30 janúar 2008

Breytingar

Mér finnst ekki hægt að hafa bölvað væl það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur hérna inn í marga daga. Svo ég ætla að færa mig yfir á jákvæðari nótur. Það er orðið ljóst að í september mun ég flytja til Brussel og setjast á skólabekk. Þar ætla ég að fara í mastersnám í alþjóða samskiptum. Námið tekur eitt ár og ætti ég því að koma heim aftur í september 2009. Nú tekur við undirbúningur fyrir flutning erlendis og það er ekki laust við að ég sé farin að hlakka pínu til að takast á við nýja hluti.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera komin inn í skólann!!! Þetta verður spennandi námsár ;o)
Kveðja að Vestan, Ella

Nafnlaus sagði...

Hvaða skóla?

Erla Perla sagði...

Brussels School of International Studies, heimasíðan er hér http://www.kent.ac.uk/brussels/