31 júlí 2006

Litli púkinn kominn með nafn

Bara stutt blogg eftir frekar annasama helgi. Litli púkinn hennar Öggu fékk nafn á helginni og var nefndur Úlfur Ægir. Til lukku með það litli kútur :) Það er krækja á síðuna hans hérna hægra megin á síðunni fyrir þá sem vilja skoða myndir af honum og lesa um nýjustu afrek hans ;)

26 júlí 2006

Óvissuferð starfsmanns

Og af því að það er svo gaman að hlæja að vitleysum annarra, þá fékk ég afhent gögn í vinnunni í dag vegna óvissuferðar starfsmanns. Það er spurning hvort það hafi verið gaman hjá honum greyinu, einum í óvissuferð... Já það er gaman að hlæja að öðrum, aldrei segi ég svona vitleysu ;)

Mbl stendur fyrir sínu

Hver er munurinn á því að stela og nema vörur á brott án þess að borga fyrir þær? Alltaf þegar maður heldur að Mbl hafi toppað sig þá gera þeir betur....

Annars eru 9 dagar í Þjóðhátíð gott fólk ;)

22 júlí 2006

13 dagar í Þjóðhátíð

Þá er búið að frumflytja þjóðhátíðarlagið í ár og ætti að vera hægt að ná í það á Dalnum í dag. Það er óhætt að segja að lagið sé ekki hefðbundið þjóðhátíðarlag, dáldið blúsað. Ágætis lag við fyrstu hlustun en ég fékk engan fiðring... Það á líka seint eftir að koma lag sem slær út Lífið er yndislegt. En bara 13 dagar til stefnu og ég hlakka svooooooo til :D

18 júlí 2006

Ég er nú bara að blogga í tilefni af því að ég var að læra á þennan blessaða blogger. Ekki slæmt eftir að hafa notað hann í hvað 4 ár.... Hún Agga mín á nú heiðurinn af þessu tækniskrefi hjá mér en hann Sveinbjörn lét mig taka annað tækniskref í seinustu viku þegar ég þurfti að nota USB lykil í vinnunni. Ég er búin að heyra það óspart síðan að ég sé undarleg, sérstaklega þegar fólk heyrir að diskettur hafi dugað mér vel hingað til. Það er svo aldrei að vita nema ég taki mig til og læri á Mp3 spilarann minn, læri jafnvel að sækja tónlist á netið áður en ég fer út í haust. Já, ég er öll í tækniframförunum ;)

En svona í tilefni dagsins eru hérna myndir af mér og Öggu og mér með litla Agnarsmá.


Jei Agga, ég gat!!

17 júlí 2006

Hann Daníel er 11 ára í dag. Ég sendi bestu kveðjur í Grundarfjörðinn og vona að þú hafir það skemmtilegt í dag frændi :)

14 júlí 2006

Oh my oh my segi ég nú bara..... Spurning hvort að eggjahljóðið hætti við þessa frétt...

10 júlí 2006

Jæja, þá er maður kominn í bæinn eftir skemmtilega útileguhelgi þar sem haldið var upp á afmæli Péturs og Fríðu. Ég held að það sé óhætt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega þrátt fyrir að fólk hafi vakið mis mikla lukku í kubbakastinu ;) Ég skaust í bæinn á laugardaginn og sýndi íbúðina mína og fór svo aftur í útileguna til krakkanna. Kom svo í bæinn um miðjan dag í gær og dreif mig í sund í góða veðrinu áður en ég fór inn að horfa á leikinn. Læknarnir eru loksins búnir að gefa grænt ljós á sundferðir mér til mikillar ánægju. Ég má reyndar ekki synda en það er ágætt að mega allavegana flatmaga í pottunum ;) Það eru svo allar líkur á því að ég fái ekki aðra lyfjasprautu svo að hitakófin mín hætta vonandi áður en sumrinu lýkur. Þetta verður allt kannað áður en ég fer til Marmaris og ég krosslegg bara fingur fyrir því að það verði jákvætt svo ég hreinlega bráðni ekki þarna úti....

Það er svo mikil vinnutörn framundan næstu vikur áður en ég sting af til Eyja. Bara 24 dagar þangað til ;) Ætli maður nýti ekki frítímann til að pakka niður í kassa og kannski heimsækja litla pjakkinn hennar Öggu. Það er svo aldrei að vita nema maður passi púkanna hennar Dagnýjar inn á milli til að stoppa eggjahringlið ;)

En að lokum sendi ég bestu afmæliskveðjur til Péturs og Fríðu og vona að þau hafi notið þess að eyða afmælisdeginum með okkur vitleysingjunum :)

07 júlí 2006

Bara stutt blogg núna. Ætla í útilegu á morgun með krökkunum um leið og ég er búin að sýna íbúðina á morgun. Bendi svo bara á heimasíðu litla kúts fyrir þá sem vilja skoða myndir. Það er óhætt að segja að það hringli í eggjastokkunum ;)

04 júlí 2006

Til hamingju Agga og Halldór með litla prinsinn :D

Það er ALLTAF rigning í Reykjavík.

03 júlí 2006

Ég er búin að liggja heima í flensu og gat því ekki komið áleiðis tveimur afmæliskveðjum hérna á blogginu.

Hann Njáll varð 16 ára á fimmtudaginn. Ótrúlegt hvað strákurinn eldist á meðan ég er alltaf jafn ung ;) Bestu kveðjur í Grundarfjörðinn og farðu varlega í æfingaakstrinum!

Svo átti hún Hrafnhildur afmæli á föstudaginn. Hún er auðvitað á besta aldri, ekki mikið eldri en Njáll ;) Ég sendi bestu kveðjur heim í Víkina og bið að heilsa öllum :)

Annars er það helst að frétta að það er 31 dagur í Þjóðhátíð, búin að borga í Dallinn og fiðringurinn farinn að gera vart við sig :D Áttunda hátíðin framundan og lífið verður vonandi jafn yndislegt í Dalnum og alltaf. Ég hlakka mikið til að hitta Kidda og Hildi enda allt of langt síðan ég sá þau síðast. Þrítugsafmælisgjafirnar þeirra búnar að bíða upp í hillu síðan áður en ég fór á spítalann.

En jæja, ég ætla að halda á með að vinna. Hafið það gott elskurnar mínar :)