Læknar og sprengjur
Ég fór í fyrsta tékk til læknisins í dag síðan ég útskrifaðist af spítalanum. Það er bara allt í góðu standi og ég þarf ekki annan skammt af lyfjunum mér til mikillar gleði :) Þá á ég bara eftir að hitta hinn lækninn og þá er ég laus úr þessu læknastússi, næsta hálfa árið amk. Ég þurfti að bíða soldla stund á spítalanum í morgun og fór að rifja upp þessa viku sem ég var þar. Maturinn er náttúrulega sér kapítuli, ég hef bara aldrei séð eins undarlega samsetningu á mat og það kom mér á óvart hvað maturinn var í raun óhollur. Alltaf sætt með kaffinu, bæði um miðjan dag og á kvöldin o.s.frv. Það var happa glappa hvort ég gat fengið ávexti þegar ég bað um þá og það fannst mér mjög skrýtið. Að ávöxtum og grænmeti væri ekki haldið að sjúklingunum frekar en kökum og sætabrauði.
Svo var það blessaði stofugangurinn... Báðir læknarnir mínir voru, og eru, alveg frábærir og lítið mál að tala við þá en á stofugangi sá maður strolluna af læknanemum elta lækninn út um allan gang. Svo stóð liðið hálf vandræðalegt og stíft við rúmið hjá manni alveg þangað til það var komið að því að skoða skurðinn. Þá hölluðu sér allir fram til að sjá. Ég hef sjálfsagt verið með svaðalega spennandi skurð. Þetta voru stundir sem ég bókstaflega þoldi ekki þegar ég lá þarna inni og þegar ég horfði á fyrstu seríuna af Grey's Anatomy um daginn fékk ég þvílíkan hroll við að fylgjast með liðinu þar á stofugangi. Svo mikinn að það lá við að ég slökkti bara á þessari vitleysu. Ég skil alveg að það sé nauðsynlegt fyrir læknanema að læra og allt það en þá vil ég ekki sjá nálægt mér eða mínum í framtíðinni. Það er kannski sjens ef það verður bætt inn kennslu í mannlegum samskiptum inn í námið þeirra en pottþétt ekki fyrr.
En jæja, ég ætla að fara að koma mér heim, þetta er búið að vera langur dagur. Ég fór og kenndi seinni hópnum í dag og það gekk bara ágætlega. Þetta eru mjög ólíkir hópar en skemmtilegir á sinn hátt. Mér líst voðalega vel á þetta allt saman og ég held að mér eigi bara eftir að finnast þetta skemmtilegt. En það eru 8 dagar í Marmaris. Ég læt enga vitleysinga með sprengjur hafa af mér sumarfríið ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli