Tvöfalt afmæli
Það er mikið að gera hjá mér í afmælunum á haustin og ég hef hreinlega ekki undan við að pósta inn kveðjunum.
Elsku besta Hildur mín átti afmæli í gær og ég sendi hamingjuóskir í Eyjarnar í tilefni dagsins. Vonandi hafðirðu það svakalega gott skvís!
Þorgeir Valur, aka Geiri, er þrítugur í dag og hefur heldur betur róast með árunum drengurinn. Sú var tíðin sem hann bauð í klámpartý en nú verður pent kaffiboð í tilefni dagsins. Til hamingju með daginn elsku Geiri og hafðu það svakalega gott í dag :-)