19 ágúst 2004

Svakalega var þetta magnaður leikur í gær. Stemninginn var alveg frábær á pöllunum og ekki spillti veðrið fyrir. Við Ása vorum bara á bolunum allan leikinn. Þetta var skemmtun fyrir allan peninginn. Ég hringdi út í Rögga bró þegar bæði mörkin voru skoruð. Hann beið spenntur eftir úrslitunum enda búinn að veðja við einhverja Ítali þarna úti um úrslitin. Veðmálið snerist um þrif á eldhúsinu í einhvern ákveðinn tíma. Mér fannst þetta nú hálfglatað veðmál hjá bróður mínum fyrir leik en hann veðjaði aldeilis á réttan hest og þarf ekki að þrífa eldhúsið hjá sér á næstunni.

Eina kommentið sem ég hef á KSÍ - og svo sem önnur íþróttafélög - hvað er málið með þessa eldgömlu danstónlist sem er alltaf í gangi á leikjum?? Hey baby lagið var orðið þreytt þegar ég vann á Kaffi Reykjavík fyrir 3 árum. Updata diskana hjá sér!!! Þó svo það sé ekki nema einu sinni á ári... Annars hefði mátt láta eitthvað af hljómsveitunum sem spiluðu fyrir leik taka eitt, tvö lög í hálfleik, það hefði bara bætt stemninguna og hlíft manni frá aldagamalli danstónlist.

En maður á ekki að kvarta mikið eftir svona leiki. Það er lítið hægt að segja nema ÁFRAM ÍSLAND!!

Engin ummæli: