Súperform námskeiði á Grand Spa. Mæti alla virka daga klukkan 6.30 og það er óhætt að segja að það sé tekið vel á því. Harðsperrurnar segja mér að ég sé að gera eitthvað af viti og það er dáldið góð tilfinning að finna að maður getur gert meira í dag en í gær. Námskeiðinu lýkur 20. júní og fyrir júnílok ætla ég að standa við markmið síðasta sumars og fara upp á topp Esjunnar. Viltu koma með?
2 ummæli:
Ég stefni sko upp á Hvannadalshnjúk góða, þú gátt átt þinn hól!! djók, við erum að safna liði nokkur, endilega vertu í bandi hvenær þú verð. við ætlum að æfa okkur á Esjunni
Jón Eggert
Öss, það er ekkert annað!! Já ég held að maður verði að allavegana æfa sig á Esjunni - þó svo ég hafi lengi haldið því fram að það væri ekki alvöru fjall :p Ég læt þig vita þegar ég verð búin að setja niður dagsetningu.
Skrifa ummæli