26 nóvember 2005

Jæja Ása mín, hérna kemur þetta loksins ;)

Núverandi Tími : 21:04

Núverandi Föt : gallabuxur og bleika úlpan mín

Núverandi Skap : Ansi lúin eftir daginn

Núverandi Hár : það er mitt eigið allavegana!

Núverandi Pirringur : uhhh, að þurfa að fara að taka til heima

Núverandi Lykt : Simply by Clinique

Núverandi hlutur sem ég ætti að vera að gera : Tja, bara alls ekki neitt!

Núverandi Skartgripir : Eyrnalokkar, hálsmen og úr

Núvernadi áhyggjur : Munnlegt próf hjá Samuel og verkefnaskil

Núverandi Löngun : Kúra yfir góðri mynd með Guðjóni

Núverandi Ósk : Að það sé kominn 2. des og ég sé komin í jólafrí!

Núverandi Farði : Meik og maskari

Núverandi Eftirsjá : Lífið er of stutt til að eyða því í eftirsjá...

Núverandi Vonbrigði : Að hafa ekki orku til að kíkja á djammið með stelpunum ;)

Núverandi Skemmtun : Það er að svara þessu klukki frá Ásu

Núverandi Ást : Guðjón Hrafn

Núverandi Staður : Herbergið hans Guðjóns

Núverandi Bók : Queen Bees and Wannabees og Reviving Ophelia

Núverandi Bíómynd : einhver sem er á harða diskinum hjá Guðjóni..

Núverandi Íþrótt : Formúla 1 að sjálfsögðu og verð ég ekki að segja karfa líka ;)

Núverandi Tónlist : Coldplay og Keane eru mikið í spilaranum núna

Núverandi lag á heilanum : Hehe, það var ekkert þangað til ég las klukkið hennar Ásu og þá var það náttúrulega Humpty Dumpty sat on a wall!

Núverandi Blótsyrði : Hehehe, er sauður blótsyrði?

Núverandi Msn manneskja : Er nú bara ekki inn á MSN!

Núverandi Desktop Mynd : Á minni tölvu er það Bolungarvík City en Guðjón er með einhverja gellu á sinni - sem er sko ekki nálægt því eins flott og ég!!

Núverandi Áætlanir fyrir kvöldið : tja, góð spurning. Vídeógláp eflaust

Núverandi Manneskja Að Forðast : Já, þú segir það, ég bara veit það ekki!

Núverandi Hlutir Á Vegg : Klukka, hillur, sjónvarp og Lord of the Rings plakat já og skeifa


Jæja Ása mín, ég held nú að ég hafi verið búin að þessu en auðvitað gerði ég þetta bara fyrir þig ;) Ég tek það svo skýrt fram að ég klukka engan og vona að þið hafið ekki það lítið að gera að þið eyðið nú-inu ykkar í að búa til svona lista ;)

Engin ummæli: