Jæja, fannst kominn tími á að líta upp úr bókunum og láta vita að ég væri á lífi ;) Það styttist óðfluga í skilafrestinn á lokaritgerðinni og flestir kúrsarnir sem ég er í klárast í vikunni. Það verður útskriftarveisla hjá okkur í heimilisfræði á morgun. Við ætlum að hafa tapasveislu og spænskt þema og það verður vonandi bara gaman. Þetta er seinasti tíminn í matreiðslunni en á föstudaginn lýkur önninni í öllum kúrsum hjá útskriftarnemum. Ég á reyndar ennþá eftir að klára þæfingarkúrsinn af því að hann er í raun fyrir annars árs nema en ég ætti að geta ýtt því á undan mér fram að páskum. Eftir páska verður svo no more school for me :D
Þá fer ég hins vegar að undirbúa mig fyrir stóra aðgerð sem ég þarf víst að fara í. Ég þarf víst að liggja inn á spítalanum eftir hana í viku hið minnsta og taka því svo rólega heima næstu 6 vikurnar. Bara gaman að því.... Ég get ekki sagt að ég sé spennt en það þýðir ekkert að tala um það. Ég verð bara fegin þegar þetta verður búið. Það er hins vegar skylda að dekstra við mig til að ég gangi ekki af göflunum á meðan á þessu stendur ;)
En jæja, enskuverkefnið kallar. Þarf svo að kíkja til hennar Öggu minnar að skila fötum. Later.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli