Kristinn Breki er 5 ára í dag. Til hamingju með daginn elskan mín!!
30 ágúst 2004
27 ágúst 2004
Jæja, það er naumast hvað tíminn líður. Ég fór vestur á síðustu helgi. Fékk far báðar leiðir hjá pabba og Elsu. Það var bara rólegheita ferð. Kíkti aðeins í partý til Jóns Atla þar sem sumir voru fyllri en aðrir.. Segjum ekki meira um það - en minnz fór bara snemma heim, var ekki alveg í djamm gírnum. Ég er svo að fara aftur vestur á morgun, núna með mömmu. Það á að ljúka ástarvikunni sem er búin að vera heima með mat og balli í félagsheimilinu. Við mamma ætlum barasta að skella okkur þó svo að við séum ekkert á leiðinni að fjölga Bolvíkingum! Amma ætlar að koma með og þetta verður eflaust fínasta skemmtun. Þetta er samt algjör skottúr, við förum vestur með seinni vél á morgun og suður með fyrri vél á sunnudaginn. Þá er afmæli hjá Kristni Breka og það er náttla alveg bannað að missa af því. En pleh, ætla að drífa mig - gleðilega ástarviku allir saman!!
Birt af Erla Perla kl. 4:47 e.h. 0 skilaboð
19 ágúst 2004
Svakalega var þetta magnaður leikur í gær. Stemninginn var alveg frábær á pöllunum og ekki spillti veðrið fyrir. Við Ása vorum bara á bolunum allan leikinn. Þetta var skemmtun fyrir allan peninginn. Ég hringdi út í Rögga bró þegar bæði mörkin voru skoruð. Hann beið spenntur eftir úrslitunum enda búinn að veðja við einhverja Ítali þarna úti um úrslitin. Veðmálið snerist um þrif á eldhúsinu í einhvern ákveðinn tíma. Mér fannst þetta nú hálfglatað veðmál hjá bróður mínum fyrir leik en hann veðjaði aldeilis á réttan hest og þarf ekki að þrífa eldhúsið hjá sér á næstunni.
Eina kommentið sem ég hef á KSÍ - og svo sem önnur íþróttafélög - hvað er málið með þessa eldgömlu danstónlist sem er alltaf í gangi á leikjum?? Hey baby lagið var orðið þreytt þegar ég vann á Kaffi Reykjavík fyrir 3 árum. Updata diskana hjá sér!!! Þó svo það sé ekki nema einu sinni á ári... Annars hefði mátt láta eitthvað af hljómsveitunum sem spiluðu fyrir leik taka eitt, tvö lög í hálfleik, það hefði bara bætt stemninguna og hlíft manni frá aldagamalli danstónlist.
En maður á ekki að kvarta mikið eftir svona leiki. Það er lítið hægt að segja nema ÁFRAM ÍSLAND!!
Birt af Erla Perla kl. 10:25 f.h. 0 skilaboð
Hann karl faðir minn á afmæli í dag. Til hamingju með daginn pabbi, hafðu það gott í dag :)
Birt af Erla Perla kl. 10:23 f.h. 0 skilaboð
17 ágúst 2004
Ég ákvað að skjótast aðeins upp í Mosó um kvöldmatarleytið á sunnudaginn. Ætlaði að tékka á Rakel og sjá hvernig hún hefði það. Þegar ég var komin upp á Vesturlandsveg runnu á mig tvær grímur. Umferðin inn í Reykjavík silaðist áfram og það var bíl við bíl svo langt sem augað eygði. Með fullri virðingu fyrir þeim sem berjast fyrir breikkun Reykjanesbrautar verð ég að viðurkenna að ég skil ekki af hverju kaflinn frá Kjalarnesi og inn í Reykjavík var ekki á undan. Umferðin á Vesturlandsveginum er helmingi meiri en á Reykjanesbrautinni og auk þess er slysatíðnin helmingi hærri. Á sumrin dettur manni ekki til hugar að skjótast til mömmu í Mosó seinnipart á föstudegi því maður er heila eilífð á leiðinni. Það sama má segja um seinnipart sunnudaga - ekki nema maður ætli að stoppa góða stund í Mosó og bíða af sér umferðina. Vissulega hafa orðið stærri slys á Reykjanesbrautinni undanfarið en það er bara guðs mildi að það hafi ekki gerst á Vesturlandsveginum. Spurning hvað þarf mikið að gerast áður en ráðamenn vakna til lífsins og fara að gera eitthvað af viti í þessum málum. Það var allavegana gaman að sjá Ómar Ragnarsson vekja athygli á þessari umferðarteppu sem varð á sunnudaginn í fréttunum í gær því venjulega fer umferðin þarna afar hljótt.
En að öðru, ég datt inn í skemmtilega fræðslumynd á RÚV í gærkvöldi um breytingar sem gætu orðið á veðurfari heimsins ef golfstraumurinn hættir að ganga. Virkilega fræðandi og góð mynd sem hræddi mann þó verður að segjast. Margir vinir mínir kvarta jafnan undan dagskrá RÚV en ég verð að viðurkenna að ég lærði að meta hana fyrir vestan þegar ég hafði ekki aðgang að annarri sjónvarpsstöð. Það er margt skemmtilegt í boði á RÚV og meira um áhugaverðar heimildamyndir en á öðrum stöðvum. Á sunnudagskvöldið var t.d. góð mynd um skuggahliðar netsins og hvernig börn virðast oft á tíðum kunna betur á það en foreldrarnir. Virkilega þarft innlegg í umræðuna um þessi mál. Sérstaklega sá punktur sem var stór í myndinni að ábyrgðin væri fyrst og fremst foreldranna en ekki skólans þrátt fyrir að samstarf þessara aðila sé alltaf nauðsynlegt. En allavegana, prófið að horfa á RÚV - hún er ekki eins leiðinleg og margir vilja láta!
Ég fagnaði líka frétt að vestan í fréttum RÚV þar sem kom fram að það hefði aðeins rignt tvisvar þar í sumar. Góður rökstuðningur fyrir því af hverju ég blóta helv..... rigningunni hérna fyrir sunnan alltaf jafn mikið...
Birt af Erla Perla kl. 4:20 e.h. 0 skilaboð
16 ágúst 2004
Það var ekki lítið gaman á Vinum vors og blóma á föstudaginn. Við bókstaflega dönsuðum af okkur rassinn og það var hægt að vinda hverja flík sem við vorum í þegar við komum út. Ég sé ekkert eftir því að hafa drifið mig á ballið þrátt fyrir að hafa þurft að mæta í vinnu á laugardagsmorgninum.
Á laugardaginn langaði Kristni Breka að djamma í góða veðrinu svo við drifum okkur í bæinn og gáfum öndunum brauð og settumst á kaffihús og skoðuðum blæjubíla. Það var nóg af þeim í bænum í svona góðu veðri. Í vetur fórum við oft á kaffihús og fengum okkur heitt súkkulaði og það má náttla ekki breyta út af vananum þó svo það hafi verið um 20 stiga hiti. Ég fékk hann þó ofan af því að lokum og hann fékk að panta sér samloku og franskar í staðin.
Allt þetta djamm tók á gömlu konuna og ég fór bara snemma að sofa á laugardagskvöldið. Á sunnudaginn var formúla - hrmpfff.. tölum ekki um það! - og dugnaðarforkurinn ég þreif íbúðina. Enda löngu komin tími til.. Njáll kom svo í bæinn í gærkvöldi eftir að hafa verið hjá pabba sínum upp á hálendi í 2 vikur og fékk að gista. Ég skutlaði honum svo í rútuna í morgun. Bara gaman að fá svona heimsókn þó svo hún hafi verið stutt.
Á miðvikudaginn er það svo Ísland-Ítalía, ég er barasta farin að hlakka til að fara á leikinn. Held að þetta verði öfga gaman :)
Birt af Erla Perla kl. 3:57 e.h. 0 skilaboð
13 ágúst 2004
Jæja, er ekki best að nota föstudaginn 13. til að blogga aðeins! Ég hef nú ekki alveg verið að nenna þessu undan farið. En svona fyrir ,,gömlu" frænkurnar og þá sem lesa þetta til að fylgjast með þá ætla ég aðeins að renna yfir hvað ég hef verið að bralla.
Um verslunarmannahelgina var ég í London með Rakel. Ég fór til Bournemouth 28. júlí og við komum heim seint 1. ágúst. Það var gaman að koma til London en ég var ekki eins hrifin af Bournemouth. Mér fannst bærinn hálf skítugur og fullur af fullum Bretum í sumarfríi. Fullir Íslendingar hvað segir maður bara eftir þessa heimsókn. Í London skoðuðum við það sem við komumst yfir á svona stuttum tíma. Fórum í skoðunarferð um borgina á opnum tveggja hæða strætó. Maður gat hoppað í og úr að vild. Við fórum úr á Trafalgar Square og fengum okkur að borða en ákváðum að láta frekar skoðunarferðir bíða næstu ferðar. Veðrið var frábært allan tíman, sól og 30 stiga hiti og í það heitasta að sitja í strætó í 4 tíma, þó svo að maður væri úti.
Á fimmtudaginum fékk ég hringingu úr Eyjum þar sem ég var beðin um að skella mér í dallinn og beint til Eyja. Minnz var að labba meðfram ströndinni á Bournemouth en mig langaði til að gráta. Var alveg orðin þjóðhátíðarveik. Eeeen, þjóðhátíð 2005 verður bara meiri snilld fyrir vikið!!
Maður hefur svo bara verið að taka lífinu rólega í góða veðrinu. Fékk frí eftir hádegi á þriðjudaginn. Þá fór ég með Kidda í Húsdýragarðinn, við vorum þar í 2 tíma og ég var orðin illa steikt þegar ég kom heim. Þá var farið beint í að hjálpa til við að þrífa Rögga íbúð og ganga frá en hann fór út á miðvikudagsmorguninn. Rakel er flutt í hans íbúð og fyrstu dagarnir hafa bara gengið vel hjá henni.
Annars er það bara sama rútínan, sund og vinna og svo fer gamla konan alltaf snemma að sofa á kvöldin. Í kvöld ætlum við Agnes að skella okkur á Vini vors og blóma á Nasa. Þeir voru uppáhalds hljómsveitin mín þegar ég var í 10. bekk þannig að þetta verður smá nostalgía. við nennum reyndar ekki að djamma og ætlum bara að vera edrú en þar sem þetta er möst að sjá þá ákváðum við að skella okkur samt.
Birt af Erla Perla kl. 3:37 e.h. 0 skilaboð