16 janúar 2006

Jæja, það er mikið vatn runnið til sjávar síðan ég skrifaði inn síðast. Ég ætla ekki að tjá mig mikið frekar um DV málið, ég var ánægð með uppsögn ritstjóra blaðsins en ég bíð spennt eftir að sjá hvernig nýjir ritstjórar eiga eftir að höndla starfið. Ummæli annars þeirra um að siðareglur Blaðamannafélagsins væru úreltar fengu mig ekki til að sofa betur. Í mínum huga er siðferði ekki eitthvað sem úreldist. Aðgát skal ávallt höfð í nærveru sálar og ef eitthvað er eru siðareglur mikilvægari nú en þær hafa verið.

En að öðru. Skólinn er kominn á fullt og lokaspretturinn í náminu hafinn. Ég er skráð í 17 einingar, ekki af því að mig vanti einingar til að útskrifast í vor heldur tók ég nett flipp í skráningu í val áfanga. Núna stend ég í hátíðarmatreiðslu fyrir hádegi á mánudögum og borða sannkallaðan jólamat í hádeginu. Í dag var það humarsúpa ;) Á þriðjudögum sit ég og prjóna. Hún Dóra Lína ætti að sjá mig núna ;) Hvað þá Unnur! ;) Aðra áfanga tek ég í fjarnámi, enskuna hjá Samuel og upplýsingatæknina hjá Michael. Núna á stelpan að fara að búa til heimasíðu, gagnvirk próf og fleira nytsamlegt við tungumálakennslu. Enda er á stefnuskránni að vera uber góð við Guðjón svo hann hjálpi mér nú þegar ég verð komin í ógöngur ;) Síðan þarf ég að spekúlera í efnum, læra að þæfa og prjóna örvhent í efnisfræði og þæfingarkúrsinum sem ég er í. Og lokaverkefnið sem er allt önnur saga.

Annars er bara allt gott í fréttum úr Hafnarfirðinum. Við skötuhjúin höfum það bara ljómandi fínt þó svo að lítið fari fyrir óvæntum heimsóknum ;) Tengdapabbi droppaði hérna inn um daginn og okkur varð svo mikið um þegar dyrabjallan hringdi að við fengum nánast hjartaáfall. Datt varla í hug að fara til dyra því það væri örugglega verið að ýta á vitlausa bjöllu. En hann fékk samt sem áður góðar móttökur loksins þegar við föttuðum að það væri í alvörunni einhver að dingla hjá okkur. Það er svo vonandi að fleiri prófi þetta á næstunni, alltaf góðar móttökur í Hafnarfirði ;)

Engin ummæli: