Jamm og jæja, kominn tími á blogg. Það er mest lítið að frétta eins og venjulega. Ég strögglast við að lesa blessaðar skólabækurnar, hef sjaldan eða aldrei verið haldin eins miklum skólaleiða. Ég ætla mér hins vegar að harka þetta af mér - enda ekki nema 2 og hálfur mánuður í lokaskil lokaverkefnis. En mikið svakalega verð ég fegin þá! Það eru allir að spurja mig hvort ég ætli ekki að fara að kenna en ég verð að viðurkenna það að í augnablikinu er ég ekkert spennt fyrir því. Veit hreinlega ekkert hvað mig langar til að gera eftir skólann. Það verður bara að koma í ljós með hækkandi sól ;)
Við skötuhjúin fórum og skoðuðum tvær Búsetaíbúðir á helginni. Eina á Nesinu og hina í Setbergshverfinu hérna í Hafnarfirðinum. Ekki það að við höfum það ekki ágætt hérna en íbúðin gæti verið dálítið mikið betur staðsett og kannski betur skipulögð líka. Samt er ég alveg á báðum áttum hvort við eigum að vera að standa í flutningum, kemur fólk nokkuð frekar í heimsókn til manns þó svo að maður búi einhvers staðar annars staðar? Kæmuð þið gott fólk, frekar í Setbergshverfið heldur en hingað í Holtið? Það á náttúrulega að fara að opna Ikea þarna rétt hjá - það myndi kannski ýta við sumum :p Það er náttúrulega alls ekki víst að við fáum þessar íbúðir enda hefur aðsóknin í Búseta aldrei verið meiri. Ég hef samt mikið verið að pæla í þessu, hvað við myndum græða á því að flytja og hvort maður myndi hitta fólk meira. Og líka hvað tengsin við vinina slitna með árunum. Erum við virkilega orðin svona gömul krakkar?? Ég legg allavegana til að stofnaðir verði matarklúbbar og saumaklúbbar og alls konar klúbbar bara til að við hittumst nú allavegana annað slagið - hvort sem við búum í Mosó eða Hafnarfirði. Hvað segiði um það??
Anyhow, við Guðjón vorum að láta okkur leiðast á laugardagskvöldið og enduðum á vídeóleigunni eins og svo oft áður. Þar duttum við niðrá mynd sem heitir What the Bleep do we know? og fjallar um tilgang lífsins og hvernig maður getur stjórnað sínu eigin lífi. Þetta er samt ekki andleg mynd heldur byggir hún á skammtafræði - sem er grein innan eðlisfræðinnar. Soldið djúpt á laugardagskvöldi kannski.. en við sátum allavegana límd. Þetta er nefnilegast alveg stórmerkileg mynd og er vel virði 550 kr og 90 mínútna af tíma manns. Svo nú mæli ég með að allir skelli sér út á leigu og nái í þessa mynd!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli