Jæja, þá sitjum við skötuhjúin í sitt hvorri tölvunni og horfum á Rock Star INXS. Þetta er búin að vera massa helgi og við erum bæði hálf lúin held ég bara. Á föstudagskvöldið fórum við á jólahlaðborð hjá Tölvulistanum á Lækjarbrekku. Það var hin fínasta skemmtun bara og maturinn fínn. Ég þekkti meira að segja heila tvo þarna - Gumma hennar Steffíar, sem reyndar er búinn að vera Gummi hennar Jóhönnu í rúmlega 20 ár en það er nú önnur saga - og hann Stulla, sem þóttist bara ekkert þekkja mig svo minnz hreinlega veltist um af hlátri. Það er stundum gaman að rifja upp gömlu góðu dagana á Kaffi Reykjavík þó svo að sumir vilji hreinlega bara gleyma þeim ;)
Í gær var svo óvissuferð í minni vinnu og eftir Krísuvíkurleið dauðans enduðum við á Hótel Hamri í Borgarnesi. Það er óhætt að mæla með þessu hóteli því að bæði maturinn og þjónustan voru fyrsta flokks og ekki spillti fyrir hvað hótelið sjálft var flott. Þetta var frábær ferð í alla staði og gaman að komast aðeins burt úr bænum. Takk fyrir okkur mamma og Sveinbjörn :)
En jæja, kallinn minn vill komast í mína tölvu - ein er víst ekki nóg... Þangað til næst, hafið það gott elskurnar mínar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli