Jæja, er ekki best að nota föstudaginn 13. til að blogga aðeins! Ég hef nú ekki alveg verið að nenna þessu undan farið. En svona fyrir ,,gömlu" frænkurnar og þá sem lesa þetta til að fylgjast með þá ætla ég aðeins að renna yfir hvað ég hef verið að bralla.
Um verslunarmannahelgina var ég í London með Rakel. Ég fór til Bournemouth 28. júlí og við komum heim seint 1. ágúst. Það var gaman að koma til London en ég var ekki eins hrifin af Bournemouth. Mér fannst bærinn hálf skítugur og fullur af fullum Bretum í sumarfríi. Fullir Íslendingar hvað segir maður bara eftir þessa heimsókn. Í London skoðuðum við það sem við komumst yfir á svona stuttum tíma. Fórum í skoðunarferð um borgina á opnum tveggja hæða strætó. Maður gat hoppað í og úr að vild. Við fórum úr á Trafalgar Square og fengum okkur að borða en ákváðum að láta frekar skoðunarferðir bíða næstu ferðar. Veðrið var frábært allan tíman, sól og 30 stiga hiti og í það heitasta að sitja í strætó í 4 tíma, þó svo að maður væri úti.
Á fimmtudaginum fékk ég hringingu úr Eyjum þar sem ég var beðin um að skella mér í dallinn og beint til Eyja. Minnz var að labba meðfram ströndinni á Bournemouth en mig langaði til að gráta. Var alveg orðin þjóðhátíðarveik. Eeeen, þjóðhátíð 2005 verður bara meiri snilld fyrir vikið!!
Maður hefur svo bara verið að taka lífinu rólega í góða veðrinu. Fékk frí eftir hádegi á þriðjudaginn. Þá fór ég með Kidda í Húsdýragarðinn, við vorum þar í 2 tíma og ég var orðin illa steikt þegar ég kom heim. Þá var farið beint í að hjálpa til við að þrífa Rögga íbúð og ganga frá en hann fór út á miðvikudagsmorguninn. Rakel er flutt í hans íbúð og fyrstu dagarnir hafa bara gengið vel hjá henni.
Annars er það bara sama rútínan, sund og vinna og svo fer gamla konan alltaf snemma að sofa á kvöldin. Í kvöld ætlum við Agnes að skella okkur á Vini vors og blóma á Nasa. Þeir voru uppáhalds hljómsveitin mín þegar ég var í 10. bekk þannig að þetta verður smá nostalgía. við nennum reyndar ekki að djamma og ætlum bara að vera edrú en þar sem þetta er möst að sjá þá ákváðum við að skella okkur samt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli