1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Gefðu mér gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
21 janúar 2006
16 janúar 2006
Aðeins um lokaverkefnið. Eins og hefur komið fram hérna áður ætlum við að skrifa um stelpur og stelpnamenningu, hvernig samskipti eru innan stelpnahópa og hvernig stelpur nota félagslega útilokun til að leggja í einelti. Fyrir þá sem vilja kynna sér efnið nánar bendi ég á bókina Queen Bees and Wanna Bees eftir Rosalind Wiseman en myndin Mean Girls með Lindsey Lohan í aðalhlutverki byggir á þeirri bók. Wiseman hefur stofnað Empower verkefni í Bandaríkjunum sem stefnir að því að efla sjálfstraust og sjálfsmynd unglinga og gera þá hæfari til að takast á við daglegt líf. Það hefur hins vegar lítið sem ekkert verið fjallað um þetta efni hér á landi og það er markmið okkar að vekja athygli á þessu málefni og vekja fólk til umhugsunar um hvað er hægt að gera fyrir íslensk ungmenni. Til að gera verkefnið sem best eru allar athugasemdir og reynslusögur eru vel þegnar og óskast þær sendar á erlakris@khi.is. Að sjálfsögðu verður farið með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Birt af Erla Perla kl. 8:40 e.h. 0 skilaboð
Jæja, það er mikið vatn runnið til sjávar síðan ég skrifaði inn síðast. Ég ætla ekki að tjá mig mikið frekar um DV málið, ég var ánægð með uppsögn ritstjóra blaðsins en ég bíð spennt eftir að sjá hvernig nýjir ritstjórar eiga eftir að höndla starfið. Ummæli annars þeirra um að siðareglur Blaðamannafélagsins væru úreltar fengu mig ekki til að sofa betur. Í mínum huga er siðferði ekki eitthvað sem úreldist. Aðgát skal ávallt höfð í nærveru sálar og ef eitthvað er eru siðareglur mikilvægari nú en þær hafa verið.
En að öðru. Skólinn er kominn á fullt og lokaspretturinn í náminu hafinn. Ég er skráð í 17 einingar, ekki af því að mig vanti einingar til að útskrifast í vor heldur tók ég nett flipp í skráningu í val áfanga. Núna stend ég í hátíðarmatreiðslu fyrir hádegi á mánudögum og borða sannkallaðan jólamat í hádeginu. Í dag var það humarsúpa ;) Á þriðjudögum sit ég og prjóna. Hún Dóra Lína ætti að sjá mig núna ;) Hvað þá Unnur! ;) Aðra áfanga tek ég í fjarnámi, enskuna hjá Samuel og upplýsingatæknina hjá Michael. Núna á stelpan að fara að búa til heimasíðu, gagnvirk próf og fleira nytsamlegt við tungumálakennslu. Enda er á stefnuskránni að vera uber góð við Guðjón svo hann hjálpi mér nú þegar ég verð komin í ógöngur ;) Síðan þarf ég að spekúlera í efnum, læra að þæfa og prjóna örvhent í efnisfræði og þæfingarkúrsinum sem ég er í. Og lokaverkefnið sem er allt önnur saga.
Annars er bara allt gott í fréttum úr Hafnarfirðinum. Við skötuhjúin höfum það bara ljómandi fínt þó svo að lítið fari fyrir óvæntum heimsóknum ;) Tengdapabbi droppaði hérna inn um daginn og okkur varð svo mikið um þegar dyrabjallan hringdi að við fengum nánast hjartaáfall. Datt varla í hug að fara til dyra því það væri örugglega verið að ýta á vitlausa bjöllu. En hann fékk samt sem áður góðar móttökur loksins þegar við föttuðum að það væri í alvörunni einhver að dingla hjá okkur. Það er svo vonandi að fleiri prófi þetta á næstunni, alltaf góðar móttökur í Hafnarfirði ;)
Birt af Erla Perla kl. 7:35 e.h. 0 skilaboð
11 janúar 2006
Ég hvet alla til að styðja þetta framtak og mótmæla siðlausri ritstjórnarstefnu DV. Í mínum huga er meira en nóg komið. Góður fjölskylduvinur er genginn á vit feðra sinna vegna ábyrgðar- og siðleysis þessara manna. Stöndum saman og útrýmum sorpblaðamennsku á Íslandi!
Birt af Erla Perla kl. 12:10 e.h. 0 skilaboð
09 janúar 2006
Always full of surprises....
You Are 26 Years Old |
Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe. 13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world. 20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences. 30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more! 40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax. |
Birt af Erla Perla kl. 2:43 e.h. 0 skilaboð
Jæja, er ekki málið að gera upp gamla árið í nokkrum punktum ;)
Ég flutti úr Bólstaðarhlíðinni og heim til mömmu
Ég fór til Helsinki að heimsækja Rögga bró
Ég byrjaði með Guðjóni mínum
Ég flutti frá mömmu aftur og í Hafnarfjörðinn
Þjóðhátíð í sjöunda sinn - úje
Seldi elsku Corolluna mína og fékk mér Yaris
Fór með Guðjóni í surprise ferð til ömmu
Kláraði heil tvö vettvangsnám - þau seinustu á námsferlinum ;)
Já, ég held að þetta sé árið 2005 í meginatriðum. Er ég að gleyma einhverju??
Birt af Erla Perla kl. 2:19 e.h. 0 skilaboð
02 janúar 2006
Jæja, þá er kominn tími á fyrsta blogg ársins og er við hæfi að byrja á því að óska öllum gleðilegs árs :)
Ég hafði það alveg ljómandi gott hjá henni ömmu yfir jólin og hefði alveg verið til í að vera þar lengur. Ég fékk margt fallegt í jólagjöf og vil bara nota tækifærið og þakka fyrir mig. Áramótin voru róleg og góð og við höfðum það huggulegt skötuhjúin á nýársdag. Við vorum þó ekki lengi að á gamlárskvöld þar sem mér tókst að detta all hressilega inn í nýja árið. Ég rann á hnjánum niður útitröppurnar hjá Kidda og Ingibjörgu og var lítið upplögð í partýstand eftir það. Það skal þó tekið fram ég var bílstjóri kvöldsins svo að ég get bara kennt hálku og eigin klaufaskap um hvernig fór. Það er þó sagt að fall sé fararheill svo það er vonandi að það boði gæfu að detta inn í nýja árið ;)
Ég ætlaði ekki að bulla meira hérna inn að sinni en mig langar að benda á eina frétt á vísi.is þar sem sagt er að Vestfirðingar séu ánægðastir með Sturlu Böðvarsson af öllum sínum þingmönnum. Þessu fannst mér nú erfitt að trúa og sá þegar ég opnaði fréttina að lesendur Skessuhorns - sem er í Borgarnesi ef ég man rétt - voru ánægðastir með Sturlu. Blaðamaðurinn sem skrifaði þessa frétt þyrfti því að rifja upp landafræðina sína áður en hann skellir fram næstu fyrirsögn!
Birt af Erla Perla kl. 9:02 e.h. 0 skilaboð