Aðeins um lokaverkefnið. Eins og hefur komið fram hérna áður ætlum við að skrifa um stelpur og stelpnamenningu, hvernig samskipti eru innan stelpnahópa og hvernig stelpur nota félagslega útilokun til að leggja í einelti. Fyrir þá sem vilja kynna sér efnið nánar bendi ég á bókina Queen Bees and Wanna Bees eftir Rosalind Wiseman en myndin Mean Girls með Lindsey Lohan í aðalhlutverki byggir á þeirri bók. Wiseman hefur stofnað Empower verkefni í Bandaríkjunum sem stefnir að því að efla sjálfstraust og sjálfsmynd unglinga og gera þá hæfari til að takast á við daglegt líf. Það hefur hins vegar lítið sem ekkert verið fjallað um þetta efni hér á landi og það er markmið okkar að vekja athygli á þessu málefni og vekja fólk til umhugsunar um hvað er hægt að gera fyrir íslensk ungmenni. Til að gera verkefnið sem best eru allar athugasemdir og reynslusögur eru vel þegnar og óskast þær sendar á erlakris@khi.is. Að sjálfsögðu verður farið með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli