16 ágúst 2004

Það var ekki lítið gaman á Vinum vors og blóma á föstudaginn. Við bókstaflega dönsuðum af okkur rassinn og það var hægt að vinda hverja flík sem við vorum í þegar við komum út. Ég sé ekkert eftir því að hafa drifið mig á ballið þrátt fyrir að hafa þurft að mæta í vinnu á laugardagsmorgninum.

Á laugardaginn langaði Kristni Breka að djamma í góða veðrinu svo við drifum okkur í bæinn og gáfum öndunum brauð og settumst á kaffihús og skoðuðum blæjubíla. Það var nóg af þeim í bænum í svona góðu veðri. Í vetur fórum við oft á kaffihús og fengum okkur heitt súkkulaði og það má náttla ekki breyta út af vananum þó svo það hafi verið um 20 stiga hiti. Ég fékk hann þó ofan af því að lokum og hann fékk að panta sér samloku og franskar í staðin.

Allt þetta djamm tók á gömlu konuna og ég fór bara snemma að sofa á laugardagskvöldið. Á sunnudaginn var formúla - hrmpfff.. tölum ekki um það! - og dugnaðarforkurinn ég þreif íbúðina. Enda löngu komin tími til.. Njáll kom svo í bæinn í gærkvöldi eftir að hafa verið hjá pabba sínum upp á hálendi í 2 vikur og fékk að gista. Ég skutlaði honum svo í rútuna í morgun. Bara gaman að fá svona heimsókn þó svo hún hafi verið stutt.

Á miðvikudaginn er það svo Ísland-Ítalía, ég er barasta farin að hlakka til að fara á leikinn. Held að þetta verði öfga gaman :)

Engin ummæli: