08 desember 2005

Nei minnz er ekki týndur og tröllum gefinn. Hef einfaldlega verið að drukna í vinnu og lærdómi undanfarið - og þá aðallega vinnu. Mamma fór í brjósklosaðgerð fyrir viku síðan og það hefur því verið nóg að gera í vinnunni. Ég tók mér svo frí í gær og eftir hádegi í fyrradag til að klára seinasta verkefni annarinnar sem á að skila á morgun. Það gekk brösuglega þar sem wordið í tölvunni minni tók upp á því að læsast og þar sem Guðjón var ekki búinn að redda málum í gær þurfti minnz að fara niðrí skóla að klára verkefnið. Ekki beint það skemmtilegasta að læra undir blaðri annarra en það hafðist svo minnz er kominn í jólafrí í skólanum :)

Það er því lítið að frétta af þessum bænum, helmingurinn af jólagjöfunum kominn í hús og ég er að hafa mig í að redda hinum helmingnum áður en búðir borgarinnar fyllast endanlega af fólki. Á Þorláksmessu mun leiðin svo liggja heim í heiðardalinn þar sem ég ætla að eyða jólunum með henni ömmu minni. Þar sem jólin eru bara helgi þetta árið þá verð ég komin aftur í bæinn á annan í jólum og ætti því að ná jólaboðunum í bænum líka.

Ég er búin að hafa hugann við bloggið undanfarnar vikur en eins og sönnum sauði sæmir þá gleymi ég jafnóðum því sem ég ætla að blogga um en þar sem ég er komin með þráðlausa nettengingu heima við ætti færslunum að fara að fjölga og kannski maður nái að skrifa það sem maður ætlar áður en maður gleymir því ;) Það þarf varla að taka það fram að nettengingin er verk Guðjóns sem hefur átt afar bágt með að skilja hvernig ég hef komist af án ADSL. Það verður svo að koma í ljós hvort ég nái honum í nördaskapnum ;)

Engin ummæli: