27 febrúar 2006

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á annað blogg en klukk og afmæliskveðjur! Það er þó vert að taka fram að þó svo að afmæliskveðjan til Hjördísar hafi horfið sporlaust af blogginu og ekkert til hennar spurst þá stendur hún ennþá ;)

Við skötuhjúin höfum haft það rólegt og huggulegt undanfarið. Guðjón spilar tölvuleiki og ég læri. Það hafa verið afmælisboð í röðum undanfarið og svo höfum við Ása verið að prófa uppskriftir í heimilisfræði svo Guðjón hefur fengið mikið gott að borða. Ég mæli t.d. með þessum tortilla turni. Við reyndar minnkuðum laukinn um helming og settum bara eina papriku en þetta er allt smekksatriði. Þetta er allavegana voðalega gott! Það verða annasamir tímar í skólanum næstu tvo mánuði en þá verður þetta líka búið allt saman og minnz loksins orðinn kennari. Það verður svo að koma í ljós hvað ég geri við þá menntun en það stefnir allt í að ég verði að vinna áfram hjá mömmu, allavegana fyrst um sinn.

Á laugardaginn erum við að fara á árshátíð hjá Anza, vinnunni hans Guðjóns. Hún verður í Haukaheimilinu svo það verður stutt að fara fyrir okkur. Amma kemur svo á sunnudaginn og það verður voða gaman að fá hana í bæinn :) Svo er stefnan tekin á sumarbústað í næstu viku til að taka vinnutörn í lokaverkefninu. Það veitir víst ekki af því.

En jæja, ég er alveg tóm í haus eftir að hafa verið að vinna í upplýsingatækni í allan dag. Ekki beint uppáhaldsfagið mitt.... Svo er OC í sjónvarpinu og þá vill heilastarfsemin fara á þeirra level ;) Ég skrifa meira þegar ég er aktífari í hausnum.

Engin ummæli: