Jæja, þá er orðið langt síðan að ég bloggaði síðast - enda hef ég haft nóg á minni könnu. Dagný systir var gestur númer 7437 og henni verður boðið í mat ásamt fjölskyldunni við fyrsta tækifæri ;)
Tíminn undanfarið hefur farið í lærdóm og aftur lærdóm. Við Ása fórum í bústað á seinustu helgi til að vinna í lokaverkefninu. Við komumst vel af stað þar og vonandi á þetta eftir að skotganga hjá okkur. Ég er líka að reyna að klára lærdóm í öðrum fögum sem fyrst og það gengur ágætlega. Svo er bara að hugsa um heilsuna en ég er að jafna mig eftir speglun sem ég fór í fyrir helgi. Það hefur bara gengið vel og ég hef það bara fínt þó svo að saumarnir taki stundum í. Ég þarf svo að fara í aðra aðgerð í framhaldinu af þessari speglun en ég veit lítið um það hvernig það verður eins og er. Það er því bara best að einbeita sér að því að læra svo maður megi við því að standa í þessum veikindum. En talandi um lærdóm þá bíður eitt verkefni eftir mér sem á að skila á morgun og önnur eru þegar farin að banka á dyrnar þannig að ég ætla að fara að læra. Hafið það gott þangað til næst elskurnar mínar, bleble.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli