Vegna veikinda mömmu og þar af leiðandi mikilla anna í desember voru engin jólakort send út frá okkur í fjölskyldunni. Ég vil því fyrir hönd minnar, mömmu, Rakelar og Rögga óska öllum vinum okkar og ættingjum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum góðar stundir á liðnum árum og vonumst til þess að sjá ykkur sem flest á nýju ári.
Ég vil svo senda Ásu og Önnu Þóru sérstakar jólakveðjur með þökk fyrir öll skemmtilegu djömmin á árinu sem er að líða. Ása - við kláruðum TVÖ vettvangsnám á árinu!! Ég held að klemmari væri við hæfi núna ;)
Kolla og fjölskylda á Grundarfirði fær líka góðar jólakveðjur bæði úr Mosfellsbænum og Hafnarfirðinum. Takk fyrir allt á líðandi ári og vonandi hittumst við oftar á nýja árinu ;) Hafið það öfga gott yfir hátíðarnar elskurnar mínar!
Við sendum svo Rögga bró hlýjar kveðjur til Ítalíu. Hafðu það rosalega gott í útlandinu yfir hátíðarnar og gakktu nú hægt um gleðinnar dyr ;) Við hlökkum mikið til að sjá þig í janúar!
Annars óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið öll, sem nennið að lesa þetta blogg, eigið eftir að hafa það gott yfir hátíðarnar :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli