Jæja, það er víst löngu kominn tími til að blogga. Það er farið að líða að aðgerðinni og ég fer undir hnífinn á fimmtudaginn. Ég verð á deild 13-D á Landsspítalanum við Hringbraut og ekki einungis má heldur hreinlega Á að koma að heimsækja mig ;) Mér hefur verið sagt að heimsóknartímarnir séu sveigjanlegir en það verður ekki hægt að koma í heimsókn fyrr en ég er komin af vöknun og það verður líklegast ekki fyrr en á föstudaginn. Ég veit ekki annað en ég fái að vera með símann minn svo það er hægt að senda sms eða hringja frá og með föstudeginum. Ég fer svo heim til mömmu þegar ég útskrifast af spítalanum og verð þar að jafna mig fyrst um sinn. Að sjálfsögðu er heimsóknarskylda þangað líka ;) Góðar bækur og DVD myndir og seríur eru vel þegnar þar sem fyrir liggur að ég verði lítið rólfær næstu 3 vikur.
Annars segi ég bara hafiði það gott elskurnar mínar, ég blogga næst þegar ég verð komin heim af spítalanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli