26 maí 2006

Jæja, ég er auðvitað löngu komin heim af spítalanum, alveg tvær vikur síðan. Það eru hins vegar svo svaðalega öflugir eldveggir í tölvunum hjá mér og mömmu að ég kemst ekki inn á blogger í þeim. Núna er ég orðin ágætlega rólfær og skaust niðrí vinnu til að fara á einn fund og blogga smá.

Í gær voru þrjár vikur síðan ég var skorin og það er óhætt að segja að allt hafi gengið glimrandi vel. Ég er hætt á öllum verkjalyfjunum og kláraði sýklalyfjakúrinn í gær. Það var sett upp hjá mér forðalyf í aðgerðinni sem er virkt í þrjá mánuði en ég hef fundið lítið fyrir aukaverkunum af því hingað til sem betur fer. Það er aðallega að ég fái hitaköst og það er alveg ný upplifun fyrir mig að geta ekki sofið af því að ég er að drepast úr hita! Það kemur svo í ljós eftir rúma 2 mánuði hvort ég þurfi annan skammt af þessu lyfi en ég er að vona að ég sleppi við það. Það eru svo þrjár vikur í að ég megi fara að gera eitthvað af viti og víst ennþá lengra í að ég nái upp almennilegu þoli. En leiðin er bara upp á við héðan í frá :)

En jæja, ég ætla að koma mér heim og hvíla mig því ég er að fara í búðarráp með Kollu á eftir. Kíkið endilega á bloggið hans Rögga bró sem virðist vera að vakna frá dauðum ;)

Engin ummæli: