Ég er nú bara að blogga í tilefni af því að ég var að læra á þennan blessaða blogger. Ekki slæmt eftir að hafa notað hann í hvað 4 ár.... Hún Agga mín á nú heiðurinn af þessu tækniskrefi hjá mér en hann Sveinbjörn lét mig taka annað tækniskref í seinustu viku þegar ég þurfti að nota USB lykil í vinnunni. Ég er búin að heyra það óspart síðan að ég sé undarleg, sérstaklega þegar fólk heyrir að diskettur hafi dugað mér vel hingað til. Það er svo aldrei að vita nema ég taki mig til og læri á Mp3 spilarann minn, læri jafnvel að sækja tónlist á netið áður en ég fer út í haust. Já, ég er öll í tækniframförunum ;)
En svona í tilefni dagsins eru hérna myndir af mér og Öggu og mér með litla Agnarsmá.
Jei Agga, ég gat!!