11 september 2009

Nattevagten

Jæja, þá er ég stödd á vaktinni um miðja nótt. Þriðja og seinasta nóttin í bili. Þetta er ágætis tilbreyting frá hefðbundnum morgun- og kvöldvöktum og ég hef náð að koma ýmsu í verk. Það er þó ekki mikill tími til að slóra enda nóg að gera á stóru heimili. Ég er ein mestan part nætur en svokölluð léttavakt kemur og hjálpar mér að snúa og skipta. Það er engin létta vinna þó svo að léttavaktin hjálpi til við það. Annars kann ég ágætlega við mig hérna á Eir. Ég er lítið farin að huga að því að leita að annarri vinnu. Ég skoða jú atvinnuauglýsingarnar og er búin að láta skrá mig á helstu vinnumiðlanirnar en ég hef ekki séð neitt bitastætt enn sem komið er.

Mál málanna þessa dagana er íbúðin mín en ég er ekki ennþá flutt alla leiðina heim. Íbúðin kom ekkert sérlega vel undan vetri og það þarf að mála alla íbúðina. Svo þarf að bónleysa og bóna gólfin og það er meira en nóg að standa í því að skvera íbúðina meðfram því að vera í tveimur vinnum. En þetta kemur allt með kalda vatninu og ég reyni að hlusta á hana móður mína þegar hún segir mér að þolinmæðin borgi sig - en ég hefði viljað flytja inn helst í gær og þetta gengur allt of hægt fyrir minn smekk.

Annars er mest lítið að frétta af þessum bænum. Hildur mín er að koma í bæinn á morgun og við ætlum að slæpast eitthvað á milli vakta hjá mér á helginni. Ég hlakka mikið til að fá hana í heimsókn enda löngu komin tími á hitting hjá okkur stöllum. En segjum þetta gott í bili. Ég ætla að halda áfram í snúningunum. Þangað til næst.

Engin ummæli: