Jæja, sit hérna og er að reyna að læra á föstudagskvöldi. Sé eftir því að hafa ekki farið með Guðjóni í Þorlákshöfn á leikinn sem Stjarnan vann nota bene, 82-81. Ég skellti mér hins vegar í smá göngutúr og hljóp tröppurnar ,,mínar". Það verður víst að styrkja rassinn áður en hann fer að sópa gólfin ;) Ég fór í klippingu í fyrradag og endaði á að klippa hárið stutt - Guðjóni til ekkert svakalega mikillar gleði :p En þetta vex aftur og þó svo ég sé ekki alveg búin að melta hvernig ég fíla þetta þá er þetta fín tilbreyting :)
Anyhow, það hefur tíðkast á þeim bloggum sem ég skoða að verðlauna gesti númer 5.000, 10.000 o.s.frv. Teljarinn minn er hins vegar í Bolungarvíkurnúmerum þessa dagana og ég ætla því að elda góðan mat handa þeim sem verður númer 7437 - sem er gamla símanúmerið okkar fjölskyldunnar fyrir þá sem ekki vita. Það voru nefnilegast bara fjögurra stafa símanúmer á Vestfjörðum þegar minnz var ungur. Það þarf svo að kvitta fyrir komuna í kommentkerfinu til að geta rukkað vinningin ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli