Þrítug og þrusuflott ;-)
Þá er maður orðinn þrítugur og ég held svei mér þá að ég hafi bara aldrei verið betri. Ég hafði það gott á afmælisdaginn og fékk afskaplega fallegar og góðar gjafir. Það er gaman að eiga afmæli og finna hvað maður á góða að :-) Mamma og systkini mín gáfu mér saumavél og nú bíð ég spennt eftir tækifæri til þess að prófa gripinn. Hefði þurft að eiga eins og nokkra efnisbúta til þess að prófa sporin og svona en það kemur allt saman.
Annars er alltaf meira en nóg að gera á þessum bænum og þessa vikuna eru næturvaktir á dagskrá. Það er rólegt á suðurgangi eins og er og tíminn er nýttur í að svara tölvupóstum og hnýta lausa enda. Það er því ekki mikið annað í fréttum en vinna og aftur vinna. Ég vildi bara nota tækifærið og þakka fyrir góðar kveðjur á afmælisdaginn. Þangað til næst hafið það súpergott :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli