Jæja, þá er maður kominn í bæinn eftir skemmtilega útileguhelgi þar sem haldið var upp á afmæli Péturs og Fríðu. Ég held að það sé óhætt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega þrátt fyrir að fólk hafi vakið mis mikla lukku í kubbakastinu ;) Ég skaust í bæinn á laugardaginn og sýndi íbúðina mína og fór svo aftur í útileguna til krakkanna. Kom svo í bæinn um miðjan dag í gær og dreif mig í sund í góða veðrinu áður en ég fór inn að horfa á leikinn. Læknarnir eru loksins búnir að gefa grænt ljós á sundferðir mér til mikillar ánægju. Ég má reyndar ekki synda en það er ágætt að mega allavegana flatmaga í pottunum ;) Það eru svo allar líkur á því að ég fái ekki aðra lyfjasprautu svo að hitakófin mín hætta vonandi áður en sumrinu lýkur. Þetta verður allt kannað áður en ég fer til Marmaris og ég krosslegg bara fingur fyrir því að það verði jákvætt svo ég hreinlega bráðni ekki þarna úti....
Það er svo mikil vinnutörn framundan næstu vikur áður en ég sting af til Eyja. Bara 24 dagar þangað til ;) Ætli maður nýti ekki frítímann til að pakka niður í kassa og kannski heimsækja litla pjakkinn hennar Öggu. Það er svo aldrei að vita nema maður passi púkanna hennar Dagnýjar inn á milli til að stoppa eggjahringlið ;)
En að lokum sendi ég bestu afmæliskveðjur til Péturs og Fríðu og vona að þau hafi notið þess að eyða afmælisdeginum með okkur vitleysingjunum :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli