14 ágúst 2006

Bloggleti

Ég hef ekki verið sú duglegasta í blogginu í sumar og þrátt fyrir að óteljandi pælingar hafi farið í gegnum hugann þá hef ég ekki verið í neinum gír að setja þær hérna inn. Það dóu líka margar heilafrumur í svæfingunni í vor og minnið hefur ekki verið upp á sitt besta í sumar. Sem sést best á því að eftir að ég lærði að breyta um font á blogginu þá man ég aldrei hvaða font ég ætlaði að nota... En nú er farið að styttast í flutninga og ég á að fá afhent á miðvikudaginn. Á að mæta í nýju íbúðina klukkan 3 á miðvikudaginn og ef ég hef engar athugasemdir við fráganginn á íbúðinni fæ ég lyklana þá. Ég er að verða búin að koma búslóðinni ofan í kassa og er farin að iða af spenningi að komast úr Hafnarfirðinum. Lái mér hver sem vill.....

Annars eru bara 22 dagar í Marmaris. Gaman að vera alltaf að telja niður í eitthvað ;)

Engin ummæli: