Hún mamma á afmæli í dag og það ekkert smá afmæli, orðin fimmtug kellan. Til hamingju með daginn elsku mamma mín og hafðu það alveg svakalega gott í dag :)
29 mars 2006
26 mars 2006
Jæja, fannst kominn tími á að líta upp úr bókunum og láta vita að ég væri á lífi ;) Það styttist óðfluga í skilafrestinn á lokaritgerðinni og flestir kúrsarnir sem ég er í klárast í vikunni. Það verður útskriftarveisla hjá okkur í heimilisfræði á morgun. Við ætlum að hafa tapasveislu og spænskt þema og það verður vonandi bara gaman. Þetta er seinasti tíminn í matreiðslunni en á föstudaginn lýkur önninni í öllum kúrsum hjá útskriftarnemum. Ég á reyndar ennþá eftir að klára þæfingarkúrsinn af því að hann er í raun fyrir annars árs nema en ég ætti að geta ýtt því á undan mér fram að páskum. Eftir páska verður svo no more school for me :D
Þá fer ég hins vegar að undirbúa mig fyrir stóra aðgerð sem ég þarf víst að fara í. Ég þarf víst að liggja inn á spítalanum eftir hana í viku hið minnsta og taka því svo rólega heima næstu 6 vikurnar. Bara gaman að því.... Ég get ekki sagt að ég sé spennt en það þýðir ekkert að tala um það. Ég verð bara fegin þegar þetta verður búið. Það er hins vegar skylda að dekstra við mig til að ég gangi ekki af göflunum á meðan á þessu stendur ;)
En jæja, enskuverkefnið kallar. Þarf svo að kíkja til hennar Öggu minnar að skila fötum. Later.
Birt af Erla Perla kl. 6:51 e.h. 0 skilaboð
20 mars 2006
Mbl stendur alltaf fyrir sínu... Það er spurning hvernig söngvörur eiga eftir að slá í gegn í Rockstar...
Birt af Erla Perla kl. 7:29 e.h. 0 skilaboð
19 mars 2006
Jæja, þá er orðið langt síðan að ég bloggaði síðast - enda hef ég haft nóg á minni könnu. Dagný systir var gestur númer 7437 og henni verður boðið í mat ásamt fjölskyldunni við fyrsta tækifæri ;)
Tíminn undanfarið hefur farið í lærdóm og aftur lærdóm. Við Ása fórum í bústað á seinustu helgi til að vinna í lokaverkefninu. Við komumst vel af stað þar og vonandi á þetta eftir að skotganga hjá okkur. Ég er líka að reyna að klára lærdóm í öðrum fögum sem fyrst og það gengur ágætlega. Svo er bara að hugsa um heilsuna en ég er að jafna mig eftir speglun sem ég fór í fyrir helgi. Það hefur bara gengið vel og ég hef það bara fínt þó svo að saumarnir taki stundum í. Ég þarf svo að fara í aðra aðgerð í framhaldinu af þessari speglun en ég veit lítið um það hvernig það verður eins og er. Það er því bara best að einbeita sér að því að læra svo maður megi við því að standa í þessum veikindum. En talandi um lærdóm þá bíður eitt verkefni eftir mér sem á að skila á morgun og önnur eru þegar farin að banka á dyrnar þannig að ég ætla að fara að læra. Hafið það gott þangað til næst elskurnar mínar, bleble.
Birt af Erla Perla kl. 10:52 f.h. 0 skilaboð
03 mars 2006
Jæja, sit hérna og er að reyna að læra á föstudagskvöldi. Sé eftir því að hafa ekki farið með Guðjóni í Þorlákshöfn á leikinn sem Stjarnan vann nota bene, 82-81. Ég skellti mér hins vegar í smá göngutúr og hljóp tröppurnar ,,mínar". Það verður víst að styrkja rassinn áður en hann fer að sópa gólfin ;) Ég fór í klippingu í fyrradag og endaði á að klippa hárið stutt - Guðjóni til ekkert svakalega mikillar gleði :p En þetta vex aftur og þó svo ég sé ekki alveg búin að melta hvernig ég fíla þetta þá er þetta fín tilbreyting :)
Anyhow, það hefur tíðkast á þeim bloggum sem ég skoða að verðlauna gesti númer 5.000, 10.000 o.s.frv. Teljarinn minn er hins vegar í Bolungarvíkurnúmerum þessa dagana og ég ætla því að elda góðan mat handa þeim sem verður númer 7437 - sem er gamla símanúmerið okkar fjölskyldunnar fyrir þá sem ekki vita. Það voru nefnilegast bara fjögurra stafa símanúmer á Vestfjörðum þegar minnz var ungur. Það þarf svo að kvitta fyrir komuna í kommentkerfinu til að geta rukkað vinningin ;)
Birt af Erla Perla kl. 9:30 e.h. 0 skilaboð