Nei, ég dó ekki á Þjóðhátíð ;) Er bara búin að vera að vinna á fullu síðan ég kom heim og hef ekkert gefið mér tíma til að blogga. Það þarf náttúrulega ekki að taka fram að þessi þjóðhátíð var algjör snilld og við vorum í góðu yfirlæti hjá Kidda og Hildi. Það var alveg yndislegt að hitta þau og allt hitt liðið aftur og það er alveg pottþétt að við mætum aftur að ári. Ég missti af Leoncie en skildist að ég hefði ekki misst af miklu. Krakkarnir voru víst aðallega að fylgjast með Árna Johnsen horfa á rassinn á henni.. Ég náði hins vegar Trabant og þeir voru algjör snilld!! Skítamótall og Í svörtum fötum fóru hins vegar nánast alveg fram hjá mér því ég var á svo miklu flakki í hvítu tjöldunum. Við veiktumst hins vegar ekkert eins og sumir í Bjórkollshópnum en hins vegar vaknaði ég við stingandi sársauka í öðrum fætinum á mánudagsmorgninum. Geira datt nefnilegast í hug að bregða mér í brekkunni og sparka mig niður... Það bjargaði mér að ég var í góðum skóm en þegar heim var komið og farið úr skónum fór marið að koma út og er skemmst frá því að segja að ég er blá og marin og aum eftir þetta uppátæki. En gömlu, góðu Scarpa skórnir björguðu mér frá því að togna.
Að öðru leyti er mest lítið að frétta. Það er nóg að gera í vinnunni og ég geri lítið annað en að vinna. Guðjón kom mér á óvart á miðvikudaginn og var búin að kaupa fyrir mig öfga flott hálsmen og rós og er búinn að fá mikið knús fyrir það ;) Ég fór svo eftir vinnu á fimmtudaginn með Rakel að versla föt. Það var víst orðinn tómur hjá henni fataskápurinn. Við vorum í Kringlunni frá 6-9 um kvöldið og hún fór heim með fulla poka af nýjum fötum, ánægð með lífið og tilveruna. Ég var hins vegar eitthvað þreyttari og skreið heim í sturtu og beint upp í rúm.
Núna ætla ég að fara að gera eitthvað í bílamálum hjá mér og ætla að drífa í að selja bílinn minn og fá mér nýjan. Þannig að ef einhvern langar í bílinn minn þá er bara að hafa samband við mig sem fyrst ;) Svo ætla ég að kaupa gardínur í stofuna og fá einhvern til að festa upp kastarana sem Dagný og Haukur voru svo yndisleg að láta mig hafa þannig að íbúðin verður hæf fyrir innflutningspartý fljótlega ;) ;)
En jæja, ég ætla að fara að hætta að vinna og drífa mig að gera eitthvað af viti. Hafið það gott elskurnar mínar :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli